Sýnir einbeittan brotavilja ökumanna

Förin eftir utanvegaaksturinn við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi frá því á …
Förin eftir utanvegaaksturinn við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi frá því á sunnudag sjást vel. Ljósmynd/Lögreglan

Eru landverðir miður sín að sjá vinnu sumarsins við að afmá utanvegaakstursför á þessu svæði hverfa í einni svipan,“ skrifa landverðir í Vatnajökulsþjóðgarði á Facebook þar sem þeir deila myndbandi sem sýna förin eftir utanvegaakstur á Breiðamerkursandi.

Landverðir greina frá því að alvarlegasta utanvegaakstursmál sumarsins hafi komið upp á Breiðamerkursandi á sunnudag. Ökumennirnir náðust norðan Vatnajökuls en þá höfðu þeir valdið skemmdum á um sex hektara svæði þar.

Hóp­ur er­lendra ferðamanna, sem gerðist sek­ur um ut­an­vega­akst­ur við Jök­uls­ár­lón á Breiðamerk­urs­andi á sunnu­dag og í friðland­inu við Graf­ar­lönd á Öskju­leið á mánu­dag, greiddi sam­tals 1,4 millj­ón­ir í sekt í gær.

Við Jökulsárlón eru förin að mestu í sandi sem sjór gengur þó ekki upp á nema í mestu óveðrum. Þau för sem í sandinum liggja munu ekki lagast af náttúrunnar hendi fyrr en að vetri loknum. Þangað til munu þau einnig valda auknu sandfoki,“ skrifa landverðir og bæta við að förin liggi í slaufum upp sandölduna og um hálfgróinn mel.

Landverðir munu gera sitt til að laga förin sem þangað ná en þau munu engu að síður sjást um ókomin ár.

Í heildina ná utanvegarakstursförin 1,3 km í beinni loftlínu út frá vel afmörkuðu bílastæðinu, sem sýnir einbeittan brotavilja ökumannanna. Ökumennirnir hafa þó ekið mun lengra en 2,6 km utanvegar þar sem inni í þeirri tölu eru til að mynda ekki allar þær slaufur sem þeim fannst nauðsynlegt að aka.“

Þrátt fyrir að vera miður sín eftir utanvegaaksturinn eru landverðir ánægðir að afmörkun bílastæðis, sem unnin hefur verið í sumar, hefur skilað sér í færri utanvegaakstursmálum. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert