Fiskidagsferðin varð til fjár

Hjónin segjast þakka vinum sínum vinninginn og ætla að fagna …
Hjónin segjast þakka vinum sínum vinninginn og ætla að fagna með því að fá sér pylsu.

Vinningshafarnir heppnu sem unnu fimmfaldan Lottópott um síðustu helgi eru búnir að gefa sig fram. Þau unnu 51,7 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Hjónin heppnu voru gestkomandi á Norðurlandi að njóta Fiskidagsins mikla á Dalvík er þau keyptu vinningsmiðann í Hagkaupum á Akureyri. Þangað höfðu þau skroppið frá á föstudeginum til þess að kaupa „eitthvað gott á grillið“ ásamt vinahjónum. Vinahjónin ákváðu að kaupa Lottómiða og vinningshafarnir ákváðu að grípa einn miða líka.

Því segjast þau í raun þakka vinum sínum vinninginn. Í tilkynningu Íslenskrar getspár segir að til þess að fagna vinningnum ætli hjónin að skella sér á Bæjarins bestu og fá sér tvær pylsur með öllu og kók, en annað sé ekki búið að ákveða, enda nægur tími til þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert