Leyfilegt að úða kornið með glýfosati

Heimilt er að úða korn með glýfosati hér á landi, ...
Heimilt er að úða korn með glýfosati hér á landi, allt að 10 dögum fyrir uppskeru. Mynd af kornakri í Indiana í Bandaríkjunum. AFP

Heimilt er að úða korn með glýfosati hér á landi, allt að 10 dögum fyrir uppskeru. Þetta kemur fram í svörum Matvælastofnunar (MAST) við fyrirspurn mbl.is.

Glýfosat er virka efnið í plöntueyðinum Roundup og er einnig að finna í plöntueyðum sem seldir eru undir öðrum nöfnum, eins og Ameda, Clinic og Keeper. Stutt er síðan dómstóll í Kaliforníu úrskurðaði að Monsanto, framleiðandi Roundup skyldi greiða manni sem samsvarar um 30 milljörðum króna í skaðabætur af því að efni í vörunni gæti valdið krabbameini.

Að sögn MAST má nota Roundup, Ameda, Clinic og Keeper í atvinnuskyni til eyðingar á breiðblaða illgresi í kornrækt, sem og á húsapunti og grastegundum. Það er Umhverfisstofnun sem veitir markaðsleyfi fyrir plöntueyðunum, en stofnunin fer með eftirlit með innflutningi, dreifingu og markaðssetningu plöntuverndarvara. Í maí 2018 voru 10 vörur með tímabundið markaðsleyfi.

Fundu ekkert glýsfosat í íslenska korninu

Ekki kemur fram í svörum MAST hvort stofnuninni sé kunnugt um að glýfosati sé úðað yfir kornakra hér á landi þó að heimild sé til þess, né heldur hvort það sé gert skömmu fyrir uppskerutíma.  

Ingibjörg Jónsdóttir, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá MAST, segir stofnunina hafa tekið þrjú sýni af innlendum kornvörum til greiningar á glýfosati árið 2016 og greindist þá ekkert glýfosat í vörunum. 

„Nú fer að líða að kornuppskeru og Matvælastofnun mun taka sýni af innlendu korni til greininga á aðskotaefnum. Glýfosat verður mælt í hluta sýnanna,“ segir í skriflegum svörum Ingibjargar.

Mbl.is barst ábending um að korn, sem úðað hefði verið með glýfosati, hefði verið notað í kjúklingafóður hér á landi. Spurð hvort MAST viti til að þetta hafi verið gert, segir Ingibjörg nær eingöngu innflutt fóður, eða fóður unnið úr innfluttum hráefnum, vera notað í kjúklingaeldi hér og það sé gert undir eftirliti MAST.

„Tekin eru sýni af kjúklingafóðri til greininga á þungmálmum, hníslalyfjum og öðrum óæskilegum efnum,“ segir hún. Samkvæmt ársskýrslu MAST fyrir 2016 voru flutt inn 8.332 tonn af fóðri fyrir alifugla það ár, en heildarinnflutningur fóðurs nam 133.562 tonnum. Það ár mældist  glýfosat í hreinum fóðurefnum í þremur tilfellum, en í engu tilfelli í fóðurblöndum.

Erfitt að mæla glýfosat í matvælum

Spurð hvort MAST rannsaki glýfosat í matvælum, segir hún svo ekki vera.

Erfitt sé að mæla glýfosat og engin íslensk rannsóknastofa geti framkvæmt mælinguna. „Hins vegar höfum við góðar upplýsingar úr skýrslu EFSA [Matvælaöryggisstofnunar Evrópu],“ segir Ingibjörg.

Samkvæmt nýjustu niðurstöðum, sem eru frá árinu 2016 og voru gefnar út í júlí á þessu ári, greindist glýfosat yfir leyfilegum mörkum í 0,28% þeirra 7.000 sýna sem tekin voru frá 26 löndum. Ekkert glýfosat greindist hins vegar í 96,4% sýnanna.

mbl.is

Innlent »

Óskar eftir gögnum úr LÖKE

13:18 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að fá um sig allar upplýsingar úr upplýsingakerfi lögreglustjóra. Undanfarna daga hafa gengið um hana sögusagnir þess efnis að hún sé haldin stelsýki. Meira »

Auglýsa eftir forstjóra Barnaverndarstofu

13:07 Starf forstjóra Barnaverndarstofu hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 28. janúar 2019. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsmálaráðuneytisins. Forstjóri Barnaverndarstofu stýrir starfi stofnunarinnar og heyrir undir félags- og barnamálaráðherra. Meira »

„Löngu tímabært“ að lækka álagninguna

12:23 „Það er löngu tímabært að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram undir umræðu um erindi Félags atvinnurekenda vegna álagningar fasteignagjalda í atvinnuhúsnæði á borgarráðsfundi í morgun. Meira »

Aukinn stuðningur við ríkisstjórnina

12:14 Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 22,2% landsmanna í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 4. til 14. janúar. Stuðningur við ríkisstjórnina jókst lítillega en 41,1% sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 40,3% í síðustu mælingu. Meira »

Minnsta fjölgun ferðamanna síðan 2010

11:40 Fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti Ísland heim nam rúmlega 2,3 milljónum á síðasta ári. Ferðamönnum fjölgaði um 5,5% milli 2017 og 2018 og er þetta minnsta fjölgun ferðamanna síðan árið 2010 en þá fækkaði ferðamönnum um 1,1% frá árinu áður Meira »

„Dómurinn laug upp á hana“

11:20 Gerður Berndsen, móðir Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur, sem lést eftir að henni var hrint yfir svalahandrið í fjölbýlishúsi við Engihjalla í Kópavogi árið 2000, hefur sent póst á alla alþingismenn með ósk um að lögum um meðferð sakamála verði breytt á þann veg að hægt sé að taka málið upp að nýju. Meira »

Flugakademían kaupir Flugskóla Íslands

10:52 Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands og er samanlagður fjöldi nemenda í flugskólunum á fimmta hundrað, að því er segir í fréttatilkynningu. Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á starfsemi skólanna í fyrstu og mun flugkennsla fara fram bæði á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli. Meira »

„Þyngra en tárum taki“

09:20 „Mér þykir þetta þyngra en tárum taki,“ segir Freyr Sigurjónsson flautuleikari í fréttatilkynningu þar sem hann greinir frá ástæðu þess að hann getur ekki frumflutt flautukonsert Jóns Ásgeirssonar með SÍ í næstu viku. Freyr greindist nýverið með krabbamein og er nú í lyfja- og geislameðferð. Meira »

Göng eða göngubrú yfir Glerárgötu

09:11 Skólaráð Glerárskóla og hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því við skipulagsráð bæjarins að farið verið í aðgerðir til að bæta öryggi nemenda á leið í skólann. Meira »

Misnotaði stöðu sína gegn Aldísi

08:53 Jón Baldvin Hannibalsson notaði sendiráðsbréfsefni og undirritaði bréf sín til íslenskra ráðuneyta sem sendiherra, þar sem hann óskaði eftir því að dóttir hans, Aldís Schram, yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Meira »

Auka á hamingjuna í Mývatnssveit

08:18 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps er að láta kanna líðan íbúanna með það fyrir augum að grípa til aðgerða til að auka hamingju þeirra. Sveitarstjórinn segir að margt sé hægt að gera til þess. Meira »

Opinn fyrir að endurskoða iðgjöldin

07:57 Viðtal Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, kveðst opinn fyrir hugmyndum um að endurskoða iðgjöld á almennum markaði. Meira »

Eldsvoði á Ísafirði

07:16 Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Ísafirði skömmu eftir miðnætti í nótt. Engin slys urðu á fólki en talsvert tjón, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Meira »

Úrkoma ýmist í föstu eða votu formi

06:57 Í dag má búast við allbreytilegu veðri, en þar sem hlýnar á landinu og hlánar víða við suður- og suðvesturströndina má gera ráð fyrir að úrkoman verði ýmist í föstu og eða votu formi, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Karlar sem hatast við konur

06:55 „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld ... Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

„Munurinn er móðurtilfinningin“

06:00 „Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Meira »

Ölvaður þjófur handtekinn

05:52 Lögreglan handtók mann sem er grunaður um þjófnað á veitingastað í miðborginni um miðnætti. Að sögn lögreglu var maðurinn talsvert ölvaður og gistir nú fangageymslur lögreglunnar. Meira »

Komin undir 600 milljarða

05:30 Heildarskuldir ríkissjóðs, að frádregnum endurlánum og sjóðsstöðu ríkissjóðs, námu um 593 milljörðum um áramótin, samkvæmt Lánamálum ríkisins. Hrein skuld ríkissjóðs hefur því lækkað um rúma 290 milljarða frá desember 2013. Meira »

Reikningar verði skoðaðir

05:30 Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja fram tillögu í borgarráði í dag um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fái óháða matsmennn til að sannreyna reikninga sem tilheyra bragganum við Nauthólsveg 100. Meira »
Handlaug með blöndunartækjum og festingu.
Notuð handlaug til sölu með blöndunartækjum og festingu á vegg. kr. 3 þúsund kr...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
4ra herbergja íbúð til leigu á Dunhaga
4ra herbergja íbúð til leigu á Dunhaga 17 við Háskólabíó. Upplýsingar í síma 892...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...