Katrín Sif bíður við símann

Niðurstaða gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið mun liggja fyrir …
Niðurstaða gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið mun liggja fyrir í dag. mbl.is/Eggert

„Ég bara bíð við símann, það var talað um að þetta yrði á milli 16 og 17 svo ég er orðin heldur óþreyjufull,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, sem var formaður samninganefndar ljósmæðra í kjaradeilu þeirra við ríkið.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, sem var formaður samninganefndar ljósmæðra, segist bíða …
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, sem var formaður samninganefndar ljósmæðra, segist bíða við símann. mbl/Arnþór Birkisson

Gerðardómur var skipaður í deilunni og hann skilar niðurstöðu sinni í dag og eins og Katrín Sif segir er niðurstöðunnar að vænta á hverri stundu, en gerðardómur hafði frest til 1. september til þess að kveða upp niðurstöðu sína.

Gerðardóm­ur­inn var skipaður á grund­velli miðlun­ar­til­lögu sátta­semj­ara sem samþykkt var af samn­ingsaðilum. Djúp­stæður ágrein­ing­ur var á milli samn­ingsaðila um það hvort og þá að hvaða leyti launa­setn­ing stétt­ar­inn­ar væri í sam­ræmi við mennt­un, álag og inn­tak starfs­ins og var gerðardómn­um ætlað að kveða upp úr með það. 

Dóm­inn skipa þau Magnús Pét­urs­son, fyrr­ver­andi rík­is­sátta­semj­ari sem jafn­framt er formaður, Guðbjörg Andrea Jóns­dótt­ir, for­stöðumaður Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands, og Bára Hild­ur Jó­hann­es­dótt­ir, deild­ar­stjóri mönn­un­ar- og starfs­um­hverf­is­deild­ar Land­spít­ala og ljós­móðir.

Er niðurstöður hafa verið kynntar samningsaðilum verða þær gerðar opinberar á vef ríkissáttasemjara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert