Greiða 20 milljónir vegna umframafla

Aflalandað úr strandveiðibát.
Aflalandað úr strandveiðibát. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Álagning vegna umframafla strandveiðibáta í maí til júlíloka losar 20 milljónir króna sem renna í ríkissjóð.

Ef fram heldur sem horfir má ætla að umframafli 554 strandveiðibáta verði töluvert meiri en undanfarin ár, segir á heimasíðu Fiskistofu.

Vegna júlímánaðar fengu 314 bátar tilkynningu um meðferð máls vegna álagningar vegna ólögmæts sjávarafla. Alls nam álagningin rúmlega átta og hálfri milljón króna sem renna í Verkefnasjóð sjávarútvegsins. Þetta er um 30% hærri upphæð en lögð var á vegna umframafla í júní.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert