Dæmi um að stúdentar HÍ sofi í tjöldum

Langur biðlisti er eftir húsnæði á stúdentagörðum og ólíklegt er ...
Langur biðlisti er eftir húsnæði á stúdentagörðum og ólíklegt er að biðin styttist á næstu árum. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Langur biðlisti er eftir húsnæði á stúdentagörðum nemenda Háskóla Íslands, sem reknir eru af Félagsstofnun stúdenta (FS) og starfsfólk þar finnur vel fyrir gríðarlegum skorti á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Erlendir nemar sem hafa fengið skólavist í HÍ eru oft í sérstaklega erfiðri stöðu og dæmi eru um að þeir sofi í tjöldum og jafnvel á göngum skólans því þeir fá ekki húsnæði.

Eftir að úthlutun húsnæðis fyrir haustið 2018 er lokið eru 729 umsækjendur á biðlista, sem eru um 100 færri umsækjendur en á sama tíma í fyrra. Lengd biðlistans gefur þó ekki alveg rétta mynd af þörfinni fyrir húsnæði enda margir sem sækja einfaldlega ekki um því þeir telja möguleika á úthlutun litla sem enga. Alls voru umsækjendur við upphaf nýafstaðinnar úthlutunar 1.656. Þar voru 742 núverandi íbúar sem fengu endurúthlutun, en 185 leigueiningum var úthlutað til nýrra leigjenda.

„Þrátt fyrir að biðlistinn sé styttri en í fyrra þá er hann mjög langur. Þetta er margt fólk miðað við framboðið sem við höfum. Stærsta úthlutunin er að hausti þó að alltaf sé einhver hreyfing á listanum yfir veturinn. Fólk flytur út og útskrifast eftir áramót, en það er ekki verulegur fjöldi. Aðrir halda líka áfram að sækja um. Það hafa komið umsóknir síðustu daga frá því við tókum saman listann sem eru óafgreiddar,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi FS, í samtali við mbl.is. FS hefur um 1.200 leigueiningar til ráðstöfunar, en þar búa um 1.800 einstaklingar, stúdentar og fjölskyldur þeirra.

Starfsfólk bauð grátandi stúdentum gistingu

„Við finnum vel fyrir því að það er gríðarlega mikill húsnæðisskortur og skortur á húsnæði á lágu verði. Við finnum að erlendir nemar eru margir mjög örvæntingarfullir. Um er að ræða fólk sem búið er að fá inni í skólann en getur ekki orðið sér úti um húsnæði, og þá er spurning hvort það skilar sér til landsins.“

Dæmi eru um að erlendir nemar hafi sofið í tjöldum ...
Dæmi eru um að erlendir nemar hafi sofið í tjöldum eða fengið inni hjá starfsfólki skólans vegna húsnæðisskorts. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rebekka segir erlenda stúdenta hins vegar oft koma til landsins án þess að hafa húsnæði. Þeir geri sér þá enga grein fyrir ástandinu á leigumarkaðnum í Reykjavík og telji sig geta útvegað húsnæði þegar á staðinn er komið. Það geti þó reynst þrautin þyngri, líkt og raun ber vitni.

„Við megum alveg búa okkur undir að þetta verði eins og síðasta haust sem var mjög erfitt. Það var ekki einsdæmi að fólk sæti grátandi hérna hjá okkur. Sumir komu með ferðatöskurnar sínar og spurðu hvort þeir mættu geyma þær á meðan þeir fyndu sér stað til að búa á. Fólk var jafnvel að tjalda í Laugardalnum. Ég man eftir einum sem bað um að fá að geyma ferðatöskuna sína í Stúdentakjallaranum, en kom svo ekki og sótti hana. Þegar taskan var búin að vera í starfsmannarýminu í nokkra daga áttuðum við okkur á að eigandinn var búinn að koma sér fyrir á göngum skólans og svaf þar.“

Þá veit Rebekka til þess að starfsmenn á háskólasvæðinu hafi aumkað sig yfir stúdenta og leyft þeim að gista hjá sér á meðan þeir greiddu úr sínum málum.

Eftirspurnin eykst með auknu framboði

Rebekka segir það auðvitað gleðiefni að biðlistinn eftir húsnæði á stúdentagörðum hafi styst á milli ára, en tölurnar séu það háar að þær sýni að skorturinn er gríðarlega mikill. „Næstu stúdentagarðar verða ekki teknir í notkun fyrr um en þarnæstu áramót þannig að það er viðbúið að ástandið verði svipað næsta eina og hálfa árið.“ Í janúar 2020 verða teknar í notkun 244 nýjar leigueiningar, en í sumum tilfellum er um að ræða paríbúðir, þannig að um 280 manns gætu fengið húsnæði þegar nýir stúdentagarðar á lóð Vísindagarða verða tilbúnir.

Rebekka gerir hins vegar ekki ráð fyrir að það verði til þess að biðlistinn styttist. „Það sem er áhugavert er að þegar við tökum í notkun nýja stúdentagarða og ákveðinn fjöldi fær húsnæði, þá fækkar ekki endilega sem því nemur á listanum. Það segir okkur að það eru margir sem sækja ekki um því þeir gera ekki ráð fyrir að eiga möguleika. Þegar listarnir eru svona langir þá horfir fólk á þá og hugsar með sér að það eigi ekki séns,“ segir Rebekka, en um leið og framboð á húsnæði eykst þá virðist umsækjendum fjölga.

Markmið FS er að geta boðið 15 til 20 prósentum ...
Markmið FS er að geta boðið 15 til 20 prósentum stúdenta við HÍ leiguhúsnæði, en í dag er aðeins hægt að bjóða 10 prósent. mbl.is/Árni Sæberg

„Það hefur verið þannig að þeir sem eru utan af landi hafa notið ákveðins forgangs í einstaklingshúsnæði. Fólk á höfuðborgarsvæðinu sækir því síður um því það telur engar líkur á því að komast að.“

Rebekka telur að ástandið muni haldast svona á meðan ekki er hægt að fá húsnæði á sambærilegu verði á almennum leigumarkaði. „Á meðan staðan er svona þá verða listarnir hjá okkur alltaf langir.“

Ná ekki markmiðinu á næstu árum

Markmið Félagsstofnunar stúdenta er að geta boðið 15 til 20 prósentum stúdenta við Háskóla Íslands húsnæði. Í dag er aðeins hægt að bjóða um 10 prósent nemenda húsnæði og Rebekka gerir ekki ráð fyrir að markmiðinu verði náð á næstu árum. „Ekki nema við fáum skyndilega mikið fleiri lóðir til að byggja á og stúdentum fækki snarlega. Við getum þó vonandi saxað eitthvað á listana.“

Von er þó til þess að hægt verði að fjölga stúdentagörðum sem fyrst, en í vor var undirritað vilyrði frá Reykjavíkurborg um lóð í Skerjafirði og fleiri blettir á háskólasvæðinu eru í skoðun, að sögn Rebekku. „Það er vilji hjá borginni til að úthluta okkur lóðum og það er auðvitað vilji háskólayfirvalda að finna staði. Það er hins vegar oft þannig að undirbúningstími og að finna lóðir tekur lengri tíma en að byggja.“

Hér má sjá þróun biðlista eftir húsnæði á stúdentagörðum FS. Vert er að taka fram að fjöldi umsækjenda endurspeglar ekki endilega þörfina eftir húsnæði.

Haustið 2005  - 427 umsækjendur

Haustið 2006 – 718 umsækjendur

Haustið 2007 – 717 umsækjendur

Haustið 2008 – 985 umsækjendur

Haustið 2009 – 567 umsækjendur

Haustið 2010 – 524 umsækjendur

Haustið 2011 - 658 umsækjendur

Haustið 2012 – 1.018 umsækjendur

Haustið 2013 – 1.100 umsækjendur

Haustið 2014 – um 800 umsækjendur

Haustið 2015 –  647 umsækjendur

Haustið 2016 –  1.160 umsækjendur

Haust 2017 – 824 umsækjendur

Haust 2018 – 729 umsækjendur

mbl.is

Innlent »

Tillaga um nýtt sjúkrahús til borgarráðs

Í gær, 22:22 „Það var enginn sem gat mælt gegn þessu,“ segir Eyþór Arnalds. Borgarstjórn samþykkti í kvöld að vísa tillögu hans um staðarvalsgreiningu fyrir aðra sjúkrahúsuppbyggingu í Reykjavík í borgarráð til úrvinnslu. „Það þarf líka að ná sátt í þessum málum og ekki vera í skotgröfum.“ Meira »

Landakotsskóli í stappi við borgina

Í gær, 22:06 Landakotsskóli hefur staðið í miklu stappi við Reykjavíkurborg varðandi kostnaðarþátttöku borgarinnar í frístund. Skólinn hefur boðið upp á hljóðfæranám og marga aðra áhugaverða kosti í frístund án þess að rukka sérstaklega fyrir þá og að vonast er til þess að svo verði hægt áfram. Meira »

Reykjavík önnur dýrasta borgin

Í gær, 21:18 Reykjavík er önnur dýrasta borg í Evrópu samkvæmt ferðavefnum Wanderu og fylgir þar á hæla Mónakó sem er dýrasta borgin og er aðgangur að reykvískum söfnum 28 sinnum hærri en í Chisinau í Moldvaíu, þar sem hann var ódýrastur. Ódýrasta borgin er hins vegar Skopje í Makedóníu Meira »

Vilja tryggja trúverðugleika úttektar

Í gær, 20:45 „Mál Áslaugar verður að sjálfsögðu skoðað sem hluti þessarar úttektar, og það verður skoðað frá öllum hliðum,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Að hennar sögn verður aðkoma óðháðs aðila að úttektinni tekin til skoðunar á stjórnarfundi á morgun. Meira »

