Endurskoða tekjuskattskerfið

Fundirnir hafa allir verið haldnir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.
Fundirnir hafa allir verið haldnir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Sigurður Bogi Sævarsson

Endurskoðun tekjuskattskerfisins og frumvarp um nýtt fyrirkomulag launa kjörinna fulltrúa eru á meðal þeirra verkefna sem eru í vinnslu hjá ríkisstjórninni og aðilum vinnumarkaðarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem einnig segir að ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafi haldið tíu fundi frá því í desember í fyrra.

Önnur verkefni sem einnig eru í vinnslu eru hagsveifluleiðrétt atvinnuleysistryggingagjald, úttekt á fræðslusjóði og starfshópur um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga. Þá segir að þegar hafi nokkrum verkefnum, sem leiða af samtali stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins, verið lokið, þ.e. hækkun atvinnuleysistrygginga, hækkun hámarksgreiðslna ábyrgðarsjóðs launa og niðurfelling kjararáðs.

Fundirnir hafa allir verið haldnir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu en þá hafa setið forsvarsmenn heildarsamtaka á vinnumarkaði, m.a. frá SA, ASÍ og BSRB. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert