Brotist inn í þrjú hús á Raufarhöfn

Brotist hefur verið inn í að minnsta kosti þrjú hús ...
Brotist hefur verið inn í að minnsta kosti þrjú hús á Raufarhöfn að undanförnu. mbl.is/Sigurður Bogi

Brotist hefur verið inn í þrjú einbýlishús á Raufarhöfn, sem lögreglan á Húsavík veit af, á undanförnum dögum.

Aðallega var stolið skartgripum en Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík, hefur ekki upplýsingar um virði þeirra. Líklegt er að innbrotin hafi átt sér stað á miðvikudaginn.

Töluvert hefur verið um innbrot víðs vegar um landið í sumar, þar á meðal á Eskifirði og í Neskaupstað. 

Sams konar mál á Húsavík og í Mývatnssveit eru einnig til skoðunar hjá lögreglunni. Þaðan hefur verið stolið miklum fjármunum, annars vegar upp á hundruð þúsunda króna og hins vegar fyrir um eitt hundrað þúsund, að sögn Hreiðars.

„Okkur þykir ósennilegt ef við höfum séð allt sem er í gangi. Við hljótum að vera að sjá bara toppinn á einhverjum ísjaka,“ segir Hreiðar um innbrotafaraldurinn.

Hann nefnir að einnig séu mál sem komu upp á Vesturlandi í gær og í dag til skoðunar hjá lögreglunni.

Ljósmynd/Lögreglan

Stela úr svefnherbergisskápum

Hreiðar segir oft ekki vera nein merki um innbrot á heimilum fólks, sem oft tekur ekki eftir því fyrr en nokkrum dögum síðar að hlutum hafi verið stolið. Helst stela menn peningum, þar á meðal erlendum gjaldeyri, og skartgripum. Annað er látið í friði.

„Það virðist vera mjög algengt að þessir aðilar fara í stofuskápa og svefnherbergisskápa. Það virðist vera eins og margir geymi persónulega hluti í svefnherbergisskápum,“ segir hann og bendir jafnframt á að mennirnir hafi sums staðar verið staðnir að verki.

„Fólk vísar þessum mönnum bara út og þar með er málið bara gufað upp.“

Einnig hefur verið brotist inn í hús á Húsavík.
Einnig hefur verið brotist inn í hús á Húsavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Ætla að klófesta mennina

Hreiðar vill brýna fyrir landsmönnum að taka höndum saman og stöðva þá sem standa að baki innbrotunum. „Þetta eru ekki einhverjir tveir aðilar, þetta eru grúppur úti um allt land. Við verðum að taka höndum saman og kveikja á perunni og ná einhverjum úr þessum hópi.“

Hann tekur fram að lögreglan á öllu landinu vinni hörðum höndum við að hafa uppi á þjófunum. Hann segir þá oft vera í útivistarfötum og líta því út fyrir að vera túrista.

„Við verðum að fá almenning með okkur til að hringja, þannig að við getum elt svona menn uppi á staðnum og klófest þá.“

mbl.is

Innlent »

Vaxandi rigning með snjókomu til fjalla

07:31 Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu í dag, en vaxandi norðanátt verður í dag með rigningu fyrir norðan og austan, en slyddu eða snjókomu til fjalla. Færð getur því orðið varasöm á fjallvegum þegar líður að kvöldi. Meira »

Grunaður um alvarlegt brot á samkeppnislögum

07:10 Samkeppniseftirlitið gerir alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Meira »

57% öryrkja með geðgreiningu

06:43 Tæp­lega 38% ör­yrkja, sjö þúsund og tvö hundruð manns, eru ör­yrkj­ar á grund­velli geðrösk­un­ar sem fyrstu grein­ing­ar. Hlut­fallið fer upp í 56,6% eða hátt í ell­efu þúsund manns þegar litið er til allra þeirra sem eru með geðgrein­ingu ásamt fleiri grein­ing­um. Meira »

Fannst í annarlegu ástandi í kjallaranum

06:11 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var barst tilkynning um hávaða frá íbúð við Hringbraut á öðrum tímanum í nótt. Er lögregla kom á staðinn fannst eigandi íbúðarinnar hvergi í íbúðinni. Meira »

Meirihluti Borealis úr landi

05:30 Alþjóðlegt sérhæft gagnaversfyrirtæki, Etix Group, með höfuðstöðvar í Lúxemborg, hefur keypt 55% hlut í gagnaversfyrirtækinu Borealis Data Center. Etix Group er að 41% hluta í eigu japanska bankans SBI Holdings. Meira »

300 æfa viðbrögð við hryðjuverkum

05:30 Árleg æfing sprengjusérfræðinga, Northern Challenge, er haldin á Suðurnesjum um þessar mundir. Frá þessu er greint á heimasíðu Landhelgisgæslu Íslands. Meira »

Fráveita skýrir há fasteignagöld

05:30 Mikill kostnaður við uppbyggingu hreinsistöðva, fráveitu og tengdra mannvirkja er meginástæða þess hve há fasteignagjöld í Borgarbyggð eru. Byggðastofnun birti á dögunum samanburð á heildarálagningu fasteignagjalda í 26 sveitarfélögum á landinu. Þar er Borgarbyggð í 2. sæti. Meira »

Áform um Indlandsflug óbreytt

05:30 Wow air mun fljúga fyrsta áætlunarflug sitt milli Keflavíkur og Delí á Indlandi í desember. Áform félagsins um að hefja Asíuflug eru óbreytt. Meira »

Rannsaka vopnalagabrot á Rauðasandi

05:30 Lögreglan í Borgarnesi rannsakar nú mögulegt vopna- og veiðilagabrot í Rauðasandi á Mýrum. Veiðimenn á báti skutu þar tugi fugla að sögn sjónarvotta. Meira »

Aldrei hlustað á okkur

05:30 Þeir sem reka hótel við Laugaveg eru mjög andvígir þeim áformum Reykjavíkurborgar að gera Laugaveginn að göngugötu allan ársins hring. Meira »

Auka hernaðarumsvif sín

05:30 Ekkert samráð var haft við stjórnvöld hér á landi þegar bandaríska varnarmálaráðuneytið undirritaði á sunnudaginn viljayfirlýsingu um að leggja fram fjármuni til uppbyggingar á mannvirkjum á Grænlandi með það fyrir augum að styrkja stöðu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins á norðurslóðum. Meira »

Tillaga um nýtt sjúkrahús til borgarráðs

Í gær, 22:22 „Það var enginn sem gat mælt gegn þessu,“ segir Eyþór Arnalds. Borgarstjórn samþykkti í kvöld að vísa tillögu hans um staðarvalsgreiningu fyrir aðra sjúkrahúsuppbyggingu í Reykjavík í borgarráð til úrvinnslu. „Það þarf líka að ná sátt í þessum málum og ekki vera í skotgröfum.“ Meira »

Landakotsskóli í stappi við borgina

Í gær, 22:06 Landakotsskóli hefur staðið í miklu stappi við Reykjavíkurborg varðandi kostnaðarþátttöku borgarinnar í frístund. Skólinn hefur boðið upp á hljóðfæranám og marga aðra áhugaverða kosti í frístund án þess að rukka sérstaklega fyrir þá og að vonast er til þess að svo verði hægt áfram. Meira »

Reykjavík önnur dýrasta borgin

Í gær, 21:18 Reykjavík er önnur dýrasta borg í Evrópu samkvæmt ferðavefnum Wanderu og fylgir þar á hæla Mónakó sem er dýrasta borgin og er aðgangur að reykvískum söfnum 28 sinnum dýrari en í Chisinau í Moldvaíu, þar sem hann var ódýrastur. Ódýrasta borgin er hins vegar Skopje í Makedóníu. Meira »

Vilja tryggja trúverðugleika úttektar

Í gær, 20:45 „Mál Áslaugar verður að sjálfsögðu skoðað sem hluti þessarar úttektar, og það verður skoðað frá öllum hliðum,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Að hennar sögn verður aðkoma óðháðs aðila að úttektinni tekin til skoðunar á stjórnarfundi á morgun. Meira »

Jáeindaskanninn kominn í notkun

Í gær, 20:33 Jáeindaskanninn á Landspítalanum við Hringbraut var tekinn í notkun í síðustu viku. Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, staðfestir í samtali við mbl.is að byrjað sé að nota skannann og að níu sjúklingar hafi þegar gengist undir rannsókn í tækinu. Meira »

„Auðvitað gekk ýmislegt á“

Í gær, 20:22 „Það er ánægjulegt að sjá þennan vilja til að fjárfesta í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við 200 mílur um kaup FISK-Seafood á öllum hlut Brims hf. í Vinnslustöðinni. Meira »

Pysjum bjargað í Vestmannaeyjum

Í gær, 20:05 Pysjutíðin stendur sem hæst um þessar mundir í Vestmannaeyjum og hafa margir Eyjamenn gert sér glaðan dag og bjargað pysjum.  Meira »

Reiði og tómleikatilfinning

Í gær, 19:53 Al­gengt er að fólk með jaðar­per­sónu­leikarösk­un sé rang­lega greint með geðhvörf (bipol­ar) en þar standa sveifl­ur í skapi yfir í lengri tíma og eru sjald­gæfari ásamt því að önn­ur ein­kenni en skapsveifl­ur greina á milli hvorri rösk­un fyr­ir sig. Um 2-6% fólks er með röskunina. Meira »