„Þetta er ögrun“

Ólafía Kvaran tryggði sér í dag, fyrst íslenskra kvenna, þátttökurétt ...
Ólafía Kvaran tryggði sér í dag, fyrst íslenskra kvenna, þátttökurétt á heimsmeistaramóti í Spartan, hindrunar- og þrekhlaupi. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var hrikalega gaman. Ég var ekki með neinar væntingar, innst inni var ég að vona að þetta væri búið og að ég gæti farið að slaka á, en þetta er auðvitað frá­bært,“ seg­ir Ólafía Kvar­an, sem tryggði sér í dag, fyrst ís­lenskra kvenna, þátttöku­rétt á heims­meist­ara­móti í Spart­an, hindr­un­ar- og þrek­hlaupi.

Ólafía vann sér inn keppn­is­rétt í Spart­an be­ast-flokki eft­ir að hún varð í 3. sæti í sínu öðru hlaupi í New York í mars en fyrst keppti hún ásamt þrem­ur öðrum á heims­meist­ara­mót­inu í liðakeppni í fyrra haust. Undankeppnin fyrir heimsmeistaramótið fór fram í dag í Glen Jean í Vest­ur-Virg­in­íu­ríki í Banda­ríkj­um og hafnaði Ólafía í 5. sæti í hlaupinu í sínum aldursflokki, 40-49 ára, en 16. sæti af öllum konunum, sem verður að teljast glæsilegur árangur. Tíu efstu í hverjum aldursflokki unnu sér inn keppnisrétt á heimsmeistaramótinu.

Spartan beast-hlaupið er um 23 km ut­an­vega upp bratt­ar brekk­ur í skóg­lendi. Á hlaupaleiðinni eru 35 til 40 hindr­an­ir en keppendur vita ekki hverj­ar þær eru. Ólafía segir að hindranirnar hafi verið mun erfiðari en hún bjóst við. „En þetta var sjúklega gaman. Það er rosalega fallegt hérna, það var reyndar svolítið heitt fyrir Íslendinginn, 18 gráður þegar við byrjuðum í morgun um átta en fór svo upp í 26 gráður mjög fljótlega.“

Ólafía Kvaran vann sér inn keppn­is­rétt í Spart­an be­ast-flokki eft­ir ...
Ólafía Kvaran vann sér inn keppn­is­rétt í Spart­an be­ast-flokki eft­ir að hún varð í 3. sæti í sínu öðru hlaupi í New York í mars. Ljósmynd/Aðsend

Skreið yfir erfiðustu hindranirnar

Meðal hindrana var sund sem Ólafía var ekki búin að undirbúa sig sérstaklega fyrir. „Það var rosalega mikið af bröttum brekkum, það liggur við að síðustu spottana þyrfti ég að skríða, þær voru svo brattar. Ég var ekki alveg búin að átta mig á því að það var sund, einhvers staðar á miðri leið þurftum við að fara út í vatnið að synda. Ég var búin að hundsa það og hélt í mesta lagi að ég væri að fara að vaða, en nei nei, þetta var alvörusund og allir settir í björgunarvesti og við þurftum að synda slatta.“

Töluverð óvissa fylgir hlaupinu vegna hindrananna en tveimur dögum fyrir hlaupið er birt kort af brautinni. „Þá sér maður hvaða lykkjur þarf að hlaupa og hvar hindranirnar eru en maður sér ekki hækkunina og brekkurnar. Í gærkvöldi lá ég yfir kortinu, en þetta er svolítið öðruvísi. Ég hef hlaupið nokkur maraþon og þá veit maður hvenær maður ætlar að drekka. En þegar allar þessar hindranir koma gat ég ekki ákveðið að ég ætlaði að fá mér gel eftir sjö kílómetra til dæmis, af því að maður er svo mislengi með hvern kafla, allt eftir hvernig hindranirnar eru. Ég hef sjaldan þurft að spá svona mikið í næringuna í hlaupi. Þetta er ögrun,“ segir Ólafía. 

Aðeins mánuður í heimsmeistaramótið

Heimsmeistaramótið í Spartan-hlaupi fer fram síðustu helgina í september, eftir rúman mánuð, í North Lake Tahoe í Kaliforníu. Þegar blaðamaður mbl.is náði tali af Ólafíu var hún enn þá að jafna sig eftir afrek dagsins og viðurkennir að hún sé ekki mikið farin að hugsa um undirbúning fyrir heimsmeistaramótið. „En auðvitað geri ég þetta! Ég er ótrúlega glöð,“ segir hún.

Það er nóg fram undan hjá Ólafíu en að heimsmeistaramótinu loknu liggur leið hennar, ásamt rúmlega 60 öðrum iðkendum í Boot Camp, í Spartan-hlaup í Dalls í Texas. „Ég fann að fólkið sem er að æfa með mér í Boot Camp er spennt fyrir þessu og ég auglýsti eftir fólki til að taka þátt í hlaupinu í Dallas með mér og við erum orðinn risa hópur, um 60 manns, og það eru margir mjög spenntir að prófa,“ segir Ólafía.

En hvað er það við utanvegahlaupin sem er svona skemmtilegt?

„Mér finnst æðislegt að fara út og hleyp rosa mikið í Heiðmörk og við Hvaleyrarvatn og Helgafell af því að ég bý Hafnarfirði. Það er kannski klisjukennt, en það er frábær „me-time“ að fara ein út.“

Ólafía segir einnig að utanvegahlaupin fari betur með líkamann en malbikið. „Svo er það náttúran, hún breytist svo. Maður er aldrei að hlaupa á sama stað þó að maður sé alltaf á sama staðnum.“

mbl.is

Innlent »

Skaðabótaskylda vegna falls í stiga

10:45 Veitingastaður hefur verið dæmdur skaðabótaskyldur vegna slyss sem kona varð fyrir í stiga þar árið 2015. Féll konan í stiganum, en í málinu var meðal annars tekist á um hvort öryggi hefði verið nægt í stiganum, en þar voru engin handrið þegar slysið átti sér stað. Meira »

Með lag í Netflix-kvikmynd

10:09 „Þetta var allt mjög mikil tilviljun,“ segir Unnur Eggertsdóttir, leik- og söngkona, en nýlega keypti leikstjórinn Dan Gilroy af henni lag fyrir senu í Netflix-kvikmyndinni Velvet Buzzsaw, sem skartar leikaranum Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Meira »

Mátti gera fjárnám vegna skattbrots

09:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í vikunni beiðni karlmanns um að ógilda fjárnám sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði gert. Fjárnámið var gert vegna skuldar mannsins við sýslumann í kjölfar dóms sem hann hlaut árið 2013 í skattamáli. Hafði hann verið dæmdur til að greiða 64 milljónir vegna vangoldins virðisaukaskatts. Meira »

Bjarni Benediktsson mætir á Þingvelli

08:30 Störfum Alþingis var frestað nú á föstudaginn eftir að hafa lokið afgreiðslu fjölmargra mála nú í desember, meðal annars fjárlaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætir í þjóðmálaþáttinn Þingvelli í dag. Meira »

Enn ein lægðin gengur yfir á morgun

08:22 Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með vaxandi vindi þar sem búast má við 15-23 m/s víða um land og allt að 28 m/s um tíma syðst á landinu auk hvassari hviða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Greiðfært en hálka víða

07:43 Víðast er vel greiðfært á landinu, en hálku og hálkubletti má finna víða. Hellisheiði er til að mynda orðin auð, en hálka er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Snæfellsnesi og Bröttubrekku. Meira »

Eldur í jólaskreytingu í Borgartúni

07:12 Eldur kom upp í jólaskreytingu í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang, en eldurinn var minniháttar og hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á staðinn. Meira »

Róa áfram inn í nóttina

Í gær, 22:15 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sjö sem hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði láta engan bilbug á sér finna og voru á fleygiferð þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði fyrr í kvöld. Söfnunin gengur vonum framar miðað við fyrstu væntingar. Meira »

Stekkjastaur laumufarþegi í flugvélinni

Í gær, 22:02 Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn í dag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Meira »

Galdurinn að komast á trúnó

Í gær, 20:05 „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem á hugmyndina að sjónvarpsþáttunum Trúnó, en myndavélin hefur fylgt henni frá æsku. Meira »

Situr einn að 40 milljónunum

Í gær, 19:42 Einn spil­ari var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó í kvöld og fær hann rúma 41 milljón króna, en vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Meira »

Á sama vegheflinum í nær 26 ár

Í gær, 19:20 Vegagerðin heldur úti víðtæku eftirlitskerfi og þar gegna hefilstjórar á 22 vegheflum mikilvægu hlutverki. Einn þeirra er Gunnlaugur Einarsson, flokkstjóri og vélamaður á Vopnafirði. Hann hefur staðið vaktina og heflað vegi í tæplega þrjá áratugi og man tímana tvenna. Meira »

Gluggi inn í störf lögreglu

Í gær, 18:45 „Við höfum náð á síðustu árum og áratugum að einfalda þau verkefni sem við sinnum, en þó eru þau verkefni sem við sinnum gríðarlega fjölþætt og ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hvað starf lögreglunnar er fjölþætt,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vandamálið skortur á viðurlögum

Í gær, 18:43 Lyfjastofnun hafa borist 15 tilkynningar vegna lækningatækja frá árinu 2011 vegna atvika þar sem grunur leikur á um að tækin uppfylli ekki öryggiskröfur. Ekkert atvik hefur þó leitt til heilsutjóns eða dauða að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Meira »

Snýst allt um þessa hvítu húfu

Í gær, 18:30 Breyta þarf viðhorfi samfélagsins gagnvart annarri menntun en þeirri sem felst í bóknámi, segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN í Grundarfirði. „Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera,“ útskýrir hún. Meira »

Kitluðu bragðlaukana í Hörpu

Í gær, 18:01 Fjöldi manns tók sér hlé frá jólastressinu í dag og kom við á matarhátíð Búrsins sem haldin er í Hörpu þessa helgina.  Meira »

Var bundinn niður af áhöfn vélarinnar

Í gær, 15:28 Óskað var eftir aðstoð flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum nú í vikunni er flugvél var að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli með flugfarþega sem hafði látið öllum illum látum um borð í vélinni. Sá áhöfnin sér ekki annað fært en að binda manninn niður í sætið. Meira »

Samfylkingin hefur tekið fyrir fimm mál

Í gær, 14:45 Fimm mál hafa verið tekin fyrir hjá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar frá því að trúnaðarnefndin var sett á fót í febrúar fyrr á þessu ári. Frá því greinir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, í samtali við mbl.is. Meira »

Reykofn í ljósum logum

Í gær, 14:12 Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að tilkynning hafði borist um að eldur væri laus í einbýlishúsi í Hveragerði. Slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi fóru á staðinn og þá kom í ljós að um minni háttar atvik var að ræða. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRINGTERM / VO...