Jáeindaskanninn kominn í notkun

Í gær, 20:33 Jáeindaskanninn á Landspítalanum við Hringbraut var tekinn í notkun í síðustu viku. Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, staðfestir í samtali við mbl.is að byrjað sé að nota skannann og að níu sjúklingar hafi þegar gengist undir rannsókn í tækinu. Meira »

„Auðvitað gekk ýmislegt á“

Í gær, 20:22 „Það er ánægjulegt að sjá þennan vilja til að fjárfesta í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við 200 mílur um kaup FISK-Seafood á öllum hlut Brims hf. í Vinnslustöðinni. Meira »

Pysjum bjargað í Vestmannaeyjum

Í gær, 20:05 Pysjutíðin stendur sem hæst um þessar mundir í Vestmannaeyjum og hafa margir Eyjamenn gert sér glaðan dag og bjargað pysjum.  Meira »

Reiði og tómleikatilfinning

Í gær, 19:53 Al­gengt er að fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un sé rang­lega greint með geðhvörf (bipol­ar) en þar standa sveifl­ur í skapi yfir í lengri tíma og eru sjald­gæfari ásamt því að önn­ur ein­kenni en skapsveifl­ur greina á milli hvorri rösk­un fyr­ir sig. Um 2-6% fólks er með röskunina. Meira »

Vænta góðs samstarfs eftir kaupin

Í gær, 19:15 Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK-Seafood ehf., segir fyrirtækið sjá mikil tækifæri í rekstri Vinnslustöðvarinnar. 200 mílur greindu fyrr í dag frá kaupum FISK á öllum hlut Brims hf. í útgerðinni, fyrir 9,4 milljarða króna. Meira »

Opnun nýrrar stólalyftu frestast um ár

Í gær, 19:03 Ný stólalyfta í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður ekki opnuð í vetur eins og til stóð. Vegna ágreinings verktakans G. Hjálmarssonar og Vina Hlíðarfjalls, félagsins sem stendur að uppsetningu lyftunnar, mun opnun lyftunnar frestast um eitt ár. Meira »

Krabbameinslyf ófáanleg í 4 mánuði

Í gær, 19:01 Samheitalyfið Exemestan hefur ekki verið fáanlegt hér á landi síðan um miðjan maí, en það er nauðsynlegt fólki með brjóstakrabbamein. Fjölmiðlafulltrúi Actavis, sem flytur lyfið til landsins, segir að vonast sé til þess að ný sending komi til landsins á næstu dögum. Meira »

Enginn sett sig í samband við Áslaugu

Í gær, 18:51 „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi frá vinum og vandamönnum, og meira að segja fólki sem við þekkjum ekki neitt. Okkur þykir vænt um það og erum þakklát fyrir það, en það hefur enginn haft samband við Áslaugu sem einhverja ábyrgð ber á þessu máli,“ segir Einar Bárðarson. Meira »

„Við gerum þetta af ástríðu“

Í gær, 18:36 Þau eiga engra hagsmuna að gæta en tóku sig samt til og slógu Laugarneshólinn sem var kominn á kaf í kerfil og njóla. Hóllinn sá geymir dýrmætar æskuminningar systkinanna Þuríðar og Gunnþórs sem fæddust þar og ólust upp. Meira »

Hafa ráðið í 97,5% stöðugilda leikskóla

Í gær, 18:03 Í Reykja­vík á eft­ir að ráða í 38,8 stöðugildi í leik­skóla, 16,5 stöðugildi í grunn­skóla og 64 stöðugildi í frí­stunda­heim­ili og sér­tæk­ar fé­lags­miðstöðvar, sam­kvæmt upplýsingum sem safnað var 13. september. Meira »

Samþykkt að tryggja framgang borgarlínu

Í gær, 17:56 Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja fjögur verkefni til að tryggja framgöngu borgarlínu sem hágæðakerfis almenningssamgangna. Meira »

Einn slasaðist í hörðum árekstri

Í gær, 17:44 Einn slasaðist í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar um fimmleytið í dag.  Meira »

Minnsta hækkun íbúðaverðs í sjö ár

Í gær, 17:24 Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,1% í ágúst samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands og hefur nú hækkað um 4,1% undanfarna 12 mánuði. Meira »

Reglugerð endurskoðuð til að jafna rétt barna

Í gær, 16:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta endurskoða ákvæði reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga fyrir tannlækningar og tannréttingar barna vegna afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Meira »

Borgin skoði málið þegar rannsókn lýkur

Í gær, 16:44 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill gefa stjórn Orkuveitunnar ákveðið svigrúm til að vinna að þeim málum sem tengjast uppsögnum innan Orku náttúrunnar. „Þetta eru mjög alvarleg mál sem eru að koma upp. Stjórn fyrirtækisins sem er með þetta á sínu borði lítur þetta alvarlegum augum.“ Meira »
Tveggja herbergja íbúð í Þingholtunum
Tveggja herbergja íbúð til leigu með húsgögnum. Verð 150 þúsund. Íbúðin leigist ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Mjög góður Runó Megane
Runó Mjög góður Runó til sölu. Bíllinn er mjög vel og lítið ekinn eða 162.000 k...