Heræfing hefst á Íslandi

Meira en 30 lönd taka þátt í heræfingu NATO.
Meira en 30 lönd taka þátt í heræfingu NATO. mbl.is/ÞÖK

Hluti heræfingar NATO, Trident Juncture, verður haldinn hér á landi sem undanfari aðalæfingarinnar sem hefst 25. október nk. í Noregi. Mun hún standa í tvær vikur og verður stór í sniðum.

Æfingunni er ætlað að efla sameiginlegar varnir bandalagsríkjanna og um 40.000 hermenn frá meira en þrjátíu löndum munu taka þátt og 120 flugvélar, 70 skip og 10.000 farartæki verða virkjuð í henni.

Í umfjöllun um æfingar þessar í Morgunblaðinu í dag segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, nákvæma útfærslu æfingarinnar á Íslandi ekki liggja fyrir, en von er á skipum NATO-þjóða til Íslands áður en þau halda til Noregs til æfinga í krefjandi aðstæðum. Þegar aðalæfingunni í Noregi er lokið verður haldin svonefnd skrifborðsæfing þar sem netvarnir verða í brennidepli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert