Brotist inn í þrjú hús á Raufarhöfn

Brotist hefur verið inn í að minnsta kosti þrjú hús ...
Brotist hefur verið inn í að minnsta kosti þrjú hús á Raufarhöfn að undanförnu. mbl.is/Sigurður Bogi

Brotist hefur verið inn í þrjú einbýlishús á Raufarhöfn, sem lögreglan á Húsavík veit af, á undanförnum dögum.

Aðallega var stolið skartgripum en Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík, hefur ekki upplýsingar um virði þeirra. Líklegt er að innbrotin hafi átt sér stað á miðvikudaginn.

Töluvert hefur verið um innbrot víðs vegar um landið í sumar, þar á meðal á Eskifirði og í Neskaupstað. 

Sams konar mál á Húsavík og í Mývatnssveit eru einnig til skoðunar hjá lögreglunni. Þaðan hefur verið stolið miklum fjármunum, annars vegar upp á hundruð þúsunda króna og hins vegar fyrir um eitt hundrað þúsund, að sögn Hreiðars.

„Okkur þykir ósennilegt ef við höfum séð allt sem er í gangi. Við hljótum að vera að sjá bara toppinn á einhverjum ísjaka,“ segir Hreiðar um innbrotafaraldurinn.

Hann nefnir að einnig séu mál sem komu upp á Vesturlandi í gær og í dag til skoðunar hjá lögreglunni.

Ljósmynd/Lögreglan

Stela úr svefnherbergisskápum

Hreiðar segir oft ekki vera nein merki um innbrot á heimilum fólks, sem oft tekur ekki eftir því fyrr en nokkrum dögum síðar að hlutum hafi verið stolið. Helst stela menn peningum, þar á meðal erlendum gjaldeyri, og skartgripum. Annað er látið í friði.

„Það virðist vera mjög algengt að þessir aðilar fara í stofuskápa og svefnherbergisskápa. Það virðist vera eins og margir geymi persónulega hluti í svefnherbergisskápum,“ segir hann og bendir jafnframt á að mennirnir hafi sums staðar verið staðnir að verki.

„Fólk vísar þessum mönnum bara út og þar með er málið bara gufað upp.“

Einnig hefur verið brotist inn í hús á Húsavík.
Einnig hefur verið brotist inn í hús á Húsavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Ætla að klófesta mennina

Hreiðar vill brýna fyrir landsmönnum að taka höndum saman og stöðva þá sem standa að baki innbrotunum. „Þetta eru ekki einhverjir tveir aðilar, þetta eru grúppur úti um allt land. Við verðum að taka höndum saman og kveikja á perunni og ná einhverjum úr þessum hópi.“

Hann tekur fram að lögreglan á öllu landinu vinni hörðum höndum við að hafa uppi á þjófunum. Hann segir þá oft vera í útivistarfötum og líta því út fyrir að vera túrista.

„Við verðum að fá almenning með okkur til að hringja, þannig að við getum elt svona menn uppi á staðnum og klófest þá.“

mbl.is

Innlent »

Skoði að hafa frítt í strætó á „gráum dögum“

22:20 Samþykkt var einróma á fundi borgarstjórnar í dag að vísa tillögum Sjálfstæðisflokksins um aðgerðaráætlun í loftgæðamálum til umhverfis- og heilbrigðisráðs til frekari útfærslu. Skoða á meðal annars að hafa frítt í strætó á „gráum dögum,“ auka þvott gatna og að nýta affalsvatns til upphitunar göngustíga. Meira »

Ekki vaktaður þrátt fyrir nauðungarvistun

21:42 Ungur maður sem var nauðungarvistaður á geðdeild Landspítalans í ágúst 2017 og metinn í sjálfsvígshættu af geðlækni var látinn afskiptalaus í allt að þrjár klukkustundir, þrátt fyrir að líta hefði átt til með honum á að alla vegna korters fresti. Ungi maðurinn svipti sig lífi á Landspítalanum. Meira »

90 milljónir til lýðheilsuverkefna

21:12 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úthlutaði í dag tæpum 90 milljónum króna úr lýðheilsusjóði til fjölbreyttra verkefna og rannsókna um allt land. Alls hlutu 172 verkefni á sviði geðræktar næringar, hreyfingar, tannverndar og áfengis- vímu- og tóbaksvarna styrki að þessu sinni. Meira »

Viss um að enginn vildi deita mig

21:00 Hulda Hjálmarsdóttir greindist með krabbamein þegar hún var 15 ára. Hún er framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Hulda er meðal þeirra sem flytja erindi á örráðstefnu í Stúdentakjallaranum í Háskóla Íslands á morgun, undir yfirskriftinni Fokk ég er með krabbamein. Meira »

Sjálfsagt að rétta hjálparhönd

20:55 Knattspyrnusamband Íslands tekur því fagnandi að geta orðið að liði og aðstoðað Fossvogsskóla vegna mygluvanda þar. Um 230 krakkar munu næstu mánuði sækja skóla í höfuðstöðvum KSÍ. Meira »

