Leitar sameiginlegra lausna

Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, var á Íslandi í ...
Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, var á Íslandi í vinnu­ferð og hitti ut­an­rík­is­ráðherra og þing­menn til þess að ræða meðal ann­ars sam­starf Norður­landa og EES. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum öll sam­mála um mik­il­vægi innri markaðar­ins. Það að hafa aðgengi að 500 millj­óna manna markaði með sam­eig­in­leg­ar regl­ur og staðla fyr­ir inn- og út­flutn­ing er gríðarlega mik­il­vægt til þess að skapa sann­gjörn sam­keppn­is­skil­yrði. Þetta skipt­ir bæði efna­hags­kerfi Íslend­inga og Norðmanna máli,“ seg­ir Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, spurð um framtíðar­horf­ur samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið í ljósi út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Sørei­de var á Íslandi vegna vinnu­ferðar og átti hún meðal ann­ars fund með Guðlaugi Þór Þórðar­syni ut­an­rík­is­ráðherra þar sem til umræðu voru sam­vinna Norður­landaþjóða, mál­efni norður­slóða og Evr­ópska efna­hags­svæðið.

„Við höf­um öll hag af því að finna far­sæla lausn í mál­inu [Brex­it]. Það er hins veg­ar erfitt að vita með vissu hvað ger­ist næst. Bret­ar og Evr­ópu­sam­bandið verða að kom­ast að sam­komu­lagi fyrst þannig að hægt verði að meta hver næstu skref verða,“ seg­ir Sørei­de. Hún tel­ur Íslend­inga og Norðmenn hafa sam­eig­in­lega hags­muni af því að ekki skap­ist óvissa um innri markaðinn og að hann sundrist ekki.

AFP

Seina­gang­ur

„Við höf­um einnig áhyggj­ur af því hversu hægt geng­ur að semja milli Bret­lands og ESB þar sem það fyr­ir­komu­lag sem á end­an­um verður mun ráða for­send­um viðskipta og sam­starfs milli EFTA og Bret­lands,“ staðhæf­ir ráðherr­ann.

Hún seg­ir norska ut­an­rík­is­ráðuneytið vinna út frá ólík­um líkön­um sem end­ur­spegla mögu­lega þróun í tengsl­um við Brex­it. Þessi líkön seg­ir ráðherr­ann byggj­ast bæði á for­send­um um að fáar breyt­ing­ar verði á skip­an mála milli Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins og að þær verði mikl­ar.

„Við erum einnig að vinna út frá þeirri stöðu sem gæti komið upp ef eng­inn samn­ing­ur yrði gerður milli Breta og ESB, þótt það kunni að vera ólík­leg niðurstaða. Kjarni máls­ins er að vera und­ir það búin að tak­ast á við þær áskor­an­ir sem verða,“ bæt­ir Sørei­de við.

Mik­il­væg samstaða þjóða

„Það er grund­vall­ar­atriði að vest­ræn­ar þjóðir standi sam­an í for­dæm­ingu brota gegn þjóðarrétti af hálfu Rússa. Slíkt hef­ur í för með sér fórn­ar­kostnað fyr­ir öll ríki, sem við verðum að vera reiðubú­in til þess að taka á okk­ur,“ seg­ir Sørei­de um áhrif viðskipta­banns Rússa. „Þegar rík­ir ófyr­ir­sjá­an­leiki í heim­in­um þar sem sí­fellt fleiri ákveða að beita valdi í stað sann­fær­ing­ar­mátt­ar verðum við sem trú­um á þjóðarétt­inn að rísa upp,“ bæt­ir hún við.

Ráðherr­ann seg­ir Nor­eg hafa lagt aukna áherslu á að vekja at­hygli NATÓ á Norður-Atlants­hafi meðal ann­ars vegna auk­inn­ar hernaðar­upp­bygg­ing­ar Rússa á Kóla­skaga. „Þetta þýðir þó ekki að við lít­um svo á að Rúss­ar ógni Nor­egi eða NATÓ hernaðarlega. Hins veg­ar erum við að sjá auk­in um­svif og ágeng­ari ut­an­rík­is­stefnu, svo sem fleiri hernaðaræf­ing­ar og flókn­ari æf­inga­­mynst­ur. Til að mynda hafa verið fram­kvæmd­ar í aukn­um mæli æf­ing­ar með árás­ar­sviðsmynd­ir sem við höf­um ekki séð í mörg ár,“ seg­ir Sørei­de.

Hún tek­ur fram að tek­ist hafi að auka áhuga NATÓ á Norður-Atlants­hafs­svæðinu í sam­starfi við Bret­land, Ísland og Banda­rík­in.

Nýjar höfuðstöðvar NATÓ í Brussel.
Nýjar höfuðstöðvar NATÓ í Brussel. Ljósmynd/NATÓ

Vilja orkupakk­ann

Þriðji orkupakki Evr­ópu­sam­bands­ins var um­deild­ur þegar hann var samþykkt­ur á norska Stórþing­inu í vor og stend­ur til að hann verði lagður fyr­ir Alþingi í haust. Spurð hvort hún hafi rætt orkupakka sam­bands­ins og hvað fel­ist í því ef Íslend­ing­ar skyldu hafna til­skip­un­inni á fundi sín­um með ut­an­rík­is­ráðherra Íslands svar­ar Sørei­de því ját­andi.

„Ég ræddi þetta á fundi mín­um með Guðlaugi og á fundi með þing­mönn­um. Það er mik­il­vægt fyr­ir mig að koma því á fram­færi að norska Stórþingið hef­ur samþykkt þessa til­skip­un. Fyr­ir okk­ur er mik­il­vægt að til­skip­un­in sé tek­in upp í EES-samn­ing­inn, þar sem við nú þegar erum hluti af evr­ópsk­um orku­markaði. Það er ákveðin hætta fyr­ir okk­ur ef hún myndi ekki öðlast gildi,“ staðhæf­ir hún.

Að sögn ráðherr­ans var umræðan í Nor­egi nokkuð erfið. „Það voru marg­ar mýt­ur um málið. Marg­ir héldu því fram að með því að samþykkja þriðja orkupakk­ann mynd­um við missa yf­ir­ráð yfir orku­auðlind­um og orku­stefnu lands­ins, þetta var auðvitað ekki rétt. Nor­eg­ur myndi aldrei af­sala sér þess­um rétti.“

Sørei­de seg­ir rétt að taka umræðuna um mál­efni af þessu tagi enda þurfi að meta hvort af­leiðing­ar nýrr­ar lög­gjaf­ar séu já­kvæðar eða nei­kvæðar. Slík umræða þurfi þó að byggj­ast á staðreynd­um máls­ins.

Innlent »

Manni bjargað úr sjónum

21:43 Tilkynning barst lögreglunni á Húsavík rétt fyrir klukkan átta í kvöld um að karlmaður væri í sjónum í Eyvík út af Höfðagerðissandi sem er um fimm kílómetra frá bænum. Ekki var vitað á þeirri stundu hvernig maðurinn lenti í sjónum. Meira »

Síldveiðin fer vel af stað fyrir austan

21:28 „Við fengum aflann í fjórum holum við og utan við Glettinganestotuna. Þarna var svolítið líf og við toguðum aldrei lengi eða frá tveimur og hálfum og upp í fimm tíma,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem kom með 1.200 tonn af síld að landi til vinnslu í Neskaupstað í gær. Meira »

Svindlið á sturluðum mælikvarða

21:00 „Þetta er í stuttu máli óásættanleg niðurstaða,” segir Birgir Sverrisson framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands, í svari við fyrirspurn mbl.is um þá ákvörðun Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar að viðurkenna á ný rússneska lyfjaeftirlitið. Meira »

Ákærðir fyrir árás á dyravörð

20:50 Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir líkamsárás á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Kíkí í desember 2016. Þá eru þeir einnig ákærðir fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa reynt að koma í veg fyrir handtöku og ráðist á lögreglumenn. Meira »

18 þúsund standa að baki Landsbjörg

20:45 „Við erum afar þakklát fyrir að vera komin með um 18.000 manna hóp sem er tilbúinn að standa við bakið á starfi slysavarnadeilda og björgunarsveita um allt land,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Fjör á öllum vígstöðvum í Laugardalnum

20:10 „Það er svo ótrúlega mikið annað í boði en þessar hefðbundnu greinar sem eru vinsælar. Það þarf lítið til að kynna sér skemmtilega og öðruvísi hreyfingu og finna sér þannig einhverja skemmtilega grein.“ Meira »

Friðað hús rifið fyrir helgi

20:06 Friðað hús, sem áður var staðsett að Laugavegi 74 í Reykjavík, var rifið fyrir helgi en húsið hafði þá verið í geymslu á Granda í rúman áratug. Meira »

„Ég gæti mín“

19:53 Bergþór Grétar Böðvarsson starfsmaður á geðsviði Landspítalans og knattspyrnuþjálfari greindist með geðröskun fyrir 29 árum. Hann segir mikið hafa breyst á þeim tíma, úrræðin voru fá fyr­ir fólk með geðrask­an­ir og lítið hugsað um eftirfylgni að lokinni spítalavist. Meira »

Verkalýðsleiðtogar gagnrýna Icelandair

19:40 Fjórir verkalýðsleiðtogar mótmæla „harðlega“ þeirri ákvörðun Icelandair að setja flugþjónum og -freyjum sem eru í hlutastarfi hjá fyrirtækinu þá afarkosti að ráða sig í fulla vinnu eða láta ellegar af störfum. Meira »

Boðin krabbameinslyf á svörtum markaði

18:50 Konum, sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og þurfa á andhormónalyfjum að halda, hafa verið boðin slík lyf af einstaklingum sem flytja inn og selja stera með ólöglegum hætti. Lyfið sem um ræðir er estrógen-hamlandi lyf og m.a. notað til að koma í veg fyrir aukaverkanir vegna steranotkunar. Meira »

Velt verði við hverjum steini

18:39 „Mér hefur fundist þetta afskaplega ánægjulegur dagur og það sem stendur upp úr hjá mér er að þótt fólk hafi núna gengið í gegnum nokkrar erfiðar vikur er það almennt mjög stolt af sínum vinnustað og líður vel í vinnunni. Það er mín upplifun eftir daginn.“ Meira »

Vill framlengja rammasamning um ár

18:29 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti hugmyndir sínar um framtíðarfyrirkomulag við kaup á þjónustu sérgreinalækna á fundi í velferðarráðuneytinu í dag. Á fundinum lýsti Svandís vilja sínum til að framlengja gildandi rammasamning um eitt ár meðan unnið yrði að breyttu fyrirkomulagi. Meira »

Yndislegt að hjóla

18:25 Í Reykjavík hafa verið skapaðar góðar aðstæður fyrir hjólreiðafólk. Betur má þó gera. Valgerður Húnbogadóttir segir bíllaust líf henta sér vel. Meira »

Vön svona fréttaflutningi

17:30 „Í gegnum tíðina erum við mjög vön að sjá svona fréttaflutning,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, um frétt Sunday Times um væntanlegt gos í Kötlu sem birtist um helgina. Frá því að Eyjafjallajökull gaus árið 2010 hafi það gerst reglulega í Þýskalandi og Bretlandi. Meira »

Valka ræður þrjá nýja stjórnendur

17:17 Hátæknifyrirtækið Valka hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.  Meira »

Engin kostnaðaráætlun lá fyrir

16:33 Kostnaður vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum í sumar lá ekki fyrir fyrr en ljóst var hvaða tilboði vegna hennar yrði tekið. Þetta kemur fram í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis til Steingríms J. Sigfússonar, forseta þingsins, sem birt hefur verið á vef þess. Meira »

Gagnrýndi fjársvelti SÁÁ

16:29 „Hvað er virkilega að gerast í þessum málum þegar við vitum að hver einasti fíkniefnasjúklingur þarf að nýta sér aðstöðu hjá SÁÁ?“ spurði Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, og beindi orðum sínum að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi. Meira »

Undirbúa aðgerðaáætlun vegna lyfjaskorts

16:15 Lyfjastofnun hefur boðað fulltrúa lyfjaframleiðenda og heildsöludreifingar til fundar vegna lyfjaskorts á ákveðnum lyfjum, sér í lagi krabbameinslyfja og gigtarlyfja. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun fer fundurinn fram á morgun. Sömuleiðis hefur verið boðað til fundar með lyfjagreiðslunefnd og Sjúkratryggingum Íslands á miðvikudag. Meira »

Ákærður fyrir að hrista son sinn

16:06 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sonar síns með því að hafa tekið um háls og/eða brjóstkassa drengsins og hrist hann. Hlaut sonurinn meðal annars blæðingu á heila og blóðsöfnun þar auk punktblæðingar í augnbotni. Meira »
Mjög góð Toy Avensis Station
Til sölu mjög góð Toyota Avensis Station 2003 árgerð, ekin 180þ km. Bensín bíll ...
Egat Standard Rafmagns - Nuddbekkur V :193.000 Tilboð:179.000 út sept
Egat Standard.Rafmagnsnuddbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út sept Olíu og V...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Um er að ræða tvær 12 m2 skrifstofur hlið við hlið sem geta leigst saman eða sit...