„Oft erfitt fyrir íþróttafólk að tilkynna“

Lilja og Hafdís á blaðamannafundi um tillögurnar auk Óskars Þórs ...
Lilja og Hafdís á blaðamannafundi um tillögurnar auk Óskars Þórs Ármannssonar, formanns starfshópsins. mbl.is/Arnþór

„Það voru um 62 frásagnir. Af öllum þessum #metoo-hópum sem stigu fram voru 17 frásagnir af nauðgunum. 9 af þeim voru frá íþróttum,“ segir Hafdís Inga Helgudóttir Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handknattleik. Hafdís var í starfshópi mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem kynnti í dag tillögur sínar um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Hafdís Inga var ein þriggja íþróttakvenna sem komu fram í Kastljósi í byrjun árs og sögðu frá kynbundnu ofbeldi í íþróttum. Það sama kvöld fékk Hafdís svo símtal frá ráðuneytinu, en Íþróttakonur birtu alls 62 frásagnir um áreiti, ofbeldi og mismunun innan íþróttaheimsins 11. janúar. 

 „Við birtum frásagnirnar að degi til, fórum um kvöldið í Kastljós og ég var bara að labba þaðan út þegar ritari ráðherra hringir og boðar okkur á fund daginn eftir.“

Hafdís segir það hafa komið skemmtilega á óvart hve fljót Lilja Alfreðsdóttir og ráðuneyti hennar voru að bregðast við og er hún þakklát fyrir þá alvöru sem málinu var sýnd.

„Ef ég er 100% hreinskilin þá átti ég von á því að það myndi taka meiri baráttu að ná því í gegn. Það urðu bara fagnaðarlæti á bílaplaninu. Við fögnuðum því virkilega að það væri hlustað strax. Í þættinum skoruðum við meðal annars á Lilju að bregðast við og hún gerði það svo sannarlega strax. Við eiginlega trúðum því varla. Þetta er líka ákveðin valdefling að það sé hlustað á okkur. Að þetta skipti máli.“

Segir margt hafa verið augljóst

Á fundi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu daginn eftir frásagnir íþróttakvennanna þriggja í Kastljósi var svo ákveðið að stofna starfshóp um málið sem hefði það að markmiði að koma með tillögur um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni innan íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Í hópnum voru fulltrúar frá ráðuneytinu, UMFÍ, ÍSÍ, sveitarfélögunum og víðar og var markmiðið að hafa eins víðtækan hóp um málið og hægt væri. Hópurinn skilaði svo tillögum sínum til Lilju fyrir um mánuði.

Hafdís segir að hópurinn hafi verið mjög samstíga í vinnslu tillaganna.

„Margt af þessu var fyrir mér augljóst. En við ræddum hlutina fram og til baka og það er margt inni í þessu sem ég er mjög stolt af.“

Á meðal tillaganna sem hópurinn lagði fram eru:

  • Að til staðar sé óháður aðili sem getur tekið við símtölum, tilkynningum eða öðrum samskiptum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun og komið þeim í réttan farveg.
  • Að skýrir og samhæfðir verkferlar og viðbragðsáætlanir séu til staðar hjá félögum og samtökum í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
  • Að fræðsluefni um kynferðislegt ofbeldi og óæskilega hegðun sé samræmt og að allir sem bera ábyrgð á íþrótta- og æskulýðsstarfi hafi grunnþekkingu á því hvernig bregðast eigi við þegar upp koma mál sem tengjast áreitni eða ofbeldi.
  • Að unnið sé markvisst í jafnréttismálum á vegum íþróttahreyfingarinnar.
  • Að óheimilt verði að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga.

Tillagan um að til staðar sé óháður aðili sem iðkendur geti leitað til vegna viðkvæmra mála er nú þegar komin í farveg innan ráðuneytisins.

Mikilvægt að einhver hafi hagsmuni brotaþola að leiðarljósi

Hafdís segir það mjög mikilvægt fyrir iðkendur því að oft þorir fólk ekki að fara með ofbeldismál til forsvarsmanna sinna íþróttafélaga þar sem hagsmunir þeirra gætu legið annars staðar en hjá brotaþola.

„Við vitum það að það er oft erfitt fyrir íþróttafólk að fara og tilkynna. Þú þarft kannski að fara til formanns sem hefur hagsmuni félagsins ofar en hagsmuni iðkandans. Það er lykilatriði að hafa þarna aðila sem er óháður og tekur á málunum á faglegan hátt. Tilkynnir þau mál sem koma upp til viðeigandi stofnana og heldur þá líka utan um þau. Það er engin tölfræði til um þau mál sem koma upp innan íþróttahreyfingarinnar.“

Þá segir Hafdís forvarnir og fræðslu einnig geta skipt sköpum og þá sérstaklega til lengri tíma litið þar sem viðeigandi fræðsla getur oft verið fyrirbyggjandi.  

„Það sem mér finnst algjört lykilatriði er öll þessi fræðsla. Að fara með fræðsluna niður í yngri flokkana og byrjum strax að hamra á þessu, bæði jafnrétti og sömuleiðis hvernig við komum fram við hvert annað.“

Vill að konur geti verið öruggar í umhverfinu

Hafdís segist vonast til þess að tillögurnar og þær aðgerðir stjórnvalda sem koma til með að byggja á þeim munu hafa nauðsynleg og mælanleg áhrif á íþróttamenningu á Íslandi.

„Í draumaheimi mínum, ég leyfi mér stundum að fljúga ansi hátt, þar langar mig að sjá konur og karla jafnmikils metin sem íþróttafólk. Að virðingin sé sú sama og að það sé ekki þessi mismunun. Að við íþróttakonur þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að þjálfarinn reyni við okkur. Að þetta sé bara faglegt og maður geti verið öruggur í umhverfinu. Að maður geti mætt á æfingu og þurfi ekki að vera hræddur. Ég sé fyrir mér að barnabörnin mín eða jafnvel dóttir mín geti séð fram á bjartari tíma og að þetta sé byrjunin á því,“ segir hún.

Segir margt hafa komið á óvart

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi fundið það mikilvægt í kjölfar #metoo-yfirlýsinganna að viðeigandi aðilum yrði komið saman sem fyrst.

„Það var mikilvægast að setja saman alla lykilaðila. Ég hafði samband við forseta ÍSÍ þetta sama kvöld og við höfðum svo samband við UMFÍ og settum alla saman. Verkefnahópurinn fékk svo það hlutverk að spyrja bara hver er staðan, hvað þarf að bæta og svo fékk ég það í hendurnar fljótlega og er mjög sátt með þá vinnu sem þau eru búin að vinna,“ segir hún.

„Ég hugsaði bara að við þyrftum skýrar línur í þessu og sumar af þessum tillögum hafa ekki komið mér á óvart eins og til að mynda að það þyrfti að vera óháður aðili sem er hægt að leita til og sem leiðbeinir í erfiðum aðstæðum. Ég held að þetta sé svona týpískt umbótamál.“

Lilja sagði á blaðamannafundi í dag að #metoo-byltingin hefði ekki farið fram hjá neinum og að hún hafi ákveðið eftir að hafa heyrt frásagnir Hafdísar og fleiri íþróttakvenna að það væri mikilvægt að ná utan um málið sem fyrst innan ráðuneytisins.  

„Margt sem hefur komið fram kom mér á óvart, sumt ekki. Ég veit bara að það er mjög mikilvægt að allir ferlar og slíkt sé með mjög skýrum hætti,“ segir hún.

Lilja kynnti tillögurnar fyrir ríkisstjórninni í morgun við góðar undirtektir. Hún segir frumvarp byggt á tillögunni um óháðan aðila vera í vinnslu innan ráðuneytisins og gerir ráð fyrir því að það komi fram í haust. 

Aðspurð segist hún vona að eining verði innan Alþingis um málið.

„Maður veit það aldrei. En við munum vanda þannig til verks að ég geri ráð fyrir því að það verði hægt.“

mbl.is

Innlent »

Gagnrýnir „plebbaskap“ þingmanna

14:26 „Sumir þingmenn halda að það sé hlutverk þeirra að hafa eftirlit með öllu sem gerist í samfélaginu. Þingmenn sem geta ekki einu sinni haft sæmilegt eftirlit með sjálfum sér hafa ekkert með slík eftirlitsstörf að gera.“ Meira »

Ber að leggja niður störf

14:04 Allir þeir sem sinna starfi sem heyrir undir kjarasamning Eflingar og verkfallsboðun félagsins nær til, verða að leggja niður störf á morgun hvort sem þeir eru í öðrum félögum eða utan stéttarfélaga, segir Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, í samtali við mbl.is. Meira »

Um 90 manns í sýnatöku vegna mislinga

13:39 Engin ný mislingatilfelli hafa verið greind hér á landi. Heildarfjöldi staðfestra tilfella er 6 og eitt vafatilfelli. Alls hafa verið tekin sýni hjá um 90 einstaklingum á undanförnum vikum. Meira »

Vinnufundur deiluaðila stendur yfir

13:32 Vinnufundur stendur yfir í húsakynnum ríkissáttasemjara þar sem fulltrúar Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Landssambands íslenzkra verslunarmanna og Framsýnar funda með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Meira »

Skortir á skilning lækna vegna ófrjósemi

13:24 „Staðan fyrir konur með endómetríósu er ekkert voðalega góð upp á að fá aðstoð við frjósemina,“ segir Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu sem standa fyrir málþingi um endómetríósu og ófrjósemi. Meira »

Gera heildarúttekt á Varmárskóla

12:28 Gerð verður heildarúttekt á húsnæði Varmárskóla og loftgæði mæld. Umhverfissvið Mosfellsbæjar mun annast skoðunina. Þetta var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í morgun. Foreldrafélag Varmárskóla óskaði eftir heildarúttekt í síðust viku en tillögunni var frestað en var tekin fyrir á fundi í dag. Meira »

Segir ÖBÍ hafna afnámi skerðingar

11:51 „Unnið hefur verið sleitulaust að því að fá niðurstöðu, en þeirri niðurstöðu er hafnað af Öryrkjabandalaginu. Í þeirri lausn sem er á borðinu er verið að afnema krónu á móti krónu skerðingu, en því er hafnað,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Meira »

Valdbeiting lögreglu aldrei „krúttleg“

11:24 „Valdbeiting verður aldrei falleg,“ sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í morgun. Fundurinn var haldinn til þess að ræða aðgerðir lögreglu gegn mótmælendum á Austurvelli 11. mars síðastliðinn. Meira »

Súperskörp stúdía

11:20 „Súper er bráðfyndin og skörp stúdía í íslenskum sjálfsmyndarklisjum. Kannski ekki djúpskreið. Kannski ekki ýkja frumleg, við höfum heyrt þetta allt áður. En það er auðvitað mergurinn málsins,“ skrifar Þorgeir Tryggvason í leikdómi sínum um Súper – þar sem kjöt snýst um fólk. Meira »

Gagnrýndi átta milljarða aðhaldskröfu

11:11 „Er hæstvirtur ráðherra með öðrum orðum að segja að forsendur fjármálaáætlunar frá í fyrra hafi staðist? Hann er þá væntanlega einn um það,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis í dag. Hafði hann leitað skýringa Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á hagræðingarkröfu. Meira »

Vill fjallahjólastíg niður Esjuna

10:37 „Esjan er frábært útivistarsvæði og er jafnframt þekktasta útivistarsvæði okkar Reykvíkinga. Ég sá tækifæri í að nýta þetta svæði betur. Fjallahjólafólk notar nú þegar stígana. Hægt væri að búa þannig um að fleiri gætu notið Esjunnar,” segir Katrín Atladóttir. Meira »

Deiluaðilar sitja á rökstólum

10:32 Fundur hófst klukkan 10:00 í húskynnum ríkissáttasemjara í kjardeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. Meira »

„Krafturinn mætti vera dálítið meiri“

09:45 „Það hefur verið góð veiði en ekki aðgæsluveiði eins og undanfarin ár. Hins vegar er alltaf fiskur að bætast við það sem fyrir er. Ýsan er til dæmis ekki komin að neinu ráði en í fyrra hófst ýsuveiði fyrst í lok mars,“ segir Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey VE. Meira »

„Ástandið var hræðilegt“

09:35 Mjög rólegt er yfir öllu í Christchurch eftir hryðjuverkaárásirnar segir Eggert Eyjólfsson, læknir á bráðamóttökunni á sjúkrahúsi borgarinnar. Hann segir að ástandið hafi verið hræðilegt fyrst eftir árásirnar en á 2 tímum komu þangað 48 manns með alvarlega skotáverka. Meira »

Sýklalyfjaónæmi til staðar í íslensku búfé

09:05 Sýklalyfjaónæmi er til staðar í íslensku búfé og horfa þarf til fleiri þátta en innflutnings til að sporna við frekari útbreiðslu. Þetta kemur fram í frétt á vef Matvælastofnunar sem segir sýklalyfjaónæmi þó vera minna í íslensku búfé en í flestum Evrópulöndum. Meira »

Morð og pyntingar í sömu setningu

09:02 Morð, pyntingar, kynbundið ofbeldi, fangelsanir án dóms og laga eru meðal orða sem koma upp í hugann þegar fjallað er um mannréttindi og Sádi-Arabíu í sömu setningu. Ísland leiddi hóp ríkja í gagnrýni á stöðu mannréttindamála í Sádi-Arabíu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna nýverið. Meira »

Búið að opna Súðavíkurhlíð og Öxnadalsheiði

08:36 Búið er að opna á umferð um Súðavík­ur­hlíð, en veginum var lokað í nótt eftir að snjóflóð féll. Einnig er búið að opna Öxna­dals­heiði á ný, en veg­in­um var lokað í gær­kvöldi vegna stór­hríðar. Meira »

Nefndarfundur um aðgerðir lögreglu

08:21 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fundar núna kl. 8:30. Efni fundarins er „aðgerðir lögreglu vegna mótmæla og réttinda útlendinga“ eins og segir á vef Alþingis. Meira »

Átaki í þágu byggðar við Bakkaflóa

08:18 Fyrsti fundur nýskipaðrar verkefnisstjórnar í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir á Bakkafirði var nýlega haldinn í skólahúsnæðinu á Bakkafirði. Á fundinum var farið yfir verklag í Brothættum byggðum og rætt hvernig verkefnið geti nýst samfélaginu á Bakkafirði. Meira »