Gerðardómur skilar niðurstöðu fyrir helgi

Djúp­stæður ágrein­ing­ur hef­ur verið uppi á milli samn­ingsaðila.
Djúp­stæður ágrein­ing­ur hef­ur verið uppi á milli samn­ingsaðila. mbl.is/​Hari

Gerðardómur, sem skipaður var í kjaradeilu ljósmæðra, stefnir að því að skila niðurstöðu fyrir helgi. Þetta staðfestir Magnús Pétursson, formaður gerðardómsins.

„Við stefnum að því að skila þessu fyrir uppsettan tíma,“ segir Magnús í samtali við mbl.is, en gerðardómi var gert að ljúka störfum fyrir 1. september, sem er á laugardag.

Í gerðardómi, auk Magnúsar, sitja Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, og Bára Hildur Jóhannesdóttir, ljósmóðir og deildarstjóri mönnunar- og starfsumhverfisdeildar Landspítala.

„Við fundum bara eins og þarf og keppumst við að ljúka þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert