Betra sumar en spáð var

Feðgarnir Davíð Ólafsson og Ólafur Torfason.
Feðgarnir Davíð Ólafsson og Ólafur Torfason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, segir meiri eftirspurn hjá hótelkeðjunni í sumar en útlit var fyrir eftir vorið. Þá sé bókunarstaðan í haust góð. Hann segir veltuna hjá Íslandshótelum aukast milli ára.

Árið í fyrra var metár hjá félaginu sem er stærsta hótelkeðja landsins með 17 hótel víðsvegar um landið. „Það er að rætast úr haustinu. Árið hangir í áætlunum,“ segir Ólafur.

Eftirspurnin hjá hótelum í maí og júní var almennt undir áætlunum. Þótti þá ljóst að ferðamönnum myndi fjölga minna í ár en spáð hafði verið. Ólafur telur umræðuna hafa verið of neikvæða. Árið verði engu að síður gott, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert