Horfa til uppbyggingar en ekki til lækkana á verðskrá

Höfuðstöðvar Orkuveitur Reykjavíkur.
Höfuðstöðvar Orkuveitur Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum búin að lækka kalda vatnið tvisvar sinnum nýlega og rafmagnsdreifinguna. Ég held að þetta hafi samtals verið um 22% Við erum ekki að skoða frekari verðlækkanir á verðskrá núna,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Á mánudag var tilkynnt að hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur hefði numið 3,8 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Tekjur Orkuveitunnar og dótturfélaga jukust um 1.550 milljónir króna miðað við sama tímabil árið 2017.

Þrátt fyrir þessa góðu afkomu lítur ekki út fyrir að borgarbúar njóti góðs af með lækkun á verðskrá. Bjarni segir að þess í stað sé horft til frekari uppbyggingar fyrirtækisins. Í Morguynblaðinu í dag segir hann aðgerðir síðustu ára hafi treyst fjárhag Orkuveitunnar, stöðu og þjónustu og það hafi þegar leitt til lækkana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert