Tónlistin færir gleði og tilgang

David Crosby er orðinn 77 ára gamall en nýtur þess ...
David Crosby er orðinn 77 ára gamall en nýtur þess en að koma fram á tónleikum og syngja. Ljósmynd/Anna Webber

„Þetta er David Crosby – hvernig hefurðu það?“ spyr maðurinn sem hringir bjartri og klingjandi röddu; röddu sem þeir sem hlýtt hafa á bandaríska dægurtónlist frá sjöunda áratugnum kannast mæta vel við. Söngvarinn og gítarleikarinn Crosby gekk í hljómsveitina The Byrds árið 1964 og ári síðar náði hljómsveitin fyrsta sæti vinsældalistans vestra með flutningi á lagi Bobs Dylan, „Mr. Tambourine Man“.

Árið 1968 var hann einn stofnfélaga annarrar goðsagnakenndrar sveitar, Crosby, Stills & Nash, ásamt Stephen Stills og Graham Nash, og ekki löngu seinna var Neil Young farinn að koma reglulega fram með þeim og bættist eftirnafn hans þá við nafnarununa. Og Crosby, sem er orðinn 77 ára gamall, hefur verið á kafi í tónlist allar götur síðan, að semja, leika og syngja, með hinum ýmsu sveitum. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna, verið tekinn inn í frægðarhallir rokksins og söngvaskálda, hefur fengið nýja lifur og glímir við sykursýki eftir sukksamt líferni, en nú er hann í fínu formi á leið til Íslands að halda tónleika í Háskólabíói ásamt hljómsveit sinni á fimmtudagskvöldið kemur, og hringir í mig til að spjalla.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég hringi í einhvern á Íslandi,“ tilkynnir hann glaðlega. „Ég hef komið til nær allra landa Evrópu að spila og syngja en þetta verður fyrsta heimsóknin til Íslands, ég hlakka til.

Ég veit lítið um Ísland annað en þá gömlu sögn að Íslands sé grænt og Grænland ísi lagt. Ég er viss um að það er fallegt hjá ykkur núna.

En heyrðu,“ segir hann ákafur. „Ég verð að spyrja þig að svolitlu. Er það satt að silungsveiði á Íslandi sé jafn góð og ég heyri?“

– Heldur betur. Og ef ekki betri! Einhver sú besta sem þú getur komist í.

„Ég vildi gjarnan ná að veiða urriða á Íslandi en veit ekki hvort það tekst, ég verð bara í tvo daga á landinu. Ég var fyrir stuttu að eltast við regnbogasilung í Montana, er ekkert mjög flinkur en finnst það stórkostlega gaman. Það er töfrum líkast að standa við fallega á í morgunsárið.“

Get enn sungið

David Crosby er á tónleikaferð sem kann kallar Sky Trail, en það er einnig heiti nýjustu sólóplötu hans, sem kom út í fyrra.

„Ég kem fram með rafmögnuðu hljómsveitinni minni, hún byggir á gömlu hljómsveitinni minni CPR. Auk mín er James Raymond sonur minn í henni og spilar á hljómborð, vinur minn Jeff Pevar leikur á gítar, Michelle Willis á hljómborð og raddar með mér, Mai Leisz er frábær djassbassaleikari frá Eistlandi og þá er Steve DiStanislao, sem leikur líka með David Gilmour, á trommum.

Við munum spila nokkur lög frá Crosby, Stills & Nash-tímabilinu og önnur af Crosby, Stills, Nash & Young-efnisskránum. Þá verður eitthvað af lögum sem við Graham Nash fluttum saman, nokkur af sólóplötum mínum, og einhver ný.“

– Þú hefur verið svo lengi í bransanum að þú átt nokkrar kynslóðir aðdáenda og þeir hljóta að eiga sér ólík eftirlætislög.

„Svo sannarlega. Ég býð fólki iðulega upp á að nefna óskalögin sín á netinu og það koma vissulega upp hundruð uppástunga. Við breytum lagaskránni alltaf eitthvað milli tónleika.“

– Og þið komið fram á fjölda tónleika í hverri tónleikaferð, er það ekkert erfitt? Ég heyri þó vel að röddin er enn syngjandi tær.

„Ég skil ekki hvers vegna ég get enn sungið en sú er svo sannarlega raunin,“ segir Crosby og hlær.

Eins og að fá tíkall í kaup

– Þú leggur enn upp í langar tónleikaferðir um heiminn í stað þess að liggja heima í hengirúminu með tærnar upp í loft?

Hann hlær. Segir svo að í raun neyðist hann til þess. „Gleðin er vissulega blendin. Sá hluti ferðalaganna þegar ég er á sviðinu og syng, í tvo til þrjá klukkutíma, er einskær ánægja. Og skemmtilegri en ég get á nokkurn hátt lýst með orðum. Hinn hlutinn, hinir rúmlega 20 tímarnir í sólarhringnum, er ekki eins skemmtilegur. Maður er að heiman og býr á hótelum, borðar misgóðan mat... ég sakna þess að vera ekki heima hjá fjölskyldunni. En sá tími þegar ég syng fyrir tónleikagesti gera erfiðið þess virði.“

Hin víðfræga hljómsveit Crosby, Stills, Nash & Young í kynningarmynd ...
Hin víðfræga hljómsveit Crosby, Stills, Nash & Young í kynningarmynd frá 1970.

– Færðu jafn mikið út úr því nú og til dæmis á sjöunda áratugnum?

„Ég fæ líklega enn meira út úr því núna, það er dásamlegt!

En svo er hitt að nú þurfum við tónlistarmenn að ferðast helmingi meira en áður því við fáum ekkert greitt lengur fyrir plötur. Streymisveiturnar borga okkur ekkert. Fyrir vikið hafa tekjur mínar minnkað um helming; áður fór ég tvisvar á ári í tónleikaferðir, nú fer ég fjórum sinnum. Þetta er fíflalegt en samt blákaldur veruleiki sem ég fæ ekki breytt.

Ein helsta breytingin í þessum bransa á þessum langa tíma er líklega þessi, að áður gátum við haft ágætar tekjur af plötusölu. Nú fáum við einhvern þúsundhluta af dal fyrir hvert lag sem er spilað. Það er ekki neitt, eins og ef maður ynni í viku og fengi tíkall í kaup!

Þetta er heppilegt fyrir alla nema tónlistarmennina sem skapa tónlistina og lifa af henni. Vandamálið fyrir okkur er að fyrirtækin hafa milljarða dala í tekjur – en borga okkur smánarlega lítið fyrir tónlistina. Það er ekki sanngjarnt.

En svo er hin hliðin sú að ég er heppinn að geta enn ferðast um og sungið á tónleikum.“

Alltaf að semja

„Tónlistin hefur fært mér bæði gleði og tilgang í lífinu. Hún hefur gefið mér ástæðu til að lifa, svo ég segi eins og er; hún hefur reynst mér frábærlega,“ segir Crosby og hann kveðst sífellt vera að semja ný lög.

„Ég er alltaf að semja. Stundum einn, stundum með James syni mínum eða með vinum og öðrum meðspilurum. Hinn aðilinn kemur alltaf með eitthvað nýtt í samspilið og það víkkar möguleikana svo mikið út. Og það er rosalega gaman.“

Crosby er auðheyrilega glaður og hlakkar til að koma til Íslands. En tónninn í röddinni harðnar þegar hann fer að lokum að tala um stjórnmál í heimalandinu og er ekki sáttur.

„Ástandið hér er slæmt sem stendur. Það er erfitt að vera bandarískur í dag. Við skömmumst okkar fyrir þennan náunga,“ segir Crosby og er að tala um Donald Trump.

„Hann er hræðilegur, hefur skaðleg áhrif á lýðræðið í þessu landi, á samband okkar við umheiminn og fólk sem við viljum samsama okkur með. Við Bandaríkjamenn viljum vera stoltir af landinu okkar en sem sakir standa skömmumst við okkar fyrir það,“ segir hann ergilega.

Innlent »

Varð fyrir sprengingu við matseldina

08:38 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um eld við bílskúr í austurhluta borgarinnar. Þar hafði maður verið að steikja mat og notað til þess eldfiman vökva með þeim afleiðingum að sprenging varð og læsti eldurinn sig í föt og hár mannsins. Meira »

Umhleypingar í kortunum

08:12 Veðrið verður með rólegasta móti í dag með suðvestlægri átt. Léttskýjað verður eystra, en þykknar upp með smá vætu sunnan- og vestantil með morgninum. Veður næstu vikuna verður þó umhleypingasamt. Meira »

Fannst meðvitundarlaus á götu í miðborginni

07:23 Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þannig var m.a. tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni og fannst sá sem fyrir seinni árásinn varð meðvitundarlaus í götu í miðborginni. Meira »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »

Samningaviðræður áfram í hættu

Í gær, 19:47 Formaður Læknafélags Reykjavíkur fagnar að dómi í máli Ölmu Gunnarsdóttur verði ekki áfrýjað en telur engu að síður hættu á því að viðræður verði í hnút um áramótin. Traust til heilbrigðisyfirvalda hefur beðið hnekki og sérfræðilæknar munu ekki vinna áfram eftir samningnum mánuð í senn. Meira »

Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss

Í gær, 19:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til að sækja mann sem slasaðist á fjórhjóli á Skógaheiði. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en vegna staðsetningar mannsins og gruns um hryggáverka þótti öruggast að kalla út þyrluna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Stefnir í tvöfaldan pott í Lottó næst

Í gær, 19:24 Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og stefnir því í tvöfaldan pott í næstu viku. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út en einn miðahafi hlaut 2. vinning í Jóker og hlýtur 100 þúsund krónur í vinning. Sá heppni keypti miðann í Happahúsinu, Kringlunni. Meira »

Langir biðlistar eftir þjónustu

Í gær, 17:51 Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í geðheilsuteymi austur en langir biðlistar hafa myndast eftir þjónustu þess. Staðan nú er óviðunandi segja stjórnendur þess. Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, er gott dæmi um mann sem hefur ekki látið geðraskanir stöðva sig í lífinu. Meira »

Skoðaði ekki sjúkraskrá af forvitni

Í gær, 17:34 Persónuvernd hefur úrskurðað að framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi mátt skoða sjúkraskrá konu sem hafði kvartað til landlæknis yfir veitingu þjónustu á heilbrigðisstofnuninni. Meira »

Læknanemar lækna bangsa

Í gær, 16:58 Bangsaspítali verður starfræktur á sunnudaginn í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með „veika eða slasaða bangsa“. Meira »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

Í gær, 15:08 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Betra að klára áður en það er fagnað

Í gær, 14:10 „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

Í gær, 13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Trúir því að bíó geti breytt heiminum

Í gær, 13:00 „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag. Meira »

Svandís mun ekki áfrýja dóminum

Í gær, 12:06 Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun. Meira »

Kanna fingraför þjófanna

Í gær, 11:04 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið. Meira »

Verð aldrei Superman

Í gær, 11:00 Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir. Meira »

Frítt í strætó í dag

Í gær, 10:27 Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...