Ölfusárbrú opnuð á hádegi

Steypuvinnu við Ölfusárbrú er nú lokið á undan áætlun.
Steypuvinnu við Ölfusárbrú er nú lokið á undan áætlun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brúin yfir Ölfusá verður opnuð fyrir umferð á hádegi í dag, þremur dögum á undan áætlun, að sögn Arons Bjarnasonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni.

Til stóð að opna Ölfusárbrú mánudaginn 20. ágúst nk., en viðgerð á brúnni hófst eftir lokun hennar hinn 12. ágúst sl. og hefur gengið framar vonum, að sögn Arons.

„Við gáfum upp rúman verktíma þar sem við miðuðum við tímann sem þyrfti ef allt gengi á afturfótunum, en við þökkum skjótan verktíma einnig góðu skipulagi og samstilltum hópi þeirra sem komu að verkefninu,“ segir Aron í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert