Rúmin jafnmörg og fyrir 42 árum

mbl.is/Hari

Alls eru 138 sjúkrarúm fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuefnasjúkdóminn. Rúmin eru jafnmörg og þau voru fyrir 42 árum en landsmenn á aldrinum 15-64 ára eru 100 þúsund fleiri í dag en árið 1976. Þá voru rúmin 138 talsins á Landspítalanum en nú eru þau 120 á sjúkrahúsinu Vogi, sem SÁÁ rekur, en 18 á LSH. Fjöldinn er hins vegar sá sami nú 42 árum síðar.

Um miðjan júní voru komin 29 dauðsföll til rannsóknar sem talið er að rekja megi til ofskömmtunar lyfja. Stór hluti þeirra eru ungmenni. 

Eins og Hjalti Már Björns­son, bráðalækn­ir á Land­spít­al­an­um, benti á í viðtali við mbl.is deyja fleiri úr ofskömmtun lyfja á Íslandi en bílslysum. 

Rúmlega 20 þúsund einstaklingar á lífi eru í sjúkraskrá SÁÁ. Af þeim deyja að meðaltali tveir í hverri viku ótímabært, það er að segja eru á aldrinum 15-65 ára. Um 100 á hverju ári. 

Eins og kom fram í upplýsingum sem SÁÁ lagði fyrir velferðarráð Reykjavíkur á fundi ráðsins varðandi úrræði fyrir heimilislausa sem haldinn var 10. ágúst sést að sjúkrarúmin hafa flest verið 265 talsins en það var árið 1984. Þá voru landsmenn á aldrinum 15-64 ára 151.142 talsins. Árið 1976, þegar sjúkrarúmin voru 138, var mannfjöldinn 135.611 en árið 2018, þegar sjúkrarúmin voru einnig 138 talsins, voru landsmenn á þessum aldri 232.060 talsins.

Frá árinu 1984 hefur geðdeild Landspítalans fækkað meðferðarrúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga jafnt og þétt, samkvæmt minnisblaði SÁÁ.

Rekstri Víðiness var breytt og það hætti hlutverki sínu sem áfengismeðferðarstofnun um og eftir 1985. Vífilsstaðir lokuðu 1995 og starfsemin þar var flutt á Teig við Flókagötu og við það fækkaði rúmum úr 24 í 12. Teig er svo lokað 2000 og Gunnarsholti 2003.

Á sama tíma hefur fjöldi plássa hjá SÁÁ verið óbreyttur frá 1984, þrátt fyrir stórfelldan niðurskurð ríkisins eftir hrun en þá hætti heilbrigðisráðuneytið að greiða húsnæðis- og fæðiskostnað í inniliggjandi eftirmeðferð hjá SÁÁ.

Rekstrarforminu var breytt í dagdeild og húsnæðis- og fæðiskostnaði var því velt yfir á sjúklinga. Samtímis varð niðurskurður á þjónustusamningi um sjúkrahúsið Vog, en ríkið fjármagnar í dag einungis 1.530 innlagnir á sjúkrahúsið af um 2.200 innlögnum hvert ár.

Ríkið fjármagnar því rekstur sjúkrahússins Vogs einungis í 255 daga á ári. Það merkir að meðferð á sjúkrahúsinu Vogi í október, nóvember og desember er í boði SÁÁ.

SÁÁ hefur veitt sérstaka viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn frá 1999. Í 15 ár var sú þjónusta nánast einvörðungu fjármögnuð með sjálfsaflafé SÁÁ. Gerður var þjónustusamningur um viðhaldsmeðferð við ríkið árið 2015 en þá var engu að síður sett þak á fjölda sjúklinga. 

SÁÁ þjónustar í dag mun fleiri sjúklinga en gert er ráð fyrir í þessum takmarkaða þjónustusamningi. Viðhaldsmeðferð er mikilvæg meðferð bæði til skaðaminnkunar og bata, segir í minnisblaðinu.

Frá 1995 hefur SÁÁ skimað fyrir veirusmiti hjá öllum sjúklingum á Vogi með sögu um sprautunotkun og haldið nákvæma skráningu. Sýni eru send á veirurannsóknarstofu LSH og hefur SÁÁ greitt Landspítalanum yfir 100 milljónir fyrir þjónustuna í gegnum tíðina.

Um 900 einstaklingar voru í sjúklingabókhaldi SÁÁ skráðir smitaðir af lifrarbólgu C í ársbyrjun 2016, þegar lifrarbólguverkefnið svokallaða hófst. Hlutverk SÁÁ í að skima, greina og meðhöndla lifrarbólgu C er gríðarlega mikilvægt og kemur mest við þá sem eru veikastir af fíkn og sprauta í æð, segir í minnisblaðinu.

mbl.is

Innlent »

Var bundin niður af áhöfn vélarinnar

15:28 Óskað var eftir aðstoð flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum nú í vikunni er flugvél var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með flugfarþega sem hafði látið öllum illum látum um borð í vélinni. Sá áhöfnin sér ekki annað fært en að binda manninn niður í sætið. Meira »

Samfylkingin hefur tekið fyrir fimm mál

14:45 Fimm mál hafa verið tekin fyrir hjá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar frá því að trúnaðarnefndin var sett á fót í febrúar fyrr á þessu ári. Frá því greinir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, í samtali við mbl.is. Meira »

Reykofn í ljósum logum

14:12 Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að tilkynning hafði borist um að eldur væri laus í einbýlishúsi í Hveragerði. Slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi fóru á staðinn og þá kom í ljós að um minni háttar atvik var að ræða. Meira »

