Það er eitthvað í gangi með hvalina

Attachment: "Grindhvalir við Rif" nr. 10828

„Við erum eitt stórt spurningarmerki, fræðimenn á þessu sviði, hérna heima alla vega, um hvað er í gangi. Það er eitthvað í gangi,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalasérfræðingur og aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is.

Í sumar hafa bæði grindhvalir og andarnefjur verið tíðir gestir, á stöðum þar sem þessar hvalategundir sjást sjaldan. Í síðustu viku óð grindhvalavaða inn í Kolgrafafjörð tvo daga í röð og í fyrradag var grindhvalavaða innan hafnargarðsins við Rif á Snæfellsnesi. Hana má sjá í myndskeiðinu hér að ofan, sem Alfons Finnsson fréttaritari mbl.is tók.

Þá strönduðu andarnefjur í Engey í Kollafirði á fimmtudag og andarnefjur hafa einnig látið sjá sig oftsinnis í Eyjafirði  og sömuleiðis glatt íbúa á Borgarfirði eystra í sumar, sem heimamönnum sem blaðamaður ræddi við síðustu helgina í júlí þótti í meira lagi óvenjulegt.

Edda Elísabet segir að það séu nokkrir hlutir sem hún og fleiri sérfræðingar segi að gætu mögulega útskýrt þetta háttalag hvalanna í sumar. Í fyrsta lagi eru það fæðutengdir þættir og er það líklegasta orsökin að mati Eddu. Hugsanlega, en ólíklega, eru hvalirnir að elta makríl upp að landi. Það gæti tengst vandræðum hvalanna með að finna „eðlilega fæðu“, segir Edda.

Önnur andarnefjan sem strandaði í Engey komst á flot er ...
Önnur andarnefjan sem strandaði í Engey komst á flot er flæddi að á fimmtudagskvöld. mbl.is/Eggert

„Við vitum, eins og með andarnefjuna sem dó í Engey, að það var talið að hún hefði verið að elta makríl. Við krufðum hana og fundum bara smokkfiskleifar, en það var orðið mjög langt síðan hún hafði borðað, hún var greinilega farin að svelta aðeins,“ segir Edda, en hún segir ólíklegt að andarnefjur séu í makrílnum. Grindhvalirnir gætu þó verið að elta makríl upp að landi.

Hugsanlega að forðast hávaða

Þá gæti hegðun hvalanna einnig mögulega verið útskýrð með því að þeir séu að bregðast við einhverjum þáttum í umhverfi sínu, eins og hávaðasömum hljóðgjöfum af einhverju tagi. Í þessu samhengi nefnir Edda heræfingar, olíuleit og annað sem skapað getur hljóð í hafinu sem berast langar vegalengdir og geta valdið hvölunum óþægindum.

„Mig grunar að þetta sé eitthvað fæðutengt, en svona atburðir eiga sér líka stundum stað þegar það hafa verið einhverjir hávaðasamir hljóðgjafar úti á sjó, sem hvalirnir hræðast eða verða fyrir óþægindum af,“ segir Edda. Hún segir hvalina forðast óþægindin og ef hljóðgjafinn sé nálægt, til dæmis ef það eru kafbátar á ferð, sem gefa frá sér mjög sterka sónar-hljóðpúlsa, láti hvalirnir sig hverfa.

Grindhvalavaða nærri landi við Rif í fyrradag.
Grindhvalavaða nærri landi við Rif í fyrradag. mbl.is/Alfons Finnsson

„Þessir hljóðpúlsar eru mjög hávaðasamir og ef þeir eru mjög nálægt forða hvalirnir sér og geta jafnvel fengið innvortis meiðsli í innra eyra. Svo gætu það líka verið einhvers konar sprengingar eða annað sem þeir eru að forðast, þar sem hljóð berst svo gríðarlega vel í hafinu og verður hávaðasamara og getur valdið hvölunum verulegum óþægindum,“ segir Edda og bætir við að meiðsl á innra eyra vegna hávaða geti líka valdið því að hvalir tapi áttum.

Þörungaeitranir ósennilegar

Edda segir tíðar komur þessara djúpsjávarhvala inn á grynningar líklega útskýrast af svipuðum ástæðum. „Það er þá eitthvað stórtækt, líklegast fæðan. Ekki bara einstaka veikindi í einstaka hópum, en ef þetta eru særð dýr eða veik dýr að einhverju leyti, þá getur verið að það sé eitthvað stórt að valda þessu, eins og til dæmis hljóðgjafi.

Svo ef ég held áfram að flækja málið þá eru líka dæmi um að það hafi orðið þörungaeitranir eða eitthvað svoleiðis, en það er ósennilegt. Ef um þörungaeitrun væri að ræða værum við sennilega að sjá fleiri hópa vera að stranda og fleiri að drepast. Þetta virðist frekar vera að þeir séu að forðast eitthvað eða séu í angist eða neyð að fara út af sínum eðlilegu svæðum og auðveldlega að tapa áttum inn á grynningar,“ segir Edda, sem segist vita að fólk vilji bara fá að vita hvað er í gangi með þessa hvali, en að það sé því miður mjög erfitt að segja til um það. 

Andarnefja stekkur upp úr Pollinum við Akureyri í sumar.
Andarnefja stekkur upp úr Pollinum við Akureyri í sumar. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Auðvitað vekur þetta upp spurningar um þessar öru breytingar sem eiga sér stað núna í hafinu og þá vakna upp spurningar hjá manni. Eru þeir í vandræðum með að finna sína eðlilegu fæðu? Þetta eru svona spurningar sem vakna, en ég get ekki gefið svar um það eins og er.

Þegar þetta gerist trekk í trekk þá finnst manni það vera augljósast að þarna sé einhver fæðuöflunarvandi, sérstaklega eftir að hafa opnað andarnefjuna [úr Engey] og sjá að hún virtist ekki hafa étið lengi, í marga daga. Mér finnst það sennilegast, en ég get ekki fullyrt það,“ segir Edda.

Andarnefjan sem drapst í Engey á fimmtudag. Edda krufði dýrið ...
Andarnefjan sem drapst í Engey á fimmtudag. Edda krufði dýrið og sá að það hafði ekki borðað í marga daga. mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »

Jensína orðin elst allra

16:20 Jensína Andrésdóttir náði þeim áfanga í dag að verða elst allra Íslendinga sem hafa búið hér á landi. Jensína, sem býr á Hrafnistu í Reykjavík, er 109 ára og 70 daga í dag og er vakin athygli á þessum tímamótum á Facebook-síðunni Langlífi. Meira »

17 er fyrir ömmu og afa

14:59 Númerið sem bræðurnir Arnór Þór og Aron Einar Gunnarssynir bera á bakinu með landsliðum Íslands í handbolta og fótbolta, 17, vísar í heimili ömmu þeirra og afa heitinna á Ísafirði en þau bjuggu í Fjarðarstræti 17. Meira »

Loksins snjór

14:22 Jólasnjórinn kom seint þennan veturinn í Reykjavík en í dag snjóaði hressilega á öllu Suðvesturlandinu mörgum til ánægju. Lögreglan biður fólk um að fara varlega í umferðinni enda hálka og krapi víða. Meira »

Kennarar bera kerfið uppi

13:27 Menntamálaráðherra segir stjórnvöld hafi áhyggjur af aukinni depurð ungmenna, ekki síst ungra stúlkna, en heilsa og lífskjör nema voru rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Við verðum að hlúa vel að menntakerfinu og sérstaklega kennurum það eru þeir sem bera það uppi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Meira »

Gekk til liðs við erfiðan andstæðing

12:07 Ingólfur Hannesson er að flytja aftur til Íslands eftir langa búsetu í Sviss, þrátt fyrir að hafa verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront sem er með höfuðstöðvar sínar í landinu. Meira »

Hálka og snjókoma

12:02 Hálka er á Reykjanesbraut og mjög mikil snjókoma er á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla biður fólk um að fara varlega en snjókoma og éljagangur er á öllu Suðvesturlandi. Meira »

Sólveig bæjarlistamaður Seltjarnarness

10:43 Sólveig Pálsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnaness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness í gær. Þetta er í 23. sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem rithöfundur hlýtur þennan heiður. Meira »

Mikið traust nemenda til kennara

09:50 Um 90% nemenda líður vel og flestir bera mikið traust til kennara, samkvæmt rannsókn um líðan grunnskólanema. Menntamálaráðherra segir ánægjulegt að sjá hve mikið traust nemendur beri til kennara sinna. Meira »

Ég er aftur lifandi!

09:30 Hjördís Árnadóttir vaknaði slöpp að morgni 17. júní 2011 og um kvöldið var henni vart hugað líf. Meinið var svæsin sýklasótt út frá sýkingu í eggjastokk sem þurfti að fjarlægja. Leiðin til heilsu var löng og ströng og 2 mánuðum eftir áfallið þurfti að fjarlægja báða fætur neðan við miðjan sköflung. Meira »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra-hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »
Múrverk
Múrverk...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 25 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós inna...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...