Sigruðu í hálfu maraþoni

McCormack kom í mark á tímanum 01:05:17.
McCormack kom í mark á tímanum 01:05:17. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Fyrstu hlauparar í hálfu maraþoni eru komnir í mark í Lækjargötunni. Sigurvegari í karlaflokki er Raymond McCormack Jr., frá Bandaríkjunum á tímanum 01:05:17, en sigurvegari í kvennaflokki er Jess Draskau Petersson frá Danmörku, á tímanum 01:15:58.

Tími McCormack er þriðji besti tíminn sem náðst hefur í hálfu maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni og tími Petersson er sá fjórði besti í kvennaflokki.

Petersson kom í mark á tímanum 01:15:58.
Petersson kom í mark á tímanum 01:15:58. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

Fyrsti íslenski karl í markið var Hlynur Andrésson, en hann var annar í karlaflokki á tímanum 01:05:44, eða minna en hálfri mínútu á eftir McCormack. Hlynur bætti sinn besta tíma um næstum fjórar mínútur og er þetta jafnframt annar besti tími sem Íslendingur hefur náð í hálfmaraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni.

Hlaupið var af stað í hálfmaraþoni og maraþoni klukkan 08.40.
Hlaupið var af stað í hálfmaraþoni og maraþoni klukkan 08.40. mbl.is/Valli

Fyrsta íslenska konan var Elín Edda Sigurðardóttir á 01:19:06 og var hún einnig í öðru sæti í heildarkeppninni í kvennaflokki. Elín Edda var að bæta sinn besta tíma í hálfu maraþoni um rúmar tvær mínútur, að því er fram kemur í tilkynningu, og var tími hennar einnig annar besti tíminn sem Íslendingur hefur náð í hálfu maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni.

Þátttakendur og klapplið þeirra á leið í hlaupið í morgun.
Þátttakendur og klapplið þeirra á leið í hlaupið í morgun. mbl.is/Valli

Fyrstu þrír karlar:

  1. Raymond McCormack Jr, USA, 01:05:17
  2. Hlynur Andrésson, ISL, 01:05:44
  3. Bradley Mish, USA, 01:08:35

Fyrstu þrír íslenskir karlar:

  1. Hlynur Andrésson, 01:05:44
  2. Þórólfur Ingi Þórsson, 01:15:09
  3. Geir Ómarsson, 01:16:38

Fyrstu þrjár konur:

  1. Jess Draskau Petersson, DK, 01:15:58
  2. Elín Edda Sigurðardóttir, ISL, 01:19:06
  3. Erica Weitz, USA, 01:23:22

Fyrstu þrjár íslenskar konur

  1. Elín Edda Sigurðardóttir, 01:19:06
  2. Rannveig Oddsdóttir, 01:26:37
  3. Anna Karen Jónsdóttir, 01:28:18

Hér er hægt að fylgjast með tímum hlaupara sem eru að streyma í mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert