Tónlistin færir gleði og tilgang

David Crosby er orðinn 77 ára gamall en nýtur þess ...
David Crosby er orðinn 77 ára gamall en nýtur þess en að koma fram á tónleikum og syngja. Ljósmynd/Anna Webber

„Þetta er David Crosby – hvernig hefurðu það?“ spyr maðurinn sem hringir bjartri og klingjandi röddu; röddu sem þeir sem hlýtt hafa á bandaríska dægurtónlist frá sjöunda áratugnum kannast mæta vel við. Söngvarinn og gítarleikarinn Crosby gekk í hljómsveitina The Byrds árið 1964 og ári síðar náði hljómsveitin fyrsta sæti vinsældalistans vestra með flutningi á lagi Bobs Dylan, „Mr. Tambourine Man“.

Árið 1968 var hann einn stofnfélaga annarrar goðsagnakenndrar sveitar, Crosby, Stills & Nash, ásamt Stephen Stills og Graham Nash, og ekki löngu seinna var Neil Young farinn að koma reglulega fram með þeim og bættist eftirnafn hans þá við nafnarununa. Og Crosby, sem er orðinn 77 ára gamall, hefur verið á kafi í tónlist allar götur síðan, að semja, leika og syngja, með hinum ýmsu sveitum. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna, verið tekinn inn í frægðarhallir rokksins og söngvaskálda, hefur fengið nýja lifur og glímir við sykursýki eftir sukksamt líferni, en nú er hann í fínu formi á leið til Íslands að halda tónleika í Háskólabíói ásamt hljómsveit sinni á fimmtudagskvöldið kemur, og hringir í mig til að spjalla.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég hringi í einhvern á Íslandi,“ tilkynnir hann glaðlega. „Ég hef komið til nær allra landa Evrópu að spila og syngja en þetta verður fyrsta heimsóknin til Íslands, ég hlakka til.

Ég veit lítið um Ísland annað en þá gömlu sögn að Íslands sé grænt og Grænland ísi lagt. Ég er viss um að það er fallegt hjá ykkur núna.

En heyrðu,“ segir hann ákafur. „Ég verð að spyrja þig að svolitlu. Er það satt að silungsveiði á Íslandi sé jafn góð og ég heyri?“

– Heldur betur. Og ef ekki betri! Einhver sú besta sem þú getur komist í.

„Ég vildi gjarnan ná að veiða urriða á Íslandi en veit ekki hvort það tekst, ég verð bara í tvo daga á landinu. Ég var fyrir stuttu að eltast við regnbogasilung í Montana, er ekkert mjög flinkur en finnst það stórkostlega gaman. Það er töfrum líkast að standa við fallega á í morgunsárið.“

Get enn sungið

David Crosby er á tónleikaferð sem kann kallar Sky Trail, en það er einnig heiti nýjustu sólóplötu hans, sem kom út í fyrra.

„Ég kem fram með rafmögnuðu hljómsveitinni minni, hún byggir á gömlu hljómsveitinni minni CPR. Auk mín er James Raymond sonur minn í henni og spilar á hljómborð, vinur minn Jeff Pevar leikur á gítar, Michelle Willis á hljómborð og raddar með mér, Mai Leisz er frábær djassbassaleikari frá Eistlandi og þá er Steve DiStanislao, sem leikur líka með David Gilmour, á trommum.

Við munum spila nokkur lög frá Crosby, Stills & Nash-tímabilinu og önnur af Crosby, Stills, Nash & Young-efnisskránum. Þá verður eitthvað af lögum sem við Graham Nash fluttum saman, nokkur af sólóplötum mínum, og einhver ný.“

– Þú hefur verið svo lengi í bransanum að þú átt nokkrar kynslóðir aðdáenda og þeir hljóta að eiga sér ólík eftirlætislög.

„Svo sannarlega. Ég býð fólki iðulega upp á að nefna óskalögin sín á netinu og það koma vissulega upp hundruð uppástunga. Við breytum lagaskránni alltaf eitthvað milli tónleika.“

– Og þið komið fram á fjölda tónleika í hverri tónleikaferð, er það ekkert erfitt? Ég heyri þó vel að röddin er enn syngjandi tær.

„Ég skil ekki hvers vegna ég get enn sungið en sú er svo sannarlega raunin,“ segir Crosby og hlær.

Eins og að fá tíkall í kaup

– Þú leggur enn upp í langar tónleikaferðir um heiminn í stað þess að liggja heima í hengirúminu með tærnar upp í loft?

Hann hlær. Segir svo að í raun neyðist hann til þess. „Gleðin er vissulega blendin. Sá hluti ferðalaganna þegar ég er á sviðinu og syng, í tvo til þrjá klukkutíma, er einskær ánægja. Og skemmtilegri en ég get á nokkurn hátt lýst með orðum. Hinn hlutinn, hinir rúmlega 20 tímarnir í sólarhringnum, er ekki eins skemmtilegur. Maður er að heiman og býr á hótelum, borðar misgóðan mat... ég sakna þess að vera ekki heima hjá fjölskyldunni. En sá tími þegar ég syng fyrir tónleikagesti gera erfiðið þess virði.“

Hin víðfræga hljómsveit Crosby, Stills, Nash & Young í kynningarmynd ...
Hin víðfræga hljómsveit Crosby, Stills, Nash & Young í kynningarmynd frá 1970.

– Færðu jafn mikið út úr því nú og til dæmis á sjöunda áratugnum?

„Ég fæ líklega enn meira út úr því núna, það er dásamlegt!

En svo er hitt að nú þurfum við tónlistarmenn að ferðast helmingi meira en áður því við fáum ekkert greitt lengur fyrir plötur. Streymisveiturnar borga okkur ekkert. Fyrir vikið hafa tekjur mínar minnkað um helming; áður fór ég tvisvar á ári í tónleikaferðir, nú fer ég fjórum sinnum. Þetta er fíflalegt en samt blákaldur veruleiki sem ég fæ ekki breytt.

Ein helsta breytingin í þessum bransa á þessum langa tíma er líklega þessi, að áður gátum við haft ágætar tekjur af plötusölu. Nú fáum við einhvern þúsundhluta af dal fyrir hvert lag sem er spilað. Það er ekki neitt, eins og ef maður ynni í viku og fengi tíkall í kaup!

Þetta er heppilegt fyrir alla nema tónlistarmennina sem skapa tónlistina og lifa af henni. Vandamálið fyrir okkur er að fyrirtækin hafa milljarða dala í tekjur – en borga okkur smánarlega lítið fyrir tónlistina. Það er ekki sanngjarnt.

En svo er hin hliðin sú að ég er heppinn að geta enn ferðast um og sungið á tónleikum.“

Alltaf að semja

„Tónlistin hefur fært mér bæði gleði og tilgang í lífinu. Hún hefur gefið mér ástæðu til að lifa, svo ég segi eins og er; hún hefur reynst mér frábærlega,“ segir Crosby og hann kveðst sífellt vera að semja ný lög.

„Ég er alltaf að semja. Stundum einn, stundum með James syni mínum eða með vinum og öðrum meðspilurum. Hinn aðilinn kemur alltaf með eitthvað nýtt í samspilið og það víkkar möguleikana svo mikið út. Og það er rosalega gaman.“

Crosby er auðheyrilega glaður og hlakkar til að koma til Íslands. En tónninn í röddinni harðnar þegar hann fer að lokum að tala um stjórnmál í heimalandinu og er ekki sáttur.

„Ástandið hér er slæmt sem stendur. Það er erfitt að vera bandarískur í dag. Við skömmumst okkar fyrir þennan náunga,“ segir Crosby og er að tala um Donald Trump.

„Hann er hræðilegur, hefur skaðleg áhrif á lýðræðið í þessu landi, á samband okkar við umheiminn og fólk sem við viljum samsama okkur með. Við Bandaríkjamenn viljum vera stoltir af landinu okkar en sem sakir standa skömmumst við okkar fyrir það,“ segir hann ergilega.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Af hverju er neikvætt að vera fatlaður?

17:45 „Af hverju er það neikvætt að vera fatlaður?“ spurði Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands, þegar hún ávarpaði málþing ÖBÍ í dag þar sem fjallað var um tekjur, jöfnuð, kjaragliðnun, skattbyrði og samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Meira »

Lækkun mili mánaða ekki meiri frá 2011

17:38 Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,0% í febrúar samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Er þetta er mesta lækkun sem hefur sést milli mánaða síðan í desember 2010, þegar íbúðaverð lækkaði um 1,2% milli mánaða. Meira »

Þremenningarnir lausir úr haldi lögreglu

17:16 Þremenningarnir sem voru handteknir við Alþingishúsið í dag eru lausir úr haldi lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Umferðartafir á Vesturlandsvegi

17:09 Umferðartafir eru nú á Vesturlandsveginum á leiðinni út úr bænum. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ástæðan minni háttar umferðaróhapp sem vöruflutningabíll lenti í á veginum. Meira »

Tveir koma í stað Óskars hjá Samherja

16:15 Tveir starfsmenn koma til með að taka við yfirstjórn útgerðarsviðs Evrópuútgerðar Samherja af Óskari Ævarssyni sem hefur ákveðið að láta af störfum 1. ágúst á þessu ári. Meira »

Mætti með svifryk í pontu

16:07 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mætti með svifryk í pontu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í umræðu um tillögu flokksins um aðgerðir í loftslagsmálum. Meira »

Þekkja rakaskemmdir af eigin raun

16:00 Raki og mygluskemmdir í byggingum finnast jafnt í nýjum og eldri húsum. Starfsmenn skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þurftu frá að hverfa af skrifstofum sínum í Borgartúni tímabundið í fyrra vegna raka- og mygluskemmda. Meira »

Á sjöunda tug í heimasóttkví

15:59 Á fundi sóttvarnalæknis í morgun með umdæmis- og svæðislæknum sóttvarna kom fram að ekki hafa greinst ný tilfelli mislinga en nokkrir einstaklingar hafa að lokinni bólusetningu greinst með væg einkenni mislinga sem orsakast af verkun bólusetningarinnar. Meira »

Verða að virða lög og reglur

15:21 „Það er stjórnarskrárvarinn réttur manna að mótmæla en öll skulum við fylgja lögum og reglum,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni, þingmanni Miðflokksins, um mótmæli á Austurvelli að undanförnu. Meira »

Miðaði gasbyssu að höfði leigubílstjóra

15:18 Maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir hótanir og vopnalagabrot. Miðaði hann gasloftbyssu að höfði leigubílstjóra og tók tvisvar í gikk hennar án þess að nokkuð gerðist, að því er fram kemur í dómi. Meira »

Gekk berserksgang í Vestmannaeyjum

14:58 Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók karlmann í liðinni viku vegna fjölda afbrota, meðal annars líkamsárásir, hótanir og skemmdir á lögreglubíl. Var hann úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Meira »

Willum nýr fjórði varaforseti

14:40 Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var í dag kjörinn nýr fjórði varaforseti Alþingis án atkvæðagreiðslu þar sem ekki var farið fram á hana. Meira »

70 mínútna leikaramaraþon

14:30 „Óhætt að segja að mikið mæði á Alberti í Istan sem lýsa mætti sem leikaramaraþoni sem stendur látlaust í 70 mínútur þar sem leikarinn hefur ekkert til að styðjast við nema eigin hæfileika,“ segir í leikdómi um frammistöðu Alberts Halldórssonar sem leikur hátt í 40 hlutverk í einleiknum Istan. Meira »

Þrír handteknir við Alþingishúsið

14:22 „Okkur barst tilkynning frá Alþingi um að það væru á milli 20 og 30 aðilar sem lokuðu fyrir alla innganga við Alþingishúsið. Lögregla fór á vettvang og gaf fólki fyrirmæli um að færa sig frá inngöngunum,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Reyndu að hindra aðgengi að Alþingi

13:49 Nokkru áður en þingfundur hófst klukkan 13.30 reyndu liðsmenn samtakanna No Borders að trufla aðgengi þingmanna að þinghúsinu og bílastæðum þingsins. Meira »

Spurningar til Sigríðar falla niður

13:43 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, greindi frá því við upphaf þingfundar á Alþingi í dag að samkvæmt þingsköpum féllu skriflegar fyrirspurnir til ráðherra niður þegar ráðherra færi úr embætti. Meira »

Morðingi sem pyntar börn

13:40 „Ef við erum almennilegt fólk þá tengjum við börn og þau opna á okkur hjörtun. Við finnum til ábyrgðar gagnvart umkomuleysi þeirra,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri söngleiksins Matthildar. Í viðtali lýsir hann einni aðalpersónu verksins sem morðingja sem pynti börn. Meira »

Strandar á skilyrðum SA

13:31 „Við höfum hingað til reynt allt sem við höfum getað til þess að reyna að ná samningum með því að sitja og ræða saman og semja þannig,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við mbl.is en iðnaðarmenn slitu í dag kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Meira »

Með 37 pakkningar af kókaíni

13:23 Brasilísk kona á þrítugsaldri var handtekin á Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði við komuna til landsins frá Madrid á Spáni grunuð um fíkniefnasmygl. Var hún færð á lögreglustöðina á Suðurnesjum þar sem hún skilaði efnunum og kom í ljós að hún hafði reynt að smygla 37 pakkningum af kókaíni til landsins. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 77.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoðu...
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...