Fluttu matarvagninn til Ólafsvíkur

Víðir Haraldsson og Kolbrún Þóra Ólafsdóttir fyrir framan matarvagninn, sem …
Víðir Haraldsson og Kolbrún Þóra Ólafsdóttir fyrir framan matarvagninn, sem nú stendur í Ólafsvík. mbl.is/Alfons Finnsson

Matarvagninn The Secret Spot, sem hefur staðið við Breiðablik í Eyja- og Miklaholtshreppi í sumar, flutti um helgina starfsemi sina til Ólafsvíkur. Hjónin Víðir Haraldsson og Kolbrún Þóra Ólafsdóttir reka matarvagninn, en þau eru búsett í Ólafsvík.

Kolbrún segir í samtali við fréttaritara mbl.is í Ólafsvík að þau hafi óvænt fengið stöðuleyfi fyrir matarvagninn á Sáinu í Ólafsvík og gripið tækifærið og flutt vagninn þangað, ekki síst af því að skólarnir eru að byrja og þau geti víst ekki skilið börnin eftir ein heima.

„Það gekk vel á Breiðabliki og eigum við von á að hann gangi einnig vel í Ólafsvík, þar sem fjöldi ferðamanna hefur verið mikill það sem er af sumri,“ segir Kolbrún. Hún segir þau hjón vera með fjölbreyttan matseðil, svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert