Búa sig undir viðræður

Aðilar heildarsamtaka á vinnumarkaði hafa ólíkar hugmyndir um svigrúm til …
Aðilar heildarsamtaka á vinnumarkaði hafa ólíkar hugmyndir um svigrúm til launahækkana á vinnumarkaði. mbl.is/Arnþór Birkisson

Aðilar heildarsamtaka á vinnumarkaði hafa ólíkar hugmyndir um svigrúm til launahækkana á vinnumarkaði, en almenn ánægja er með samtalið við stjórnvöld í aðdraganda kjaraviðræðna.

Í nýrri skýrslu Gylfa Zoëga um stöðu efnahagsmála í aðdraganda kjarasamninga kemur m.a. fram að minna svigrúm sé nú til launahækkana en árið 2015 og bent er á aðrar leiðir til að bæta lífskjör fólks, t.d. lækkun kostnaðar í bankakerfinu, og umbætur í húsnæðismálum fyrir ungt fólk og láglaunafólk.

„Við hljótum að axla þá ábyrgð og gera þá kröfu til sjálfra okkar að við ræðum málin út frá efnahagslegum raunveruleika, ekki óskhyggju, heldur raunveruleika eins og hann birtist öllum sem hafa skoðað þessi mál undanfarið,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdstjóri Samtaka atvinnulífsins.

Launafólk sýni ekki eitt ábyrgð

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að ósætti ríki vegna úrskurða Kjararáðs og umræðan um kjaramálin verði því síður efnisleg. „Atburðarásin síðustu tvö ár, alveg frá því Kjararáð fór að grípa inn í þróunina með úrskurðum, sem menn hafa ekki enn fundið rök fyrir og stjórnvöld ekki viljað taka á, hefur skapað mikið ósætti. Ég held það sé dálítið erfitt að fara inn í baklandið hjá okkur og tala fyrir ábyrgð og skynsemi. Það er ekki launafólk eitt sem á að sýna ábyrgð og skynsemi, sérstaklega þegar stjórnvöld hafa ekki viljað gera það. Þess vegna verður þetta ekki endilega efnisleg umræða, heldur frekar kalt,“ segir Gylfi í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert