„Oft erfitt fyrir íþróttafólk að tilkynna“

Lilja og Hafdís á blaðamannafundi um tillögurnar auk Óskars Þórs ...
Lilja og Hafdís á blaðamannafundi um tillögurnar auk Óskars Þórs Ármannssonar, formanns starfshópsins. mbl.is/Arnþór

„Það voru um 62 frásagnir. Af öllum þessum #metoo-hópum sem stigu fram voru 17 frásagnir af nauðgunum. 9 af þeim voru frá íþróttum,“ segir Hafdís Inga Helgudóttir Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handknattleik. Hafdís var í starfshópi mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem kynnti í dag tillögur sínar um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Hafdís Inga var ein þriggja íþróttakvenna sem komu fram í Kastljósi í byrjun árs og sögðu frá kynbundnu ofbeldi í íþróttum. Það sama kvöld fékk Hafdís svo símtal frá ráðuneytinu, en Íþróttakonur birtu alls 62 frásagnir um áreiti, ofbeldi og mismunun innan íþróttaheimsins 11. janúar. 

 „Við birtum frásagnirnar að degi til, fórum um kvöldið í Kastljós og ég var bara að labba þaðan út þegar ritari ráðherra hringir og boðar okkur á fund daginn eftir.“

Hafdís segir það hafa komið skemmtilega á óvart hve fljót Lilja Alfreðsdóttir og ráðuneyti hennar voru að bregðast við og er hún þakklát fyrir þá alvöru sem málinu var sýnd.

„Ef ég er 100% hreinskilin þá átti ég von á því að það myndi taka meiri baráttu að ná því í gegn. Það urðu bara fagnaðarlæti á bílaplaninu. Við fögnuðum því virkilega að það væri hlustað strax. Í þættinum skoruðum við meðal annars á Lilju að bregðast við og hún gerði það svo sannarlega strax. Við eiginlega trúðum því varla. Þetta er líka ákveðin valdefling að það sé hlustað á okkur. Að þetta skipti máli.“

Segir margt hafa verið augljóst

Á fundi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu daginn eftir frásagnir íþróttakvennanna þriggja í Kastljósi var svo ákveðið að stofna starfshóp um málið sem hefði það að markmiði að koma með tillögur um aðgerðir gegn ofbeldi og áreitni innan íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Í hópnum voru fulltrúar frá ráðuneytinu, UMFÍ, ÍSÍ, sveitarfélögunum og víðar og var markmiðið að hafa eins víðtækan hóp um málið og hægt væri. Hópurinn skilaði svo tillögum sínum til Lilju fyrir um mánuði.

Hafdís segir að hópurinn hafi verið mjög samstíga í vinnslu tillaganna.

„Margt af þessu var fyrir mér augljóst. En við ræddum hlutina fram og til baka og það er margt inni í þessu sem ég er mjög stolt af.“

Á meðal tillaganna sem hópurinn lagði fram eru:

  • Að til staðar sé óháður aðili sem getur tekið við símtölum, tilkynningum eða öðrum samskiptum um ofbeldi og aðra óæskilega hegðun og komið þeim í réttan farveg.
  • Að skýrir og samhæfðir verkferlar og viðbragðsáætlanir séu til staðar hjá félögum og samtökum í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
  • Að fræðsluefni um kynferðislegt ofbeldi og óæskilega hegðun sé samræmt og að allir sem bera ábyrgð á íþrótta- og æskulýðsstarfi hafi grunnþekkingu á því hvernig bregðast eigi við þegar upp koma mál sem tengjast áreitni eða ofbeldi.
  • Að unnið sé markvisst í jafnréttismálum á vegum íþróttahreyfingarinnar.
  • Að óheimilt verði að ráða til starfa hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma fyrir brot sem falla undir kynferðisbrotakafla hegningarlaga.

Tillagan um að til staðar sé óháður aðili sem iðkendur geti leitað til vegna viðkvæmra mála er nú þegar komin í farveg innan ráðuneytisins.

Mikilvægt að einhver hafi hagsmuni brotaþola að leiðarljósi

Hafdís segir það mjög mikilvægt fyrir iðkendur því að oft þorir fólk ekki að fara með ofbeldismál til forsvarsmanna sinna íþróttafélaga þar sem hagsmunir þeirra gætu legið annars staðar en hjá brotaþola.

„Við vitum það að það er oft erfitt fyrir íþróttafólk að fara og tilkynna. Þú þarft kannski að fara til formanns sem hefur hagsmuni félagsins ofar en hagsmuni iðkandans. Það er lykilatriði að hafa þarna aðila sem er óháður og tekur á málunum á faglegan hátt. Tilkynnir þau mál sem koma upp til viðeigandi stofnana og heldur þá líka utan um þau. Það er engin tölfræði til um þau mál sem koma upp innan íþróttahreyfingarinnar.“

Þá segir Hafdís forvarnir og fræðslu einnig geta skipt sköpum og þá sérstaklega til lengri tíma litið þar sem viðeigandi fræðsla getur oft verið fyrirbyggjandi.  

„Það sem mér finnst algjört lykilatriði er öll þessi fræðsla. Að fara með fræðsluna niður í yngri flokkana og byrjum strax að hamra á þessu, bæði jafnrétti og sömuleiðis hvernig við komum fram við hvert annað.“

Vill að konur geti verið öruggar í umhverfinu

Hafdís segist vonast til þess að tillögurnar og þær aðgerðir stjórnvalda sem koma til með að byggja á þeim munu hafa nauðsynleg og mælanleg áhrif á íþróttamenningu á Íslandi.

„Í draumaheimi mínum, ég leyfi mér stundum að fljúga ansi hátt, þar langar mig að sjá konur og karla jafnmikils metin sem íþróttafólk. Að virðingin sé sú sama og að það sé ekki þessi mismunun. Að við íþróttakonur þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að þjálfarinn reyni við okkur. Að þetta sé bara faglegt og maður geti verið öruggur í umhverfinu. Að maður geti mætt á æfingu og þurfi ekki að vera hræddur. Ég sé fyrir mér að barnabörnin mín eða jafnvel dóttir mín geti séð fram á bjartari tíma og að þetta sé byrjunin á því,“ segir hún.

Segir margt hafa komið á óvart

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi fundið það mikilvægt í kjölfar #metoo-yfirlýsinganna að viðeigandi aðilum yrði komið saman sem fyrst.

„Það var mikilvægast að setja saman alla lykilaðila. Ég hafði samband við forseta ÍSÍ þetta sama kvöld og við höfðum svo samband við UMFÍ og settum alla saman. Verkefnahópurinn fékk svo það hlutverk að spyrja bara hver er staðan, hvað þarf að bæta og svo fékk ég það í hendurnar fljótlega og er mjög sátt með þá vinnu sem þau eru búin að vinna,“ segir hún.

„Ég hugsaði bara að við þyrftum skýrar línur í þessu og sumar af þessum tillögum hafa ekki komið mér á óvart eins og til að mynda að það þyrfti að vera óháður aðili sem er hægt að leita til og sem leiðbeinir í erfiðum aðstæðum. Ég held að þetta sé svona týpískt umbótamál.“

Lilja sagði á blaðamannafundi í dag að #metoo-byltingin hefði ekki farið fram hjá neinum og að hún hafi ákveðið eftir að hafa heyrt frásagnir Hafdísar og fleiri íþróttakvenna að það væri mikilvægt að ná utan um málið sem fyrst innan ráðuneytisins.  

„Margt sem hefur komið fram kom mér á óvart, sumt ekki. Ég veit bara að það er mjög mikilvægt að allir ferlar og slíkt sé með mjög skýrum hætti,“ segir hún.

Lilja kynnti tillögurnar fyrir ríkisstjórninni í morgun við góðar undirtektir. Hún segir frumvarp byggt á tillögunni um óháðan aðila vera í vinnslu innan ráðuneytisins og gerir ráð fyrir því að það komi fram í haust. 

Aðspurð segist hún vona að eining verði innan Alþingis um málið.

„Maður veit það aldrei. En við munum vanda þannig til verks að ég geri ráð fyrir því að það verði hægt.“

mbl.is

Innlent »

Stefnir í skort á geðlæknum

10:05 Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir óttast að það stefni í alvarlegan skort á geðlæknum innan tíu ára. Ágúst Kristján Steinarrsson greindist með geðhvörf 19 ára en hefur verið án einkenna í fimm ár. „Frá því ég veiktist síðast hefur minn lífsstíll verið mín meðferð,“ segir hann í samtali við mbl.is. Meira »

Rannsókn á bílnum lokið

09:51 Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hefur lokið við rannsókn bílsins sem keyrt var inn í kynlífshjálp­ar­tækja­versl­un­ina Adam og Evu aðfaranótt föstu­dags. Lögregla verst þó allra fregna af því hverju sú rannsókn hefur skilað í tengslum við framgang málsins. Meira »

Vinnur með „Epal“ Bandaríkjanna

09:00 Í ólgandi stórborginni New York hefur Íslendingurinn Hlynur V. Atlason komið ár sinni vel fyrir borð. Hann rekur þar iðnhönnunarfyrirtækið Atlason sem hannar húsgögn jafnt sem umbúðir og allt þar á milli. Meira »

Varð fyrir sprengingu við matseldina

08:38 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um eld við bílskúr í austurhluta borgarinnar. Þar hafði maður verið að steikja mat og notað til þess eldfiman vökva með þeim afleiðingum að sprenging varð og læsti eldurinn sig í föt og hár mannsins. Meira »

Umhleypingar í kortunum

08:12 Veðrið verður með rólegasta móti í dag með suðvestlægri átt. Léttskýjað verður eystra, en þykknar upp með smá vætu sunnan- og vestantil með morgninum. Veður næstu vikuna verður þó umhleypingasamt. Meira »

Fannst meðvitundarlaus á götu í miðborginni

07:23 Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þannig var m.a. tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni og fannst sá sem fyrir seinni árásinn varð meðvitundarlaus í götu í miðborginni. Meira »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »

Samningaviðræður áfram í hættu

Í gær, 19:47 Formaður Læknafélags Reykjavíkur fagnar að dómi í máli Ölmu Gunnarsdóttur verði ekki áfrýjað en telur engu að síður hættu á því að viðræður verði í hnút um áramótin. Traust til heilbrigðisyfirvalda hefur beðið hnekki og sérfræðilæknar munu ekki vinna áfram eftir samningnum mánuð í senn. Meira »

Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss

Í gær, 19:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til að sækja mann sem slasaðist á fjórhjóli á Skógaheiði. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en vegna staðsetningar mannsins og gruns um hryggáverka þótti öruggast að kalla út þyrluna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Stefnir í tvöfaldan pott í Lottó næst

Í gær, 19:24 Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og stefnir því í tvöfaldan pott í næstu viku. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út en einn miðahafi hlaut 2. vinning í Jóker og hlýtur 100 þúsund krónur í vinning. Sá heppni keypti miðann í Happahúsinu, Kringlunni. Meira »

Langir biðlistar eftir þjónustu

Í gær, 17:51 Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í geðheilsuteymi austur en langir biðlistar hafa myndast eftir þjónustu þess. Staðan nú er óviðunandi segja stjórnendur þess. Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, er gott dæmi um mann sem hefur ekki látið geðraskanir stöðva sig í lífinu. Meira »

Skoðaði ekki sjúkraskrá af forvitni

Í gær, 17:34 Persónuvernd hefur úrskurðað að framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi mátt skoða sjúkraskrá konu sem hafði kvartað til landlæknis yfir veitingu þjónustu á heilbrigðisstofnuninni. Meira »

Læknanemar lækna bangsa

Í gær, 16:58 Bangsaspítali verður starfræktur á sunnudaginn í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með „veika eða slasaða bangsa“. Meira »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

Í gær, 15:08 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Betra að klára áður en það er fagnað

Í gær, 14:10 „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

Í gær, 13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Trúir því að bíó geti breytt heiminum

Í gær, 13:00 „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag. Meira »

Svandís mun ekki áfrýja dóminum

Í gær, 12:06 Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun. Meira »
Volkswagen, VW Transporter 2016
Bíllinn kom á götuna 25.11.2016 og er ekinn 18.750 km Mikið af aukahlutum. Ve...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Róleg, reglusöm, reyklaus kona óskar ef
Róleg, reglusöm, reyklaus kona óskar eftir lítilli íbúð á leigu á höfuðborgarsvæ...