Leitar sameiginlegra lausna

Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, var á Íslandi í ...
Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, var á Íslandi í vinnu­ferð og hitti ut­an­rík­is­ráðherra og þing­menn til þess að ræða meðal ann­ars sam­starf Norður­landa og EES. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum öll sam­mála um mik­il­vægi innri markaðar­ins. Það að hafa aðgengi að 500 millj­óna manna markaði með sam­eig­in­leg­ar regl­ur og staðla fyr­ir inn- og út­flutn­ing er gríðarlega mik­il­vægt til þess að skapa sann­gjörn sam­keppn­is­skil­yrði. Þetta skipt­ir bæði efna­hags­kerfi Íslend­inga og Norðmanna máli,“ seg­ir Ine Marie Erik­sen Sørei­de, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, spurð um framtíðar­horf­ur samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið í ljósi út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Sørei­de var á Íslandi vegna vinnu­ferðar og átti hún meðal ann­ars fund með Guðlaugi Þór Þórðar­syni ut­an­rík­is­ráðherra þar sem til umræðu voru sam­vinna Norður­landaþjóða, mál­efni norður­slóða og Evr­ópska efna­hags­svæðið.

„Við höf­um öll hag af því að finna far­sæla lausn í mál­inu [Brex­it]. Það er hins veg­ar erfitt að vita með vissu hvað ger­ist næst. Bret­ar og Evr­ópu­sam­bandið verða að kom­ast að sam­komu­lagi fyrst þannig að hægt verði að meta hver næstu skref verða,“ seg­ir Sørei­de. Hún tel­ur Íslend­inga og Norðmenn hafa sam­eig­in­lega hags­muni af því að ekki skap­ist óvissa um innri markaðinn og að hann sundrist ekki.

AFP

Seina­gang­ur

„Við höf­um einnig áhyggj­ur af því hversu hægt geng­ur að semja milli Bret­lands og ESB þar sem það fyr­ir­komu­lag sem á end­an­um verður mun ráða for­send­um viðskipta og sam­starfs milli EFTA og Bret­lands,“ staðhæf­ir ráðherr­ann.

Hún seg­ir norska ut­an­rík­is­ráðuneytið vinna út frá ólík­um líkön­um sem end­ur­spegla mögu­lega þróun í tengsl­um við Brex­it. Þessi líkön seg­ir ráðherr­ann byggj­ast bæði á for­send­um um að fáar breyt­ing­ar verði á skip­an mála milli Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins og að þær verði mikl­ar.

„Við erum einnig að vinna út frá þeirri stöðu sem gæti komið upp ef eng­inn samn­ing­ur yrði gerður milli Breta og ESB, þótt það kunni að vera ólík­leg niðurstaða. Kjarni máls­ins er að vera und­ir það búin að tak­ast á við þær áskor­an­ir sem verða,“ bæt­ir Sørei­de við.

Mik­il­væg samstaða þjóða

„Það er grund­vall­ar­atriði að vest­ræn­ar þjóðir standi sam­an í for­dæm­ingu brota gegn þjóðarrétti af hálfu Rússa. Slíkt hef­ur í för með sér fórn­ar­kostnað fyr­ir öll ríki, sem við verðum að vera reiðubú­in til þess að taka á okk­ur,“ seg­ir Sørei­de um áhrif viðskipta­banns Rússa. „Þegar rík­ir ófyr­ir­sjá­an­leiki í heim­in­um þar sem sí­fellt fleiri ákveða að beita valdi í stað sann­fær­ing­ar­mátt­ar verðum við sem trú­um á þjóðarétt­inn að rísa upp,“ bæt­ir hún við.

Ráðherr­ann seg­ir Nor­eg hafa lagt aukna áherslu á að vekja at­hygli NATÓ á Norður-Atlants­hafi meðal ann­ars vegna auk­inn­ar hernaðar­upp­bygg­ing­ar Rússa á Kóla­skaga. „Þetta þýðir þó ekki að við lít­um svo á að Rúss­ar ógni Nor­egi eða NATÓ hernaðarlega. Hins veg­ar erum við að sjá auk­in um­svif og ágeng­ari ut­an­rík­is­stefnu, svo sem fleiri hernaðaræf­ing­ar og flókn­ari æf­inga­­mynst­ur. Til að mynda hafa verið fram­kvæmd­ar í aukn­um mæli æf­ing­ar með árás­ar­sviðsmynd­ir sem við höf­um ekki séð í mörg ár,“ seg­ir Sørei­de.

Hún tek­ur fram að tek­ist hafi að auka áhuga NATÓ á Norður-Atlants­hafs­svæðinu í sam­starfi við Bret­land, Ísland og Banda­rík­in.

Nýjar höfuðstöðvar NATÓ í Brussel.
Nýjar höfuðstöðvar NATÓ í Brussel. Ljósmynd/NATÓ

Vilja orkupakk­ann

Þriðji orkupakki Evr­ópu­sam­bands­ins var um­deild­ur þegar hann var samþykkt­ur á norska Stórþing­inu í vor og stend­ur til að hann verði lagður fyr­ir Alþingi í haust. Spurð hvort hún hafi rætt orkupakka sam­bands­ins og hvað fel­ist í því ef Íslend­ing­ar skyldu hafna til­skip­un­inni á fundi sín­um með ut­an­rík­is­ráðherra Íslands svar­ar Sørei­de því ját­andi.

„Ég ræddi þetta á fundi mín­um með Guðlaugi og á fundi með þing­mönn­um. Það er mik­il­vægt fyr­ir mig að koma því á fram­færi að norska Stórþingið hef­ur samþykkt þessa til­skip­un. Fyr­ir okk­ur er mik­il­vægt að til­skip­un­in sé tek­in upp í EES-samn­ing­inn, þar sem við nú þegar erum hluti af evr­ópsk­um orku­markaði. Það er ákveðin hætta fyr­ir okk­ur ef hún myndi ekki öðlast gildi,“ staðhæf­ir hún.

Að sögn ráðherr­ans var umræðan í Nor­egi nokkuð erfið. „Það voru marg­ar mýt­ur um málið. Marg­ir héldu því fram að með því að samþykkja þriðja orkupakk­ann mynd­um við missa yf­ir­ráð yfir orku­auðlind­um og orku­stefnu lands­ins, þetta var auðvitað ekki rétt. Nor­eg­ur myndi aldrei af­sala sér þess­um rétti.“

Sørei­de seg­ir rétt að taka umræðuna um mál­efni af þessu tagi enda þurfi að meta hvort af­leiðing­ar nýrr­ar lög­gjaf­ar séu já­kvæðar eða nei­kvæðar. Slík umræða þurfi þó að byggj­ast á staðreynd­um máls­ins.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »

Slökkviliðið að ljúka störfum

19:20 Slökkviliðið er nú að ljúka störfum á vettvangi eldsvoðans í Dalshrauni í Hafnarfirði sem varð fyrr í dag. Fjórum var þar bjargað af þaki logandi húss. Meira »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »

Spá versnandi færð fyrir austan

18:03 Það gengur í norðanátt með talsverðri rigningu á Austfjörðum annað kvöld, en snjóar á fjallvegum og því versnandi færð þar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Búið að slökkva eldinn

17:50 Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins í Dalshrauni, sem kviknaði í íbúðarhúsnæði á efri hæð fyrr í dag. Fjórum var komið til bjargar á staðnum. Meira »

Eldsvoði í Dalshrauni

16:10 Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem logar í íbúð í Dalshrauni í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins var töluverður eldur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Meira »

Klofningur innan SA „fjarstæðukenndur“

15:16 „Þetta er algerlega fjarstæðukennd túlkun. Björn er grandvar maður og ef rétt er haft eftir honum þá þykja mér þessi ummæli einkennileg,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um ummæli Björns Snæbjörnssonar, formanns Starfsgreinasambandsins. Meira »

Gæðabakstur hækkar verð um 6,2%

15:04 Verð á öllum vörum Gæðabaksturs, Ömmubaksturs og Kristjánsbakarís hækka um 6,2% frá og með 1. maí. Í tilkynningu frá framleiðendunum kemur fram að hækkunin sé meðal annars til komin vegna verðhækkunar á hráefnum, svo sem um 30% á hveiti vegna uppskerubrests. Meira »

Stjórnsýslan þurfi að vera fljótari

13:15 Skilvirkara ferli þarf fyrir leyfisveitingar til fiskeldis á Íslandi. Þetta segir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis í Noregi. Löngu ferli fylgi mikill kostnaður, fyrir fyrirtæki en einnig fyrir stjórnsýsluna. Meira »

Framsetning verðhækkana „ósmekkleg“

13:15 „Mér finnst ósmekklegt að setja þetta fram með þessum hætti. Þegar ríki og sveitarfélög setja inn í samninga að þau ætli að halda aftur af sér í verðhækkunum er skrýtið að fyrirtæki á almenna markaðnum ætli að vaða á undan,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Segja heimildir og fordæmi til staðar

12:31 Isavia telur sig hafa fullnægjandi lagaheimildir til kyrrsetningar á flugvél Air Lease Corporation vegna skuldar umráðaaðilans WOW air og segir dómafordæmi í málinu. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Isavia við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Opnað að Dettifossi

10:39 Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi, en svæðinu var upphaflega lokað seinniparinn á mánudaginn vegna asahláku.  Meira »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »
Klettar - Heilsárshús - 80fm + 49fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...