Valt og endaði á vegriði

14:06 Engan sakaði þegar malarflutningabíll endaði á hliðinni í Gatnabrún, rétt vestan við Vík í Mýrdal, um kl. 12:30 í dag. Nokkrar tafir urðu á umferð á meðan viðbragðsaðilar voru að athafna sig og rétta bílinn af. Meira »

Sýndarveruleikasýning til 30 ára

13:42 Sveitarfélag Skagafjarðar hefur samþykkt samstarfssamning um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Um er að ræða stærstu sögutengdu sýndarveruleikasýningu á Norðurlöndum, að því er kemur fram í fundargerð, en viðfangsefnið verður Sturlungaöld. Meira »

Ljóslaust í rúma fimm tíma á dag

12:57 Götuljósin á höfuðborgarsvæðinu loga í kringum átján klukkustundir á hverjum sólarhring nú í svartasta skammdeginu þegar enginn er snjórinn og þungskýjað. Styst loga þau í Reykjavík því þar sem og í Hafnarfirði er stuðst við annað birtustig við stýringuna. Meira »

Árás fyrir framan lögreglu

11:52 Lögregluþjónar landsins höfðu í ýmsu að snúast í nótt, en lögregluembætti landsins greindu frá störfum sínum í rauntíma í árlegu tístmaraþoni lögreglunnar á Twitter undir myllumerkinu #löggutíst. Mörg útkallanna voru vegna ölvunar og óspekta. Meira »

Búin að safna á fjórða hundrað þúsund

10:53 Vel á fjórða hundrað þúsund krónur hafa safnast í söfnun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði. Sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni og mun hvert þeirra róa klukkustund í senn á sjö klukkustunda fresti. Meira »

Óska upplýsinga um frávik eða galla

10:37 Lyfjastofnun, Embætti landlæknis og Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér bréf til aðila sem bæði selja lækningatæki og veita heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í bréfinu er vísað til laga um ríka tilkynningaskyldu framleiðenda, seljenda og/eða notenda lækningatækja vegna frávika eða óvirkni þeirra. Meira »

„Hafið ekki skoðað mig að neðan!“

10:20 „Dagarnir liðu án þess að neitt gerðist. Ég man ekki hvað læknirinn sagði við mig á þessum tíma en fljótlega gerði ég mér grein fyrir stöðunni – að sjónin kæmi ekki aftur. Það var mér auðvitað þungbært og allskonar hugsanir bærðust með mér.“ Meira »

Kröfum Atlantsolíu hafnað

10:15 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur hafnað kröfum Atlantsolíu um að breyta orðalagi í sátt Samkeppniseftirlitsins vegna samruna N1s hf. og Festar hf. að því er kemur fram í úrskurði nefndarinnar sem birtur er á vef Samkeppniseftirlitsins. Meira »

Unnið að mótun menntastefnu

10:01 Um 1.800 þátttakendur tóku þátt í fundaröð um mótun menntastefnu til ársins 2030. Alls voru haldnir 23 fræðslu- og umræðufundir út um allt land. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sótti marga fundina og þar fór yfir sýn og áherslur er koma að mótun nýrrar menntastefnu. Meira »

Skipstjórinn laus úr haldi

09:36 Lögreglan á Vestfjörðum hefur sleppt úr haldi skipstjóra sem var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa stjórnað fiskibáti undir áhrifum fíkniefna auk gruns um brot á lögum um lögskráningu sjómanna. Meira »

Jóladúkkur og 400 álfar á Dragavegi

08:18 „Mér finnst svo yndislegt að gleðja aðra og mér hlýnar um hjartarætur að sjá bros á vör og blik í augum barna og eldra fólks sem sumt hvert verður aftur börn þegar þau koma í álfa- og jólagarðinn minn. Þegar börnin ganga brosandi garðinn, tala við álfana og gera athugasemdir ef þeir eru ekki á sama stað og í fyrra þá er tilganginum náð.“ Meira »

Spá talsverðri úrkomu fyrir austan

08:13 Talsverðri rigningu er spáð á Suðausturlandi og Austfjörðum um helgina og vatnavöxtum í ám á svæðinu að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Jólamatur með DHL um allan heim

07:57 „Þegar pantanir um jólamat berast með tölvupósti erlendis frá og frá ættingjum á Íslandi þá veit ég að jólin eru að koma,“ segir Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Nóatúns. Meira »

SGS undirbýr aðgerðir

05:30 Kjaramálin voru helsta umræðuefni reglulegs formannafundar Starfsgreinasambandsins (SGS) í gær, að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns. Meira »

Mynd af Árna amtmanni

05:30 Fulltrúar Minja og sögu sem er vinafélag Þjóðminjasafns Íslands munu í dag afhenda safninu að gjöf blýantsmynd af Árni Thorsteinssyni (1828-1907) landfógeta. Meira »

Jólaverslun fyrr á ferðinni

05:30 „Almennt er mjög gott hljóð í fólki enda gengur vel í verslun þegar kaupmáttur er sterkur. Ég get hins vegar ekki svarað því hvernig ástandið er í hverri verslun fyrir sig,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Meira »
Jólagleði www.kurr.is O Mons Royale mer
Jólagleði www.kurr.is ? Mons Royale merino ullarföt ? Peaty´s hjólasápur ? Knoll...
Bolir o.fl.
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bolir kr. 3.990 Peysa kr. 4.990 Buxur k...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Massífir tekk stólar tvö stk
Til sölu tveir massífir tekkstólar.Verð kr 17,000 fyrir báða.Líta mjög vel út. ...