Guðni kominn í mark

Guðni kom í mark nú fyrir skömmu.
Guðni kom í mark nú fyrir skömmu. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er kominn í mark í hálfu maraþoni á tímanum 01:48:40. Þetta er í 16. sinn sem Guðni hleypur hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur.

Þetta er þó ekki eina hlaup Guðna í sum­ar, því hann hljóp hálft maraþon í Jök­uls­ár­hlaup­inu fyrr í mánuðinum.

Besti tími Guðna í hálfu maraþoni í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu var árið 2014, en þá hljóp hann á 1:39:58, en flest­ir tím­ar hans hafa verið frá 1:40 til 2:00 klst.

Hér er hægt að fylgjast með tímum hlaupara sem eru að streyma í mark.

mbl.is