Sameinast flugfélögin fyrr en síðar?

Kristján veltir því upp hvort íslensku flugfélögin tvö muni sameinast ...
Kristján veltir því upp hvort íslensku flugfélögin tvö muni sameinast á endanum. mbl.is/Samsett mynd

„Staðan á íslenskum flugmarkaði var krítísk í síðustu viku og hún er enn þá flóknari núna,“ segir Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, um tíðindi gærdagsins, en þá sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, starfi sínu lausu.

Sagðist Björgólfur með því vilja axla ábyrgð, þar sem ákvarðanir teknar á  hans vakt hefðu valdið félaginu fjárhagslegu tjóni árinu. En samkvæmt uppfærðri afkomuspá mun afkoma ársins verða lægri en gert var ráð fyrir.

„Það verður áhugavert að sjá hvernig stjórnendur Icelandair munu vinda ofan af þeim mistökum sem voru tilgreind í tilkynningunni í gær,“ segir Kristján. Í yfirlýsingu frá Björgólfi benti hann meðal annars á að breytingar sem gerðar voru á leiðakerfi félagins í byrjun ársins hefðu valdið misvægi á milli framboðs fluga til Evrópu annars vegar og Norður-Ameríku hins vegar.

Kristján segir áhugavert að sjá hvernig stjórnendur Icelandair munu vinda ...
Kristján segir áhugavert að sjá hvernig stjórnendur Icelandair munu vinda ofan af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Ljósmynd/Aðsend

„Mun félagið fækka ferðum og áfangastöðum í Bandaríkjunum til að ná á ný jafnvægi í leiðakerfinu milli Ameríku- og Evrópuflugs? Gæti sú breyting svo orðið til þess að meðalfargjaldið hækki líkt og unnið hefur verið að. Lægra olíuverð virðist alla vega ekki vera í kortunum og þá gæti verið kostur fyrir Icelandair að selja hluta af eldri flugvélunum og nýta í staðinn þær nýju sem eru miklu sparneytnari.“

Síðustu vikur hefur átt sér stað mikil umræða um stöðuna á íslenskum flugmarkaði og Kristján segir þessi nýjustu tíðindi gera þá umræðu enn mikilvægari.

„Fókusinn hefur verið á WOW air síðustu daga enda er félagið að reyna að styrkja fjárhagsstöðu sína með skuldabréfaútboði. Það er spurning hvort þessar fréttir af vanda Icelandair geri WOW auðveldara eða erfiðara um vik að klára það útboð.“

Kristján segir að einhverjir gætu metið stöðuna þannig að WOW air sé að eiga við álíka vandamál og Icelandair, þ.e. lág fargjöld, hækkandi launakostnað og hærra olíuverð.

„Svo gæti skýringin á samdrættinum hjá Icelandair einfaldlega verið sú að WOW air sé að taka mikið til sín. Íslensku flugfélögin tvö eru hins vegar lítil á þeim markaði sem þau leggja mesta áherslu á, þ.e. flug milli Evrópu og Norður-Ameríku og þau leiða ósennilega verðmyndunina á þeim flugleiðum. Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvort þetta endi á því að flugfélögin tvö sameinist fyrr en síðar. Sennilega hefðu samkeppnisyfirvöld hér á landi eitthvað út á það að setja en sem fyrr segir þá eru þessi félög hluti af stærri markaði en þeim íslenska.“

mbl.is

Innlent »

Síldveiðin fer vel af stað fyrir austan

21:28 „Við fengum aflann í fjórum holum við og utan við Glettinganestotuna. Þarna var svolítið líf og við toguðum aldrei lengi eða frá tveimur og hálfum og upp í fimm tíma,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem kom með 1.200 tonn af síld að landi til vinnslu í Neskaupstað í gær. Meira »

Svindlið á sturluðum mælikvarða

21:00 „Þetta er í stuttu máli óásættanleg niðurstaða,” segir Birgir Sverrisson framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands, í svari við fyrirspurn mbl.is um þá ákvörðun Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar að viðurkenna á ný rússneska lyfjaeftirlitið. Meira »

Ákærðir fyrir árás á dyravörð

20:50 Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir líkamsárás á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Kíkí í desember 2016. Þá eru þeir einnig ákærðir fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa reynt að koma í veg fyrir handtöku og ráðist á lögreglumenn. Meira »

18 þúsund standa að baki Landsbjörg

20:45 „Við erum afar þakklát fyrir að vera komin með um 18.000 manna hóp sem er tilbúinn að standa við bakið á starfi slysavarnadeilda og björgunarsveita um allt land,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Fjör á öllum vígstöðvum í Laugardalnum

20:10 „Það er svo ótrúlega mikið annað í boði en þessar hefðbundnu greinar sem eru vinsælar. Það þarf lítið til að kynna sér skemmtilega og öðruvísi hreyfingu og finna sér þannig einhverja skemmtilega grein.“ Meira »

Friðað hús rifið fyrir helgi

20:06 Friðað hús, sem áður var staðsett að Laugavegi 74 í Reykjavík, var rifið fyrir helgi en húsið hafði þá verið í geymslu á Granda í rúman áratug. Meira »

„Ég gæti mín“

19:53 Bergþór Grétar Böðvarsson starfsmaður á geðsviði Landspítalans og knattspyrnuþjálfari greindist með geðröskun fyrir 29 árum. Hann segir mikið hafa breyst á þeim tíma, úrræðin voru fá fyr­ir fólk með geðrask­an­ir og lítið hugsað um eftirfylgni að lokinni spítalavist. Meira »

Verkalýðsleiðtogar gagnrýna Icelandair

19:40 Fjórir verkalýðsleiðtogar mótmæla „harðlega“ þeirri ákvörðun Icelandair að setja flugþjónum og -freyjum sem eru í hlutastarfi hjá fyrirtækinu þá afarkosti að ráða sig í fulla vinnu eða láta ellegar af störfum. Meira »

Boðin krabbameinslyf á svörtum markaði

18:50 Konum, sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og þurfa á andhormónalyfjum að halda, hafa verið boðin slík lyf af einstaklingum sem flytja inn og selja stera með ólöglegum hætti. Lyfið sem um ræðir er estrógen-hamlandi lyf og m.a. notað til að koma í veg fyrir aukaverkanir vegna steranotkunar. Meira »

Velt verði við hverjum steini

18:39 „Mér hefur fundist þetta afskaplega ánægjulegur dagur og það sem stendur upp úr hjá mér er að þótt fólk hafi núna gengið í gegnum nokkrar erfiðar vikur er það almennt mjög stolt af sínum vinnustað og líður vel í vinnunni. Það er mín upplifun eftir daginn.“ Meira »

Vill framlengja rammasamning um ár

18:29 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti hugmyndir sínar um framtíðarfyrirkomulag við kaup á þjónustu sérgreinalækna á fundi í velferðarráðuneytinu í dag. Á fundinum lýsti Svandís vilja sínum til að framlengja gildandi rammasamning um eitt ár meðan unnið yrði að breyttu fyrirkomulagi. Meira »

Yndislegt að hjóla

18:25 Í Reykjavík hafa verið skapaðar góðar aðstæður fyrir hjólreiðafólk. Betur má þó gera. Valgerður Húnbogadóttir segir bíllaust líf henta sér vel. Meira »

Vön svona fréttaflutningi

17:30 „Í gegnum tíðina erum við mjög vön að sjá svona fréttaflutning,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, um frétt Sunday Times um væntanlegt gos í Kötlu sem birtist um helgina. Frá því að Eyjafjallajökull gaus árið 2010 hafi það gerst reglulega í Þýskalandi og Bretlandi. Meira »

Valka ræður þrjá nýja stjórnendur

17:17 Hátæknifyrirtækið Valka hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.  Meira »

Engin kostnaðaráætlun lá fyrir

16:33 Kostnaður vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum í sumar lá ekki fyrir fyrr en ljóst var hvaða tilboði vegna hennar yrði tekið. Þetta kemur fram í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis til Steingríms J. Sigfússonar, forseta þingsins, sem birt hefur verið á vef þess. Meira »

Gagnrýndi fjársvelti SÁÁ

16:29 „Hvað er virkilega að gerast í þessum málum þegar við vitum að hver einasti fíkniefnasjúklingur þarf að nýta sér aðstöðu hjá SÁÁ?“ spurði Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, og beindi orðum sínum að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi. Meira »

Undirbúa aðgerðaáætlun vegna lyfjaskorts

16:15 Lyfjastofnun hefur boðað fulltrúa lyfjaframleiðenda og heildsöludreifingar til fundar vegna lyfjaskorts á ákveðnum lyfjum, sér í lagi krabbameinslyfja og gigtarlyfja. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun fer fundurinn fram á morgun. Sömuleiðis hefur verið boðað til fundar með lyfjagreiðslunefnd og Sjúkratryggingum Íslands á miðvikudag. Meira »

Ákærður fyrir að hrista son sinn

16:06 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sonar síns með því að hafa tekið um háls og/eða brjóstkassa drengsins og hrist hann. Hlaut sonurinn meðal annars blæðingu á heila og blóðsöfnun þar auk punktblæðingar í augnbotni. Meira »

Óska eftir viðræðum um greiðslu bóta

15:55 Lögmaður 43 manna hóps sem leigði geymslur í húsnæðinu sem brann í Miðhrauni í apríl hefur sent bréf til lögmanns Geymslna þar sem óskað er eftir viðræðum um greiðslu bóta. Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Suzuki GS 1000L,Forn, 81, Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
3ja daga CANON EOS námskeið 1.- 4. okt.
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 1. - 4. OKT. ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...