„Alvarlegur vandi“ á Seltjarnarnesi

Fjölmörg börn fá ekki pláss í aðlögun.
Fjölmörg börn fá ekki pláss í aðlögun. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er að mínu mati mjög alvarlegur vandi að það þurfi að ráða inn átta manns til þess að hægt sé að taka inn yngstu börnin,“ segir Hugrún Björnsdóttir um erfiðleika sem margir foreldrar á Seltjarnarnesi standa frammi fyrir.

Hugrún er búsett á Seltjarnarnesi og á dóttur sem fæddist í apríl í fyrra. Dóttir hennar er ein af þeim tuttugu og sjö börnum sem fá ekki pláss í aðlögun á þeim tíma sem þeim var lofað í apríl síðastliðnum.

Ástæða þess að börnin komast ekki inn í aðlögun á tilsettum tíma er mikil mannekla á nýjum deildum leikskóla bæjarins sem stendur til að opna um miðjan september. Þegar Morgunblaðið fjallaði um málið fyrr í þessum mánuði vantaði 8 starfsmenn til starfa svo hægt væri að opna yngstu deildina og fengu foreldrar sömu upplýsingar á foreldrafundi fyrir viku.

Sjötta apríl var Hugrúnu tjáð að dóttir hennar fengi pláss á leikskóla Seltjarnarness í ágúst. „Ég hringdi í leikskólann og talaði við einhvern sem var þar í forsvari. Ég vildi tryggja mig og spurði hvort ég þyrfti að hafa eitthvert plan B, hvort ég ætti að sækja um á fleiri leikskólum eða hjá dagforeldrum, svona ef þetta myndi ekki ganga upp. Viðkomandi fullvissaði mig um að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur eða gera aðrar ráðstafanir.“

Lélegt upplýsingaflæði

Hugrún segir upplýsingaflæði frá bænum hafa verið ábótavant. „Það er ljóst að við foreldrar erum ósátt við hvernig upplýsingagjöf hefur verið hagað. Við hefðum viljað fá betri upplýsingar og verið oftar upplýst um stöðuna.“

Um miðjan júní bárust fyrstu upplýsingar frá bænum um að bið eftir aðlögun myndi hugsanlega dragast eitthvað á langinn. „Þá fengum við bréf sem í segir að ekki sé hægt að gefa út nákvæma dagsetningu á því hvenær aðlögun muni hefjast vegna þess að ekki hafði tekist að manna nýju deildirnar. Svo heyrðist ekkert fyrr en þrítugasta júlí þá barst okkur bréf sem sagði að auglýst hefði verið eftir starfsfólki frá því í byrjun apríl en fáar umsóknir borist. Þá vorum við foreldrar farnir að ókyrrast mikið.“

Hugrún býst við því að bæjaryfirvöld séu að bíða eftir því að ungt fólk komi út á vinnumarkaðinn nú í byrjun september en ekki sé allra leiða leitað til að ná til unga fólksins. „Mér finnst ég ekki hafa fengið þessa fullvissu um að þau séu með allar klær úti. Þau segja að þau séu á fullu að auglýsa en ég hef til dæmis ekki séð neinar auglýsingar inni á vefmiðlinum Alfreð þar sem margir leikskólar hafa verið að auglýsa.“

mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Ýmsir þættir hafa haft áhrif á opnun leikskólans sem Seltjarnarnesbær ræður ekki við, uppsagnir starfsfólks, mannekla á leikskólum almennt og mikil fjölgun í bæjarfélaginu. Hugrún bendir á að afar margar umsóknir hafi borist á síðustu stundu.

„Það er eitt sem mér finnst athugavert en bærinn hefur ekkert um að segja. Í marsmánuði streymdu inn umsóknir um leikskólapláss, þegar umsóknarfrestur rann út. Þá allt í einu höfðu tuttugu umsóknir bæst við. Ég spyr mig hvort þetta sé mögulega fölsun lögheimila sem er þarna í gangi því það liggur ljóst fyrir að Seltjarnarnesbær býður betur heldur en mörg önnur sveitarfélög,“ segir Hugrún sem tekur fram að það séu einungis getgátur og erfitt að sanna fölsun lögheimilis.

Stór samfélagslegur vandi

Seltjarnarnes er þó ekki eina sveitarfélagið sem á erfitt með að taka á móti börnum í aðlögun. „Þetta er náttúrulega samfélagslegur vandi og auðvitað eru allir að reyna að redda sér. Seltjarnarnes er bara partur af mun stærri vanda og það að fólk sé mögulega að færa lögheimili sín til þess að ná í leikskólapláss er kannski bara eitt einkenni á honum.“

Baldur Pálsson, fræðslustjóri Seltjarnarnesbæjar, segir að þau hjá bænum séu bjartsýn á að málið leysist fljótlega. „Það gengur hægt að ráða starfsfólk en það saxast á. Þetta er allt í áttina og við erum bara bjartsýn á  þetta leysist innan tíðar.“

27 börn, sem áður hafði verið lofað plássi í aðlögun þetta haustið bíða enn eftir staðfestri dagsetningu á inntöku. Ráðið hefur verið í nokkrar stöður síðan Morgunblaðið fjallaði um málið. „Við höfum náð  ráða deildarstjóra á deildirnar sem er náttúrulega algert lykilfólk. Það vantar svona fimm stöðugildi í það heila en það vantar lítið upp á svo að við getum opnað aðra deildina af þessum tveimur nýju deildum.“

Viðbótarkjör upp á 44 þúsund

Baldur segir bæjarfélagið hafa bætt kjör starfsfólks til þess að gera starfið meira heillandi. „Við bjóðum starfsfólki viðbótarkjör upp á 44 þúsund krónur á mánuði. Síðan erum við líka  fjölga undirbúningstímum og bæta við undirbúning starfsfólks.“

Foreldrar fengu bréf um samþykkt pláss í aðlögun skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar. Umræða hefur verið um það að fögur loforð bæjarfélagsins um pláss í aðlögun gætu tengst því að stutt var í næstu kosningar. Baldur segir það vera kjörinna fulltrúa að svara fyrir slíkt en staðreynd málsins sé sú að á síðasta kjörtímabili hafi verið samþykkt að setja meira fjármagn í leikskólamál.

„Viðbótarhúsnæði og mannskapur kostar sitt og það var ákveðið að útvega það til að halda óbreyttu þjónustustigi enda hefur mikil fjölgun verið í bæjarfélaginu. Það verður staðið við þetta allt en eins og stendur er bara verið að vinna í því. Ef þessi kostur hefði ekki verið valinn þá hugsa ég að talsvert fleiri foreldrar hefðu verið í mun meiri vanda í lengri tíma.“

mbl.is

Innlent »

Þúsundir taka þátt í áfallarannsókn

07:57 „Þessar fyrstu niðurstöður koma okkur verulega á óvart og fjöldi þeirra sem segjast hafa orðið fyrir þessu ofbeldi er meiri hér en í erlendum rannsóknum,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu, um fyrstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins Áfallasaga kvenna. Meira »

Styttist í sviðslistafrumvarpið

07:37 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt frumvarp til laga um sviðslistir fram í desember eða janúar næstkomandi. Það ræðst af því hvernig gengur að ljúka vinnu við frumvarpið. Meira »

Veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu

06:59 Spáð er suðaustanhvassviðri eða -stormi sunnan- og vestanlands síðdegis og getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi að vera á ferð undir Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Áfram er spáð hvössu á morgun og talsverðri rigningu. Meira »

Pokarnir eru ekki svo slæmir

05:30 Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Bannið sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, skapi kostnað fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu. Meira »

Leggja til bann á rafrettum á netinu

05:30 Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna lagði í gær fram tillögur sem takmarka sölu á rafrettum. Á breytingin að taka gildi í júní á næsta ári og miðast við að banna sölu á rafrettum á netinu og að þær fáist eingöngu í verslunum. Meira »

