Fjöldi kennslutíma á pari við OECD-ríkin

mbl.is/​Hari

Samkvæmt gögnum OECD fyrir árið 2017 er heildarfjöldi kennslutíma í grunnskólum landsins rúmlega 7.600 klukkustundir, sem er á pari við meðaltal OECD-ríkja. Noregur er rétt undan Íslandi en kennslutímar í grunnskólum þar fyrir árið 2017 voru samtals 7.894 klst. Danmörk er langefst með 10.960 klst. Tölurnar ná til kennslutíma frá upphafi barnastigs til loka unglingastigs. Í skýrslum OECD um nám á barna- og unglingastigi er þó bent á að það er ekki fjöldi kennslutíma sem skiptir sköpum um hvað varðar námsgæði, heldur er meginþátturinn sá hvernig tími nemenda er nýttur og hvað fög eru kennd.

Skipulag grunnskóla landsins

Skipulag grunnskóla landsins kemur reglulega upp í umræðuna er skólar hefjast á nýjan leik eftir sumarfrí. Til að mynda hefur umræða vegna fjöldi frídaga grunnskólabarna, sem eru 73 á hverju ári samkvæmt úttekt Sólveigar Ragnheiðar Gunnarsdóttur á Facebook, vakið mikla athygli, og fjallað var um á mbl.is í fyrradag.

Í samtali við mbl.is sagði Sólveig m.a. að frídagarnir væru íþyngjandi, sérstaklega fyrir einstæða og efnaminni foreldra. „Þeir eru ekki að fara að kaupa einhver rándýr námskeið fyrir börnin sem eru kannski orðin leið á frístundinni. Ef þú vilt leyfa þeim að fara í eitthvað annað en frístundina er það mjög dýrt,“ sagði Sólveig við mbl.is.

Sérstakir starfsdagar kennara á starfstíma nemenda eru fimm, og átta utan starfstíma nemenda. Miða skal við að lágmarki verði þrír af fimm starfsdögum samræmdir í grunnskólum og leikskólum í næsta nágrenni, segir í upplýsingum við skóladagatöl Reykjavíkurborgar.

Sýna fríum fólks skilning

Aðspurður hvernig viðhorf atvinnurekenda eru gagnvart fríum fólks vegna barna segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, að í heild séu atvinnurekendur umburðarlyndir gagnvart fríum hjá starfsfólki vegna barna sinna.

„Við sjáum það núna við setningu skólanna, þar fylgja foreldrar börnum sínum í yfirgnæfandi meirihluta tilvika. Auðvitað er þessu sýndur skilningur. Ég hef hins vegar tekið fram að þetta eru mjög margir frídagar yfir árið og maður sér það þegar þessi mál eru rædd að miklar undirtektir eru við því að breytinga sé þörf,“ segir Halldór einnig í samtali við Morgunblaðið

Skóladagar skulu vera 180

Samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands skulu skóladagar nemenda í grunnskólum vera 180 á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní. Þegar litið er á fjölda skóladaga hjá nemendum á barna- og unglingastigi annars staðar á Norðurlöndunum kemur nokkur munur í ljós.

Skóladagar danskra nemenda eru 200 talsins og frídagar 51 samkvæmt óformlegri úttekt blaðamanns. Munurinn á fjölda frídaga milli íslenskra og danska grunnskóla barna skýrist helst á því að skólaárið í Danmörku er lengra en það íslenska. Nær það frá miðjum ágúst til loka júnímánaðar. Skólalok í Danmörku eru því um þremur vikum seinna en á Íslandi og sumarfríið þannig styttra. Þá eru skóladagarnir 178 hjá sænskum nemendum, 190 í Noregi og 187 hjá Finnum, samkvæmt gögnum OECD. Í mörgum öðrum Evrópulöndum eru skóladagarnir á bilinu 170-180 talsins, en meðalfjöldi skóladaga á barnastigi hjá OECD-ríkjum er 185.

Veglegri vetrarfrí erlendis

Við nánari athugun blaðamanns á frídögum grunnskóla á Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum sést að vetrarfrí eru talsvert lengri þar en gengur og gerist í grunnskólum hér. Samkvæmt skóladagatali Reykjavíkurborgar eru þrír dagar í vetrarleyfi í seinni hluta október og tveir dagar í lok febrúar. Ef helgar eru teknar með í reikninginn þá eru þessi tilteknu vetrarfrí fimm dagar í október og fjórir dagar í febrúar. Til samanburðar eru vetrarfrí grunnskóla í Danmörku, Svíþjóð og Noregi fimm virkir dagar í október og aðrir fimm í febrúar, níu dagar hvort um sig ef helgar eru taldar með.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kirkjufellið varasamt

13:17 Mikill viðbúnaður var við Kirkjufellið í gær vegna björgunar þar sem ferðamaður féll í fjallinu og lést. Í ferðaþættinum Úti var farið með Baltasar Kormák upp á Kirkjufell og mátti þar sjá óhugnalegar og erfiðar aðstæður. Róbert Marshall ritstjóri Úti fór fyrir leiðangrinum í vetur. Meira »

Bendir á tengsl Fréttablaðsins og VSV

13:09 Stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og sömuleiðis varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Brims. Meira »

Deilt um bótakröfu hjúkrunarfræðings

12:00 Deilt var um það við aðalmeðferð á skaðabótamáli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings gegn íslenska ríkinu fyrir Landsrétti í morgun hvort hún hafi sjálf stuðlað að því að ákæra var gefin út á hendur henni um manndráp af gáleysi. Meira »

„Röð af klaufaskap og mistökum“

11:57 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, segir ferlið frá því að skóflu­stunga að bygg­ing­unni sem hýs­ir já­eindaskann­ann var tek­in í janú­ar árið 2016 og þar til hann var tekinn í notkun í síðustu viku vera röð af klaufaskap og mistökum. Meira »

Veltu björgum með risavöxnu kúbeini

11:56 Vel gekk að rúlla niður björgum við Esjuna nærri toppi Þverfellshorns í morgun. Þrír verkfræðingar á vegum Eflu fóru fyrir aðgerðunum ásamt starfsfólki Skógræktarfélags Reykjavíkur sem sá um að vakta göngustíga við fjallið. Meira »

Níu þúsund börn þreyta samræmd próf

11:25 Á morgun hefjast samræmd próf fyrir nemendur í 4. og 7. bekk, en frá 20.-28. september verða lögð próf í íslensku og stærðfræði fyrir nemendurna. Þetta eru fyrstu almennu samræmdu könnunarprófin sem lögð eru fyrir frá því að tæknileg vandamál urðu í tveimur prófum nemenda í 9. bekk í mars fyrr á þessu ári. Meira »

200 þúsund laxar drápust

11:01 200 þúsund laxar drápust í eldi Arnarlax í Tálknafirði í febrúar. Í svari Matvælastofnunar við fyrirspurn í lok þess mánaðar sagði að 53 þúsund laxar hefðu drepist, og hafa hærri tölur ekki birst fyrr en nú. Til sam­an­b­urðar má geta að á ár­inu 2016 voru 53.600 lax­ar veidd­ir á stöng á Íslandi. Meira »

Æfa viðbrögð við árás á Landhelgisgæsluna

10:27 Hluti heræf­ing­ar NATO, Tri­dent Junct­ure, verður hald­inn hér á landi um miðjan október sem und­an­fari aðalæf­ing­ar­inn­ar sem hefst 25. októ­ber nk. í Nor­egi. Mun hún standa í tvær vik­ur og verður hún stærsta varnaræfing bandalagsins frá 2015. Meira »

Kannabismál á Austurlandi telst upplýst

10:12 Lögreglan hefur sleppt öllum fjórum úr haldi sem voru handteknir í gær vegna kannabisræktunar á Breiðdalsvík og í Fellabæ. Rannsókn málsins heldur áfram í dag, en lögreglan segir málið að mestu leyti upplýst. Meira »

Árrisulum göngumönnum vísað frá Esjunni

08:43 Nokkrir frískir göngumenn ætluðu aldeilis að byrja þennan vindasama miðvikudag af krafti og ganga upp Esjuna. Er þeir voru að leggja í hann klukkan sjö í morgun tók á móti þeim hópur verkfræðinga sem var í þann mund að fara að rúlla niður nokkrum björgum við fjallið nærri toppi Þverfellshorns. Meira »

Piparkökur komnar í verslanir

07:57 Sala er hafin á jólavarningi í verslunum Bónuss. Verslunarkeðjan er byrjuð að selja piparkökur og kerti.  Meira »

Endurnýjun við Miklubraut

07:57 Götumynd Miklubrautar og umhverfis hennar vestan Lönguhlíðar hefur tekið miklum breytingum eftir að hlaðinn var grjótkörfuveggur meðfram götunni í því skyni að bæta hljóðvist og auka umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Meira »

Vaxandi rigning með snjókomu til fjalla

07:31 Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu í dag, en vaxandi norðanátt verður í dag með rigningu fyrir norðan og austan, en slyddu eða snjókomu til fjalla. Færð getur því orðið varasöm á fjallvegum þegar líður að kvöldi. Meira »

Grunaður um alvarlegt brot á samkeppnislögum

07:10 Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Meira »

57% öryrkja með geðgreiningu

06:43 Tæp­lega 38% ör­yrkja, sjö þúsund og tvö hundruð manns, eru ör­yrkj­ar á grund­velli geðrösk­un­ar sem fyrstu grein­ing­ar. Hlut­fallið fer upp í 56,6% eða hátt í ell­efu þúsund manns þegar litið er til allra þeirra sem eru með geðgrein­ingu ásamt fleiri grein­ing­um. Meira »

Fannst í annarlegu ástandi í kjallaranum

06:11 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var barst tilkynning um hávaða frá íbúð við Hringbraut á öðrum tímanum í nótt. Er lögregla kom á staðinn fannst eigandi íbúðarinnar hvergi í íbúðinni. Meira »

Meirihluti Borealis úr landi

05:30 Alþjóðlegt sérhæft gagnaversfyrirtæki, Etix Group, með höfuðstöðvar í Lúxemborg, hefur keypt 55% hlut í gagnaversfyrirtækinu Borealis Data Center. Etix Group er að 41% hluta í eigu japanska bankans SBI Holdings. Meira »

300 æfa viðbrögð við hryðjuverkum

05:30 Árleg æfing sprengjusérfræðinga, Northern Challenge, er haldin á Suðurnesjum um þessar mundir. Frá þessu er greint á heimasíðu Landhelgisgæslu Íslands. Meira »

Fráveita skýrir há fasteignagöld

05:30 Mikill kostnaður við uppbyggingu hreinsistöðva, fráveitu og tengdra mannvirkja er meginástæða þess hve há fasteignagjöld í Borgarbyggð eru. Byggðastofnun birti á dögunum samanburð á heildarálagningu fasteignagjalda í 26 sveitarfélögum á landinu. Þar er Borgarbyggð í 2. sæti. Meira »
Sultukrukkur, minibarflöskur og skór...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Masters (50+) námskeið í bogfimi.með þjálfara
Námskeiðið er á mánudögum og miðvikudögum 18:30-20:00 Haust önn Júlí til Desemb...