Skoða „mjög stór“ mál gegn Magnúsi

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon.
Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon.

„Ég get staðfest að við erum að skoða alvarlega að fara í frekari mál. Ég hugsa að það muni ekki fara fram hjá fjölmiðlum þegar það gerist,“ segir Geir Gestsson, skiptastjóri þrotabús United Silicon, spurður hversu mörg mál til viðbótar þrotabúið ætli að höfða gegn Magnúsi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins.

Hann segir að málin séu nokkur talsins og mjög stór.

Nú þegar hefur þrotabúið höfðað tvö mál gegn Magnúsi vegna meintra fjársvika, annað upp á 4,2 milljónir evra, eða um hálfan milljarð, og það síðara vegna 570 þúsund evra sem nær til bankareikninga í Danmörku, eins og RÚV sagði fyrst frá í gær. 

Skýrslur teknar af mönnum

Bæði málin voru höfðuð vegna skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins KPMG og voru þau bæði kærð til embættis héraðssaksóknara, þar sem þau eru til rannsóknar.

Spurður segist Geir ekki vita hvenær rannsókninni þar lýkur. Samkomulag hefur verið gert á milli lögmanna þrotabúsins og Magnúsar um að málunum verði frestað þangað til rannsókninni lýkur og búið verður að varpa frekara ljósi á það sem gerðist.

Hann kveðst ekki vita til þess að héraðssaksóknari hafi gert húsleitir vegna málsins sem kom upp í Danmörku en segir að skýrslur hafi verið teknar af mönnum.

Verksmiðja United Silicon.
Verksmiðja United Silicon. mbl.is/RAX

Lagt inn á reikninga í Spar Nord

Að sögn Geirs var KPMG ráðið til að skila skýrslu um málefni United Silicon á meðan félagið var í greiðslustöðvunarferli sem hófst um miðjan ágúst í fyrra.

Skýrslunni var skilað um miðjan nóvember sama ár en um tveimur mánuðum síðar, eða 22. janúar síðastliðinn, fór Sameinað sílicon ehf. í gjaldþrot.

KMPG komst að þeirri niðurstöðu að möguleiki kynni að vera á fjárdrætti af hálfu Magnúsar upp á 4,2 milljónir evra. Eftir útgáfu skýrslunnar uppgötvaðist meira og var tilkynnt um það sérstaklega í viðbótarskýrslu. Þar er átt við dönsku reikningana og var seinna málið höfðað vegna þeirra.

Geir segir að samkvæmt skýrslunni hafi verið stofnaðir reikningar hjá danska bankanum Spar Nord. Þangað hafi borist greiðslur sem áttu að berast til Sameinaðs sílicons ehf. Eftir það voru greiðslurnar fluttar þaðan til félagsins Tomahawk Development sem er í eigu Magnúsar.

Ljósmynd/Víkurfréttir

Magnús undirritaði skjal í Amsterdam

Fyrr á árinu höfðaði þrotabú United Silicon annað mál gegn félaginu United Silicon Holding í Hollandi vegna vátrygginga.

Geir bendir á að tvenns konar tjón hafi orðið á rekstri Sameinaðs sílicons ehf., annars vegar tjón á útbúnaði og hins vegar rekstrarstöðvunartjón. Hvort tveggja féll undir skilmála vátryggingar sem félagið var með hjá hollenska tryggingafyrirtækinu Marsh. Það samþykkti að greiða þrotabúinu fjárhæðina, um 112 milljónir króna, en fyrst vantaði undirritun frá United Silicon Holding í Hollandi til að greiðslan færi í gegn.

Til þess að fá samþykkið höfðaði Sameinað sílicon ehf. mál gegn félaginu. Fyrirsvarsmaður þess, Magnús Garðarsson,mætti í þinghald í Amsterdam og undirritaði skjal um samþykki fyrir greiðslunni.

Hættu við 59 milljóna kolamál

Taka átti annað mál, sem tengist Clean Carbon, fyrir í héraðsdómi í gær. Fyrirtækið taldi sig eiga einni kol hjá United Silicon að verðmæti 59 milljónir króna. Geir neitaði þeirri kröfu og því átti að fara með málið fyrir héraðsdóm. Fyrir þinghaldið í gær féll Clean Carbon aftur á móti frá kröfu um eignarrétt á kolunum.

Kröfuhafarnir voru 156 

Spurður segir Geir að 156 kröfuhafar hafi lýst yfir kröfum í þrotabú United Silicon en fresturinn til þess rann út 30. mars. Stærsti kröfuhafinn var Arion banki með 9,5 milljarða kröfu og næstir á eftir honum komu BIT Fondel, Tenova og ÍAV.

Lýstar kröfur í þrotabúið námu alls um 23,5 milljörðum króna.

Afstaða var tekin til forgangskrafna en ekki til almennra krafna. Níu milljarða forgangskröfur Arion banka voru samþykktar.

mbl.is

Innlent »

Lengur að slökkva eldinn en búist var við

18:17 Slökkvistarf stendur enn yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnafirði, þar sem eldur kviknaði á ellefta tímanum á föstudagskvöld.   Meira »

Stakk í gegn með traktornum

17:28 Aurskriða féll á heimreiðina að bæ Bergs Sigfússonar, bónda í Austurhlíð í Skaftártungu, honum til nokkurrar furðu. Þar mun ekki hafa fallið aurskriða í áttatíu ár. Meira »

„Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði

17:09 „Þetta er alveg gríðarlega verðmætt landsvæði, bara fyrir hjartað okkar og hugsun,“ segir Vigdís Finnbogadóttir um áformaða byggingu hótels á reit þar sem áður var Víkurkirkjugarður. Vigdís er tilbúin að safna fyrir skaðabótum ef þær þarf að greiða framkvæmdaaðilum. Meira »

Önnur lögmál gilda á netinu

16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »

Munu ekki loka veginum vegna holunnar

15:01 „Við lögum þetta á morgun. Þetta er nú ekkert stórvægilegt,“ segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, um stærðar holu sem myndaðist í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnaðist á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann á hættu að stórskemmast. Meira »

„Alvöru“ vetrarveður ekki í kortunum

14:02 Úrkoma í Reykjavík sl. sólarhring, frá 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun, var mesta úrkoma á einum sólarhring í nóvember frá upphafi mælinga. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri undanfarið miðað við árstíma og alvöru vetrarveður er ekki í kortunum að sögn veðurfræðings. Meira »

15 ára á toppinn eftir ársþjálfun

13:32 Hinn fimmtán ára gamli Gauti Steinþórsson gerði sér lítið fyrir og varð yngsti Íslendingurinn til þess að klífa Island Peak, 6.200 metra háan tind í Himalajafjöllum, eftir skyndihugdettu og ársundirbúning. Meira »

„Á að tala um sjálfsvíg sem veikindi“

13:02 „Við erum mjög stutt frá þeirri umræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni í Þingvöllum í dag þar sem því var m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »

Benda á möguleika íslenskunnar

11:15 Á Akureyri var haldið upp á Dag íslenskrar tungu meðal annars með því að fagna fjölbreytileika íslenskunnar. Það var gert með því að blása til ritlistarsamkeppnar fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Meira »

Úrkoman mikil á alla mælikvarða

10:39 Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag. Það sé þó ekkert miðað við Bláfjöll þar sem mælirinn hafi sýnt 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag. Meira »

Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

10:16 Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum. Meira »

Hegðunarvandamál nánast úr sögunni

09:35 Geturðu platað krakka til að hafa gaman af að læra? Hákon Sæberg velti því fyrir sér í kennaranáminu þar sem hann heillaðist af kennsluaðferðum leiklistar og aðferðinni sérfræðingskápan. Nemendur í 4. bekk Árbæjarskóla hafa lært um hvali í hlutverki sjávarlíffræðinga og um fjöll í hlutverki spæjara. Meira »

Ágúst Ólafur og Willum Þór með Björt á Þingvöllum

09:12 Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða meðal gesta Björt Ólafsdóttur í þættinum Þingvöllum á K100 nú í morgun og má því telja nokkuð ljóst að fjárlagafrumvarpið verði tekið til umræðu í þættinum. Meira »

Enn logar á Hvaleyrarbraut

07:33 Enn logar eldur í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og hefur slökkvilið verið með vakt á staðnum í alla nótt. Verulega hefur þó dregið úr umfanginu og voru tveir menn á vakt þar í nótt er veður var sem verst. Vonir standa þó til að vettvangur verði afhentur lögreglu í dag. Meira »

Gömlu Hringbraut lokað í janúar

07:05 Stefnt er að lokun gömlu Hringbrautarinnar 7. janúar 2019. Lokunin hafa í för með sér miklar breytingar á umferð og samgöngum á Landspítalalóðinni, meðal annars á leiðakerfi Strætó bs. Meira »
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...
Mergur málsins
Óska eftir að kaupa bókina Megur málsins eftir Jón G. Friðjónsson. Útg. Örn og ...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Hljómsveit A Kröyer
Hljómsveit A. KRÖYER Duett, trío, fyrir dansleiki, árshátíðir, þorrablót, einkas...