Átt þú skó í Eyjum?

Skópar í geymslu lögreglunnar í Eyjum.
Skópar í geymslu lögreglunnar í Eyjum.

Lögreglan í Vestmannaeyjum birti fjölda ljósmynda á Facebook-síðu sinni síðasta föstudag af óskilamunum frá Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina.

„Þetta er helst fatnaður, töskur, einstaka svefnpokar auk síma og veskja sem verða eftir,“ segir Guðmundur Hálfdánarson hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um þá óskilamuni sem lögreglan í Eyjum fær til sín eftir að Þjóðhátíð lýkur.

Öllum þeim óskilamunum sem finnast í Herjólfsdal eftir Þjóðhátíð er komið til lögreglunnar þar. Aðspurður segir Guðmundur magn óskilamuna í ár vera svipað og eftir Þjóðhátíð í fyrra.

„Það er alltaf eitthvað sem ekki er vitjað en það er alveg furðumikið sem er sótt,“ segir Guðmundur, en lögreglan býðst einnig til að senda munina með pósti til þeirra eigenda sem ekki búa í Vestmannaeyjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert