Leyfilegt að úða kornið með glýfosati

Heimilt er að úða korn með glýfosati hér á landi, ...
Heimilt er að úða korn með glýfosati hér á landi, allt að 10 dögum fyrir uppskeru. Mynd af kornakri í Indiana í Bandaríkjunum. AFP

Heimilt er að úða korn með glýfosati hér á landi, allt að 10 dögum fyrir uppskeru. Þetta kemur fram í svörum Matvælastofnunar (MAST) við fyrirspurn mbl.is.

Glýfosat er virka efnið í plöntueyðinum Roundup og er einnig að finna í plöntueyðum sem seldir eru undir öðrum nöfnum, eins og Ameda, Clinic og Keeper. Stutt er síðan dómstóll í Kaliforníu úrskurðaði að Monsanto, framleiðandi Roundup skyldi greiða manni sem samsvarar um 30 milljörðum króna í skaðabætur af því að efni í vörunni gæti valdið krabbameini.

Að sögn MAST má nota Roundup, Ameda, Clinic og Keeper í atvinnuskyni til eyðingar á breiðblaða illgresi í kornrækt, sem og á húsapunti og grastegundum. Það er Umhverfisstofnun sem veitir markaðsleyfi fyrir plöntueyðunum, en stofnunin fer með eftirlit með innflutningi, dreifingu og markaðssetningu plöntuverndarvara. Í maí 2018 voru 10 vörur með tímabundið markaðsleyfi.

Fundu ekkert glýsfosat í íslenska korninu

Ekki kemur fram í svörum MAST hvort stofnuninni sé kunnugt um að glýfosati sé úðað yfir kornakra hér á landi þó að heimild sé til þess, né heldur hvort það sé gert skömmu fyrir uppskerutíma.  

Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá MAST, segir stofnunina hafa tekið þrjú sýni af innlendum kornvörum til greiningar á glýfosati árið 2016 og greindist þá ekkert glýfosat í vörunum. 

„Nú fer að líða að kornuppskeru og Matvælastofnun mun taka sýni af innlendu korni til greininga á aðskotaefnum. Glýfosat verður mælt í hluta sýnanna,“ segir í skriflegum svörum Ingibjargar.

Mbl.is barst ábending um að korn, sem úðað hefði verið með glýfosati, hefði verið notað í kjúklingafóður hér á landi. Spurð hvort MAST viti til að þetta hafi verið gert, segir Ingibjörg nær eingöngu innflutt fóður, eða fóður unnið úr innfluttum hráefnum, vera notað í kjúklingaeldi hér og það sé gert undir eftirliti MAST.

„Tekin eru sýni af kjúklingafóðri til greininga á þungmálmum, hníslalyfjum og öðrum óæskilegum efnum,“ segir hún. Samkvæmt ársskýrslu MAST fyrir 2016 voru flutt inn 8.332 tonn af fóðri fyrir alifugla það ár, en heildarinnflutningur fóðurs nam 133.562 tonnum. Það ár mældist  glýfosat í hreinum fóðurefnum í þremur tilfellum, en í engu tilfelli í fóðurblöndum.

Erfitt að mæla glýfosat í matvælum

Spurð hvort MAST rannsaki glýfosat í matvælum, segir hún svo ekki vera.

Erfitt sé að mæla glýfosat og engin íslensk rannsóknastofa geti framkvæmt mælinguna. „Hins vegar höfum við góðar upplýsingar úr skýrslu EFSA [Matvælaöryggisstofnunar Evrópu],“ segir Ingibjörg.

Samkvæmt nýjustu niðurstöðum, sem eru frá árinu 2016 og voru gefnar út í júlí á þessu ári, greindist glýfosat yfir leyfilegum mörkum í 0,28% þeirra 7.000 sýna sem tekin voru frá 26 löndum. Ekkert glýfosat greindist hins vegar í 96,4% sýnanna.

mbl.is

Innlent »

Snorri fær 3,5 milljónir í bætur

14:45 Hæstiréttur hefur dæmt Akureyrarbæ til að greiða Snorra Óskarssyni 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna uppsagnar hans sem grunnskólakennara við Brekkuskóla. Bæturnar voru þar með lækkaðar um 3 milljónir króna en Héraðsdómur Norðurlands hafði dæmt Akureyrarbæ til að greiða honum 6,5 milljónir króna. Meira »

Nær allir orðið vitni að slysi

14:23 „Það er ekkert eðlilegt við það ástand og kvíðvænlegt fyrir íbúa að búa við þann ótta að einn daginn þegar þú kemur að bíl utan vegar að einhver sé lífshættulega slasaður eða jafnvel látinn.“ Nær allir ábúendur á Vatnsnesi hafa horft upp á eða komið að slysi +a Vatnsnesvegi. Meira »

„Ísland að merkja sér áhugaverða hillu“

14:20 Svifaldan, verðlaunagripur fyrir framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar, hefur verið veitt í áttunda sinn. Kom gripurinn í hlut þeirra Davíðs Freys Jónssonar, Gunnars Þórs Gunnarssonar og Kára Ólafssonar, fyrir hugmynd að þróun vélar til sæbjúgnavinnslu. Meira »

Háskólakonur héldu upp á 90 ára afmæli

14:15 „Félagið var stofnað af fimm kjarnakonum árið 1928 í þeim tilgangi að hvetja ungar konur til mennta og berjast um leið fyrir réttindum þeirra,“ segir Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður Félags háskólakvenna, í samtali við Morgunblaðið, en í gær var þess minnst að liðin eru 90 ár frá stofnun Félags háskólakvenna. Af því tilefni var blásið til afmælishátíðar sem haldin var í hátíðarsal Háskóla Íslands. Meira »

89% verkefna fram úr áætlun

13:55 Vísbendingar eru um að mikill meirihluti opinbera framkvæmda fara framúr kostnaðaráætlun og er hvergi til miðlægur gagnagrunnur um opinberar framkvæmdir á Íslandi svo hægt sé að læra af reynslu fyrri verkefna. Þetta kom fram í máli Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við verkfræðideild HR. Meira »

„Tókst alveg frábærlega“

13:08 „Þetta tókst alveg frábærlega og eins og fyrir var lagt,“ segir Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfjarðarhöfn. Þrír dráttarbátar stýrðu Fjordvik inn í flotkví í morgun, eða Magni frá Faxaflóahöfnum og bátarnir Hamar og Þróttur frá Hafnarfjarðarhöfn. Meira »

Tala krónuna niður og verðbólguna upp

12:59 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vandar Samfylkingunni ekki kveðjurnar í færslu sem hann birti á Facebook. Hann segir að Samfylkingin telji ekki nóg að gert í fjárlögum næsta árs. Þau vilji hins vegar auka útgjöldin á sama tíma og þau tali krónuna niður og verðbólguna upp. Meira »

Mælingar fornleifafræðinga standa yfir

12:23 Mælingar hafa staðið yfir á þeim kistuleifum sem fundust í lagnaskurði í Víkurgarði í fyrradag. Eftir það verður grafið þar yfir. Næstu daga og vikur tekur hefðbundið framkvæmdaeftirlit við, að sögn Völu Garðarsdóttur fornleifafræðings. Meira »

Byrjað að rífa húsið á Kirkjuvegi

12:03 Byrjað er að rífa húsið á Kirkjuvegi á Selfossi sem brann í lok október. Þetta staðfestir samskiptastjóri VÍS. Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, er rannsókn á málinu í fullum gangi. Krafist hefur verið sakhæfismats á meintum geranda í málinu. Meira »

Síðasta löndun Vilhelms á Íslandi

11:58 Vilhelm Þorsteinsson EA-11 kom úr sinni síðustu veiðiferð í gærmorgun til Neskaupstaðar með fullfermi af frosinni síld. Lýkur þar með 18 ára sögu skipsins hér á landi en það hefur verið selt erlendum kaupanda í Rússlandi. Meira »

Íbúar búa sig undir það versta

11:34 Þorbjörg Gísladóttir tók við starfi sveitarstjóra Mýrdalshrepps í haust. Hún segir íbúa hreppsins taka tilvist Kötlu með stóískri ró. Rýmingaráætlun og allur undirbúningur miðist við verstu hugsanlegu aðstæður. Meira »

Guðni biðst afsökunar á ananas-„hatrinu“

11:26 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum þess efnis að það ætti að banna ananas sem álegg á pítsu. Guðni sagði í skólaheimsókn í febrúar í fyrra að hann væri ekki hrifinn af álegginu og að helst vildi hann banna ananas á pítsur. Meira »

Kæra mann vegna grjótkasts og ofbeldis

11:09 Ólafur Ásberg Árnason og eiginkona hans, Ragna Bachman Egilsdóttir, ætla að leggja fram kæru gegn manni sem veittist að Rögnu og hundunum þeirra tveimur síðdegis á mánudag. Maðurinn sveiflaði einhjóli í annan hundinn, tók upp grjót og kastaði í hann og öðru grjóti í hinn hundinn. Meira »

Hótaði lögregluþjónum lífláti

11:09 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og svipt hann ökurétti í tvö ár. Hann var ákærður fyrir að hafa ekið bifreið suður Höfðabakka undir áhrifum áfengis í september í fyrra og lent á kyrrstæðri bifreið á gatnamótum við Bíldshöfða. Meira »

Fjordvik sett í flotkví í dag

10:35 Verið er að undirbúa að setja Fjordvik í flotkví í Hafnarfjarðarhöfn. Búið er að gera allar þær ráðstafanir sem til þarf, meðal annars að þyngja skipið að framan til að rétta það af, auk þess sem búið er að koma olíuvarnargirðingum og öðru fyrir. Á annað hundrað tonn eru komin framan á skipið. Meira »

Kostnaðaráætlanir standist að jafnaði vel

10:33 Að jafnaði hafa stór verk Vegagerðarinnar undanfarinn áratug aðeins farið 7 prósent fram úr kostnaðaráætlun hefðbundinna verkefna í vegagerð. Í jarðgangaverkum er kostnaðurinn tæp 109 prósent af kostnaðaráætlun að meðaltali. Meira »

Fjölbreytt efnistök á ráðstefnunni

10:31 Sjávarútvegsráðstefnan hefst í Hörpu í dag og lýkur síðdegis á morgun. Hún er mikilvægur vettvangur fyrir fólk í atvinnugreininni til að koma saman og ráða ráðum sínum, segir Helga Franklínsdóttir, stjórnarformaður ráðstefnunnar. Meira »

Segja ráðherra fara með rangt mál

10:25 Fjármálaráðherra fullyrðir að bætur til lífeyrisþega hafi hækkað um 1,1 milljón króna á ári frá árinu 2010. Það væri hækkun sem næmi hátt í 92 þúsundum á mánuði, á hvern mann í hverjum mánuði undanfarin átta ár. Erfitt er að koma þessum upplýsingum heim og saman við þann veruleika sem öryrkjar búa við. Meira »

„Erum að reyna að laga vond fjárlög“

10:17 Framlag til öryrkja verður áfram fjórir milljarðar og stofnframlög til almennra íbúða verða aukin í tvo milljarða króna, verði breytingartillögur þingmanna Samfylkingarinnar við frumvarp til fjárlaga 2019 samþykktar. Þingmenn flokksins kynntu 17 breytingartillögur á fjárlagafrumvarpinu í morgun. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
LAGERHREINSUN - FÆÐUBÓTAREFNI Á FRÁBÆRU VERÐI!
Lagerhreinsun á fæðubótarefnum frá þekktum framleiðendum á morgun laugardag 10. ...