Lýst eftir manni vegna árása

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar mannsins á meðfylgjandi myndum í tengslum við rannsókn á málum sem snúa að árásum á börn í Garðabæ síðustu daga.

Lögregla biður manninn, eða þá sem þekkja hann, að hafa strax samband við lögreglu gegnum símann 444-1000, netfangið abendingar@lrh.is eða einkaskilaboð á Facebook-síðu embættisins.Tekið er fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla að myndin sé birt á grundvelli 7. tl. 1. mgr. 11. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Hana má einungis nota í þessum ákveðna tilgangi og í þetta eina sinn.

Lögregla segir að eyða skuli myndinni að notkun lokinni, en hana má hvorki geyma, afrita, né nota með öðrum hætti, í upprunalegu eða breyttu formi.

Lögregla leitar þessa manns.
Lögregla leitar þessa manns. Skjáskot/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
mbl.is