Skoða „mjög stór“ mál gegn Magnúsi

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon.
Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon.

„Ég get staðfest að við erum að skoða alvarlega að fara í frekari mál. Ég hugsa að það muni ekki fara fram hjá fjölmiðlum þegar það gerist,“ segir Geir Gestsson, skiptastjóri þrotabús United Silicon, spurður hversu mörg mál til viðbótar þrotabúið ætli að höfða gegn Magnúsi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins.

Hann segir að málin séu nokkur talsins og mjög stór.

Nú þegar hefur þrotabúið höfðað tvö mál gegn Magnúsi vegna meintra fjársvika, annað upp á 4,2 milljónir evra, eða um hálfan milljarð, og það síðara vegna 570 þúsund evra sem nær til bankareikninga í Danmörku, eins og RÚV sagði fyrst frá í gær. 

Skýrslur teknar af mönnum

Bæði málin voru höfðuð vegna skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins KPMG og voru þau bæði kærð til embættis héraðssaksóknara, þar sem þau eru til rannsóknar.

Spurður segist Geir ekki vita hvenær rannsókninni þar lýkur. Samkomulag hefur verið gert á milli lögmanna þrotabúsins og Magnúsar um að málunum verði frestað þangað til rannsókninni lýkur og búið verður að varpa frekara ljósi á það sem gerðist.

Hann kveðst ekki vita til þess að héraðssaksóknari hafi gert húsleitir vegna málsins sem kom upp í Danmörku en segir að skýrslur hafi verið teknar af mönnum.

Verksmiðja United Silicon.
Verksmiðja United Silicon. mbl.is/RAX

Lagt inn á reikninga í Spar Nord

Að sögn Geirs var KPMG ráðið til að skila skýrslu um málefni United Silicon á meðan félagið var í greiðslustöðvunarferli sem hófst um miðjan ágúst í fyrra.

Skýrslunni var skilað um miðjan nóvember sama ár en um tveimur mánuðum síðar, eða 22. janúar síðastliðinn, fór Sameinað sílicon ehf. í gjaldþrot.

KMPG komst að þeirri niðurstöðu að möguleiki kynni að vera á fjárdrætti af hálfu Magnúsar upp á 4,2 milljónir evra. Eftir útgáfu skýrslunnar uppgötvaðist meira og var tilkynnt um það sérstaklega í viðbótarskýrslu. Þar er átt við dönsku reikningana og var seinna málið höfðað vegna þeirra.

Geir segir að samkvæmt skýrslunni hafi verið stofnaðir reikningar hjá danska bankanum Spar Nord. Þangað hafi borist greiðslur sem áttu að berast til Sameinaðs sílicons ehf. Eftir það voru greiðslurnar fluttar þaðan til félagsins Tomahawk Development sem er í eigu Magnúsar.

Ljósmynd/Víkurfréttir

Magnús undirritaði skjal í Amsterdam

Fyrr á árinu höfðaði þrotabú United Silicon annað mál gegn félaginu United Silicon Holding í Hollandi vegna vátrygginga.

Geir bendir á að tvenns konar tjón hafi orðið á rekstri Sameinaðs sílicons ehf., annars vegar tjón á útbúnaði og hins vegar rekstrarstöðvunartjón. Hvort tveggja féll undir skilmála vátryggingar sem félagið var með hjá hollenska tryggingafyrirtækinu Marsh. Það samþykkti að greiða þrotabúinu fjárhæðina, um 112 milljónir króna, en fyrst vantaði undirritun frá United Silicon Holding í Hollandi til að greiðslan færi í gegn.

Til þess að fá samþykkið höfðaði Sameinað sílicon ehf. mál gegn félaginu. Fyrirsvarsmaður þess, Magnús Garðarsson,mætti í þinghald í Amsterdam og undirritaði skjal um samþykki fyrir greiðslunni.

