Það er eitthvað í gangi með hvalina

Attachment: "Grindhvalir við Rif" nr. 10828

„Við erum eitt stórt spurningarmerki, fræðimenn á þessu sviði, hérna heima alla vega, um hvað er í gangi. Það er eitthvað í gangi,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalasérfræðingur og aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is.

Í sumar hafa bæði grindhvalir og andarnefjur verið tíðir gestir, á stöðum þar sem þessar hvalategundir sjást sjaldan. Í síðustu viku óð grindhvalavaða inn í Kolgrafafjörð tvo daga í röð og í fyrradag var grindhvalavaða innan hafnargarðsins við Rif á Snæfellsnesi. Hana má sjá í myndskeiðinu hér að ofan, sem Alfons Finnsson fréttaritari mbl.is tók.

Þá strönduðu andarnefjur í Engey í Kollafirði á fimmtudag og andarnefjur hafa einnig látið sjá sig oftsinnis í Eyjafirði  og sömuleiðis glatt íbúa á Borgarfirði eystra í sumar, sem heimamönnum sem blaðamaður ræddi við síðustu helgina í júlí þótti í meira lagi óvenjulegt.

Edda Elísabet segir að það séu nokkrir hlutir sem hún og fleiri sérfræðingar segi að gætu mögulega útskýrt þetta háttalag hvalanna í sumar. Í fyrsta lagi eru það fæðutengdir þættir og er það líklegasta orsökin að mati Eddu. Hugsanlega, en ólíklega, eru hvalirnir að elta makríl upp að landi. Það gæti tengst vandræðum hvalanna með að finna „eðlilega fæðu“, segir Edda.

Önnur andarnefjan sem strandaði í Engey komst á flot er ...
Önnur andarnefjan sem strandaði í Engey komst á flot er flæddi að á fimmtudagskvöld. mbl.is/Eggert

„Við vitum, eins og með andarnefjuna sem dó í Engey, að það var talið að hún hefði verið að elta makríl. Við krufðum hana og fundum bara smokkfiskleifar, en það var orðið mjög langt síðan hún hafði borðað, hún var greinilega farin að svelta aðeins,“ segir Edda, en hún segir ólíklegt að andarnefjur séu í makrílnum. Grindhvalirnir gætu þó verið að elta makríl upp að landi.

Hugsanlega að forðast hávaða

Þá gæti hegðun hvalanna einnig mögulega verið útskýrð með því að þeir séu að bregðast við einhverjum þáttum í umhverfi sínu, eins og hávaðasömum hljóðgjöfum af einhverju tagi. Í þessu samhengi nefnir Edda heræfingar, olíuleit og annað sem skapað getur hljóð í hafinu sem berast langar vegalengdir og geta valdið hvölunum óþægindum.

„Mig grunar að þetta sé eitthvað fæðutengt, en svona atburðir eiga sér líka stundum stað þegar það hafa verið einhverjir hávaðasamir hljóðgjafar úti á sjó, sem hvalirnir hræðast eða verða fyrir óþægindum af,“ segir Edda. Hún segir hvalina forðast óþægindin og ef hljóðgjafinn sé nálægt, til dæmis ef það eru kafbátar á ferð, sem gefa frá sér mjög sterka sónar-hljóðpúlsa, láti hvalirnir sig hverfa.

Grindhvalavaða nærri landi við Rif í fyrradag.
Grindhvalavaða nærri landi við Rif í fyrradag. mbl.is/Alfons Finnsson

„Þessir hljóðpúlsar eru mjög hávaðasamir og ef þeir eru mjög nálægt forða hvalirnir sér og geta jafnvel fengið innvortis meiðsli í innra eyra. Svo gætu það líka verið einhvers konar sprengingar eða annað sem þeir eru að forðast, þar sem hljóð berst svo gríðarlega vel í hafinu og verður hávaðasamara og getur valdið hvölunum verulegum óþægindum,“ segir Edda og bætir við að meiðsl á innra eyra vegna hávaða geti líka valdið því að hvalir tapi áttum.

Þörungaeitranir ósennilegar

Edda segir tíðar komur þessara djúpsjávarhvala inn á grynningar líklega útskýrast af svipuðum ástæðum. „Það er þá eitthvað stórtækt, líklegast fæðan. Ekki bara einstaka veikindi í einstaka hópum, en ef þetta eru særð dýr eða veik dýr að einhverju leyti, þá getur verið að það sé eitthvað stórt að valda þessu, eins og til dæmis hljóðgjafi.

Svo ef ég held áfram að flækja málið þá eru líka dæmi um að það hafi orðið þörungaeitranir eða eitthvað svoleiðis, en það er ósennilegt. Ef um þörungaeitrun væri að ræða værum við sennilega að sjá fleiri hópa vera að stranda og fleiri að drepast. Þetta virðist frekar vera að þeir séu að forðast eitthvað eða séu í angist eða neyð að fara út af sínum eðlilegu svæðum og auðveldlega að tapa áttum inn á grynningar,“ segir Edda, sem segist vita að fólk vilji bara fá að vita hvað er í gangi með þessa hvali, en að það sé því miður mjög erfitt að segja til um það. 

Andarnefja stekkur upp úr Pollinum við Akureyri í sumar.
Andarnefja stekkur upp úr Pollinum við Akureyri í sumar. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Auðvitað vekur þetta upp spurningar um þessar öru breytingar sem eiga sér stað núna í hafinu og þá vakna upp spurningar hjá manni. Eru þeir í vandræðum með að finna sína eðlilegu fæðu? Þetta eru svona spurningar sem vakna, en ég get ekki gefið svar um það eins og er.

Þegar þetta gerist trekk í trekk þá finnst manni það vera augljósast að þarna sé einhver fæðuöflunarvandi, sérstaklega eftir að hafa opnað andarnefjuna [úr Engey] og sjá að hún virtist ekki hafa étið lengi, í marga daga. Mér finnst það sennilegast, en ég get ekki fullyrt það,“ segir Edda.

Andarnefjan sem drapst í Engey á fimmtudag. Edda krufði dýrið ...
Andarnefjan sem drapst í Engey á fimmtudag. Edda krufði dýrið og sá að það hafði ekki borðað í marga daga. mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

Meirihluti Borealis úr landi

05:30 Alþjóðlegt sérhæft gagnaversfyrirtæki, Etix Group, með höfuðstöðvar í Lúxemborg, hefur keypt 55% hlut í gagnaversfyrirtækinu Borealis Data Center. Etix Group er að 41% hluta í eigu japanska bankans SBI Holdings. Meira »

300 æfa viðbrögð við hryðjuverkum

05:30 Árleg æfing sprengjusérfræðinga, Northern Challenge, er haldin á Suðurnesjum um þessar mundir. Frá þessu er greint á heimasíðu Landhelgisgæslu Íslands. Meira »

Fráveita skýrir há fasteignagöld

05:30 Mikill kostnaður við uppbyggingu hreinsistöðva, fráveitu og tengdra mannvirkja er meginástæða þess hve há fasteignagjöld í Borgarbyggð eru. Byggðastofnun birti á dögunum samanburð á heildarálagningu fasteignagjalda í 26 sveitarfélögum á landinu. Þar er Borgarbyggð í 2. sæti. Meira »

Áform um Indlandsflug óbreytt

05:30 Wow air mun fljúga fyrsta áætlunarflug sitt milli Keflavíkur og Delí á Indlandi í desember. Áform félagsins um að hefja Asíuflug eru óbreytt. Meira »

Rannsaka vopnalagabrot á Rauðasandi

05:30 Lögreglan í Borgarnesi rannsakar nú mögulegt vopna- og veiðilagabrot í Rauðasandi á Mýrum. Veiðimenn á báti skutu þar tugi fugla að sögn sjónarvotta. Meira »

Aldrei hlustað á okkur

05:30 Þeir sem reka hótel við Laugaveg eru mjög andvígir þeim áformum Reykjavíkurborgar að gera Laugaveginn að göngugötu allan ársins hring. Meira »

Auka hernaðarumsvif sín

05:30 Ekkert samráð var haft við stjórnvöld hér á landi þegar bandaríska varnarmálaráðuneytið undirritaði á sunnudaginn viljayfirlýsingu um að leggja fram fjármuni til uppbyggingar á mannvirkjum á Grænlandi með það fyrir augum að styrkja stöðu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum. Meira »

Tillaga um nýtt sjúkrahús til borgarráðs

Í gær, 22:22 „Það var enginn sem gat mælt gegn þessu,“ segir Eyþór Arnalds. Borgarstjórn samþykkti í kvöld að vísa tillögu hans um staðarvalsgreiningu fyrir aðra sjúkrahúsuppbyggingu í Reykjavík í borgarráð til úrvinnslu. „Það þarf líka að ná sátt í þessum málum og ekki vera í skotgröfum.“ Meira »

Landakotsskóli í stappi við borgina

Í gær, 22:06 Landakotsskóli hefur staðið í miklu stappi við Reykjavíkurborg varðandi kostnaðarþátttöku borgarinnar í frístund. Skólinn hefur boðið upp á hljóðfæranám og marga aðra áhugaverða kosti í frístund án þess að rukka sérstaklega fyrir þá og að vonast er til þess að svo verði hægt áfram. Meira »

Reykjavík önnur dýrasta borgin

Í gær, 21:18 Reykjavík er önnur dýrasta borg í Evrópu samkvæmt ferðavefnum Wanderu og fylgir þar á hæla Mónakó sem er dýrasta borgin og er aðgangur að reykvískum söfnum 28 sinnum dýrari en í Chisinau í Moldvaíu, þar sem hann var ódýrastur. Ódýrasta borgin er hins vegar Skopje í Makedóníu. Meira »

Vilja tryggja trúverðugleika úttektar

Í gær, 20:45 „Mál Áslaugar verður að sjálfsögðu skoðað sem hluti þessarar úttektar, og það verður skoðað frá öllum hliðum,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Að hennar sögn verður aðkoma óðháðs aðila að úttektinni tekin til skoðunar á stjórnarfundi á morgun. Meira »

Jáeindaskanninn kominn í notkun

Í gær, 20:33 Jáeindaskanninn á Landspítalanum við Hringbraut var tekinn í notkun í síðustu viku. Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, staðfestir í samtali við mbl.is að byrjað sé að nota skannann og að níu sjúklingar hafi þegar gengist undir rannsókn í tækinu. Meira »

„Auðvitað gekk ýmislegt á“

Í gær, 20:22 „Það er ánægjulegt að sjá þennan vilja til að fjárfesta í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við 200 mílur um kaup FISK-Seafood á öllum hlut Brims hf. í Vinnslustöðinni. Meira »

Pysjum bjargað í Vestmannaeyjum

Í gær, 20:05 Pysjutíðin stendur sem hæst um þessar mundir í Vestmannaeyjum og hafa margir Eyjamenn gert sér glaðan dag og bjargað pysjum.  Meira »

Reiði og tómleikatilfinning

Í gær, 19:53 Al­gengt er að fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un sé rang­lega greint með geðhvörf (bipol­ar) en þar standa sveifl­ur í skapi yfir í lengri tíma og eru sjald­gæfari ásamt því að önn­ur ein­kenni en skapsveifl­ur greina á milli hvorri rösk­un fyr­ir sig. Um 2-6% fólks er með röskunina. Meira »

Vænta góðs samstarfs eftir kaupin

Í gær, 19:15 Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK-Seafood ehf., segir fyrirtækið sjá mikil tækifæri í rekstri Vinnslustöðvarinnar. 200 mílur greindu fyrr í dag frá kaupum FISK á öllum hlut Brims hf. í útgerðinni, fyrir 9,4 milljarða króna. Meira »

Opnun nýrrar stólalyftu frestast um ár

Í gær, 19:03 Ný stólalyfta í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður ekki opnuð í vetur eins og til stóð. Vegna ágreinings verktakans G. Hjálmarssonar og Vina Hlíðarfjalls, félagsins sem stendur að uppsetningu lyftunnar, mun opnun lyftunnar frestast um eitt ár. Meira »

Krabbameinslyf ófáanleg í 4 mánuði

Í gær, 19:01 Samheitalyfið Exemestan hefur ekki verið fáanlegt hér á landi síðan um miðjan maí, en það er nauðsynlegt fólki með brjóstakrabbamein. Fjölmiðlafulltrúi Actavis, sem flytur lyfið til landsins, segir að vonast sé til þess að ný sending komi til landsins á næstu dögum. Meira »

Enginn sett sig í samband við Áslaugu

Í gær, 18:51 „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi frá vinum og vandamönnum, og meira að segja fólki sem við þekkjum ekki neitt. Okkur þykir vænt um það og erum þakklát fyrir það, en það hefur enginn haft samband við Áslaugu sem einhverja ábyrgð ber á þessu máli,“ segir Einar Bárðarson. Meira »
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...