Tónlistin færir gleði og tilgang

David Crosby er orðinn 77 ára gamall en nýtur þess ...
David Crosby er orðinn 77 ára gamall en nýtur þess en að koma fram á tónleikum og syngja. Ljósmynd/Anna Webber

„Þetta er David Crosby – hvernig hefurðu það?“ spyr maðurinn sem hringir bjartri og klingjandi röddu; röddu sem þeir sem hlýtt hafa á bandaríska dægurtónlist frá sjöunda áratugnum kannast mæta vel við. Söngvarinn og gítarleikarinn Crosby gekk í hljómsveitina The Byrds árið 1964 og ári síðar náði hljómsveitin fyrsta sæti vinsældalistans vestra með flutningi á lagi Bobs Dylan, „Mr. Tambourine Man“.

Árið 1968 var hann einn stofnfélaga annarrar goðsagnakenndrar sveitar, Crosby, Stills & Nash, ásamt Stephen Stills og Graham Nash, og ekki löngu seinna var Neil Young farinn að koma reglulega fram með þeim og bættist eftirnafn hans þá við nafnarununa. Og Crosby, sem er orðinn 77 ára gamall, hefur verið á kafi í tónlist allar götur síðan, að semja, leika og syngja, með hinum ýmsu sveitum. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna, verið tekinn inn í frægðarhallir rokksins og söngvaskálda, hefur fengið nýja lifur og glímir við sykursýki eftir sukksamt líferni, en nú er hann í fínu formi á leið til Íslands að halda tónleika í Háskólabíói ásamt hljómsveit sinni á fimmtudagskvöldið kemur, og hringir í mig til að spjalla.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég hringi í einhvern á Íslandi,“ tilkynnir hann glaðlega. „Ég hef komið til nær allra landa Evrópu að spila og syngja en þetta verður fyrsta heimsóknin til Íslands, ég hlakka til.

Ég veit lítið um Ísland annað en þá gömlu sögn að Íslands sé grænt og Grænland ísi lagt. Ég er viss um að það er fallegt hjá ykkur núna.

En heyrðu,“ segir hann ákafur. „Ég verð að spyrja þig að svolitlu. Er það satt að silungsveiði á Íslandi sé jafn góð og ég heyri?“

– Heldur betur. Og ef ekki betri! Einhver sú besta sem þú getur komist í.

„Ég vildi gjarnan ná að veiða urriða á Íslandi en veit ekki hvort það tekst, ég verð bara í tvo daga á landinu. Ég var fyrir stuttu að eltast við regnbogasilung í Montana, er ekkert mjög flinkur en finnst það stórkostlega gaman. Það er töfrum líkast að standa við fallega á í morgunsárið.“

Get enn sungið

David Crosby er á tónleikaferð sem kann kallar Sky Trail, en það er einnig heiti nýjustu sólóplötu hans, sem kom út í fyrra.

„Ég kem fram með rafmögnuðu hljómsveitinni minni, hún byggir á gömlu hljómsveitinni minni CPR. Auk mín er James Raymond sonur minn í henni og spilar á hljómborð, vinur minn Jeff Pevar leikur á gítar, Michelle Willis á hljómborð og raddar með mér, Mai Leisz er frábær djassbassaleikari frá Eistlandi og þá er Steve DiStanislao, sem leikur líka með David Gilmour, á trommum.

Við munum spila nokkur lög frá Crosby, Stills & Nash-tímabilinu og önnur af Crosby, Stills, Nash & Young-efnisskránum. Þá verður eitthvað af lögum sem við Graham Nash fluttum saman, nokkur af sólóplötum mínum, og einhver ný.“

– Þú hefur verið svo lengi í bransanum að þú átt nokkrar kynslóðir aðdáenda og þeir hljóta að eiga sér ólík eftirlætislög.

„Svo sannarlega. Ég býð fólki iðulega upp á að nefna óskalögin sín á netinu og það koma vissulega upp hundruð uppástunga. Við breytum lagaskránni alltaf eitthvað milli tónleika.“

– Og þið komið fram á fjölda tónleika í hverri tónleikaferð, er það ekkert erfitt? Ég heyri þó vel að röddin er enn syngjandi tær.

„Ég skil ekki hvers vegna ég get enn sungið en sú er svo sannarlega raunin,“ segir Crosby og hlær.

Eins og að fá tíkall í kaup

– Þú leggur enn upp í langar tónleikaferðir um heiminn í stað þess að liggja heima í hengirúminu með tærnar upp í loft?

Hann hlær. Segir svo að í raun neyðist hann til þess. „Gleðin er vissulega blendin. Sá hluti ferðalaganna þegar ég er á sviðinu og syng, í tvo til þrjá klukkutíma, er einskær ánægja. Og skemmtilegri en ég get á nokkurn hátt lýst með orðum. Hinn hlutinn, hinir rúmlega 20 tímarnir í sólarhringnum, er ekki eins skemmtilegur. Maður er að heiman og býr á hótelum, borðar misgóðan mat... ég sakna þess að vera ekki heima hjá fjölskyldunni. En sá tími þegar ég syng fyrir tónleikagesti gera erfiðið þess virði.“

Hin víðfræga hljómsveit Crosby, Stills, Nash & Young í kynningarmynd ...
Hin víðfræga hljómsveit Crosby, Stills, Nash & Young í kynningarmynd frá 1970.

– Færðu jafn mikið út úr því nú og til dæmis á sjöunda áratugnum?

„Ég fæ líklega enn meira út úr því núna, það er dásamlegt!

En svo er hitt að nú þurfum við tónlistarmenn að ferðast helmingi meira en áður því við fáum ekkert greitt lengur fyrir plötur. Streymisveiturnar borga okkur ekkert. Fyrir vikið hafa tekjur mínar minnkað um helming; áður fór ég tvisvar á ári í tónleikaferðir, nú fer ég fjórum sinnum. Þetta er fíflalegt en samt blákaldur veruleiki sem ég fæ ekki breytt.

Ein helsta breytingin í þessum bransa á þessum langa tíma er líklega þessi, að áður gátum við haft ágætar tekjur af plötusölu. Nú fáum við einhvern þúsundhluta af dal fyrir hvert lag sem er spilað. Það er ekki neitt, eins og ef maður ynni í viku og fengi tíkall í kaup!

Þetta er heppilegt fyrir alla nema tónlistarmennina sem skapa tónlistina og lifa af henni. Vandamálið fyrir okkur er að fyrirtækin hafa milljarða dala í tekjur – en borga okkur smánarlega lítið fyrir tónlistina. Það er ekki sanngjarnt.

En svo er hin hliðin sú að ég er heppinn að geta enn ferðast um og sungið á tónleikum.“

Alltaf að semja

„Tónlistin hefur fært mér bæði gleði og tilgang í lífinu. Hún hefur gefið mér ástæðu til að lifa, svo ég segi eins og er; hún hefur reynst mér frábærlega,“ segir Crosby og hann kveðst sífellt vera að semja ný lög.

„Ég er alltaf að semja. Stundum einn, stundum með James syni mínum eða með vinum og öðrum meðspilurum. Hinn aðilinn kemur alltaf með eitthvað nýtt í samspilið og það víkkar möguleikana svo mikið út. Og það er rosalega gaman.“

Crosby er auðheyrilega glaður og hlakkar til að koma til Íslands. En tónninn í röddinni harðnar þegar hann fer að lokum að tala um stjórnmál í heimalandinu og er ekki sáttur.

„Ástandið hér er slæmt sem stendur. Það er erfitt að vera bandarískur í dag. Við skömmumst okkar fyrir þennan náunga,“ segir Crosby og er að tala um Donald Trump.

„Hann er hræðilegur, hefur skaðleg áhrif á lýðræðið í þessu landi, á samband okkar við umheiminn og fólk sem við viljum samsama okkur með. Við Bandaríkjamenn viljum vera stoltir af landinu okkar en sem sakir standa skömmumst við okkar fyrir það,“ segir hann ergilega.

Innlent »

Lengur að slökkva eldinn en búist var við

18:17 Slökkvistarf stendur enn yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnafirði, þar sem eldur kviknaði á ellefta tímanum á föstudagskvöld.   Meira »

Stakk í gegn með traktornum

17:28 Aurskriða féll á heimreiðina að bæ Bergs Sigfússonar, bónda í Austurhlíð í Skaftártungu, honum til nokkurrar furðu. Þar mun ekki hafa fallið aurskriða í áttatíu ár. Meira »

„Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði

17:09 „Þetta er alveg gríðarlega verðmætt landsvæði, bara fyrir hjartað okkar og hugsun,“ segir Vigdís Finnbogadóttir um áformaða byggingu hótels á reit þar sem áður var Víkurkirkjugarður. Vigdís er tilbúin að safna fyrir skaðabótum ef þær þarf að greiða framkvæmdaaðilum. Meira »

Önnur lögmál gilda á netinu

16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »

Munu ekki loka veginum vegna holunnar

15:01 „Við lögum þetta á morgun. Þetta er nú ekkert stórvægilegt,“ segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, um stærðar holu sem myndaðist í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnaðist á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann á hættu að stórskemmast. Meira »

„Alvöru“ vetrarveður ekki í kortunum

14:02 Úrkoma í Reykjavík sl. sólarhring, frá 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun, var mesta úrkoma á einum sólarhring í nóvember frá upphafi mælinga. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri undanfarið miðað við árstíma og alvöru vetrarveður er ekki í kortunum að sögn veðurfræðings. Meira »

15 ára á toppinn eftir ársþjálfun

13:32 Hinn fimmtán ára gamli Gauti Steinþórsson gerði sér lítið fyrir og varð yngsti Íslendingurinn til þess að klífa Island Peak, 6.200 metra háan tind í Himalajafjöllum, eftir skyndihugdettu og ársundirbúning. Meira »

„Á að tala um sjálfsvíg sem veikindi“

13:02 „Við erum mjög stutt frá þeirri umræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni í Þingvöllum í dag þar sem því var m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »

Benda á möguleika íslenskunnar

11:15 Á Akureyri var haldið upp á Dag íslenskrar tungu meðal annars með því að fagna fjölbreytileika íslenskunnar. Það var gert með því að blása til ritlistarsamkeppnar fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Meira »

Úrkoman mikil á alla mælikvarða

10:39 Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag. Það sé þó ekkert miðað við Bláfjöll þar sem mælirinn hafi sýnt 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag. Meira »

Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

10:16 Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum. Meira »

Hegðunarvandamál nánast úr sögunni

09:35 Geturðu platað krakka til að hafa gaman af að læra? Hákon Sæberg velti því fyrir sér í kennaranáminu þar sem hann heillaðist af kennsluaðferðum leiklistar og aðferðinni sérfræðingskápan. Nemendur í 4. bekk Árbæjarskóla hafa lært um hvali í hlutverki sjávarlíffræðinga og um fjöll í hlutverki spæjara. Meira »

Ágúst Ólafur og Willum Þór með Björt á Þingvöllum

09:12 Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða meðal gesta Björt Ólafsdóttur í þættinum Þingvöllum á K100 nú í morgun og má því telja nokkuð ljóst að fjárlagafrumvarpið verði tekið til umræðu í þættinum. Meira »

Enn logar á Hvaleyrarbraut

07:33 Enn logar eldur í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og hefur slökkvilið verið með vakt á staðnum í alla nótt. Verulega hefur þó dregið úr umfanginu og voru tveir menn á vakt þar í nótt er veður var sem verst. Vonir standa þó til að vettvangur verði afhentur lögreglu í dag. Meira »

Gömlu Hringbraut lokað í janúar

07:05 Stefnt er að lokun gömlu Hringbrautarinnar 7. janúar 2019. Lokunin hafa í för með sér miklar breytingar á umferð og samgöngum á Landspítalalóðinni, meðal annars á leiðakerfi Strætó bs. Meira »
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...