Hrottalegt dýraníð í Hafnarfirði

Kisan er komin á dýraspítala og virðist vera að braggast ...
Kisan er komin á dýraspítala og virðist vera að braggast eftir raunina. Ljósmynd/Ingibjörg Hjaltadóttir

„Það var búið að hengja hana og festa ólar og bönd á hana út um allt,“ segir Ronja Auðunsdóttir í samtali við mbl.is. Hún setti færslu inn á Facebook-hópinn Kattavaktin fyrr í kvöld þar sem hún óskaði eftir hjálp við að koma ketti, sem hún og fimm ára sonur hennar fundu, undir læknishendur.

„Það var búið að festa loppurnar saman, binda skottið og líkamann með netaböndum og svo var brúnt plastband utan um hálsinn á henni. Það var líka rauð plastól sem skarst inn í líkamann á henni,“ lýsir Ronja með hryllingi og bætir við: „Maður sá greinilega að það var búið að berja hana og meiða. Það átti greinilega að drepa hana.“

Ronja og sonur hennar voru í hjólatúr í Hellisgerði í Hafnarfirði þegar þau fundu kisuna Lísu. Tilviljun og heppni varð til þess að hún fannst enda búið að festa hana við runna og plastband um hálsinn á henni gerði það að verkum að hún gat ekki mjálmað. „Þetta var bara heppni. Sonur minn var að leita að álfum, það hefði ekki verið möguleiki að sjá hana annars,“ segir Ronja sem var eðlilega í miklu uppnámi.

Skjáskot af Facebook-síðu Kattavaktarinnar

Ronja hófst þegar handa við að reyna að losa böndin og ólarnar en það gekk illa fyrst um sinn. Böndin voru strekkt og hún var ekki með nein verkfæri á sér. Hún kallaði eftir hjálp sem barst að lokum og á endanum náðist að losa kisuna og koma henni á dýraspítala. Ronja segir kisuna hafa litið betur út eftir að búið var að hlúa aðeins að henni. Hún bíður frekari fregna frá dýraspítalanum og á von á upplýsingum á morgun eða næstu dögum.

Kötturinn er kominn á dýraspítala.
Kötturinn er kominn á dýraspítala. Ljósmynd/Ingibjörg Hjaltadóttir

Hún óttaðist það versta fyrst þegar hún kom að kisunni og hélt að hún væri dáin. „Það heyrðist ekkert í henni fyrst en svo þegar búið var að losa af henni böndin þá byrjaði hún aðeins að mjálma,“ segir Ronja sem telur að kisan hafi legið þarna síðan um helgina eða lengur.

„Hún er ábyggilega búin að liggja þarna í fleiri daga. Það var nálykt af henni og drep í sárunum,“ bætir Ronja við.

Ronja segist miður sín yfir því að sonur hennar hafi orðið vitni að slíkri grimmd. „Engin börn eiga að sjá svona, enginn á að sjá svona og þetta á ekki að vera til,“ segir hún að lokum.

Kisan heitir Lísa og er örmerkt en ekki hefur tekist að hafa uppi á eigendum hennar.

mbl.is

Innlent »

Fór út að sá og upp kom SÁ

09:04 Ljósmyndari Morgunblaðsins rak upp stór augu þegar hann sá stafina SÁ spretta upp úr berangursmel sunnan við Þórisjökul þegar flogið var þar yfir. Jóhann Kristjánsson landgræðslumaður tók upp á því fyrir ellefu árum að græða þarna upp uppblásið og illa farið svæði. Meira »

Tengja vöxt fataverslunar við opnun H&M

08:59 Kortavelta Íslendinga í innlendri fataverslun jókst um 13,1% í ágúst síðastliðnum og nam tæpum 2,2 milljörðum í ágúst nú samanborið við rúman 1,9 milljarða í ágúst í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum hagtölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Tölurnar byggja á kortanotkun og greiðslumiðlun á Íslandi. Meira »

Kínverjar opnuðu dyr eftir að aðrir lokuðu

08:18 Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti lýðveldisins, og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, leituðu eftir aðstoð hjá leiðtogum Kínverja á vikunum eftir hrun eftir að ljóst var orðið að ríki Evrópu og Bandaríkin hygðust ekki koma Íslandi til bjargar. Meira »

Sala á plastpokum minnkar stöðugt

07:57 Sala á plastburðarpokum hefur minnkað töluvert á undanförnum árum að mati Bjarna Finnssonar, formanns stjórnar Pokasjóðs.  Meira »

Flugfreyjum og -þjónum sett afarkostir

07:40 Flug­freyj­ur og flugþjón­ar í hluta­starfi hjá Icelanda­ir þurfa að gera upp á milli þess að ráða sig í fulla vinnu hjá fyrirtæk­inu frá og með næstu ára­mót­um eða láta af störfum. Meira »

Vátryggingar fyrir stjórnsýslumál

07:37 Einstaklingar sem fara í stjórnsýslumál gætu átt rétt á endurgreiðslu úr tryggingum fyrir málskostnað, samkvæmt niðurstöðu nýrrar fræðigreinar Sindra M. Stephensen, lögmanns og aðstoðarmanns dómara við EFTA-dómstólinn, í Tímariti Lögréttu. Meira »

Köld og hvöss norðanátt

07:03 Snjóþekja er á fjallvegum á norðanverðu landinu, til dæmis á Steingrímsfjarðarheiði, Þverárfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og er vegfarendum ráðlagt að sýna aðgát. Meira »

Óttast um hana í vetur

06:58 Hún er á þrítugs­aldri og er á göt­unni vegna neyslu og geðrænna veik­inda. Fjöl­skylda henn­ar er ráðalaus og ótt­ast mjög um af­drif henn­ar í vet­ur. Gat­an er ekki heim­ili og ekki ör­ugg­ur staður, ekki síst fyr­ir ung­ar kon­ur þar sem hóp­ur karla leit­ar þær uppi og nýt­ir sér neyð þeirra. Meira »

Kanna áhuga kaupenda á Fréttablaðinu

06:52 365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgefanda Fréttablaðsins, hefur fengið Kviku banka til að kanna áhuga mögulegra kaupenda á Torgi, vegna skilyrða sem Samkeppniseftirlitið setti við sölu á eignum 365 til Sýnar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Innbrot í verslun í Breiðholti

06:27 Brotist var inn í verslun í Breiðholti rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þegar lögreglu bar að garði voru þjófarnir hins vegar farnir af vettvangi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Meira »

Icelandair boðið að fjárfesta í flugfélagi

06:20 Icelandair hefur fengið boð frá ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja, Cabo Verde Airlines, um að eignast ráðandi hlut í félaginu þegar það verður einkavætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnvöldum á Grænhöfðaeyjum. Meira »

Ísland í 2. sæti félagslegra framfara

05:30 Ísland er í öðru sæti af 146 þjóðum í mælingu fyrirtækisins Social Progress Imperative á vísitölu félagslegra framfara.   Meira »

Reyna að ná breiðri samstöðu

05:30 Verkalýðsfélög víða um land vinna hörðum höndum þessa dagana að mótun kröfugerðar fyrir viðræðurnar sem framundan eru um endurnýjun kjarasamninga. Meira »

Fái að ávísa getnaðarvörnum

05:30 „Það er stefnt að því að frumvarpið verði lagt fram í haust og gerð verði breyting á lyfjalögum hvað þetta varðar,“ segir Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir. Meira »

Ferðaþjónustan öflug heilsársgrein

05:30 Fjöldi erlendra ferðamanna sem komu í Rangárvallasýslu á síðasta ári var sexfalt meiri en fyrir níu árum. Þeim fjölgaði úr 230 þúsund í 1.381 þúsund á árunum 2008 til 2017. Meira »

Opna fjórar nýjar verslanir

05:30 Nýir eigendur tóku við rekstri Krónuverslananna um síðustu mánaðamót eftir að N1 yfirtók Festi. Stefna þeir að því að opna fjórar nýjar Krónuverslanir á næstu misserum. Meira »

Hagi starfsemi eftir lögum

05:30 Samtök iðnaðarins óska eftir því að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) setji allan samkeppnisrekstur sinn í dótturfélög, en kveðið er á um skyldu þess efnis í 4. grein laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Meira »

Leita fjármagns úti

05:30 Forsvarsmenn sveitarfélagsins Ölfuss eiga í viðræðum við erlenda fjárfesta um mögulega aðkomu þeirra að uppbyggingu hafnarmannvirkja í Þorlákshöfn. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í þeim hópi séu fjársterkir aðilar frá Kína. Meira »

Borgarráð ræðir mál OR á morgun

Í gær, 23:05 Málefni Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar verða tekin fyrir á fundi borgarráðs á morgun. „Hugmyndin er að borgarráð fái upplýsingar um stöðu mála og hvernig stjórnin sér fyrir sér næstu vikur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Meira »