Arnar í þriðja sæti í maraþoninu

Arnar Pétursson hleypur hér í mark.
Arnar Pétursson hleypur hér í mark. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Benjamin Paul Zywicki frá Bandaríkjunum sigraði í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2018. Hann hljóp á 2:23:43, sem er 9. besti tíminn sem náðst hefur í karlaflokki frá upphafi. 

Maraþonið er einnig Íslandsmeistaramót í maraþoni og var sigurvegari þar og jafnframt þriðji í heildarkeppninni Arnar Pétursson. Arnar hljóp á 2:26:43 sem er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni frá upphafi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur.

Fyrstu þrír karlar

  1. Benjamin Paul Zywicki, USA, 2:23:43
  2. Peter Jenkei, HUN, 2:24:06
  3. Arnar Pétursson, ISL, 2:26:43

Íslandsmeistaramót í maraþoni karla

  1. Arnar Pétursson, 2:26:43
  2. Sigurjón Ernir Sturluson, 2:47:00
  3. Hlynur Guðmundsson, 2:57:32

Sjá tíma hlaupara

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert