Bregða búi eftir fjörutíu ára búskap

Sveindís Guðfinnsdóttir og Hávarður Benediktsson í Kjörvogi.
Sveindís Guðfinnsdóttir og Hávarður Benediktsson í Kjörvogi. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það er ekki tregalaust sem við förum, en þetta er bara svona og kannski það sem verður,“ segir Sveindís Guðfinnsdóttir, bóndi í Kjörvogi í Árneshreppi á Ströndum.

Sveindís og maður hennar, Hávarður Benediktsson, hafa ákveðið að bregða búi í haust og flytja til Hólmavíkur. Þau hafa búið í Kjörvogi í yfir fjóra áratugi.

Þar með fækkar enn í Árneshreppi, en síðustu ár hefur búskap verið hætt á Finnbogastöðum, Bæ, Krossnesi og öðru heimilinu í Árnesi. Og munar um minna. Nú eru 47 skráðir með lögheimili í hreppnum.

Þá kemur fram í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag, að ekkert skólahald verður í hreppnum í vetur því aðeins er eitt barn er á grunnskólaaldri þar. Sveitarstjórinn tekur fyrir að hreppurinn verði sameinaður öðrum í bráð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »