Leitar sameiginlegra lausna

Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, var á Íslandi í ...
Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, var á Íslandi í vinnu­ferð og hitti ut­an­rík­is­ráðherra og þing­menn til þess að ræða meðal ann­ars sam­starf Norður­landa og EES. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum öll sam­mála um mik­il­vægi innri markaðar­ins. Það að hafa aðgengi að 500 millj­óna manna markaði með sam­eig­in­leg­ar regl­ur og staðla fyr­ir inn- og út­flutn­ing er gríðarlega mik­il­vægt til þess að skapa sann­gjörn sam­keppn­is­skil­yrði. Þetta skipt­ir bæði efna­hags­kerfi Íslend­inga og Norðmanna máli,“ seg­ir Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, spurð um framtíðar­horf­ur samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið í ljósi út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Sørei­de var á Íslandi vegna vinnu­ferðar og átti hún meðal ann­ars fund með Guðlaugi Þór Þórðar­syni ut­an­rík­is­ráðherra þar sem til umræðu voru sam­vinna Norður­landaþjóða, mál­efni norður­slóða og Evr­ópska efna­hags­svæðið.

„Við höf­um öll hag af því að finna far­sæla lausn í mál­inu [Brex­it]. Það er hins veg­ar erfitt að vita með vissu hvað ger­ist næst. Bret­ar og Evr­ópu­sam­bandið verða að kom­ast að sam­komu­lagi fyrst þannig að hægt verði að meta hver næstu skref verða,“ seg­ir Sørei­de. Hún tel­ur Íslend­inga og Norðmenn hafa sam­eig­in­lega hags­muni af því að ekki skap­ist óvissa um innri markaðinn og að hann sundrist ekki.

AFP

Seina­gang­ur

„Við höf­um einnig áhyggj­ur af því hversu hægt geng­ur að semja milli Bret­lands og ESB þar sem það fyr­ir­komu­lag sem á end­an­um verður mun ráða for­send­um viðskipta og sam­starfs milli EFTA og Bret­lands,“ staðhæf­ir ráðherr­ann.

Hún seg­ir norska ut­an­rík­is­ráðuneytið vinna út frá ólík­um líkön­um sem end­ur­spegla mögu­lega þróun í tengsl­um við Brex­it. Þessi líkön seg­ir ráðherr­ann byggj­ast bæði á for­send­um um að fáar breyt­ing­ar verði á skip­an mála milli Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins og að þær verði mikl­ar.

„Við erum einnig að vinna út frá þeirri stöðu sem gæti komið upp ef eng­inn samn­ing­ur yrði gerður milli Breta og ESB, þótt það kunni að vera ólík­leg niðurstaða. Kjarni máls­ins er að vera und­ir það búin að tak­ast á við þær áskor­an­ir sem verða,“ bæt­ir Sørei­de við.

Mik­il­væg samstaða þjóða

„Það er grund­vall­ar­atriði að vest­ræn­ar þjóðir standi sam­an í for­dæm­ingu brota gegn þjóðarrétti af hálfu Rússa. Slíkt hef­ur í för með sér fórn­ar­kostnað fyr­ir öll ríki, sem við verðum að vera reiðubú­in til þess að taka á okk­ur,“ seg­ir Sørei­de um áhrif viðskipta­banns Rússa. „Þegar rík­ir ófyr­ir­sjá­an­leiki í heim­in­um þar sem sí­fellt fleiri ákveða að beita valdi í stað sann­fær­ing­ar­mátt­ar verðum við sem trú­um á þjóðarétt­inn að rísa upp,“ bæt­ir hún við.

Ráðherr­ann seg­ir Nor­eg hafa lagt aukna áherslu á að vekja at­hygli NATÓ á Norður-Atlants­hafi meðal ann­ars vegna auk­inn­ar hernaðar­upp­bygg­ing­ar Rússa á Kóla­skaga. „Þetta þýðir þó ekki að við lít­um svo á að Rúss­ar ógni Nor­egi eða NATÓ hernaðarlega. Hins veg­ar erum við að sjá auk­in um­svif og ágeng­ari ut­an­rík­is­stefnu, svo sem fleiri hernaðaræf­ing­ar og flókn­ari æf­inga­­mynst­ur. Til að mynda hafa verið fram­kvæmd­ar í aukn­um mæli æf­ing­ar með árás­ar­sviðsmynd­ir sem við höf­um ekki séð í mörg ár,“ seg­ir Sørei­de.

Hún tek­ur fram að tek­ist hafi að auka áhuga NATÓ á Norður-Atlants­hafs­svæðinu í sam­starfi við Bret­land, Ísland og Banda­rík­in.

Nýjar höfuðstöðvar NATÓ í Brussel.
Nýjar höfuðstöðvar NATÓ í Brussel. Ljósmynd/NATÓ

Vilja orkupakk­ann

Þriðji orkupakki Evr­ópu­sam­bands­ins var um­deild­ur þegar hann var samþykkt­ur á norska Stórþing­inu í vor og stend­ur til að hann verði lagður fyr­ir Alþingi í haust. Spurð hvort hún hafi rætt orkupakka sam­bands­ins og hvað fel­ist í því ef Íslend­ing­ar skyldu hafna til­skip­un­inni á fundi sín­um með ut­an­rík­is­ráðherra Íslands svar­ar Sørei­de því ját­andi.

„Ég ræddi þetta á fundi mín­um með Guðlaugi og á fundi með þing­mönn­um. Það er mik­il­vægt fyr­ir mig að koma því á fram­færi að norska Stórþingið hef­ur samþykkt þessa til­skip­un. Fyr­ir okk­ur er mik­il­vægt að til­skip­un­in sé tek­in upp í EES-samn­ing­inn, þar sem við nú þegar erum hluti af evr­ópsk­um orku­markaði. Það er ákveðin hætta fyr­ir okk­ur ef hún myndi ekki öðlast gildi,“ staðhæf­ir hún.

Að sögn ráðherr­ans var umræðan í Nor­egi nokkuð erfið. „Það voru marg­ar mýt­ur um málið. Marg­ir héldu því fram að með því að samþykkja þriðja orkupakk­ann mynd­um við missa yf­ir­ráð yfir orku­auðlind­um og orku­stefnu lands­ins, þetta var auðvitað ekki rétt. Nor­eg­ur myndi aldrei af­sala sér þess­um rétti.“

Sørei­de seg­ir rétt að taka umræðuna um mál­efni af þessu tagi enda þurfi að meta hvort af­leiðing­ar nýrr­ar lög­gjaf­ar séu já­kvæðar eða nei­kvæðar. Slík umræða þurfi þó að byggj­ast á staðreynd­um máls­ins.

Innlent »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »

Jensína orðin elst allra

16:20 Jensína Andrésdóttir náði þeim áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga sem hafa búið hér á landi. Jensína, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, er 109 ára og 70 daga í dag og er vakin athygli á þessum tímamótum á Facebook-síðunni Langlífi. Meira »

17 er fyrir ömmu og afa

14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »

Loksins snjór

14:22 Jólasnjórinn kom seint þennan veturinn í Reykjavík en í dag snjóaði hressilega á öllu Suðvesturlandinu mörgum til ánægju. Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni enda hálka og krapi víða. Meira »

Kennarar bera kerfið uppi

13:27 Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Meira »

Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

12:07 Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu. Meira »

Hálka og snjókoma

12:02 Hálka er á Reykjanesbraut og mjög mikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla biður fólk um að fara varlega en snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi. Meira »

Sólveig bæjarlistamaður Seltjarnarness

10:43 Sólveig Pálsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnaness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness í gær. Þetta er í 23. sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem rithöfundur hlýtur þennan heiður. Meira »

Mikið traust nemenda til kennara

09:50 Um 90% nemenda líður vel og flestir bera mikið traust til kennara, samkvæmt rannsókn um líðan grunnskólanema. Menntamálaráðherra segir ánægjulegt að sjá hve mikið traust nemendur beri til kennara sinna. Meira »

Ég er aftur lifandi!

09:30 Hjördís Árnadóttir vaknaði slöpp að morgni 17. júní 2011 og um kvöldið var henni vart hugað líf. Meinið var svæsin sýklasótt út frá sýkingu í eggjastokk sem þurfti að fjarlægja. Leiðin til heilsu var löng og ströng og 2 mánuðum eftir áfallið þurfti að fjarlægja báða fætur neðan við miðjan sköflung. Meira »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra-hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...