Fjöldi kennslutíma á pari við OECD-ríkin

mbl.is/​Hari

Samkvæmt gögnum OECD fyrir árið 2017 er heildarfjöldi kennslutíma í grunnskólum landsins rúmlega 7.600 klukkustundir, sem er á pari við meðaltal OECD-ríkja. Noregur er rétt undan Íslandi en kennslutímar í grunnskólum þar fyrir árið 2017 voru samtals 7.894 klst. Danmörk er langefst með 10.960 klst. Tölurnar ná til kennslutíma frá upphafi barnastigs til loka unglingastigs. Í skýrslum OECD um nám á barna- og unglingastigi er þó bent á að það er ekki fjöldi kennslutíma sem skiptir sköpum um hvað varðar námsgæði, heldur er meginþátturinn sá hvernig tími nemenda er nýttur og hvað fög eru kennd.

Skipulag grunnskóla landsins

Skipulag grunnskóla landsins kemur reglulega upp í umræðuna er skólar hefjast á nýjan leik eftir sumarfrí. Til að mynda hefur umræða vegna fjöldi frídaga grunnskólabarna, sem eru 73 á hverju ári samkvæmt úttekt Sólveigar Ragnheiðar Gunnarsdóttur á Facebook, vakið mikla athygli, og fjallað var um á mbl.is í fyrradag.

Í samtali við mbl.is sagði Sólveig m.a. að frídagarnir væru íþyngjandi, sérstaklega fyrir einstæða og efnaminni foreldra. „Þeir eru ekki að fara að kaupa einhver rándýr námskeið fyrir börnin sem eru kannski orðin leið á frístundinni. Ef þú vilt leyfa þeim að fara í eitthvað annað en frístundina er það mjög dýrt,“ sagði Sólveig við mbl.is.

Sérstakir starfsdagar kennara á starfstíma nemenda eru fimm, og átta utan starfstíma nemenda. Miða skal við að lágmarki verði þrír af fimm starfsdögum samræmdir í grunnskólum og leikskólum í næsta nágrenni, segir í upplýsingum við skóladagatöl Reykjavíkurborgar.

Sýna fríum fólks skilning

Aðspurður hvernig viðhorf atvinnurekenda eru gagnvart fríum fólks vegna barna segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að í heild séu atvinnurekendur umburðarlyndir gagnvart fríum hjá starfsfólki vegna barna sinna.

„Við sjáum það núna við setningu skólanna, þar fylgja foreldrar börnum sínum í yfirgnæfandi meirihluta tilvika. Auðvitað er þessu sýndur skilningur. Ég hef hins vegar tekið fram að þetta eru mjög margir frídagar yfir árið og maður sér það þegar þessi mál eru rædd að miklar undirtektir eru við því að breytinga sé þörf,“ segir Halldór einnig í samtali við Morgunblaðið

Skóladagar skulu vera 180

Samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands skulu skóladagar nemenda í grunnskólum vera 180 á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní. Þegar litið er á fjölda skóladaga hjá nemendum á barna- og unglingastigi annars staðar á Norðurlöndunum kemur nokkur munur í ljós.

Skóladagar danskra nemenda eru 200 talsins og frídagar 51 samkvæmt óformlegri úttekt blaðamanns. Munurinn á fjölda frídaga milli íslenskra og danska grunnskóla barna skýrist helst á því að skólaárið í Danmörku er lengra en það íslenska. Nær það frá miðjum ágúst til loka júnímánaðar. Skólalok í Danmörku eru því um þremur vikum seinna en á Íslandi og sumarfríið þannig styttra. Þá eru skóladagarnir 178 hjá sænskum nemendum, 190 í Noregi og 187 hjá Finnum, samkvæmt gögnum OECD. Í mörgum öðrum Evrópulöndum eru skóladagarnir á bilinu 170-180 talsins, en meðalfjöldi skóladaga á barnastigi hjá OECD-ríkjum er 185.

Veglegri vetrarfrí erlendis

Við nánari athugun blaðamanns á frídögum grunnskóla á Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum sést að vetrarfrí eru talsvert lengri þar en gengur og gerist í grunnskólum hér. Samkvæmt skóladagatali Reykjavíkurborgar eru þrír dagar í vetrarleyfi í seinni hluta október og tveir dagar í lok febrúar. Ef helgar eru teknar með í reikninginn þá eru þessi tilteknu vetrarfrí fimm dagar í október og fjórir dagar í febrúar. Til samanburðar eru vetrarfrí grunnskóla í Danmörku, Svíþjóð og Noregi fimm virkir dagar í október og aðrir fimm í febrúar, níu dagar hvort um sig ef helgar eru taldar með.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skiptar skoðanir um eitt leyfisbréf

16:47 Hugmyndir eru til skoðunar í menntamálaráðuneytinu um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennslu í framhaldsskólum, grunnskólum og leikskólum í stað þess að gefin séu út eitt leyfisbréf fyrir hvert skólastig líkt og staðan er í dag. Meira »

Innkalla 113 Ford Edge-bifreiðar

15:43 Neytendastofu hefur borist sú tilkynning frá bílaumboðinu Brimborg að innkalla þurfi díselknúnar Ford Edge-bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018. Alls eru þetta 113 bifreiðar. Meira »

Eltu börn á hvítum sendibíl

15:19 Lögreglunni á Suðurnesjum bárust tvær tilkynningar um grunsamlega menn sem óku um á hvítum sendiferðabíl og eltu uppi börn í síðustu viku. Meira »

Tengist ekki Atlantic SuperConnection

15:05 Fram kemur í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að rangt sé að fyrirtækið Atlantic SuperConnection hafi verið að skoða möguleika á lagningu sæstrengsins Ice-Link á milli Bretlands og Íslands sem sé á verkefnalista Evrópusambandsins. Meira »

Svisslendingar eyða mestu á Íslandi

14:49 Svisslendingar eru sá hópur ferðamanna sem eyddi mest í neyslu hér á landi á síðasta ári. Að meðaltali eyddi hver Svisslendingur 292 þúsund krónum í heimsókn sinni á Íslandi. Meira »

Fjölmiðlanefnd sýknuð af kröfum 365

14:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlanefnd af kröfum 365 miðla um ógildingu á ákvörðun nefndarinnar um álagningu stjórnvaldssektar vegna birtingar áfengisauglýsinga í tilteknum heftum tímaritsins Glamour. Meira »

Heitt vatn rann í Flókadalsá eftir bilun

14:12 Á ellefta tímanum í morgun varð bilun á Deildartunguæð rétt austan við Flókadalsá í Borgarfirði. Hitaveitulögnin flytur heitt vatn úr Deildartungu til Akraness og Borgarbyggðar. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að lokað hafi verið fyrir vatnsrennslið um leið og bilunin uppgötvaðist og viðgerð stendur nú yfir. Meira »

Draga ráðgjöfina til baka

13:12 Ráðgjöf fyrir veiðar á úthafskarfa, sem birt var á vef Hafrannsóknastofnunar í gær og Morgunblaðið greindi frá í dag, hefur verið dregin til baka. Samkvæmt ráðgjöfinni skyldu veiðar ekki stundaðar á stofnum efri og neðri úthafskarfa. Meira »

Fjordvik komið til Hafnarfjarðar

13:11 Flutn­inga­skipið Fjor­d­vik kom inn í Hafnarfjarðarhöfn í hádeginu en það var dregið þangað af tveimur dráttarbátum frá Keflavík klukkan hálfníu í morgun. Meira »

Sóknir landsins með 453 milljóna afgang

12:44 Heildarrekstrarhagnaður kirkjusókna landsins nam á síðasta ári 453 milljónum króna, en tekjur sóknanna námu 3,06 milljörðum meðan gjöld voru 2,6 milljarðar. Hallgrímssókn var með lang hæstar tekjur, eða 377,2 milljónir, en „aðrar tekjur“ námu 315,8 milljónum. Meira »

Alibaba slær áður þekkt netsölumet

12:32 „Single´s Day“ hefur tekið við af Valentínusardeginum og gott betur ef marka má sölutölur kínversku netverslunarinnar Alibaba. Sölumet var slegið þegar verslað var fyrir um einn milljarð dollara, eða um 120 milljarða króna. Og það á 85 sekúndum. Meira »

Voru um kílómetra frá fundarstaðnum

12:07 „Ég man vel eftir þeim [Þorsteini Guðjónssyni og Kristni Rúnarssyni],“ segir Leifur Örn Svavarsson, leiðsögumaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, sem er nýkomin heim úr grunnbúðum Everest. Þar var hann með hóp um kílómetra frá þeim stað þar sem þeir félagar fundust. Meira »

38% styðja ríkisstjórnina

11:59 Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 19,8% í nýrri könnun MMR. Næst kemur Samfylkingin með 16,6 % og Miðflokkurinn með 12,1%. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 37,9%. Meira »

Fjordvik á leið til Hafnarfjarðar

11:40 Flutn­inga­skiptið Fjor­d­vik er á leið til Hafnarfjarðar en það er dregið þangað af tveimur dráttarbátum. Áður hafði það verið flutt af strandstað í Helguvík til Keflavíkur á föstudag. Meira »

Kind birtist á heilsugæslunni

11:29 Kind með tvö lömb fór inn á heilsugæsluna á Eskifirði í gær en kindin hefur reynst smölum á Eskifirði erfið í haust. Sævar Guðjónsson, íbúi á Eskifirði, birti stutt myndskeið þar sem dýrin koma inn á heilsugæsluna. Meira »

Breytir atvinnuháttum í Súðavík

11:26 „Þetta er stórt verkefni, sem hefur ákveðna breytingu í för með sér á atvinnuháttum í sveitarfélaginu, en myndi tryggja stöðu þorpsins. Við tókum meðvitaða ákvörðun 2014 þegar glitti í góðæri að safna fé og fara ekki í framkvæmdir meðan unnið væri að nýjum verkefnum. Það hefur leitt til þess að fjárhagsleg staða okkar er sterk.“ Meira »

Engin þörf á 17 aðstoðarmönnum

10:21 „Það er engin þörf á 17 nýjum aðstoðarmönnum þingflokka til að aðstoða við lagasmíð þingmanna. Það er hins vegar full þörf á að styrkja lagaskrifstofu þingsins til að hún geti bæði aðstoðað við slíka smíð og gætt þess að villur séu ekki í þeim málum sem koma fram.“ Meira »

„Vinnan er í raun aldrei búin“

09:08 Þann 19. nóvember næstkomandi verða Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent og er markmiðið með þeim að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna vébanda og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Meira »

Strókur endurvakinn með dælum

08:18 „Ég stefni að því að láta hann blása fyrir vorið,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til gervigoshversins Stróks sem finna má við Perluna í Öskjuhlíð í Reykjavík. Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...