„Ellefta langreyðarfóstrið í sumar“

Kristján segir það ekkert nýnæmi að þungaðar langreyðarkýr séu veiddar.
Kristján segir það ekkert nýnæmi að þungaðar langreyðarkýr séu veiddar. mbl.is/Ómar

„Þetta er bara svona í dýraríkinu, við ráðum ekki við það. Samtals hafa komið ellefu fóstur í sumar,“ segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., spurður um veiði á kelfdri langreyðarkú, sem dýraverndunarverndunarsamtökin Hard to Port birtu myndir af í gær. 

„Þetta gerist í hvalveiðum, og víðar í dýraríkinu þar sem veiðar eru stundaðar, alls staðar í heiminum. Þetta hefur verið birt í skýrslum árlega frá 1948. Þetta er ekkert að gerast í fyrsta skipti í dag,“ segir Kristján.

Hann bendir einnig á að kelfdar kýr hljóti að vera góðar fréttir fyrir hvalastofninn. „Ef við veiddum hér heilt sumar og það kæmu engin fóstur þá væri eitthvað að.“

Veiðar á kálffullum kúm leyfðar

„Með því að leyfa hvalveiðar þá ertu alltaf að leyfa veiðar á kálffullum kúm.“ Þetta segir Edda Elísabet Magnúsdóttir, hvalasérfræðingur og aðjunkt í líffræði við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is

„Þegar verið er að veiða þessa hvali þá er ekki nokkur leið að gera greinarmun á kynjum. Kýrnar ganga með í ár svo það eru töluverðar líkur á að veidd sé kýr sem er á einhverju stigi meðgöngunnar,“ segir Edda Elísabet.

Myndin sem Hard to Port birti í gær.
Myndin sem Hard to Port birti í gær. Ljósmynd/Hard to Port

Samkvæmt 2. gr reglugerðar um hvalveiðar er bannað að veiða hvalkálfa, hvali á spena og kvenkyns hvali sem kálfar eða hvalir á spena fylgja. Hins vegar er ekki bannað að veiða kelfdar hvalkýr, enda engin leið að vita hvort þær eru kelfdar eða ekki áður en þær eru veiddar.

„Ef þú ert að veiða þessi dýr þá veistu aldrei hvað þú ert að veiða nema bara hvort að dýrið er um það bil fullorðið eða ekki. Þú gerir ekki greinarmun á törfum og kúm, eða hvort þær eru kynþroska eða ekki,“ segir Edda Elísabet og bendir í þessu samhengi á stjórnun hreindýraveiða, þar sem hægt er að gera greinarmun á törfum og kúm, aldri o.s.frv.
„Þú getur ekki með nokkru móti greint [kelfdar langreyðarkýr] nema með því að taka blóðsýni úr þeim og greina það áður en þú drepur þær.“

Ekki rétt að hverfa frá hvalveiðistefnunni

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur ekki rétt að hverfa frá þeirri meginstefnu Íslands að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins, samkvæmt svari hans við fyrirspurn um hvalveiðar, sem birt var á vef Alþingis 28. júní.

Við spurningunni Styður ráðherra að hvalveiðistefna Íslendinga verði endurmetin? Segir ráðherra m.a.: „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem Ísland hefur af sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins hefur stefna stjórnvalda verið sú að standa gegn því að grafið verði undan meginreglunni um sjálfbæra nýtingu sem byggð er á vísindalegri ráðgjöf, þ.m.t. með því að gerðar séu sérstakar undantekningar frá meginreglunni varðandi ákveðna flokka dýra svo sem sjávarspendýr.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur ekki rétt að hverfa frá þessari meginstefnu Íslands.“

Ekki náðist í Kristján Þór við vinnslu fréttarinnar en aðstoðarmaður hans staðfesti að svarið stæði ennþá.

Kristján Þór Júlíusson sagði í svari frá 28.júní ekki rétt ...
Kristján Þór Júlíusson sagði í svari frá 28.júní ekki rétt að hverfa frá meginstefnu Íslands í hvalveiðimálum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Fíkniefni reyndust vera svínakjöt

23:22 Seinni partinn í dag var tilkynnt um fíkniefnaviðskipti á Smiðjuvegi. Lögregla stöðvaði viðkomandi nokkru síðar sem viðurkenndi fúslega að hafa átt í viðskiptum og framvísaði svínakjöti sem hann hafði keypt. Meira »

Göngumaður fannst kaldur og hrakinn

22:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld til að aðstoða við leit að manni sem villtist á göngu á Bláfjallaleið. Hópur frá Björgunarsveit Reykjavíkur fann manninn kaldan og hrakinn, en heilan á húfi um tuttugu mínútur í ellefu. Meira »

Vinnur að bók um bókband og bókbindara

21:54 Sigurþór Sigurðsson bókbindari hefur forðað mörgum bókbandsverkum frá glötun og hefur auk þess unnið óeigingjarnt starf við að safna upplýsingum um gamalt bókband og bókbindara í yfir þrjá áratugi með útgáfu í huga. Meira »

Árekstur við Hagkaup í Garðabæ

21:39 Árekstur varð við Hagkaup í Garðabæ í kvöld. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tveir sjúkrabílar sendir á staðinn, eftir að tilkynnt var um áreksturinn um níuleytið í kvöld. Meira »

Vonast til að geta flýtt tvöföldun

21:31 Miðað við nýja samgönguáætlun sem gildir frá árinu 2019 til 2023 og langtímaáætlun til ársins 2033 er ekki gert ráð fyrir því að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar ljúki fyrr en eftir fimmtán ár. Meira »

Við erum of kappsöm í frístundum

20:40 „Ég ætla að nálgast þetta sem starfandi sálfræðingur, en mér finnst eftirsóknarvert að skoða hvað felst í „hygge“ og hvernig hægt er að tileinka sér það,“ segir Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur, en hún verður með námskeið í næstu viku hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands um danska fyrirbærið hygge, eða eins og það er kallað á íslensku: Að hafa það huggulegt. Meira »

Hætt við göngugötur í miðborginni

20:01 Horfið hefur verið frá því að fram­lengja opnun á göngu­göt­um í miðbæn­um út árið. Í fréttatilkynningu frá borginni segir að tímabili göngugatna í miðborginni ljúki 1. október næstkomandi og þá verði um leið opnað aftur fyrir bílaumferð. Málið var enn á borði skipulags- og samgönguráðs. Meira »

Vilja efla Þorlákshöfn enn frekar

19:28 Fimm þingmenn Suðurkjördæmis vilja að Alþingi skipi starfshóp til að móta stefnu um hvernig megi bæta höfnina í Þorlákshöfn enn frekar, svo hún geti vaxið sem inn- og útflutningshöfn. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu sem lögð var fram í gær. Meira »

Stuðningur tryggir festu í starfinu

19:27 Í kvöld munu fara fram þrjár æfingar Slysvarnarfélagsins Landsbjargar sem eru hluti af kynningar- og fjáröflunarátaki undir yfirskriftinni: Þú getur alltaf treyst á okkur – nú treystum við á þig. Meira »

Magni og Þórdís Lóa í föstudagsspjallinu

18:33 Magni Ásgeirsson, rokkstjarnan sem er kominn í bæinn til að troða upp á Hard Rock um helgina og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs fóru yfir áhugaverðar fréttir. Meira »

Skýrt að vinna við borgarlínu hefst 2020

18:29 „Þetta hefur mjög mikla þýðingu. Við náðum saman fyrr á þessu ári um meginverkefnin í samgöngumálum, Borgarlínu og fjölda verkefna sem lúta að stofnvegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu. Á þessu hausti klárum við viðræður um það hvernig við tryggjum fjármögnun á þessum pakka.“ Meira »

Kynlífsdúkkan og bíllinn fundin

18:07 Kynlífsdúkkan Kittý og bíllinn sem notaður var til að brjótast inn í kynlífshjálpartækjaverslunina Adam og Evu fundust á bílastæði við verslunarmiðstöðina Glæsibæ um þrjúleytið í dag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Meira »

Veitur ohf. svarar athugasemdum VFÍ

17:36 Framkvæmdarstjóri Veitna ohf. hefur svarað athugasemdum sem fyrirtækinu barst frá Verkfræðingafélagi Íslands (VFÍ) vegna menntunarkrafna til stjórnendastarfa sem verið er að ráða í. VFÍ taldi Veitur gera sérfræðiþekkingu og háskólamenntun lágt undir höfði. Meira »

Tengingar við borgina á áætlun eftir 2023

17:35 Gert er ráð fyrir 13,5 milljörðum til nýframkvæmda á árunum 2019-2021 í nýrri samgönguáætlun og 14,5 milljörðum árlega á árabilinu 2024-2033. Fæst dýrari verkefni á höfuðborgarsvæðinu virðast þó eiga að koma til framkvæmda fyrr en eftir 2023 Meira »

Tímafrekt að koma jáeindaskanna í notkun

17:22 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að misskilningshafi gætt í umræðunni um nýjan jáeindaskanna, sem var nýleg tekið í notkun á spítalanum. „Einhverjar væntingar voru um að mögulega yrði hægt að taka skannann í notkun fyrr en reynslan sýnir að þetta er tímafrekt verkefni og gera má ráð fyrir að undirbúningur taki a.m.k. 3-4 ár.“ Meira »

Margþætt mismunun viðgengist

17:09 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkisstofnunum beri að tryggja að viðeigandi áætlanir séu fyrir hendi til að bregðast við áreitni og ofbeldi innan vinnustaða en einnig, og ekki síður, að sinna forvarnarhlutverki sínu þannig að uppræa megi þá menningu sem skarpar farveg fyrir áreitni og ofbeldi. Meira »

Efla samgöngur og skoða gjaldtöku

16:28 Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vilja hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Eyða á flöskuhálsum, bæta umferðaflæði og skoða fjármögnunarleiðir með gjaldtöku. Meira »

Tvö bílslys á Öxi

16:12 Tvö minniháttar bílslys urðu á Öxi í morgun og hafnaði önnur bifreiðin utan vegar. Sjúkrabíll var kallaður til en engin alvarleg slys urðu á fólki. Björgunarsveitin á Djúpavogi var kölluð út til aðstoðar á vettvangi þar sem færðin var mjög slæm á köflum. Fjöldi ferðamanna er á svæðinu og fáir á vetrardekkjum. Meira »

Fáir hnökrar í samræmdu prófunum

16:04 Nemendur í 7. bekk hafa nú lokið við töku samræmdra könnunarprófa í stærðfræði og íslensku en um það bil 4.100 nemendur þreyttu hvort próf. Í tveimur skólum varð tímabundin truflun á netsambandi við töku prófanna. Atvikin voru þó leyst á skömmum tíma og ekki þurfti að endurtaka prófin. Meira »
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Dæmi um handsmíðað par úr silfri með alexandrite-steini, sem gefur mikið litafló...
Klettar - Heilsárshús - 65fm + 35fm svefnloft
Splunkunýtt! Klettar - Heilsárshús Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Tveggja herbergja íbúð í Þingholtunum
Tveggja herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 150 þúsund. Íbúðin leigist ...