Auknar forvarnir gegn kynferðisofbeldi

Rannveig Sigurvinsdóttir á ráðstefnunni í morgun.
Rannveig Sigurvinsdóttir á ráðstefnunni í morgun. mbl.is/Arnþór

Framkvæmdastjóri samtakanna Blátt áfram segir að efla þurfi forvarnarstarf gegn kynferðisofbeldi á börnum. Auka þarf fjárveitingar til forvarna, bæta kennslu um málefnið í námi leik- og grunnskólakennara og efla fræðslu um kynheilbrigði barna. Bera þarf kennsl á einkennin og grípa inni í miklu fyrr.

„Við vitum að það er hægt að gera betur í þessum efnum,“ sagði Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Blátt áfram, á ráðstefnu um málefnið á Hótel Natura í morgun.

Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri var fundarstjóri. 

Tillögur Blátt áfram varðandi langtímasamstarf við stjórnvöld er að hleypt verði af stokkunum langtímaáætlun um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum fyrir alla sem hafa menntun og leyfi til að vinna með börnum.

Þrjú stig forvarna

Forvarnir eru flokkaðar í þrjú stig. Það fyrsta er að sporna við erfiðum upplifunum í æsku, koma í veg fyrir ofbeldið áður en það gerist og fræða fullorðna.

Annars stigs forvörn snýst um að fólk átti sig á umfangi vandans og tíðni ofbeldis, fræðslu til barna og unglinga, fræðslu um sjálfsmynd og áfengis og -vímuefnavörn.  

Þriðja stigið felst í að hjálpa einstaklingum sem hafa orðið fyrir erfiðum upplifunum í æsku, aðstoða aðstandendur fyrr, aðstoða þolendur, gerendur, stofnanir og starfsfólk sem starfar með börnum.

Bergur Þór Ingólfsson var fundarstjóri.
Bergur Þór Ingólfsson var fundarstjóri. mbl.is/Arnþór

Nýtt, íslenskt fræðsluefni 

Sigríður kynnti í fyrirlestri sínum stolt til sögunnar nýtt íslensk fræðsluefni en Blátt áfram hefur frá árinu 2006 notast við erlent fræðsluefni. Um er að ræða myndband þar sem rætt er við ýmsa sérfræðinga þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn börnum. Einnig benti hún á námskeiðið Verndarar barna sem er hægt að skrá sig í á vefsíðu Blátt áfram.

Í máli hennar kom fram að þrisvar sinnum líklegra er að börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi telji framtíð sína vera vonlausa og tvisvar sinnum líklegra er að börn meti andlega heilsu sína slæma, samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið. 70 til 80% þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi glíma við áfengis- og vímuefnavanda. Konur upplifa frekar þunglyndi og kvíða en einnig óútskýrð líkamleg einkenni og félagslega einangrun. Karlar eru meðal annars líklegri til að upplifa reiði.

Oft er langur vegur á milli þess er ofbeldið hefst og þegar barnið segir frá. Jafnframt líður oft langur tími frá því að einstaklingur sýnir óæskilega hegðun og þangað til hann er stoppaður af.

Hægt að eignast gott líf

Sigríður greindi frá því í lok fyrirlestrar síns að hún hefði sjálf verið beitt kynferðislegu ofbeldi þegar hún var 4 til 11 ára af stjúpföður sínum. Hún benti á að börn reyndu að segja frá 7 til 11 sinnum áður en þeim væri trúað. „Það er hægt að eignast gott líf með hjálp og stuðningi annarra,“ sagði hún.

Fundargestir á ráðstefnunni Blátt áfram á Hótel Natura.
Fundargestir á ráðstefnunni Blátt áfram á Hótel Natura. mbl.is/Arnþór

Stúlkur í tvisvar til þrisvar sinnum meiri hættu

Dr. Rannveig Sigurvinsdóttir, aðjunkt við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, steig næst í pontu. Hún sagði mikilvægt að gera forvarnarstarf markvissara.

Hún sagði mikilvægan forvarnarþátt í nærumhverfinu vera tengsl fjölskyldu og einstaklinga við hefðbundnar stofnanir samfélagsins, aðgengi að menntakerfi, örugga barnagæslu og stuðningsríka foreldra. Hvað einstaklingsþætti varðar eru stúlkur í tvisvar til þrisvar sinnum meiri hættu á að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi en drengir.

Í rannsókn sem Rannsóknir og greining gerði árið 2013 upp úr samtölum við 16 og 17 ára framhaldsskólanema kom fram að fleiri stelpur höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi en strákar og að bilið á milli þeirra hefði aukist við unglingsaldur. Fram kom að menntun móður og foreldra skiptir máli til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi og að það gæti gert börn berskjaldaðri ef foreldrarnir væru ekki fjárhagslega vel stæðir.

Hærri tíðni kynferðisofbeldis var á meðal þeirra unglinga sem áttu erfitt með að fá hlýju frá foreldrum sínum. Einnig er mikilvægt að foreldrar séu vel tengdir inn í líf barnanna sinna og fylgist vel með. Börnum sem líður illa í skóla, skrópa og brjóta reglur skólans eru einnig líklegri til að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.

mbl.is

Innlent »

Fullur stuðningur við samninganefndina

Í gær, 23:23 Fullum stuðningi var lýst yfir við forystu Læknafélags Reykjavíkur og samninganefnd þess í viðræðum við ríkið á fjölmennum fundi sérfræðilækna í kvöld. Meira »

Varasamt að kaupa lyf svart

Í gær, 22:46 „Við höfum ekki verið að sjá almenn lyf í þessum farvegi það er þá bara eitthvað alveg nýtt,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld vegna frétta af því að fólki hafi boðist slík lyf á almennum markaði. Meira »

Skilorð og risasekt í Strawberries-máli

Í gær, 21:54 Landsréttur dæmdi á föstudag Viðar Már Friðfinnsson í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og gerði honum að greiða 242 milljóna króna sekt fyrir meiriháttar brot á skattalögum og almennum hegningarlögum í starfi sínu sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félags sem rak kampavínsklúbbinn Strawberries. Þá var Veitingahúsinu Læk, sem var í hans eigu, gert að greiða 158 milljóna króna sekt. Meira »

„Voru ekki lengi að smella í hann“

Í gær, 21:15 Skuttogarinn Ljósafell landaði um 95 tonnum af afla í morgun, en uppistaða aflans var þorskur og ufsi.  Meira »

Endurskoðaði allt sitt líf

Í gær, 19:45 Geðhvörf virðast vera jafntíð meðal kvenna og karla. Sjúk­dóm­ur­inn grein­ist oft­ast þegar fólk er á aldr­in­um 17-30 ára. Ágúst Kristján Stein­arrs­son, sjálf­stætt starf­andi stjórn­un­ar­ráðgjafi og jökla­leiðsögumaður, var greind­ur með geðhvörf árið 1999 þegar hann var nítj­án ára gam­all. Meira »

Búbblur og bjór af krana

Í gær, 19:38 Búbblubílar eru þekkt fyrirbæri erlendis en í sumar var boðið upp á þessa nýjung hérlendis. Það voru þær Ingveldur Ásta Björsdóttir, Dagbjört Inga Hafliðadóttir og Guðrún Sigríður Ágústsdóttir sem ákváðu að þetta væri kjörið hérlendis fyrir hinar ýmsu uppákomur. Meira »

Gamlar Íslandsmyndir aðgengilegar

Í gær, 19:30 Nú er hægt að streyma gömlum heimildarmyndum sem teknar voru á Íslandi af dönskum kvikmyndargerðarmönnum snemma á síðustu öld í gegnum vef Dönsku kvikmyndastofnunarinnar. Þar má t.a.m. sjá myndir af leiðangri vísindamanna að Grímsvötnum árið 1936. Meira »

Ellefu hleðslustöðvar við flugvöllinn

Í gær, 19:16 Teknar hafa verið í notkun ellefu hleðslustöðvar fyrir rafbíla við Keflavíkurflugvöll sem ætlaðar eru fyrir farþega og starfsfólk á flugvellinum en Isavia hefur tekið rafbíla í sína þjónustu. Meira »

Grunur um íkveikju í eyðibýli

Í gær, 19:01 Tilkynning barst brunavörnum Skagafjarðar um klukkan 18:00 í kvöld um að eldur væri í eyðibýlinu Illugastöðum við Þverárfjallsveg og voru tveir slökkviliðsbílar sendir á staðinn. Meira »

Þjóðarsátt gegn ópíóðafaraldri

Í gær, 18:34 Mikilvægt er að Alþingi Íslendinga taki höndum saman til að stemma stigu við ópíóðafaraldri á Íslandi. Þetta kom fram í máli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, í sérstakri umræðu um ópíóðafaraldur og aðgerðir til að stemma stigu við faraldrinum. Meira »

Segja gróðasjónarmið ráða för

Í gær, 18:31 Þrír heiðursborgarar Reykjavíkur, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri og Friðrik Ólafsson stórmeistari, afhentu borgarstjóra og formanni borgarráðs áskorun í dag þar sem lagst er gegn byggingu hótels í Víkurgarði. Meira »

Par braut gegn dóttur sinni

Í gær, 18:15 Landaréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að karlamaður á Suðurnesjum sæti gæsluvarðhaldi til 3. október en hann er grunaður um gróf kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá þessu. Meira »

Ójöfn laun á dagskrá í næstum öld

Í gær, 17:58 Fram kemur í sérstakri yfirlýsingu frá stjórn Samtaka hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum að hjúkrunarfræðingar hafi fengið nóg af launaójöfnuði og kalla þeir eftir pólitískum viðbrögðum til að takast á við ósanngjarnan launamun í störfum sem krefjast sambærilegrar menntunar. Meira »

Þurfum að taka öðruvísi á málunum

Í gær, 17:41 „Traust fólks til stjórnmálamanna er í sögulegu lágmarki,“ sagði Sigríður María Egilsdóttir, þingkona Viðreisnar, á Alþingi. Sigríður er varaþingkona Viðreisnar en hún sat sinn fyrsta þingfund í gær. Meira »

„Algjört skilningsleysi" stjórnvalda

Í gær, 16:52 Bæjarráð Vesturbyggðar hefur sent frá sér ályktun í ljósi fréttaflutnings af fyrirhugaðri samgönguáætlun. Þar segist það harma „algjört skilningsleysi stjórnvalda á brýnni þörf svæðisins fyrir mannsæmandi vegum til og frá svæðinu“. Meira »

Tillaga um rafræna fylgiseðla samþykkt

Í gær, 16:35 Tilraunaverkefni um innleiðingu rafrænna fylgiseðla með lyfjum hefst hér á landi í byrjun næsta árs.  Meira »

Engar rafrettur til barna undir 18 ára

Í gær, 16:30 Félag atvinnurekenda hefur að gefnu tilefni kannað hjá félagsmönnum sínum, sem flytja inn og selja rafrettur og skyldar vörur, hvort þeir selji eða afhendi börnum undir 18 ára slíkar vörur. Meira »

Dagur þorsksins í Húsi sjávarklasans

Í gær, 16:04 Á miðvikudag í næstu viku, 3. október næstkomandi, verður í Húsi sjávarklasans efnt til Dags þorsksins í þriðja sinn. Hús sjávarklasans verður þá opnað öllum áhugasömum og fjöldi íslenskra fyrirtækja mun kynna þær fjölmörgu afurðir sem framleiddar eru úr þorskinum hér á landi og þá tækni sem þróuð hefur verið til að hámarka nýtingu og gæði afurðanna. Meira »

Aðför mistækra karla að kvennastétt

Í gær, 15:51 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, gagnrýndi Icelandair harðlega á Alþingi í dag. Hann sagði skilaboð frá yfirstjórn til flugfreyja og flugþjóna vera einföld: „Annað hvort farið þið í fullt starf eða verðið rekin. Þið hafið fjóra daga til þess að svara.“ Meira »
Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
Mjög góð Toy Avensis Station
Til sölu mjög góð Toyota Avensis Station 2003 árgerð, ekin 180þ km. Bensín bíll ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...