Fjöldi veitingastaða í pípunum

05:30 Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur í ár afgreitt tugi umsókna sem tengjast veitingarekstri. Samkvæmt athugun Morgunblaðsins hafa 33 verið samþykktar en 5 bíða lokaafgreiðslu. Ein umsóknin varðar fjóra veitingastaði og krá í Kringlunni. Meira »

Úrræðaleysið algjört

05:30 Sonur Hörpu Hildiberg Böðvarsdóttur hefur verið sprautufíkill í mörg ár en erfiðlega hefur gengið að komast í meðferðarúrræði. Vakti Harpa athygli á þessu úrræðaleysi sem foreldrar fíkla glíma við í umræðuhópnum Góða systir. Meira »

Kanni bótaskyldu vegna Banksy

05:30 Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokks lögðu til á fundi borgarráðs í gær að borgin kannaði hvort skaðabótaskylda hefði skapast við förgun listaverks Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra í tíð Jóns Gnarr. Meira »

Hrun hjá haustfeta

05:30 Eftir að haustfeti hafði varla sést í haust kom smáskot í síðustu viku og sjá mátti fiðrildið við útiljós við heimili fólks.  Meira »

Þverárkot í vegasamband

05:30 „Ég er ofsalega ánægður. Þetta er mjög stórt atriði í alla staði,“ sagði Sveinn Sigurjónsson í Þverárkoti við Morgunblaðið þegar hann frétti að borgarráð hefði samþykkt í gær að taka þátt í lagningu héraðsvegar að Þverárkoti við rætur Esjunnar. Meira »

Fresta orkupakkanum til vors

Í gær, 23:00 Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor. Tímann muni sérfræðingar nota til að fara yfir samninginn. Meira »

„Það er allt í vitleysu hérna“

Í gær, 22:55 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ekki sátt við núverandi skipan mála varðandi fundi borgarráðs. Hún fjallar um málið á Facebook-síðu sinni og fær þar m.a. viðbrögð frá borgarfulltrúa Flokks fólksins sem segist enn vera „fokill“. Meira »

120 milljónir til eflingar byggða

Í gær, 22:21 120 milljónum króna var úthlutað til sértækra verkefna sem efla eiga byggðir landsins. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í dag samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar. Meira »

Notalegt rok og rigning um helgina

Í gær, 22:10 Veðrið um helgina verður það sem á mannamáli heitir rok og rigning víða um land, segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni. Á morgun gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-23 m/s. Meira »

Boðið inn af ókunnri „stúlku“

Í gær, 21:15 „Það er ekkert mál fyrir ofbeldismenn að hafa samband við unga krakka á Instagram,“ segir Arnrún Bergljótardóttir, sem lenti í miður skemmtilegri reynslu í London á dögunum þegar stúlka, að því er virtist, hafði samband við hana í gegnum samfélagsmiðilinn. Meira »

Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

Í gær, 20:52 Fyrir rúmlega ári hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól undir eigin merkjum. Viðtökur fagtímarita hafa verið gríðarlega góðar og er salan komin vel af stað. Á næsta ári ætlar fyrirtækið að kynna nýtt hjól. Meira »

Segir sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar

Í gær, 20:15 Magnús Helgi Árnason hefur sagt sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef útgerðarinnar, en þar segir að hann hafi sagt sig úr stjórninni í kjölfar fundar hennar, þar sem fyrir lá tillaga um að boða til hluthafafundar og afgreiða tillögu um vantraust á hendur honum. Meira »

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig

Í gær, 19:36 Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingafélög á staðinn og meta stöðuna. Meira »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

Í gær, 19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 1500.- Er í Garðabæ s: 8691204...
isl-stáleldhúskollar ódýrir
er með nokkra ódýra eldhús-kolla á 5,500 kr STYKKIÐ sími 869-2798...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...