155 milljónir söfnuðust í hlaupastyrk

Reykjavíkurmaraþonið fór fram um helgina.
Reykjavíkurmaraþonið fór fram um helgina. mbl.is/Valli

Rúmlega 155 milljónir söfnuðust í hlaupastyrk til góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fór fram um síðustu helgi. Um er að ræða talsvert hærri upphæð en í fyrra, en þá söfnuðust 118 milljónir.

Þátttakendur í hlaupinu voru um 14.000 og hafa aldrei eins margir tekið þátt í 10 km og 3 km hlaupi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka. Mun hlaupastyrkurinn renna óskertur til góðgerðarfélaganna sem eru 180 talsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert