Finnur ekki eldinn inni í sér

Guðbergur Rósi Kristjánsson, fullur tilhlökkunar við úrskrift árið 2015. Í …
Guðbergur Rósi Kristjánsson, fullur tilhlökkunar við úrskrift árið 2015. Í stað þess að vera með í samfélaginu situr hann einangraður heima. Ljósmynd/Þórhildur Ída Þórarinsdóttir

Guðbergur Rósi Kristjánsson er 25 ára og á sér marga drauma. Hann er með Downs-heilkenni og frá því að hann útskrifaðist af starfsnámsbraut FB fyrir þremur árum hefur hann haft lítið fyrir stafni, þar sem fá tækifæri eru fyrir fötluð ungmenni í starfi og námi.

Í umfjöllun um Rósa í Morgunblaðinu í dag segja foreldrar hans hann nú einangraðan og að hann hafi staðnað í þroska.

„Ímyndaðu þér að vera staddur í miðri heimsreisu og njóta þess í botn að læra um nýja staði, ferðast og sjá það sem fyrir augu ber. Þegar ferðin er rétt byrjuð ákveður flugfélagið að henda nokkrum farþegum út á flugvelli í Sahara-eyðimörkinni til að spara eldsneytiskostnað. Málin eru rædd við farþegana sem mótmæla hástöfum en þeir sem ekki geta tjáð sig með góðu móti eru látnir fara frá borði,“ segir Þórhildur Ída Þórarinsdóttir, móðir Guðbergs Rósa Kristjánssonar.

Rósi eins og hann er kallaður er með Down-heilkenni og hefur lítið haft fyrir stafni frá því að hann útskrifaðist glaður og kátur af starfsbraut FB fyrir þremur árum. Ida er með myndlíkingunni að lýsa þeim veruleika sem bíður of margra einstaklinga með þroskahömlum þegar framhaldsskóla lýkur. Ída heldur áfram með myndlíkinguna.

„Ímyndaðu þér að þú horfir á flugvélina hefja sig til lofts og þú sérð ekkert nema sandöldur svo langt sem augað eygir og það sem þú veist ekki er að flugrekandinn mun ekki senda aðra flugvél eftir þér.“

Þremur árum eftir að Rósi útskrifaðist af starfsnámsbraut, fullur sjálfstrausts, í miklum félagslegum samskiptum og tilbúinn að takast á við lífið á vinnumarkaðnum hefur hann einangrast, hefur ofan af fyrir sér í tölvunni, vakir á nóttunni og sefur á daginn. Ida og Kristján Arnar Kristjánsson, faðir Rósa, segja að tilgangsleysið sé farið að hafa veruleg áhrif á Rósa.

Á lista yfir draumastörf Rósa er m.a. að vinna á bókasafni, þjónn, á kaffihúsi, vinna hjá Domino's, í leikhúsi, eitthvað tengt tónlist, að vinna hjá lögreglunni og í slökkviliðinu.

„Það væri æðislegt ef honum yrði boðið á rúntinn með lögreglu- eða slökkviliði. Hann myndi lifa á því lengi, segir Ída.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert