Öflug jarðvegssög flýtir fyrir öllum lögnum í jörð

Jarðvegssög Línuborunar að verki á Hellisheiði.
Jarðvegssög Línuborunar að verki á Hellisheiði. mbl/Arnþór Birkisson

„Þetta er sög sem sagar ofan í jarðveg fyrir jarðstrengjum, rörum og lögnum,“ segir Hörður Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Línuborun hf., en fyrirtækið var að festa kaup á 38 tonna jarðvegssög fyrir 120 milljónir króna.

„Þetta er hjólsög úr stáli með karbíttönnum sem má skipta út, og er hún 2,8 metrar að þvermáli. Hún sagar í gegnum móa, klappir, berg, hefðbundinn jarðveg, tún og bara allt mögulegt,“ segir Hörður, en við góðar aðstæður má saga með henni upp undir tvo kílómetra á dag.

„Hún sagar niður á 1,4 metra dýpi. Í gærmorgun, þegar myndin var tekin, vorum við að saga skurð sem var metri á breidd og dýpt.“ Verið var þá að leggja kaldavatnsrör uppi á Hellisheiði fyrir Orkuveituna. Þegar skurðir eru sagaðir er mokað upp úr, sandað undir, rörið lagt og ýta mokar yfir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert