Flytja athvarfið á St. Jósefsspítala

St. Jósefsspítali í Hafnarfirði.
St. Jósefsspítali í Hafnarfirði.

Ákveðið hefur verið að færa starfsemi Lækjar, athvarfs fyrir geðfatlaða í Hafnarfirði á St. Jósefsspítala. Ástæða þessa er að húsnæði athvarfsins er myglað, gluggar fúnir, vatn lekur inn í þvottahús þess og vatn í lögnum frýs. Gera þarf við húsið fyrir 17,3 milljónir króna til ársins 2020.

Lækur hefur verið starfræktur í 30 ára gömlu timburhúsi við Hörðuvelli og um sextíu manns nýta sér þjónustuna. 15 til 20 á hverjum degi. Hefur starfsemin verið rekin með samningi Hafnarfjarðarbæjar, Rauða krossins og svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi frá árinu 2003. Frá áramótum hefur Hafnarfjarðarbær einn rekið Læk.

Í minnisblaði sviðsstjóra Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, sem kynnt var fjölskylduráði bæjarins á föstudag segir að húsið sé vel staðsett fyrir starfið, en aðgengi sé erfitt og húsið sé í slæmu ástandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert