Styrktir til að fara sjálfir aftur heim

Hælisleitendur mótmæla.
Hælisleitendur mótmæla. mbl.is/RAX

Dómsmálaráðuneytið hefur sett út til kynningar í samráðsgátt stjórnarráðsins drög að reglugerð um heimild Útlendingastofnunar til að greiða umsækjendum um alþjóðlega vernd styrki ef þeir draga umsóknir sínar til baka eða þeim verður synjað.

Styrkirnir eru til heimferðar og/eða til að koma fótunum undir sig á nýjan leik í heimalandinu og geta numið allt að 1.000 evrum frá ákveðnum ríkjum en það svarar til 123 þúsunda króna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra að styrkirnir séu forsenda nýs samstarfssamnings við Alþjóðafólksflutningastofnunina sem hefur milligöngu um flutning fólks. Þetta sé mikilvægt samstarf. Nauðsynlegt sé að hafa skýrar reglur um styrkveitingarnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert