Skoða „mjög stór“ mál gegn Magnúsi

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon.
Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon.

„Ég get staðfest að við erum að skoða alvarlega að fara í frekari mál. Ég hugsa að það muni ekki fara fram hjá fjölmiðlum þegar það gerist,“ segir Geir Gestsson, skiptastjóri þrotabús United Silicon, spurður hversu mörg mál til viðbótar þrotabúið ætli að höfða gegn Magnúsi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins.

Hann segir að málin séu nokkur talsins og mjög stór.

Nú þegar hefur þrotabúið höfðað tvö mál gegn Magnúsi vegna meintra fjársvika, annað upp á 4,2 milljónir evra, eða um hálfan milljarð, og það síðara vegna 570 þúsund evra sem nær til bankareikninga í Danmörku, eins og RÚV sagði fyrst frá í gær. 

Skýrslur teknar af mönnum

Bæði málin voru höfðuð vegna skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins KPMG og voru þau bæði kærð til embættis héraðssaksóknara, þar sem þau eru til rannsóknar.

Spurður segist Geir ekki vita hvenær rannsókninni þar lýkur. Samkomulag hefur verið gert á milli lögmanna þrotabúsins og Magnúsar um að málunum verði frestað þangað til rannsókninni lýkur og búið verður að varpa frekara ljósi á það sem gerðist.

Hann kveðst ekki vita til þess að héraðssaksóknari hafi gert húsleitir vegna málsins sem kom upp í Danmörku en segir að skýrslur hafi verið teknar af mönnum.

Verksmiðja United Silicon.
Verksmiðja United Silicon. mbl.is/RAX

Lagt inn á reikninga í Spar Nord

Að sögn Geirs var KPMG ráðið til að skila skýrslu um málefni United Silicon á meðan félagið var í greiðslustöðvunarferli sem hófst um miðjan ágúst í fyrra.

Skýrslunni var skilað um miðjan nóvember sama ár en um tveimur mánuðum síðar, eða 22. janúar síðastliðinn, fór Sameinað sílicon ehf. í gjaldþrot.

KMPG komst að þeirri niðurstöðu að möguleiki kynni að vera á fjárdrætti af hálfu Magnúsar upp á 4,2 milljónir evra. Eftir útgáfu skýrslunnar uppgötvaðist meira og var tilkynnt um það sérstaklega í viðbótarskýrslu. Þar er átt við dönsku reikningana og var seinna málið höfðað vegna þeirra.

Geir segir að samkvæmt skýrslunni hafi verið stofnaðir reikningar hjá danska bankanum Spar Nord. Þangað hafi borist greiðslur sem áttu að berast til Sameinaðs sílicons ehf. Eftir það voru greiðslurnar fluttar þaðan til félagsins Tomahawk Development sem er í eigu Magnúsar.

Ljósmynd/Víkurfréttir

Magnús undirritaði skjal í Amsterdam

Fyrr á árinu höfðaði þrotabú United Silicon annað mál gegn félaginu United Silicon Holding í Hollandi vegna vátrygginga.

Geir bendir á að tvenns konar tjón hafi orðið á rekstri Sameinaðs sílicons ehf., annars vegar tjón á útbúnaði og hins vegar rekstrarstöðvunartjón. Hvort tveggja féll undir skilmála vátryggingar sem félagið var með hjá hollenska tryggingafyrirtækinu Marsh. Það samþykkti að greiða þrotabúinu fjárhæðina, um 112 milljónir króna, en fyrst vantaði undirritun frá United Silicon Holding í Hollandi til að greiðslan færi í gegn.

Til þess að fá samþykkið höfðaði Sameinað sílicon ehf. mál gegn félaginu. Fyrirsvarsmaður þess, Magnús Garðarsson,mætti í þinghald í Amsterdam og undirritaði skjal um samþykki fyrir greiðslunni.

Hættu við 59 milljóna kolamál

Taka átti annað mál, sem tengist Clean Carbon, fyrir í héraðsdómi í gær. Fyrirtækið taldi sig eiga einni kol hjá United Silicon að verðmæti 59 milljónir króna. Geir neitaði þeirri kröfu og því átti að fara með málið fyrir héraðsdóm. Fyrir þinghaldið í gær féll Clean Carbon aftur á móti frá kröfu um eignarrétt á kolunum.

Kröfuhafarnir voru 156 

Spurður segir Geir að 156 kröfuhafar hafi lýst yfir kröfum í þrotabú United Silicon en fresturinn til þess rann út 30. mars. Stærsti kröfuhafinn var Arion banki með 9,5 milljarða kröfu og næstir á eftir honum komu BIT Fondel, Tenova og ÍAV.

Lýstar kröfur í þrotabúið námu alls um 23,5 milljörðum króna.

Afstaða var tekin til forgangskrafna en ekki til almennra krafna. Níu milljarða forgangskröfur Arion banka voru samþykktar.

mbl.is

Innlent »

Ókeypis og án aukaverkana

20:35 Laufey Steindórsdóttir var í krefjandi starfi sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur þegar hún örmagnaðist á líkama og sál. Lífið gjörbreyttist eftir að hún kynntist jóga og hugleiðslu. Nú vinnur hún hörðum höndum að því að breiða út boðskapinn. Meira »

Kokkur ársins í beinni útsendingu

19:56 Nýr kokkur ársins verður krýndur í kvöld í Hörpu þar sem keppnin Kokkur ársins fer nú fram. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á mbl.is. Meira »

Tveir með annan vinning í Lottó

19:37 Tveir spilarar voru með annan vinning í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hvor um sig 159 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Prinsinum í Hraunbæ og á Lotto.is. Meira »

Þórdís vill taka á kennitöluflakki

18:36 Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem ætlað er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og er þar kennitöluflakk í atvinnurekstri fyrst og fremst undir. Í því er að finna tillögur um að hægt verði að úrskurða einstaklinga í atvinnurekstrarbann í allt að þrjú ár með dómi. Meira »

Ráðherra settist við saumavélina

17:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var liðtækur á Umhverfisdegi Kvenfélagasambands Íslands í dag þar sem áhersla var lögð á fatasóun. Meira »

Leita að betra hráefni í fiskafóður

17:25 Lirfur sem éta afganga frá matvælaframleiðslu og sveppir sem nærast á hliðarafurðum úr skógrækt gætu verið framtíðin í fóðrun eldisfisks. Meira »

„Ríkisstjórnin í spennitreyju“

17:20 „Við erum bara að lesa þetta núna en okkur sýnist fátt vera nýtt nema kannski það að það er að koma í ljós það sem fjármálaráð varaði við, að ríkisstjórnin er komin í spennitreyju og hún þarf að grípa til niðurskurðarhnífsins,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira »

Metþátttaka í stærðfræðikeppni

17:15 Úrslitakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar fór fram í dag, en þar öttu kappi 86 nemendur sem komist höfðu í gegn um fyrstu tvær umferðir keppninnar. Meira »

Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði

16:48 Félags- og barnamálaráðherra hyggst setja af stað vinnu við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof í samráði við hagsmunaaðila. Þetta kynnti hann á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi og sagði vel við hæfi enda verða liðin 20 ár frá gildistöku laganna árið 2020. Samhliða þessu er stefnt að því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði. Meira »

Kokkar keppa í Hörpu

16:38 Keppnin Kokkur ársins 2019 fer nú fram í Hörpu og stendur hún fram á kvöld, eða þegar nýr kokkur ársins verður krýndur þar um kl 23 í kvöld. Meira »

Nemendur þurft að taka frí að læknisráði

16:30 Edda Borg ólst upp í Bolungarvík og flutti 16 ára gömul til Reykjavíkur. Hún gifti sig 17 ára og byrjaði að búa í Hollywood. Tónskóla Eddu Borg stofnaði hún rúmlega tvítug en skólinn fagnar 30 ára afmæli í vor. Hún greindist með MS-sjúkdóminn árið 2007. Meira »

Vann söngkeppnina með Wicked Games

16:20 Þórdís Karlsdóttir úr félagsmiðstöðinni Bólinu í Mosfellsbæ fór með sigur af hólmi í Söngkeppni Samfés sem fram fór í dag, en þar flutti hún lagið Wicked Games eftir Chris Isaak með glæsibrag. Meira »

Báturinn kominn til Ísafjarðar

16:08 „Þeir komu rétt fyrir þrjú til Ísafjarðar og það er verið að vinna í því þar og okkar formlegu aðkomu er þannig séð lokið,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, um bát sem strandaði á Jökulfjörðum fyrr í dag. Meira »

Yfir 40 milljarðar til háskólanna

15:51 Framlög ríkisins til háskólastigsins mun hækka á næstu árum og mun fara yfir 40 milljarða króna árið 2023 samkvæmt fjármálaáætlun 2020 til 2024, a því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Meira »

Vatnsleki í ofni 2 hjá PCC Bakka

15:39 Ofn 2 í kísilveri PCC Bakka hefur verið til vandræða og berst starfsfólk við vatnsleka frá kælikerfinu. Bregðast þarf við því með viðgerð og var slökkt á ofninum í gær. Meira »

Haraldur með bestu fréttaljósmyndina

15:38 Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara opnaði klukkan 15 í dag í Smáralind og við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. Haraldur Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, átti bestu mynd í fréttaflokki. Meira »

Óvissuþættir í fjármálaáætlun

14:47 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2020 til 2024 gerir ráð fyrir að hægi á hagvexti, en að hann haldist um 2,5% á tímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við mbl.is að hann geri sér grein fyrir því að forsendur áætlunarinnar geti breyst. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás

13:48 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot og blygðunarsemisbrot gegn ósjálfráða manni á heimili sínu fyrir þremur árum. Meira »

4 milljörðum meira til samgöngumála

13:15 Fjögurra milljarða viðbótaraukning verður frá gildandi fjármálaáætlun til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem var kynnt í dag. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...