Rúmin jafnmörg og fyrir 42 árum

mbl.is/Hari

Alls eru 138 sjúkrarúm fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuefnasjúkdóminn. Rúmin eru jafnmörg og þau voru fyrir 42 árum en landsmenn á aldrinum 15-64 ára eru 100 þúsund fleiri í dag en árið 1976. Þá voru rúmin 138 talsins á Landspítalanum en nú eru þau 120 á sjúkrahúsinu Vogi, sem SÁÁ rekur, en 18 á LSH. Fjöldinn er hins vegar sá sami nú 42 árum síðar.

Um miðjan júní voru komin 29 dauðsföll til rannsóknar sem talið er að rekja megi til ofskömmtunar lyfja. Stór hluti þeirra eru ungmenni. 

Eins og Hjalti Már Björns­son, bráðalækn­ir á Land­spít­al­an­um, benti á í viðtali við mbl.is deyja fleiri úr ofskömmtun lyfja á Íslandi en bílslysum. 

Rúmlega 20 þúsund einstaklingar á lífi eru í sjúkraskrá SÁÁ. Af þeim deyja að meðaltali tveir í hverri viku ótímabært, það er að segja eru á aldrinum 15-65 ára. Um 100 á hverju ári. 

Eins og kom fram í upplýsingum sem SÁÁ lagði fyrir velferðarráð Reykjavíkur á fundi ráðsins varðandi úrræði fyrir heimilislausa sem haldinn var 10. ágúst sést að sjúkrarúmin hafa flest verið 265 talsins en það var árið 1984. Þá voru landsmenn á aldrinum 15-64 ára 151.142 talsins. Árið 1976, þegar sjúkrarúmin voru 138, var mannfjöldinn 135.611 en árið 2018, þegar sjúkrarúmin voru einnig 138 talsins, voru landsmenn á þessum aldri 232.060 talsins.

Frá árinu 1984 hefur geðdeild Landspítalans fækkað meðferðarrúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga jafnt og þétt, samkvæmt minnisblaði SÁÁ.

Rekstri Víðiness var breytt og það hætti hlutverki sínu sem áfengismeðferðarstofnun um og eftir 1985. Vífilsstaðir lokuðu 1995 og starfsemin þar var flutt á Teig við Flókagötu og við það fækkaði rúmum úr 24 í 12. Teig er svo lokað 2000 og Gunnarsholti 2003.

Á sama tíma hefur fjöldi plássa hjá SÁÁ verið óbreyttur frá 1984, þrátt fyrir stórfelldan niðurskurð ríkisins eftir hrun en þá hætti heilbrigðisráðuneytið að greiða húsnæðis- og fæðiskostnað í inniliggjandi eftirmeðferð hjá SÁÁ.

Rekstrarforminu var breytt í dagdeild og húsnæðis- og fæðiskostnaði var því velt yfir á sjúklinga. Samtímis varð niðurskurður á þjónustusamningi um sjúkrahúsið Vog, en ríkið fjármagnar í dag einungis 1.530 innlagnir á sjúkrahúsið af um 2.200 innlögnum hvert ár.

Ríkið fjármagnar því rekstur sjúkrahússins Vogs einungis í 255 daga á ári. Það merkir að meðferð á sjúkrahúsinu Vogi í október, nóvember og desember er í boði SÁÁ.

SÁÁ hefur veitt sérstaka viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn frá 1999. Í 15 ár var sú þjónusta nánast einvörðungu fjármögnuð með sjálfsaflafé SÁÁ. Gerður var þjónustusamningur um viðhaldsmeðferð við ríkið árið 2015 en þá var engu að síður sett þak á fjölda sjúklinga. 

SÁÁ þjónustar í dag mun fleiri sjúklinga en gert er ráð fyrir í þessum takmarkaða þjónustusamningi. Viðhaldsmeðferð er mikilvæg meðferð bæði til skaðaminnkunar og bata, segir í minnisblaðinu.

Frá 1995 hefur SÁÁ skimað fyrir veirusmiti hjá öllum sjúklingum á Vogi með sögu um sprautunotkun og haldið nákvæma skráningu. Sýni eru send á veirurannsóknarstofu LSH og hefur SÁÁ greitt Landspítalanum yfir 100 milljónir fyrir þjónustuna í gegnum tíðina.

Um 900 einstaklingar voru í sjúklingabókhaldi SÁÁ skráðir smitaðir af lifrarbólgu C í ársbyrjun 2016, þegar lifrarbólguverkefnið svokallaða hófst. Hlutverk SÁÁ í að skima, greina og meðhöndla lifrarbólgu C er gríðarlega mikilvægt og kemur mest við þá sem eru veikastir af fíkn og sprauta í æð, segir í minnisblaðinu.

mbl.is

Innlent »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

Í gær, 23:13 „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »

Skútuþjófurinn í farbann

Í gær, 22:08 Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfararnótt sunnudags sæti farbanni. Meira »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

Í gær, 21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

Í gær, 20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

Í gær, 20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »

Vilja láta rjúpuna njóta vafans

Í gær, 20:24 „Það er ljóst að við ofmetum rjúpnastofninn og það er skylda Náttúrufræðistofnunnar að hvetja til varfærni í tengslum við nytjar,“ segir fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun. Stofnunin hafi því ákveðið að miða rjúpnaveiðiráðgjöf sína við Vesturland í stað Norðausturlands eins og hefð sé fyrir. Meira »

Minnir á Bakkabræður

Í gær, 20:18 Veiðigjöld á útgerðir eru ósanngjörn og gríðarlegur munur er á veiðigjöldum eftir fisktegundum, segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Meira »

Hagsýni er kvenfélagskonum í blóð borin

Í gær, 20:05 „Kvenfélög hafa nú sem endranær mikilvægu hlutverki að gegna. Í ýmsum líknar- og velferðarmálum úti um allt land hefur mjög munað um framlag kvenfélaganna, enda er starfsemi félaganna öflug mjög víða, og áherslumál að styðja góð málefni í nærsamfélaginu. Á árabilinu 2007 til 2017 var þetta samanlagt stuðningur upp á einn milljarð króna,“ segir Guðrún Þórðardóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands. Meira »

„Ég var ekki aðalhönnuður verksins“

Í gær, 19:30 Arkitekt hjá Arkibúllunni segir reikninga fyrirtækisins vegna braggans við Nauthólsveg ekki óvenjuháa og að tímarnir séu ekki óvenjulega margir í ljósi þess hve verkefnið dróst á langinn. Meira »

Kvartað yfir aðstæðum í skólamötuneyti

Í gær, 19:11 Umboðsmaður barna sendi síðasta vor bréf til Hafnarfjarðarbæjar eftir að embættinu hafði borist ábending vegna aðstæðna í skólamötuneyti í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Meira »

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

Í gær, 18:57 Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Meira »

Músarrindill, glókollur og rjúpa

Í gær, 18:43 Fuglalífið í Hrísey hefur sjaldan verið blómlegra en nú. Þegar sumrin eru góð og áfallalaus verður viðkoma fuglanna góð og lífið dafnar. Alls verpa um 40 tegundir fugla í eynni og mér finnst alltaf ævintýrið eitt að fylgjast með lífi þeirra,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, fuglaáhugamaður á Akureyri. Hann á sínar rætur í Hrísey og hefur síðan í æsku fylgst vel með fuglalífinu þar. Meira »

„Innri endurskoðun hlífir engum“

Í gær, 18:41 „Það var gott að það var farið fram á að innri endurskoðun tæki út þessar framkvæmdir og viðhald við Írabakka,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, um úttekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Öðruvísi staðið að framkvæmdum núna

Í gær, 17:55 „Ég fagna því að það hafi verið ráðist í þessa úttekt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn um út­tekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Nauðganir öflugt vopn í stríði

Í gær, 17:55 Kynferðislegt ofbeldi á ekkert sammerkt með kynlífi heldur er það glæpur og er notað sem valdatæki segir Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins. Nauðganir eru öflugt vopn á átakasvæðum og rödd Íslands skiptir máli þegar kemur að mannréttindum segir hann. Meira »

Hljóp á brott frá lögreglunni

Í gær, 17:52 Ökumaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði stöðvað í Grafarvogi vegna gruns um ölvunarakstur hljóp úr bíl sínum á brott frá lögreglunni um fimmleytið í dag. Meira »

Fiskeldi í Reyðarfirði fyrir dóm

Í gær, 17:50 Mál málsóknarfélagsins Náttúruverndar 2 á hendur Matvælastofnun og Löxum fiskeldi ehf. verður flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness 15. nóvember. Meira »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

Í gær, 17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

Í gær, 17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »
Peysur
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Peysur Sími 588 8050. - vertu vinur...
Bækur til sölu
Ævintýri Stikkilsberja Finns eftir Mark Twain (á ensku) 1. útg. London, 1884. Ve...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
íbúð með sérinngang eða sérbýli óskast.
Vönduð vel menntuð hjón með tvær dætur óska eftir húsnæði í Reykjavik eða Kóp. S...