Gestum Borgarsögusafnsins fækkar

Landnámssýningin á Aðalstræti er vinsæll viðkomustaður fyrir ferðamenn. Hún er …
Landnámssýningin á Aðalstræti er vinsæll viðkomustaður fyrir ferðamenn. Hún er einn af sýningarstöðum Borgarsögusafnsins. mbl.is/RAX

„Það hefur frekar dregið úr aðsókn hjá okkur, almennt séð,“ segir Guðrún Helga Stefánsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkurborgar spurð um aðsókn ferðamanna á sýningarstaði safnsins í sumar.

Sýningarstaðir Borgarsögusafnsins eru í Árbæjarsafni, Landnámssýningunni í Aðalstræti, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Sjóminjasafni Reykjavíkur og í Viðey. Þá hófust sögusýningar í húsinu við Aðalstræti 10 fyrir nokkru síðan.

„Við gerum ráð fyrir því að það sé annars vegar vegna breyttrar hegðunar ferðamanna, þeir dvelji skemur og leyfi sér ef til vill minna vegna þess að krónan hefur verið það sterk. Hitt atriðið er að samkeppnin er meiri, framboðið af afþreyingu fyrir ferðamenn er sífellt að aukast,“ segir Guðrún í umfjöllun um safniðí Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »