Dæmi um að stúdentar HÍ sofi í tjöldum

Langur biðlisti er eftir húsnæði á stúdentagörðum og ólíklegt er ...
Langur biðlisti er eftir húsnæði á stúdentagörðum og ólíklegt er að biðin styttist á næstu árum. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Langur biðlisti er eftir húsnæði á stúdentagörðum nemenda Háskóla Íslands, sem reknir eru af Félagsstofnun stúdenta (FS) og starfsfólk þar finnur vel fyrir gríðarlegum skorti á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Erlendir nemar sem hafa fengið skólavist í HÍ eru oft í sérstaklega erfiðri stöðu og dæmi eru um að þeir sofi í tjöldum og jafnvel á göngum skólans því þeir fá ekki húsnæði.

Eftir að úthlutun húsnæðis fyrir haustið 2018 er lokið eru 729 umsækjendur á biðlista, sem eru um 100 færri umsækjendur en á sama tíma í fyrra. Lengd biðlistans gefur þó ekki alveg rétta mynd af þörfinni fyrir húsnæði enda margir sem sækja einfaldlega ekki um því þeir telja möguleika á úthlutun litla sem enga. Alls voru umsækjendur við upphaf nýafstaðinnar úthlutunar 1.656. Þar voru 742 núverandi íbúar sem fengu endurúthlutun, en 185 leigueiningum var úthlutað til nýrra leigjenda.

„Þrátt fyrir að biðlistinn sé styttri en í fyrra þá er hann mjög langur. Þetta er margt fólk miðað við framboðið sem við höfum. Stærsta úthlutunin er að hausti þó að alltaf sé einhver hreyfing á listanum yfir veturinn. Fólk flytur út og útskrifast eftir áramót, en það er ekki verulegur fjöldi. Aðrir halda líka áfram að sækja um. Það hafa komið umsóknir síðustu daga frá því við tókum saman listann sem eru óafgreiddar,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi FS, í samtali við mbl.is. FS hefur um 1.200 leigueiningar til ráðstöfunar, en þar búa um 1.800 einstaklingar, stúdentar og fjölskyldur þeirra.

Starfsfólk bauð grátandi stúdentum gistingu

„Við finnum vel fyrir því að það er gríðarlega mikill húsnæðisskortur og skortur á húsnæði á lágu verði. Við finnum að erlendir nemar eru margir mjög örvæntingarfullir. Um er að ræða fólk sem búið er að fá inni í skólann en getur ekki orðið sér úti um húsnæði, og þá er spurning hvort það skilar sér til landsins.“

Dæmi eru um að erlendir nemar hafi sofið í tjöldum ...
Dæmi eru um að erlendir nemar hafi sofið í tjöldum eða fengið inni hjá starfsfólki skólans vegna húsnæðisskorts. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rebekka segir erlenda stúdenta hins vegar oft koma til landsins án þess að hafa húsnæði. Þeir geri sér þá enga grein fyrir ástandinu á leigumarkaðnum í Reykjavík og telji sig geta útvegað húsnæði þegar á staðinn er komið. Það geti þó reynst þrautin þyngri, líkt og raun ber vitni.

„Við megum alveg búa okkur undir að þetta verði eins og síðasta haust sem var mjög erfitt. Það var ekki einsdæmi að fólk sæti grátandi hérna hjá okkur. Sumir komu með ferðatöskurnar sínar og spurðu hvort þeir mættu geyma þær á meðan þeir fyndu sér stað til að búa á. Fólk var jafnvel að tjalda í Laugardalnum. Ég man eftir einum sem bað um að fá að geyma ferðatöskuna sína í Stúdentakjallaranum, en kom svo ekki og sótti hana. Þegar taskan var búin að vera í starfsmannarýminu í nokkra daga áttuðum við okkur á að eigandinn var búinn að koma sér fyrir á göngum skólans og svaf þar.“

Þá veit Rebekka til þess að starfsmenn á háskólasvæðinu hafi aumkað sig yfir stúdenta og leyft þeim að gista hjá sér á meðan þeir greiddu úr sínum málum.

Eftirspurnin eykst með auknu framboði

Rebekka segir það auðvitað gleðiefni að biðlistinn eftir húsnæði á stúdentagörðum hafi styst á milli ára, en tölurnar séu það háar að þær sýni að skorturinn er gríðarlega mikill. „Næstu stúdentagarðar verða ekki teknir í notkun fyrr um en þarnæstu áramót þannig að það er viðbúið að ástandið verði svipað næsta eina og hálfa árið.“ Í janúar 2020 verða teknar í notkun 244 nýjar leigueiningar, en í sumum tilfellum er um að ræða paríbúðir, þannig að um 280 manns gætu fengið húsnæði þegar nýir stúdentagarðar á lóð Vísindagarða verða tilbúnir.

Rebekka gerir hins vegar ekki ráð fyrir að það verði til þess að biðlistinn styttist. „Það sem er áhugavert er að þegar við tökum í notkun nýja stúdentagarða og ákveðinn fjöldi fær húsnæði, þá fækkar ekki endilega sem því nemur á listanum. Það segir okkur að það eru margir sem sækja ekki um því þeir gera ekki ráð fyrir að eiga möguleika. Þegar listarnir eru svona langir þá horfir fólk á þá og hugsar með sér að það eigi ekki séns,“ segir Rebekka, en um leið og framboð á húsnæði eykst þá virðist umsækjendum fjölga.

Markmið FS er að geta boðið 15 til 20 prósentum ...
Markmið FS er að geta boðið 15 til 20 prósentum stúdenta við HÍ leiguhúsnæði, en í dag er aðeins hægt að bjóða 10 prósent. mbl.is/Árni Sæberg

„Það hefur verið þannig að þeir sem eru utan af landi hafa notið ákveðins forgangs í einstaklingshúsnæði. Fólk á höfuðborgarsvæðinu sækir því síður um því það telur engar líkur á því að komast að.“

Rebekka telur að ástandið muni haldast svona á meðan ekki er hægt að fá húsnæði á sambærilegu verði á almennum leigumarkaði. „Á meðan staðan er svona þá verða listarnir hjá okkur alltaf langir.“

Ná ekki markmiðinu á næstu árum

Markmið Félagsstofnunar stúdenta er að geta boðið 15 til 20 prósentum stúdenta við Háskóla Íslands húsnæði. Í dag er aðeins hægt að bjóða um 10 prósent nemenda húsnæði og Rebekka gerir ekki ráð fyrir að markmiðinu verði náð á næstu árum. „Ekki nema við fáum skyndilega mikið fleiri lóðir til að byggja á og stúdentum fækki snarlega. Við getum þó vonandi saxað eitthvað á listana.“

Von er þó til þess að hægt verði að fjölga stúdentagörðum sem fyrst, en í vor var undirritað vilyrði frá Reykjavíkurborg um lóð í Skerjafirði og fleiri blettir á háskólasvæðinu eru í skoðun, að sögn Rebekku. „Það er vilji hjá borginni til að úthluta okkur lóðum og það er auðvitað vilji háskólayfirvalda að finna staði. Það er hins vegar oft þannig að undirbúningstími og að finna lóðir tekur lengri tíma en að byggja.“

Hér má sjá þróun biðlista eftir húsnæði á stúdentagörðum FS. Vert er að taka fram að fjöldi umsækjenda endurspeglar ekki endilega þörfina eftir húsnæði.

Haustið 2005  - 427 umsækjendur

Haustið 2006 – 718 umsækjendur

Haustið 2007 – 717 umsækjendur

Haustið 2008 – 985 umsækjendur

Haustið 2009 – 567 umsækjendur

Haustið 2010 – 524 umsækjendur

Haustið 2011 - 658 umsækjendur

Haustið 2012 – 1.018 umsækjendur

Haustið 2013 – 1.100 umsækjendur

Haustið 2014 – um 800 umsækjendur

Haustið 2015 –  647 umsækjendur

Haustið 2016 –  1.160 umsækjendur

Haust 2017 – 824 umsækjendur

Haust 2018 – 729 umsækjendur

mbl.is

Innlent »

Dró vélarvana skip til Hafnarfjarðar

12:12 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá fiskiskipinu Kristínu GK síðdegis í gær, en skipið var þá vélarvana um 30 sjómílur vest-norðvestur af Garðskaga. Varðskipið Týr var þá úti fyrir Keflavík og hélt þegar í átt að fiskiskipinu. Meira »

Nægur snjór í Bláfjöllum eftir helgina

12:05 „Þetta er allt að koma,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, en þar er stefnt að opnun skíðasvæða á miðvikudag eða fimmtudag. Meira »

Græn viðvörun á Suðurlandi

11:58 Veðurstofa Íslands hefur gefið út græna viðvörun fyrir Suðurland en þar er spáð suðvestanhríð. Þar sem spáin er óstöðug er um grænt ástand að ræða sem gildir til klukkan 16. Vegagerðin hefur afturkallað spá um hríð og skafrenning suðvestan- og og sunnanlands. Meira »

Mikil óvissa um afrán hvala

11:48 Ekki er hægt að fullyrða að verulega þurfi að auka veiðar á hvölum til að þær hafi áhrif á afrakstur annarra nytjastofna sjávar til lengri tíma litið. Meira »

Meðalhraði mældur í stað punkthraða

11:47 Hraðamyndavélar af nýrri kynslóð hafa verið settar upp við Norðfjarðargöng, en í stað þess að mæla hraða bifreiða á ákveðnum tímapunkti, svokallaðan punkthraða, líkt og hefðbundnar hraðamyndavélar reikna þær út meðalhraða á tiltekinni vegalengd. Meira »

„Undarleg tímaskekkja puritanisma“

10:52 Bandalag íslenskra listmanna furðar sig á þeirri ákvörðun Seðlabanka Íslands að fjarlægja verk Gunnlaugs Blöndal úr almenningsrými og koma því fyrir í geymslum bankans og segir það undarlega tímaskekkju „puritanisma“ að ritskoða list með þessum hætti. Meira »

Þýðir ekki að opna fyrr en það er öruggt

10:47 Vegagerðin gefur lítið fyrir þá gagnrýni að hún sé of lengi að kanna aðstæður eftir að vegum er lokað. Löng röð myndaðist við vegalokun á Þjóðvegi 1 við gatnamót Þingvallavegar í gær þegar veginum um Kjalarnes var lokað en tvær rútur fóru þar út af um kvöldmatarleytið. Meira »

Vilja hvalaskýrslu dregna til baka

10:44 Stjórn Landverndar skorar á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að draga til baka skýrslu sína um þjóðhags­leg áhrif hval­veiða sem unn­in var fyr­ir at­vinnu­vegaráðuneytið. Telur Landvernd rétt að vinna skýrsluna upp á nýtt í samráði við vistfræðinga. Meira »

Snjókomubakki með allhvössum vindi

09:38 Snjókomubakki með allhvössum vindi, skafrenningi og blindu nálgast suðvestanvert landið um klukkan 10 til 12. Veðrið lagast svo um tíma en skellur aftur á eftir klukkan 14. Meira »

„Taka því rólega og gefa sér tíma“

09:14 Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í morgun hefur gengið hægt en vel. Fólk hefur tekið mið af aðstæðum en éljagangur hefur verið af og til. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn ráðleggur fólki að fara ekki á göturnar á sumardekkjum eða að aka um á slæmum hjólbörðum. Meira »

Dæmdur fyrir ítrekuð umferðarlagabrot

08:33 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og svipt hann ökurétti í fimm ár vegna umferðarlagabrota. Ákæran er í þrettán liðum. Meira »

Lengja beinar útsendingar úr Eldey

08:18 Vinnu við að endurnýja búnað „súluvarpsins“ úr Eldey er lokið. Útsendingar lágu niðri frá því um miðjan desember vegna skemmda á sólarrafhlöðum en þær komast í samt lag einhvern næstu daga. Stefnt er að því að lengja beinar útsendingar úr Eldey. Meira »

Heyin skutu þeim á toppinn

07:57 Afburðagóð hey sem bændurnir á Hóli í Svarfaðardal öfluðu sumrin 2017 og 2018 skjóta þeim á topp listans yfir afurðamestu kúabúin á nýliðnu ári. „Ég held að við höfum aldrei verið með jafngóð hey og þessi tvö sumur. Nytin er ekki að aukast vegna kjarnfóðurgjafar því við höfum heldur minnkað hana.“ Meira »

Hæst laun í stóriðju og orkugeira

07:37 Mánaðarlaun félagsmanna í VM, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, sem starfa í landi, eru einna hæst í orkuverum og stóriðju ef litið er á niðurstöður eftir mismunandi starfsgreinum í nýbirtri launakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir félagið, sem gerð var meðal félagsmanna. Meira »

Hálka á Reykjanesbrautinni

07:10 Lögreglan á Suðurnesjum biður ökumenn um að fara varlega á Reykjanesbrautinni en þar er hálka líkt og víðar á Suðvesturlandi en enn er éljagangur þar. Krýsuvíkurvegur er lokaður. Meira »

Vonskuveður um hádegi

07:01 Varað er við versnandi veðri um hádegi en þá gengur í suðvestanhvassviðri eða -storm á Suðurlandsundirlendinu um hádegi og með því fylgja öflug él eða slydduél. Að sögn veðurfræðings má búast við því að skyggni og færð geti orðið slæm um tíma á þessu svæði. Meira »

Segir þingforseta svala hefndarþorsta

06:36 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, forseta Alþingis, Steingrím J. Sigfússon, ekki hafa áhuga á að rannsaka brot heldur eigi lög og réttur eiga að víkja í tilraunum forseta til að svala hefndarþorsta sínum. Meira »

Slæm færð í efri byggðum

06:27 Ekki hefur verið jafn slæmt færi á höfuðborgarsvæðinu í vetur og er þennan morguninn og ráðleggja snjóruðningsmenn þeim sem eru á illa búnum bifreiðum að fara ekki út í umferðina. Snjórinn er sá mesti sem við höfum séð í vetur, segir Þröstur Víðisson, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Grunaðir um ólöglega dvöl og fíkniefnasölu

06:10 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá karlmenn um fimm í nótt sem eru grunaðir um ólöglega dvöl í landinu og sölu fíkniefna. Meira »
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Silfurlituð Toyota Corolla 2005 árg
Nýskoðaður og góður bíll! keyrður 224 þús. Negld vetrardekk og sumardekk í góðu ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Solbadsstofan Super sól
Solbadsstofan Super sól med nyir bekkir ,standandi og ligjandi ,ljos og kolagen ...