Hættu við 59 milljóna kolamál

Taka átti annað mál, sem tengist Clean Carbon, fyrir í héraðsdómi í gær. Fyrirtækið taldi sig eiga einni kol hjá United Silicon að verðmæti 59 milljónir króna. Geir neitaði þeirri kröfu og því átti að fara með málið fyrir héraðsdóm. Fyrir þinghaldið í gær féll Clean Carbon aftur á móti frá kröfu um eignarrétt á kolunum.

Kröfuhafarnir voru 156 

Spurður segir Geir að 156 kröfuhafar hafi lýst yfir kröfum í þrotabú United Silicon en fresturinn til þess rann út 30. mars. Stærsti kröfuhafinn var Arion banki með 9,5 milljarða kröfu og næstir á eftir honum komu BIT Fondel, Tenova og ÍAV.

Lýstar kröfur í þrotabúið námu alls um 23,5 milljörðum króna.

Afstaða var tekin til forgangskrafna en ekki til almennra krafna. Níu milljarða forgangskröfur Arion banka voru samþykktar.

mbl.is

Innlent »

Tillaga um nýtt sjúkrahús til borgarráðs

Í gær, 22:22 „Það var enginn sem gat mælt gegn þessu,“ segir Eyþór Arnalds. Borgarstjórn samþykkti í kvöld að vísa tillögu hans um staðarvalsgreiningu fyrir aðra sjúkrahúsuppbyggingu í Reykjavík í borgarráð til úrvinnslu. „Það þarf líka að ná sátt í þessum málum og ekki vera í skotgröfum.“ Meira »

Landakotsskóli í stappi við borgina

Í gær, 22:06 Landakotsskóli hefur staðið í miklu stappi við Reykjavíkurborg varðandi kostnaðarþátttöku borgarinnar í frístund. Skólinn hefur boðið upp á hljóðfæranám og marga aðra áhugaverða kosti í frístund án þess að rukka sérstaklega fyrir þá og að vonast er til þess að svo verði hægt áfram. Meira »

Reykjavík önnur dýrasta borgin

Í gær, 21:18 Reykjavík er önnur dýrasta borg í Evrópu samkvæmt ferðavefnum Wanderu og fylgir þar á hæla Mónakó sem er dýrasta borgin og er aðgangur að reykvískum söfnum 28 sinnum hærri en í Chisinau í Moldvaíu, þar sem hann var ódýrastur. Ódýrasta borgin er hins vegar Skopje í Makedóníu Meira »

Vilja tryggja trúverðugleika úttektar

Í gær, 20:45 „Mál Áslaugar verður að sjálfsögðu skoðað sem hluti þessarar úttektar, og það verður skoðað frá öllum hliðum,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Að hennar sögn verður aðkoma óðháðs aðila að úttektinni tekin til skoðunar á stjórnarfundi á morgun. Meira »

Jáeindaskanninn kominn í notkun

Í gær, 20:33 Jáeindaskanninn á Landspítalanum við Hringbraut var tekinn í notkun í síðustu viku. Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, staðfestir í samtali við mbl.is að byrjað sé að nota skannann og að níu sjúklingar hafi þegar gengist undir rannsókn í tækinu. Meira »

„Auðvitað gekk ýmislegt á“

Í gær, 20:22 „Það er ánægjulegt að sjá þennan vilja til að fjárfesta í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við 200 mílur um kaup FISK-Seafood á öllum hlut Brims hf. í Vinnslustöðinni. Meira »

Pysjum bjargað í Vestmannaeyjum

Í gær, 20:05 Pysjutíðin stendur sem hæst um þessar mundir í Vestmannaeyjum og hafa margir Eyjamenn gert sér glaðan dag og bjargað pysjum.  Meira »

Reiði og tómleikatilfinning

Í gær, 19:53 Al­gengt er að fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un sé rang­lega greint með geðhvörf (bipol­ar) en þar standa sveifl­ur í skapi yfir í lengri tíma og eru sjald­gæfari ásamt því að önn­ur ein­kenni en skapsveifl­ur greina á milli hvorri rösk­un fyr­ir sig. Um 2-6% fólks er með röskunina. Meira »

Vænta góðs samstarfs eftir kaupin

Í gær, 19:15 Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri FISK-Seafood ehf., segir fyrirtækið sjá mikil tækifæri í rekstri Vinnslustöðvarinnar. 200 mílur greindu fyrr í dag frá kaupum FISK á öllum hlut Brims hf. í útgerðinni, fyrir 9,4 milljarða króna. Meira »

Opnun nýrrar stólalyftu frestast um ár

Í gær, 19:03 Ný stólalyfta í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður ekki opnuð í vetur eins og til stóð. Vegna ágreinings verktakans G. Hjálmarssonar og Vina Hlíðarfjalls, félagsins sem stendur að uppsetningu lyftunnar, mun opnun lyftunnar frestast um eitt ár. Meira »

Krabbameinslyf ófáanleg í 4 mánuði

Í gær, 19:01 Samheitalyfið Exemestan hefur ekki verið fáanlegt hér á landi síðan um miðjan maí, en það er nauðsynlegt fólki með brjóstakrabbamein. Fjölmiðlafulltrúi Actavis, sem flytur lyfið til landsins, segir að vonast sé til þess að ný sending komi til landsins á næstu dögum. Meira »

Enginn sett sig í samband við Áslaugu

Í gær, 18:51 „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi frá vinum og vandamönnum, og meira að segja fólki sem við þekkjum ekki neitt. Okkur þykir vænt um það og erum þakklát fyrir það, en það hefur enginn haft samband við Áslaugu sem einhverja ábyrgð ber á þessu máli,“ segir Einar Bárðarson. Meira »

„Við gerum þetta af ástríðu“

Í gær, 18:36 Þau eiga engra hagsmuna að gæta en tóku sig samt til og slógu Laugarneshólinn sem var kominn á kaf í kerfil og njóla. Hóllinn sá geymir dýrmætar æskuminningar systkinanna Þuríðar og Gunnþórs sem fæddust þar og ólust upp. Meira »

Hafa ráðið í 97,5% stöðugilda leikskóla

Í gær, 18:03 Í Reykja­vík á eft­ir að ráða í 38,8 stöðugildi í leik­skóla, 16,5 stöðugildi í grunn­skóla og 64 stöðugildi í frí­stunda­heim­ili og sér­tæk­ar fé­lags­miðstöðvar, sam­kvæmt upplýsingum sem safnað var 13. september. Meira »

Samþykkt að tryggja framgang borgarlínu

Í gær, 17:56 Borgarstjórn samþykkti rétt í þessu að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja fjögur verkefni til að tryggja framgöngu borgarlínu sem hágæðakerfis almenningssamgangna. Meira »

Einn slasaðist í hörðum árekstri

Í gær, 17:44 Einn slasaðist í hörðum árekstri tveggja fólksbíla á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar um fimmleytið í dag.  Meira »

Minnsta hækkun íbúðaverðs í sjö ár

Í gær, 17:24 Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,1% í ágúst samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands og hefur nú hækkað um 4,1% undanfarna 12 mánuði. Meira »

Reglugerð endurskoðuð til að jafna rétt barna

Í gær, 16:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að láta endurskoða ákvæði reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga fyrir tannlækningar og tannréttingar barna vegna afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Meira »

Borgin skoði málið þegar rannsókn lýkur

Í gær, 16:44 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill gefa stjórn Orkuveitunnar ákveðið svigrúm til að vinna að þeim málum sem tengjast uppsögnum innan Orku náttúrunnar. „Þetta eru mjög alvarleg mál sem eru að koma upp. Stjórn fyrirtækisins sem er með þetta á sínu borði lítur þetta alvarlegum augum.“ Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Myndir eftir Stórval
Til sölu nokkrar myndir eftir Stórval, m.a. þessi stærð 50x71, merkt á baki, mál...
Borð með blaðavasa.
Til sölu þetta borð á aðeins 4800.kr. uppl .8691204....