Það er eitthvað í gangi með hvalina

Attachment: "Grindhvalir við Rif" nr. 10828

„Við erum eitt stórt spurningarmerki, fræðimenn á þessu sviði, hérna heima alla vega, um hvað er í gangi. Það er eitthvað í gangi,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalasérfræðingur og aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is.

Í sumar hafa bæði grindhvalir og andarnefjur verið tíðir gestir, á stöðum þar sem þessar hvalategundir sjást sjaldan. Í síðustu viku óð grindhvalavaða inn í Kolgrafafjörð tvo daga í röð og í fyrradag var grindhvalavaða innan hafnargarðsins við Rif á Snæfellsnesi. Hana má sjá í myndskeiðinu hér að ofan, sem Alfons Finnsson fréttaritari mbl.is tók.

Þá strönduðu andarnefjur í Engey í Kollafirði á fimmtudag og andarnefjur hafa einnig látið sjá sig oftsinnis í Eyjafirði  og sömuleiðis glatt íbúa á Borgarfirði eystra í sumar, sem heimamönnum sem blaðamaður ræddi við síðustu helgina í júlí þótti í meira lagi óvenjulegt.

Edda Elísabet segir að það séu nokkrir hlutir sem hún og fleiri sérfræðingar segi að gætu mögulega útskýrt þetta háttalag hvalanna í sumar. Í fyrsta lagi eru það fæðutengdir þættir og er það líklegasta orsökin að mati Eddu. Hugsanlega, en ólíklega, eru hvalirnir að elta makríl upp að landi. Það gæti tengst vandræðum hvalanna með að finna „eðlilega fæðu“, segir Edda.

Önnur andarnefjan sem strandaði í Engey komst á flot er ...
Önnur andarnefjan sem strandaði í Engey komst á flot er flæddi að á fimmtudagskvöld. mbl.is/Eggert

„Við vitum, eins og með andarnefjuna sem dó í Engey, að það var talið að hún hefði verið að elta makríl. Við krufðum hana og fundum bara smokkfiskleifar, en það var orðið mjög langt síðan hún hafði borðað, hún var greinilega farin að svelta aðeins,“ segir Edda, en hún segir ólíklegt að andarnefjur séu í makrílnum. Grindhvalirnir gætu þó verið að elta makríl upp að landi.

Hugsanlega að forðast hávaða

Þá gæti hegðun hvalanna einnig mögulega verið útskýrð með því að þeir séu að bregðast við einhverjum þáttum í umhverfi sínu, eins og hávaðasömum hljóðgjöfum af einhverju tagi. Í þessu samhengi nefnir Edda heræfingar, olíuleit og annað sem skapað getur hljóð í hafinu sem berast langar vegalengdir og geta valdið hvölunum óþægindum.

„Mig grunar að þetta sé eitthvað fæðutengt, en svona atburðir eiga sér líka stundum stað þegar það hafa verið einhverjir hávaðasamir hljóðgjafar úti á sjó, sem hvalirnir hræðast eða verða fyrir óþægindum af,“ segir Edda. Hún segir hvalina forðast óþægindin og ef hljóðgjafinn sé nálægt, til dæmis ef það eru kafbátar á ferð, sem gefa frá sér mjög sterka sónar-hljóðpúlsa, láti hvalirnir sig hverfa.

Grindhvalavaða nærri landi við Rif í fyrradag.
Grindhvalavaða nærri landi við Rif í fyrradag. mbl.is/Alfons Finnsson

„Þessir hljóðpúlsar eru mjög hávaðasamir og ef þeir eru mjög nálægt forða hvalirnir sér og geta jafnvel fengið innvortis meiðsli í innra eyra. Svo gætu það líka verið einhvers konar sprengingar eða annað sem þeir eru að forðast, þar sem hljóð berst svo gríðarlega vel í hafinu og verður hávaðasamara og getur valdið hvölunum verulegum óþægindum,“ segir Edda og bætir við að meiðsl á innra eyra vegna hávaða geti líka valdið því að hvalir tapi áttum.

Þörungaeitranir ósennilegar

Edda segir tíðar komur þessara djúpsjávarhvala inn á grynningar líklega útskýrast af svipuðum ástæðum. „Það er þá eitthvað stórtækt, líklegast fæðan. Ekki bara einstaka veikindi í einstaka hópum, en ef þetta eru særð dýr eða veik dýr að einhverju leyti, þá getur verið að það sé eitthvað stórt að valda þessu, eins og til dæmis hljóðgjafi.

Svo ef ég held áfram að flækja málið þá eru líka dæmi um að það hafi orðið þörungaeitranir eða eitthvað svoleiðis, en það er ósennilegt. Ef um þörungaeitrun væri að ræða værum við sennilega að sjá fleiri hópa vera að stranda og fleiri að drepast. Þetta virðist frekar vera að þeir séu að forðast eitthvað eða séu í angist eða neyð að fara út af sínum eðlilegu svæðum og auðveldlega að tapa áttum inn á grynningar,“ segir Edda, sem segist vita að fólk vilji bara fá að vita hvað er í gangi með þessa hvali, en að það sé því miður mjög erfitt að segja til um það. 

Andarnefja stekkur upp úr Pollinum við Akureyri í sumar.
Andarnefja stekkur upp úr Pollinum við Akureyri í sumar. mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Auðvitað vekur þetta upp spurningar um þessar öru breytingar sem eiga sér stað núna í hafinu og þá vakna upp spurningar hjá manni. Eru þeir í vandræðum með að finna sína eðlilegu fæðu? Þetta eru svona spurningar sem vakna, en ég get ekki gefið svar um það eins og er.

Þegar þetta gerist trekk í trekk þá finnst manni það vera augljósast að þarna sé einhver fæðuöflunarvandi, sérstaklega eftir að hafa opnað andarnefjuna [úr Engey] og sjá að hún virtist ekki hafa étið lengi, í marga daga. Mér finnst það sennilegast, en ég get ekki fullyrt það,“ segir Edda.

Andarnefjan sem drapst í Engey á fimmtudag. Edda krufði dýrið ...
Andarnefjan sem drapst í Engey á fimmtudag. Edda krufði dýrið og sá að það hafði ekki borðað í marga daga. mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

Fresta orkupakkanum til vors

Í gær, 23:00 Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor. Tímann muni sérfræðingar nota til að fara yfir samninginn. Meira »

„Það er allt í vitleysu hérna“

Í gær, 22:55 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ekki sátt við núverandi skipan mála varðandi fundi borgarráðs. Hún fjallar um málið á Facebook-síðu sinni og fær þar m.a. viðbrögð frá borgarfulltrúa Flokks fólksins sem segist enn vera „fokill“. Meira »

120 milljónir til eflingar byggða

Í gær, 22:21 120 milljónum króna var úthlutað til sértækra verkefna sem efla eiga byggðir landsins. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í dag samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar. Meira »

Notalegt rok og rigning um helgina

Í gær, 22:10 Veðrið um helgina verður það sem á mannamáli heitir rok og rigning víða um land, segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni. Á morgun gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-23 m/s. Meira »

Boðið inn af ókunnri „stúlku“

Í gær, 21:15 „Það er ekkert mál fyrir ofbeldismenn að hafa samband við unga krakka á Instagram,“ segir Arnrún Bergljótardóttir, sem lenti í miður skemmtilegri reynslu í London á dögunum þegar stúlka, að því er virtist, hafði samband við hana í gegn um samfélagsmiðilinn. Meira »

Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

Í gær, 20:52 Fyrir rúmlega ári síðan hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól undir eigin merkjum. Viðtökur fagtímarita hafa verið gríðarlega góðar og er salan komin vel af stað. Á næsta ári ætlar fyrirtækið að kynna nýtt hjól. Meira »

Segir sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar

Í gær, 20:15 Magnús Helgi Árnason hefur sagt sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef útgerðarinnar, en þar segir að hann hafi sagt sig úr stjórninni í kjölfar fundar hennar, þar sem fyrir lá tillaga um að boða til hluthafafundar og afgreiða tillögu um vantraust á hendur honum. Meira »

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig

Í gær, 19:36 Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingarfélög á staðinn og meta stöðuna. Meira »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

Í gær, 19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

Í gær, 18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

Í gær, 18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

Í gær, 18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »

10 geðhjúkrunarrými í viðbót

Í gær, 18:35 Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

Í gær, 17:55 Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

Í gær, 17:08 Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni að 35 ára afmæli hópsins. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

Í gær, 17:00 Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

Í gær, 16:50 „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »

„Ekki skemmtilegt að keyra þennan veg“

Í gær, 16:32 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Meira »

Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri

Í gær, 16:13 Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
VELLÍÐAN OG DEKUR.
Stress er þáttur í daglegu lífi. slökun og meðferð við stressi- áralöng reynsl...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...