„Þetta er ögrun“

Ólafía Kvaran tryggði sér í dag, fyrst íslenskra kvenna, þátttökurétt ...
Ólafía Kvaran tryggði sér í dag, fyrst íslenskra kvenna, þátttökurétt á heimsmeistaramóti í Spartan, hindrunar- og þrekhlaupi. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var hrikalega gaman. Ég var ekki með neinar væntingar, innst inni var ég að vona að þetta væri búið og að ég gæti farið að slaka á, en þetta er auðvitað frá­bært,“ seg­ir Ólafía Kvar­an, sem tryggði sér í dag, fyrst ís­lenskra kvenna, þátttöku­rétt á heims­meist­ara­móti í Spart­an, hindr­un­ar- og þrek­hlaupi.

Ólafía vann sér inn keppn­is­rétt í Spart­an be­ast-flokki eft­ir að hún varð í 3. sæti í sínu öðru hlaupi í New York í mars en fyrst keppti hún ásamt þrem­ur öðrum á heims­meist­ara­mót­inu í liðakeppni í fyrra haust. Undankeppnin fyrir heimsmeistaramótið fór fram í dag í Glen Jean í Vest­ur-Virg­in­íu­ríki í Banda­ríkj­um og hafnaði Ólafía í 5. sæti í hlaupinu í sínum aldursflokki, 40-49 ára, en 16. sæti af öllum konunum, sem verður að teljast glæsilegur árangur. Tíu efstu í hverjum aldursflokki unnu sér inn keppnisrétt á heimsmeistaramótinu.

Spartan beast-hlaupið er um 23 km ut­an­vega upp bratt­ar brekk­ur í skóg­lendi. Á hlaupaleiðinni eru 35 til 40 hindr­an­ir en keppendur vita ekki hverj­ar þær eru. Ólafía segir að hindranirnar hafi verið mun erfiðari en hún bjóst við. „En þetta var sjúklega gaman. Það er rosalega fallegt hérna, það var reyndar svolítið heitt fyrir Íslendinginn, 18 gráður þegar við byrjuðum í morgun um átta en fór svo upp í 26 gráður mjög fljótlega.“

Ólafía Kvaran vann sér inn keppn­is­rétt í Spart­an be­ast-flokki eft­ir ...
Ólafía Kvaran vann sér inn keppn­is­rétt í Spart­an be­ast-flokki eft­ir að hún varð í 3. sæti í sínu öðru hlaupi í New York í mars. Ljósmynd/Aðsend

Skreið yfir erfiðustu hindranirnar

Meðal hindrana var sund sem Ólafía var ekki búin að undirbúa sig sérstaklega fyrir. „Það var rosalega mikið af bröttum brekkum, það liggur við að síðustu spottana þyrfti ég að skríða, þær voru svo brattar. Ég var ekki alveg búin að átta mig á því að það var sund, einhvers staðar á miðri leið þurftum við að fara út í vatnið að synda. Ég var búin að hundsa það og hélt í mesta lagi að ég væri að fara að vaða, en nei nei, þetta var alvörusund og allir settir í björgunarvesti og við þurftum að synda slatta.“

Töluverð óvissa fylgir hlaupinu vegna hindrananna en tveimur dögum fyrir hlaupið er birt kort af brautinni. „Þá sér maður hvaða lykkjur þarf að hlaupa og hvar hindranirnar eru en maður sér ekki hækkunina og brekkurnar. Í gærkvöldi lá ég yfir kortinu, en þetta er svolítið öðruvísi. Ég hef hlaupið nokkur maraþon og þá veit maður hvenær maður ætlar að drekka. En þegar allar þessar hindranir koma gat ég ekki ákveðið að ég ætlaði að fá mér gel eftir sjö kílómetra til dæmis, af því að maður er svo mislengi með hvern kafla, allt eftir hvernig hindranirnar eru. Ég hef sjaldan þurft að spá svona mikið í næringuna í hlaupi. Þetta er ögrun,“ segir Ólafía. 

Aðeins mánuður í heimsmeistaramótið

Heimsmeistaramótið í Spartan-hlaupi fer fram síðustu helgina í september, eftir rúman mánuð, í North Lake Tahoe í Kaliforníu. Þegar blaðamaður mbl.is náði tali af Ólafíu var hún enn þá að jafna sig eftir afrek dagsins og viðurkennir að hún sé ekki mikið farin að hugsa um undirbúning fyrir heimsmeistaramótið. „En auðvitað geri ég þetta! Ég er ótrúlega glöð,“ segir hún.

Það er nóg fram undan hjá Ólafíu en að heimsmeistaramótinu loknu liggur leið hennar, ásamt rúmlega 60 öðrum iðkendum í Boot Camp, í Spartan-hlaup í Dalls í Texas. „Ég fann að fólkið sem er að æfa með mér í Boot Camp er spennt fyrir þessu og ég auglýsti eftir fólki til að taka þátt í hlaupinu í Dallas með mér og við erum orðinn risa hópur, um 60 manns, og það eru margir mjög spenntir að prófa,“ segir Ólafía.

En hvað er það við utanvegahlaupin sem er svona skemmtilegt?

„Mér finnst æðislegt að fara út og hleyp rosa mikið í Heiðmörk og við Hvaleyrarvatn og Helgafell af því að ég bý Hafnarfirði. Það er kannski klisjukennt, en það er frábær „me-time“ að fara ein út.“

Ólafía segir einnig að utanvegahlaupin fari betur með líkamann en malbikið. „Svo er það náttúran, hún breytist svo. Maður er aldrei að hlaupa á sama stað þó að maður sé alltaf á sama staðnum.“

mbl.is

Innlent »

Bendir á tengsl Fréttablaðsins og VSV

13:09 Stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og sömuleiðis varaformaður stjórnar fyrirtækisins. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Brims. Meira »

Deilt um bótakröfu hjúkrunarfræðings

12:00 Deilt var um það við aðalmeðferð á skaðabótamáli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings gegn íslenska ríkinu fyrir Landsrétti í morgun hvort hún hafi sjálf stuðlað að því að ákæra var gefin út á hendur henni um manndráp af gáleysi. Meira »

„Röð af klaufaskap og mistökum“

11:57 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, segir ferlið frá því að skóflu­stunga að bygg­ing­unni sem hýs­ir já­eindaskann­ann var tek­in í janú­ar árið 2016 og þar til hann var tekinn í notkun í síðustu viku vera röð af klaufaskap og mistökum. Meira »

Veltu björgum með risavöxnu kúbeini

11:56 Vel gekk að rúlla niður björgum við Esjuna nærri toppi Þverfellshorns í morgun. Þrír verkfræðingar á vegum Eflu fóru fyrir aðgerðunum ásamt starfsfólki Skógræktarfélags Reykjavíkur sem sá um að vakta göngustíga við fjallið. Meira »

Níu þúsund börn þreyta samræmd próf

11:25 Á morgun hefjast samræmd próf fyrir nemendur í 4. og 7. bekk, en frá 20.-28. september verða lögð próf í íslensku og stærðfræði fyrir nemendurna. Þetta eru fyrstu almennu samræmdu könnunarprófin sem lögð eru fyrir frá því að tæknileg vandamál urðu í tveimur prófum nemenda í 9. bekk í mars fyrr á þessu ári. Meira »

200 þúsund laxar drápust

11:01 200 þúsund laxar drápust í eldi Arnarlax í Tálknafirði í febrúar. Í svari Matvælastofnunar við fyrirspurn í lok þess mánaðar sagði að 53 þúsund laxar hefðu drepist, og hafa hærri tölur ekki birst fyrr en nú. Til sam­an­b­urðar má geta að á ár­inu 2016 voru 53.600 lax­ar veidd­ir á stöng á Íslandi. Meira »

Æfa viðbrögð við árás á Landhelgisgæsluna

10:27 Hluti heræf­ing­ar NATO, Tri­dent Junct­ure, verður hald­inn hér á landi um miðjan október sem und­an­fari aðalæf­ing­ar­inn­ar sem hefst 25. októ­ber nk. í Nor­egi. Mun hún standa í tvær vik­ur og verður hún stærsta varnaræfing bandalagsins frá 2015. Meira »

Kannabismál á Austurlandi telst upplýst

10:12 Lögreglan hefur sleppt öllum fjórum úr haldi sem voru handteknir í gær vegna kannabisræktunar á Breiðdalsvík og í Fellabæ. Rannsókn málsins heldur áfram í dag, en lögreglan segir málið að mestu leyti upplýst. Meira »

Kirkjufellið varasamt

08:48 Mikill viðbúnaður var við Kirkjufellið í gær vegna björgunar þar sem ferðamaður féll í fjallinu og lést. Í ferðaþættinum Úti var farið með Baltasar Kormák upp á Kirkjufell og mátti þar sjá óhugnalegar og erfiðar aðstæður. Róbert Marshall ritstjóri Úti fór fyrir leiðangrinum í vetur. Meira »

Árrisulum göngumönnum vísað frá Esjunni

08:43 Nokkrir frískir göngumenn ætluðu aldeilis að byrja þennan vindasama miðvikudag af krafti og ganga upp Esjuna. Er þeir voru að leggja í hann klukkan sjö í morgun tók á móti þeim hópur verkfræðinga sem var í þann mund að fara að rúlla niður nokkrum björgum við fjallið nærri toppi Þverfellshorns. Meira »

Piparkökur komnar í verslanir

07:57 Sala er hafin á jólavarningi í verslunum Bónuss. Verslunarkeðjan er byrjuð að selja piparkökur og kerti.  Meira »

Endurnýjun við Miklubraut

07:57 Götumynd Miklubrautar og umhverfis hennar vestan Lönguhlíðar hefur tekið miklum breytingum eftir að hlaðinn var grjótkörfuveggur meðfram götunni í því skyni að bæta hljóðvist og auka umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Meira »

Vaxandi rigning með snjókomu til fjalla

07:31 Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu í dag, en vaxandi norðanátt verður í dag með rigningu fyrir norðan og austan, en slyddu eða snjókomu til fjalla. Færð getur því orðið varasöm á fjallvegum þegar líður að kvöldi. Meira »

Grunaður um alvarlegt brot á samkeppnislögum

07:10 Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Meira »

57% öryrkja með geðgreiningu

06:43 Tæp­lega 38% ör­yrkja, sjö þúsund og tvö hundruð manns, eru ör­yrkj­ar á grund­velli geðrösk­un­ar sem fyrstu grein­ing­ar. Hlut­fallið fer upp í 56,6% eða hátt í ell­efu þúsund manns þegar litið er til allra þeirra sem eru með geðgrein­ingu ásamt fleiri grein­ing­um. Meira »

Fannst í annarlegu ástandi í kjallaranum

06:11 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var barst tilkynning um hávaða frá íbúð við Hringbraut á öðrum tímanum í nótt. Er lögregla kom á staðinn fannst eigandi íbúðarinnar hvergi í íbúðinni. Meira »

Meirihluti Borealis úr landi

05:30 Alþjóðlegt sérhæft gagnaversfyrirtæki, Etix Group, með höfuðstöðvar í Lúxemborg, hefur keypt 55% hlut í gagnaversfyrirtækinu Borealis Data Center. Etix Group er að 41% hluta í eigu japanska bankans SBI Holdings. Meira »

300 æfa viðbrögð við hryðjuverkum

05:30 Árleg æfing sprengjusérfræðinga, Northern Challenge, er haldin á Suðurnesjum um þessar mundir. Frá þessu er greint á heimasíðu Landhelgisgæslu Íslands. Meira »

Fráveita skýrir há fasteignagöld

05:30 Mikill kostnaður við uppbyggingu hreinsistöðva, fráveitu og tengdra mannvirkja er meginástæða þess hve há fasteignagjöld í Borgarbyggð eru. Byggðastofnun birti á dögunum samanburð á heildarálagningu fasteignagjalda í 26 sveitarfélögum á landinu. Þar er Borgarbyggð í 2. sæti. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Myndir eftir Stórval
Til sölu nokkrar myndir eftir Stórval, m.a. þessi stærð 50x71, merkt á baki, mál...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...