Framsýn afturkallar samningsumboð SGS

20:41 Framsýn, stéttarfélag Þingeyinga, samþykkti á fundi sínum í kvöld að afturkalla samningsumboð sem félagið hafði veitt Starfsgreinasambandinu. Tillaga þessa efnis var samþykkt einróma, segir formaður Framsýnar. Ætlar félagið að slást í för með VR og Eflingu. Meira »

Þörf á manneskjulegri vinnumarkaði

20:20 Skammsýni, sem er allsráðandi í íslenskum stjórnmálum, er líklega ástæða þess að stjórnvöld skeyta jafn litlu og raun ber vitni um málefni öryrkja í samfélaginu í dag. Þetta segir Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. Meira »

Umræður til grundvallar launahækkunum

20:05 Rökstuðning er ekki að finna í fundargerðum kjararáðs fyrir ákvörðun ráðsins að veita 48 forstöðumönnum ríkisstofnana launahækkun síðasta sumar. Í fundargerðum kjararáðs sem fjármálaráðuneytið hefur afhent mbl.is kemur eingöngu fram að „umræður“ hafi átt sér stað áður en greint er frá úrskurði. Meira »

Sú fyrsta í sögu Landhelgisgæslu Íslands

20:00 „Ég hóf fyrst störf hjá Landhelgisgæslunni í apríl 2018 og byrjaði í janúar síðastliðnum í starfi vélstjóra en fram að þeim tíma gegndi ég annarri stöðu innan gæslunnar,“ segir Tinna Magnúsdóttir, 2. vélstjóri á varðskipinu Þór, í samtali við Morgunblaðið. Er hún fyrsta konan í sögu Landhelgisgæslu Íslands til að fá fastráðningu í starf vélstjóra. Meira »

Smitandi kraftur og lífsvilji

19:47 Í tilefni af 20 ára afmæli Krafts verður haldin örráðstefna á morgun miðvikudag þann 20. mars. Yfirskriftin er Fokk ég er með krabbamein! Þau Hildur Björk Hilmarsdóttir og Daníel S. Reynisson, frumkvöðlar Krafts fóru yfir starfsemina síðustu 20 árin í síðdegisþættinum á K100. Meira »

Kennslustofum lokað strax

19:15 „Við fögnum þessum framkvæmdum. Það var kominn tími á viðhald enda húsnæði skólans gamalt. Við lítum á þetta sem tækifæri fyrir okkur því þetta verður gert almennilega. Við fáum allt nýtt,“ segir Ásta Bjarney Elíasdóttir skólastjóri Breiðholtsskóla um framkvæmdir við skólann. Meira »

Faldi sig á háaloftinu hjá mömmu

18:51 Landsréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem ákærður var fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum síðastliðinn fimmtudag. Manninn, sem var handtekinn vegna fjölda af­brota, fundu lögreglumenn í felum á háaloftinu heima hjá móður hans. Meira »

Afgerandi stuðningur við umferð

18:27 Undanfarið hafa verslunareigendur kannað sín í milli afstöðu til lokana á Laugavegi, Skólavörðustíg og í Bankastræti. Yfirgnæfandi meirihluti segist andvígur algerum lokunum á götunum. Niðurstöðurnar voru kynntar í dag á miklum hitafundi þar sem fólk gerði athugasemdir við framkvæmd könnunarinnar. Meira »

Af hverju er neikvætt að vera fatlaður?

17:45 „Af hverju er það neikvætt að vera fatlaður?“ spurði Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands, þegar hún ávarpaði málþing ÖBÍ í dag þar sem fjallað var um tekjur, jöfnuð, kjaragliðnun, skattbyrði og samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Meira »

Lækkun milli mánaða ekki meiri frá 2010

17:38 Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,0% í febrúar samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Er þetta mesta lækkun sem hefur sést milli mánaða síðan í desember 2010, þegar íbúðaverð lækkaði um 1,2% milli mánaða. Meira »

Þremenningarnir lausir úr haldi lögreglu

17:16 Þremenningarnir sem voru handteknir við Alþingishúsið í dag eru lausir úr haldi lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Umferðartafir á Vesturlandsvegi

17:09 Umferðartafir eru nú á Vesturlandsveginum á leiðinni út úr bænum. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er ástæðan minni háttar umferðaróhapp sem vöruflutningabíll lenti í á veginum. Meira »

Tveir koma í stað Óskars hjá Samherja

16:15 Tveir starfsmenn koma til með að taka við yfirstjórn útgerðarsviðs Evrópuútgerðar Samherja af Óskari Ævarssyni sem hefur ákveðið að láta af störfum 1. ágúst á þessu ári. Meira »

Mætti með svifryk í pontu

16:07 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mætti með svifryk í pontu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í umræðu um tillögu flokksins um aðgerðir í loftslagsmálum. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
íslenskir stálstólarnýtt áklæði
ER VMEÐ NOKKRA ÍSLENSKA STÁLSTÓLA STAFLANLEGIR NÝTT ÁKLÆÐI NÝJA GRINDIN Á 15,00...
Nudd Nudd Nudd
Whole body massage Downtown Reykjavik S. 6947881...