Fjöldi kennslutíma á pari við OECD-ríkin

mbl.is/​Hari

Samkvæmt gögnum OECD fyrir árið 2017 er heildarfjöldi kennslutíma í grunnskólum landsins rúmlega 7.600 klukkustundir, sem er á pari við meðaltal OECD-ríkja. Noregur er rétt undan Íslandi en kennslutímar í grunnskólum þar fyrir árið 2017 voru samtals 7.894 klst. Danmörk er langefst með 10.960 klst. Tölurnar ná til kennslutíma frá upphafi barnastigs til loka unglingastigs. Í skýrslum OECD um nám á barna- og unglingastigi er þó bent á að það er ekki fjöldi kennslutíma sem skiptir sköpum um hvað varðar námsgæði, heldur er meginþátturinn sá hvernig tími nemenda er nýttur og hvað fög eru kennd.

Skipulag grunnskóla landsins

Skipulag grunnskóla landsins kemur reglulega upp í umræðuna er skólar hefjast á nýjan leik eftir sumarfrí. Til að mynda hefur umræða vegna fjöldi frídaga grunnskólabarna, sem eru 73 á hverju ári samkvæmt úttekt Sólveigar Ragnheiðar Gunnarsdóttur á Facebook, vakið mikla athygli, og fjallað var um á mbl.is í fyrradag.

Í samtali við mbl.is sagði Sólveig m.a. að frídagarnir væru íþyngjandi, sérstaklega fyrir einstæða og efnaminni foreldra. „Þeir eru ekki að fara að kaupa einhver rándýr námskeið fyrir börnin sem eru kannski orðin leið á frístundinni. Ef þú vilt leyfa þeim að fara í eitthvað annað en frístundina er það mjög dýrt,“ sagði Sólveig við mbl.is.

Sérstakir starfsdagar kennara á starfstíma nemenda eru fimm, og átta utan starfstíma nemenda. Miða skal við að lágmarki verði þrír af fimm starfsdögum samræmdir í grunnskólum og leikskólum í næsta nágrenni, segir í upplýsingum við skóladagatöl Reykjavíkurborgar.

Sýna fríum fólks skilning

Aðspurður hvernig viðhorf atvinnurekenda eru gagnvart fríum fólks vegna barna segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að í heild séu atvinnurekendur umburðarlyndir gagnvart fríum hjá starfsfólki vegna barna sinna.

„Við sjáum það núna við setningu skólanna, þar fylgja foreldrar börnum sínum í yfirgnæfandi meirihluta tilvika. Auðvitað er þessu sýndur skilningur. Ég hef hins vegar tekið fram að þetta eru mjög margir frídagar yfir árið og maður sér það þegar þessi mál eru rædd að miklar undirtektir eru við því að breytinga sé þörf,“ segir Halldór einnig í samtali við Morgunblaðið

Skóladagar skulu vera 180

Samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands skulu skóladagar nemenda í grunnskólum vera 180 á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní. Þegar litið er á fjölda skóladaga hjá nemendum á barna- og unglingastigi annars staðar á Norðurlöndunum kemur nokkur munur í ljós.

Skóladagar danskra nemenda eru 200 talsins og frídagar 51 samkvæmt óformlegri úttekt blaðamanns. Munurinn á fjölda frídaga milli íslenskra og danska grunnskóla barna skýrist helst á því að skólaárið í Danmörku er lengra en það íslenska. Nær það frá miðjum ágúst til loka júnímánaðar. Skólalok í Danmörku eru því um þremur vikum seinna en á Íslandi og sumarfríið þannig styttra. Þá eru skóladagarnir 178 hjá sænskum nemendum, 190 í Noregi og 187 hjá Finnum, samkvæmt gögnum OECD. Í mörgum öðrum Evrópulöndum eru skóladagarnir á bilinu 170-180 talsins, en meðalfjöldi skóladaga á barnastigi hjá OECD-ríkjum er 185.

Veglegri vetrarfrí erlendis

Við nánari athugun blaðamanns á frídögum grunnskóla á Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum sést að vetrarfrí eru talsvert lengri þar en gengur og gerist í grunnskólum hér. Samkvæmt skóladagatali Reykjavíkurborgar eru þrír dagar í vetrarleyfi í seinni hluta október og tveir dagar í lok febrúar. Ef helgar eru teknar með í reikninginn þá eru þessi tilteknu vetrarfrí fimm dagar í október og fjórir dagar í febrúar. Til samanburðar eru vetrarfrí grunnskóla í Danmörku, Svíþjóð og Noregi fimm virkir dagar í október og aðrir fimm í febrúar, níu dagar hvort um sig ef helgar eru taldar með.

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Stefndu mér!“

11:10 Aldís Schram segir föður sinn vera siðblindan kynferðisbrotamann en hún hefur sett inn færslu á Facebook í tilefni af beiðni mbl.is um viðtal í gær vegna yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í gærmorgun. Meira »

Spá hríð og skafrenningi

11:03 Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að útlit sé fyrir hríð, skafrenning og slæmu skyggni á Hellisheiði og öðrum fjallvegum suðvestanlands milli klukkan 18 og 21 í kvöld. Meira »

Ræða bréfaskrif Jóns Baldvins

09:20 Gunnar Hrafn Birgisson, doktor í klínískri sálfræði er gestur Bjartar Ólafsdóttur í þættinum Þingvellir á K100 klukkan tíu. Þau munu meðal annars ræða bréfaskrif Jóns Baldvins Hannibalssonar til Guðrúnar Harðardóttur í þættinum. Meira »

Svipað magn og við krufningar

09:17 Ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna hefur fjölgað gríðarlega undanfarin misseri og rannsókn á blóðsýnum þeirra sýnir svo að ekki verður um villst að margir þeirra sem eru úti í umferðinni eru undir áhrifum vímuefna og eða lyfja. Kvíðalyf eru þar áberandi. Meira »

Unnið að hreinsun gatna

08:09 Hálka og hálkublettir eru á öllum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu en starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa frá því nótt verið að hreinsa götur og stíga en heldur bætti í snjóinn í nótt. Meira »

Frábær árangur hjá íslensku konunum

07:58 Fimm af þeim átta íslensku ofurhlaupurum sem tóku þátt í Hong Kong ultra-hlaup­inu sem hófst aðfararnótt laugardags luku keppni. Íslensku konurnar stóðu sig frábærlega í hlaupinu en þær luku allar keppni. Tveir af fimm körlum náðu að ljúka hlaupinu. Meira »

Náðist eftir eftirför

07:21 Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu í hverfi 104 á fjórða tímanum í nótt en náðist eftir eftirför. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vara sviptur ökuréttindum. Hann var einn fjölmargra sem var stöðvaður í gærkvöldi og nótt fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. Meira »

Stormur og snjókoma í kvöld

07:07 Dagurinn byrjar á klassísku vetrarveðri, suðvestanátt og éljum um landið sunnan- og vestanvert, en víða léttskýjað fyrir austan og frost um allt land. Um kvöldmatarleytið koma skil upp að landinu suðvestanverðu með suðaustan hvassviðri eða stormi og snjókomu. Meira »

Tvö útköll á dælubíla

06:58 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti tveimur brunaútköllum í nótt en í báðum tilvikum tengt eldamennsku.   Meira »

Þrír haldi vegna líkamsárásar

06:51 Lögreglan handtók þrjá menn í Hafnarfirðinum á níunda tímanum í gærkvöldi vegna líkamsárásar, vopnaburðar og vörslu fíkniefna. Mikið álag var á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt vegna ölvunar og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Gul viðvörun á morgun

Í gær, 22:51 Gul viðvörun er í gildi vegna hríðarveðurs annað kvöld á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðvesturlandi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun á morgun ganga í suðaustan 15-23 m/s undir kvöldið með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

Í gær, 22:20 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

Ísland eins og Havaí árið 1960

Í gær, 21:35 Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

Í gær, 21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

Í gær, 21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

Í gær, 19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

Í gær, 19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

Í gær, 18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

Í gær, 18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »