Auknar forvarnir gegn kynferðisofbeldi

Rannveig Sigurvinsdóttir á ráðstefnunni í morgun.
Rannveig Sigurvinsdóttir á ráðstefnunni í morgun. mbl.is/Arnþór

Framkvæmdastjóri samtakanna Blátt áfram segir að efla þurfi forvarnarstarf gegn kynferðisofbeldi á börnum. Auka þarf fjárveitingar til forvarna, bæta kennslu um málefnið í námi leik- og grunnskólakennara og efla fræðslu um kynheilbrigði barna. Bera þarf kennsl á einkennin og grípa inni í miklu fyrr.

„Við vitum að það er hægt að gera betur í þessum efnum,“ sagði Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Blátt áfram, á ráðstefnu um málefnið á Hótel Natura í morgun.

Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri var fundarstjóri. 

Tillögur Blátt áfram varðandi langtímasamstarf við stjórnvöld er að hleypt verði af stokkunum langtímaáætlun um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum fyrir alla sem hafa menntun og leyfi til að vinna með börnum.

Þrjú stig forvarna

Forvarnir eru flokkaðar í þrjú stig. Það fyrsta er að sporna við erfiðum upplifunum í æsku, koma í veg fyrir ofbeldið áður en það gerist og fræða fullorðna.

Annars stigs forvörn snýst um að fólk átti sig á umfangi vandans og tíðni ofbeldis, fræðslu til barna og unglinga, fræðslu um sjálfsmynd og áfengis og -vímuefnavörn.  

Þriðja stigið felst í að hjálpa einstaklingum sem hafa orðið fyrir erfiðum upplifunum í æsku, aðstoða aðstandendur fyrr, aðstoða þolendur, gerendur, stofnanir og starfsfólk sem starfar með börnum.

Bergur Þór Ingólfsson var fundarstjóri.
Bergur Þór Ingólfsson var fundarstjóri. mbl.is/Arnþór

Nýtt, íslenskt fræðsluefni 

Sigríður kynnti í fyrirlestri sínum stolt til sögunnar nýtt íslensk fræðsluefni en Blátt áfram hefur frá árinu 2006 notast við erlent fræðsluefni. Um er að ræða myndband þar sem rætt er við ýmsa sérfræðinga þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn börnum. Einnig benti hún á námskeiðið Verndarar barna sem er hægt að skrá sig í á vefsíðu Blátt áfram.

Í máli hennar kom fram að þrisvar sinnum líklegra er að börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi telji framtíð sína vera vonlausa og tvisvar sinnum líklegra er að börn meti andlega heilsu sína slæma, samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið. 70 til 80% þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi glíma við áfengis- og vímuefnavanda. Konur upplifa frekar þunglyndi og kvíða en einnig óútskýrð líkamleg einkenni og félagslega einangrun. Karlar eru meðal annars líklegri til að upplifa reiði.

Oft er langur vegur á milli þess er ofbeldið hefst og þegar barnið segir frá. Jafnframt líður oft langur tími frá því að einstaklingur sýnir óæskilega hegðun og þangað til hann er stoppaður af.

Hægt að eignast gott líf

Sigríður greindi frá því í lok fyrirlestrar síns að hún hefði sjálf verið beitt kynferðislegu ofbeldi þegar hún var 4 til 11 ára af stjúpföður sínum. Hún benti á að börn reyndu að segja frá 7 til 11 sinnum áður en þeim væri trúað. „Það er hægt að eignast gott líf með hjálp og stuðningi annarra,“ sagði hún.

Fundargestir á ráðstefnunni Blátt áfram á Hótel Natura.
Fundargestir á ráðstefnunni Blátt áfram á Hótel Natura. mbl.is/Arnþór

Stúlkur í tvisvar til þrisvar sinnum meiri hættu

Dr. Rannveig Sigurvinsdóttir, aðjunkt við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, steig næst í pontu. Hún sagði mikilvægt að gera forvarnarstarf markvissara.

Hún sagði mikilvægan forvarnarþátt í nærumhverfinu vera tengsl fjölskyldu og einstaklinga við hefðbundnar stofnanir samfélagsins, aðgengi að menntakerfi, örugga barnagæslu og stuðningsríka foreldra. Hvað einstaklingsþætti varðar eru stúlkur í tvisvar til þrisvar sinnum meiri hættu á að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi en drengir.

Í rannsókn sem Rannsóknir og greining gerði árið 2013 upp úr samtölum við 16 og 17 ára framhaldsskólanema kom fram að fleiri stelpur höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi en strákar og að bilið á milli þeirra hefði aukist við unglingsaldur. Fram kom að menntun móður og foreldra skiptir máli til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi og að það gæti gert börn berskjaldaðri ef foreldrarnir væru ekki fjárhagslega vel stæðir.

Hærri tíðni kynferðisofbeldis var á meðal þeirra unglinga sem áttu erfitt með að fá hlýju frá foreldrum sínum. Einnig er mikilvægt að foreldrar séu vel tengdir inn í líf barnanna sinna og fylgist vel með. Börnum sem líður illa í skóla, skrópa og brjóta reglur skólans eru einnig líklegri til að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.

mbl.is

Innlent »

Fresta orkupakkanum til vors

23:00 Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor. Tímann muni sérfræðingar nota til að fara yfir samninginn. Meira »

„Það er allt í vitleysu hérna“

22:55 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ekki sátt við núverandi skipan mála varðandi fundi borgarráðs. Hún fjallar um málið á Facebook-síðu sinni og fær þar m.a. viðbrögð frá borgarfulltrúa Flokks fólksins sem segist enn vera „fokill“. Meira »

120 milljónir til eflingar byggða

22:21 120 milljónum króna var úthlutað til sértækra verkefna sem efla eiga byggðir landsins. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í dag samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar. Meira »

Notalegt rok og rigning um helgina

22:10 Veðrið um helgina verður það sem á mannamáli heitir rok og rigning víða um land, segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni. Á morgun gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-23 m/s. Meira »

Boðið inn af ókunnri „stúlku“

21:15 „Það er ekkert mál fyrir ofbeldismenn að hafa samband við unga krakka á Instagram,“ segir Arnrún Bergljótardóttir, sem lenti í miður skemmtilegri reynslu í London á dögunum þegar stúlka, að því er virtist, hafði samband við hana í gegn um samfélagsmiðilinn. Meira »

Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

20:52 Fyrir rúmlega ári síðan hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól undir eigin merkjum. Viðtökur fagtímarita hafa verið gríðarlega góðar og er salan komin vel af stað. Á næsta ári ætlar fyrirtækið að kynna nýtt hjól. Meira »

Segir sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar

20:15 Magnús Helgi Árnason hefur sagt sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef útgerðarinnar, en þar segir að hann hafi sagt sig úr stjórninni í kjölfar fundar hennar, þar sem fyrir lá tillaga um að boða til hluthafafundar og afgreiða tillögu um vantraust á hendur honum. Meira »

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig

19:36 Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingarfélög á staðinn og meta stöðuna. Meira »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »

10 geðhjúkrunarrými í viðbót

18:35 Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

17:55 Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

17:08 Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni að 35 ára afmæli hópsins. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

17:00 Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

16:50 „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »

„Ekki skemmtilegt að keyra þennan veg“

16:32 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Meira »

Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri

16:13 Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Meira »
Nudd Nudd Nudd
Relaxing whole body massage downtown Reykjavik. S 7660348. Alina...
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...