Þurfum lengra sumar

Ekki er byrjað að taka upp kartöflur til vetrarins í …
Ekki er byrjað að taka upp kartöflur til vetrarins í Þykkvabæ. mbl.is/Helgi Bjarnason

Útlit er fyrir góða kartöfluuppskeru á Norðurlandi í haust. Lítil uppskera verður á Suðurlandi nema gott veður og frostlaust verði fram eftir hausti.

„Það eru ágætis horfur á Eyjafjarðarsvæðinu. Sæmilegar í Hornafirði en mismunandi annars staðar,“ segir Bergvin Jóhannsson á Áshóli í Grýtubakkahreppi, formaður Landssambands kartöflubænda.

Bergvin telur að uppskeran í Eyjafirði verði vel í meðallagi en tekur fram að næstu tvær viku ráði miklu um niðurstöðuna. Ástæðan fyrir góðri uppskeru á Norðurlandi er gott veður í sumar. Hægt var að setja útsæðið niður snemma. Að vísu var maí frekar kaldur og hægði á sprettu. „Uppskeran væri enn betri ef sólar hefði notið meira við og þá væru menn byrjaðir að taka upp kartöflur og koma í hús, til að geyma til vetrarins,“ segir Bergvin í umfjöllun um horfur í kartöflurækt í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert