Dæmi um að stúdentar HÍ sofi í tjöldum

Langur biðlisti er eftir húsnæði á stúdentagörðum og ólíklegt er ...
Langur biðlisti er eftir húsnæði á stúdentagörðum og ólíklegt er að biðin styttist á næstu árum. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Langur biðlisti er eftir húsnæði á stúdentagörðum nemenda Háskóla Íslands, sem reknir eru af Félagsstofnun stúdenta (FS) og starfsfólk þar finnur vel fyrir gríðarlegum skorti á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Erlendir nemar sem hafa fengið skólavist í HÍ eru oft í sérstaklega erfiðri stöðu og dæmi eru um að þeir sofi í tjöldum og jafnvel á göngum skólans því þeir fá ekki húsnæði.

Eftir að úthlutun húsnæðis fyrir haustið 2018 er lokið eru 729 umsækjendur á biðlista, sem eru um 100 færri umsækjendur en á sama tíma í fyrra. Lengd biðlistans gefur þó ekki alveg rétta mynd af þörfinni fyrir húsnæði enda margir sem sækja einfaldlega ekki um því þeir telja möguleika á úthlutun litla sem enga. Alls voru umsækjendur við upphaf nýafstaðinnar úthlutunar 1.656. Þar voru 742 núverandi íbúar sem fengu endurúthlutun, en 185 leigueiningum var úthlutað til nýrra leigjenda.

„Þrátt fyrir að biðlistinn sé styttri en í fyrra þá er hann mjög langur. Þetta er margt fólk miðað við framboðið sem við höfum. Stærsta úthlutunin er að hausti þó að alltaf sé einhver hreyfing á listanum yfir veturinn. Fólk flytur út og útskrifast eftir áramót, en það er ekki verulegur fjöldi. Aðrir halda líka áfram að sækja um. Það hafa komið umsóknir síðustu daga frá því við tókum saman listann sem eru óafgreiddar,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi FS, í samtali við mbl.is. FS hefur um 1.200 leigueiningar til ráðstöfunar, en þar búa um 1.800 einstaklingar, stúdentar og fjölskyldur þeirra.

Starfsfólk bauð grátandi stúdentum gistingu

„Við finnum vel fyrir því að það er gríðarlega mikill húsnæðisskortur og skortur á húsnæði á lágu verði. Við finnum að erlendir nemar eru margir mjög örvæntingarfullir. Um er að ræða fólk sem búið er að fá inni í skólann en getur ekki orðið sér úti um húsnæði, og þá er spurning hvort það skilar sér til landsins.“

Dæmi eru um að erlendir nemar hafi sofið í tjöldum ...
Dæmi eru um að erlendir nemar hafi sofið í tjöldum eða fengið inni hjá starfsfólki skólans vegna húsnæðisskorts. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rebekka segir erlenda stúdenta hins vegar oft koma til landsins án þess að hafa húsnæði. Þeir geri sér þá enga grein fyrir ástandinu á leigumarkaðnum í Reykjavík og telji sig geta útvegað húsnæði þegar á staðinn er komið. Það geti þó reynst þrautin þyngri, líkt og raun ber vitni.

„Við megum alveg búa okkur undir að þetta verði eins og síðasta haust sem var mjög erfitt. Það var ekki einsdæmi að fólk sæti grátandi hérna hjá okkur. Sumir komu með ferðatöskurnar sínar og spurðu hvort þeir mættu geyma þær á meðan þeir fyndu sér stað til að búa á. Fólk var jafnvel að tjalda í Laugardalnum. Ég man eftir einum sem bað um að fá að geyma ferðatöskuna sína í Stúdentakjallaranum, en kom svo ekki og sótti hana. Þegar taskan var búin að vera í starfsmannarýminu í nokkra daga áttuðum við okkur á að eigandinn var búinn að koma sér fyrir á göngum skólans og svaf þar.“

Þá veit Rebekka til þess að starfsmenn á háskólasvæðinu hafi aumkað sig yfir stúdenta og leyft þeim að gista hjá sér á meðan þeir greiddu úr sínum málum.

Eftirspurnin eykst með auknu framboði

Rebekka segir það auðvitað gleðiefni að biðlistinn eftir húsnæði á stúdentagörðum hafi styst á milli ára, en tölurnar séu það háar að þær sýni að skorturinn er gríðarlega mikill. „Næstu stúdentagarðar verða ekki teknir í notkun fyrr um en þarnæstu áramót þannig að það er viðbúið að ástandið verði svipað næsta eina og hálfa árið.“ Í janúar 2020 verða teknar í notkun 244 nýjar leigueiningar, en í sumum tilfellum er um að ræða paríbúðir, þannig að um 280 manns gætu fengið húsnæði þegar nýir stúdentagarðar á lóð Vísindagarða verða tilbúnir.

Rebekka gerir hins vegar ekki ráð fyrir að það verði til þess að biðlistinn styttist. „Það sem er áhugavert er að þegar við tökum í notkun nýja stúdentagarða og ákveðinn fjöldi fær húsnæði, þá fækkar ekki endilega sem því nemur á listanum. Það segir okkur að það eru margir sem sækja ekki um því þeir gera ekki ráð fyrir að eiga möguleika. Þegar listarnir eru svona langir þá horfir fólk á þá og hugsar með sér að það eigi ekki séns,“ segir Rebekka, en um leið og framboð á húsnæði eykst þá virðist umsækjendum fjölga.

Markmið FS er að geta boðið 15 til 20 prósentum ...
Markmið FS er að geta boðið 15 til 20 prósentum stúdenta við HÍ leiguhúsnæði, en í dag er aðeins hægt að bjóða 10 prósent. mbl.is/Árni Sæberg

„Það hefur verið þannig að þeir sem eru utan af landi hafa notið ákveðins forgangs í einstaklingshúsnæði. Fólk á höfuðborgarsvæðinu sækir því síður um því það telur engar líkur á því að komast að.“

Rebekka telur að ástandið muni haldast svona á meðan ekki er hægt að fá húsnæði á sambærilegu verði á almennum leigumarkaði. „Á meðan staðan er svona þá verða listarnir hjá okkur alltaf langir.“

Ná ekki markmiðinu á næstu árum

Markmið Félagsstofnunar stúdenta er að geta boðið 15 til 20 prósentum stúdenta við Háskóla Íslands húsnæði. Í dag er aðeins hægt að bjóða um 10 prósent nemenda húsnæði og Rebekka gerir ekki ráð fyrir að markmiðinu verði náð á næstu árum. „Ekki nema við fáum skyndilega mikið fleiri lóðir til að byggja á og stúdentum fækki snarlega. Við getum þó vonandi saxað eitthvað á listana.“

Von er þó til þess að hægt verði að fjölga stúdentagörðum sem fyrst, en í vor var undirritað vilyrði frá Reykjavíkurborg um lóð í Skerjafirði og fleiri blettir á háskólasvæðinu eru í skoðun, að sögn Rebekku. „Það er vilji hjá borginni til að úthluta okkur lóðum og það er auðvitað vilji háskólayfirvalda að finna staði. Það er hins vegar oft þannig að undirbúningstími og að finna lóðir tekur lengri tíma en að byggja.“

Hér má sjá þróun biðlista eftir húsnæði á stúdentagörðum FS. Vert er að taka fram að fjöldi umsækjenda endurspeglar ekki endilega þörfina eftir húsnæði.

Haustið 2005  - 427 umsækjendur

Haustið 2006 – 718 umsækjendur

Haustið 2007 – 717 umsækjendur

Haustið 2008 – 985 umsækjendur

Haustið 2009 – 567 umsækjendur

Haustið 2010 – 524 umsækjendur

Haustið 2011 - 658 umsækjendur

Haustið 2012 – 1.018 umsækjendur

Haustið 2013 – 1.100 umsækjendur

Haustið 2014 – um 800 umsækjendur

Haustið 2015 –  647 umsækjendur

Haustið 2016 –  1.160 umsækjendur

Haust 2017 – 824 umsækjendur

Haust 2018 – 729 umsækjendur

mbl.is

Innlent »

Útilokar ekki frekari frestun orkupakka

11:39 Ekki er útilokað að framlagning frumvarps um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins frestist lengur en til vorþings. Þetta segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Nýtt neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur

11:36 Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að fela skrifstofu eigna og atvinnuþróunar að ganga til samninga um kaup á húsnæði fyrir neyðarskýli fyrir unga vímuefnaneytendur. Í skýlinu, sem er fyrir unga karlmenn í neyslu, verður sólarhringsvakt og er áætlaður rekstrarkostnaður um 115 milljónir á ári. Meira »

Þörf á 4.000 íbúðum í borginni

11:08 Samkvæmt nýrri greiningu Capacent á stöðu og horfum á fasteignamarkaði í Reykjavík vantar um 4.000 íbúðir á næstu árum til að fullnægja þörf fyrir nýjar íbúðir í borginni. Eins og staðan er í dag verða hins vegar aðeins byggðar um 1.350 íbúðir í borginni á næstu tveimur árum. Meira »

Fordæmir vinnubrögð Sjómannafélagsins

10:38 Stéttarfélagið Framsýn fordæmir „ólýðræðisleg vinnubrögð“ trúnaðarráðs Sjómannafélags Íslands, vegna brottreksturs Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem boðið hefur sig fram til formanns í félaginu. Meira »

Frekar verkfall en 4% launahækkun

10:26 „Það er alveg ljóst að í þeim kjaraviðræðum sem fram undan eru mun íslenskt verkafólk fremur velja harða kjarabaráttu og jafnvel vinnustöðvanir en að þiggja að hámarki 4% launahækkun í þriggja ára samningi,“ segir í tilkynningu frá Framsýn, stéttarfélagi Þingeyinga. Meira »

Innbrot enn til rannsóknar

10:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar fjölmörg innbrot í bifreiðar að undanförnu. Að sögn Guðmundar Páls Jónssonar lögreglufulltrúa hafa nokkrir einstaklingar verið handteknir í tengslum við rannsóknina og þeir yfirheyrðir en sleppt að því loknu. Meira »

Bótamál Ástu Kristínar til Hæstaréttar

10:21 Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings í máli hennar gegn íslenska ríkinu. Ásta Kristín var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi og krafðist þess að ríkinu yrði gert að greiða henni fjórar milljónir í skaðabætur vegna málsins. Meira »

Nýr yfirlæknir krabbameinsdeildar

10:15 Agnes Smáradóttir hefur verið ráðin yfirlæknir lyflækninga krabbameina á lyflækningasviði Landspítala frá 1. desember 2018 til næstu 5 ára. Meira »

Ók af ásetningi á aðra bifreið

10:06 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann um tvítugt fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og hættu- og umferðarlagabrot 24. febrúar á þessu ári. Í fyrri ákæruliðnum kemur að hann hafi ekið bifreið af ásetningi á aðra bifreið á Hafnarfjarðarvegi með þeim afleiðingum að hún skall á vegrið og valt. Meira »

Metár í byggingu nýrra íbúða í borginni

10:06 Gefin hafa verið út byggingarleyfi fyrir 1.344 íbúðir í borginni á fyrstu tíu mánuðum ársins og er árið orðið metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnu málþingi borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík sem stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meira »

55,7 milljarðar í rannsóknir og þróunarstarf

09:03 Heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs á árinu 2017 voru 55,7 milljarðar króna en það jafngildir 2,13% af vergri landsframleiðslu. Meira »

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í beinni

08:51 Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins kynningarfundar í ráðhúsinu í dag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á mbl.is. Meira »

Fallegt bréf frá Elizu til Guðna

08:42 Eliza Reid forsetafrú birtir á Facebook í dag fallegt bréf sem hún skrifaði til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á íslensku árið 1999. Þarna hafði hún nýlega kynnst Guðna og vildi heilla hann með málsnilld sinni. Eliza óskar Íslendingum til hamingju með daginn, Dag íslenskrar tungu. Meira »

Þúsundir taka þátt í áfallarannsókn

07:57 „Þessar fyrstu niðurstöður koma okkur verulega á óvart og fjöldi þeirra sem segjast hafa orðið fyrir þessu ofbeldi er meiri hér en í erlendum rannsóknum,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu, um fyrstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins Áfallasaga kvenna. Meira »

Styttist í sviðslistafrumvarpið

07:37 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt frumvarp til laga um sviðslistir fram í desember eða janúar næstkomandi. Það ræðst af því hvernig gengur að ljúka vinnu við frumvarpið. Meira »

Varað við stormi

06:59 Spáð er suðaustanhvassviðri eða -stormi sunnan- og vestanlands síðdegis og getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi að vera á ferð undir Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Áfram er spáð hvössu á morgun og talsverðri rigningu. Meira »

Pokarnir eru ekki svo slæmir

05:30 Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Bannið sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, skapi kostnað fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu. Meira »

Leggja til bann á rafrettum á netinu

05:30 Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna lagði í gær fram tillögur sem takmarka sölu á rafrettum. Á breytingin að taka gildi í júní á næsta ári og miðast við að banna sölu á rafrettum á netinu og að þær fáist eingöngu í verslunum. Meira »

Fjöldi veitingastaða í pípunum

05:30 Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur í ár afgreitt tugi umsókna sem tengjast veitingarekstri. Samkvæmt athugun Morgunblaðsins hafa 33 verið samþykktar en 5 bíða lokaafgreiðslu. Ein umsóknin varðar fjóra veitingastaði og krá í Kringlunni. Meira »
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...