Auknar forvarnir gegn kynferðisofbeldi

Rannveig Sigurvinsdóttir á ráðstefnunni í morgun.
Rannveig Sigurvinsdóttir á ráðstefnunni í morgun. mbl.is/Arnþór

Framkvæmdastjóri samtakanna Blátt áfram segir að efla þurfi forvarnarstarf gegn kynferðisofbeldi á börnum. Auka þarf fjárveitingar til forvarna, bæta kennslu um málefnið í námi leik- og grunnskólakennara og efla fræðslu um kynheilbrigði barna. Bera þarf kennsl á einkennin og grípa inni í miklu fyrr.

„Við vitum að það er hægt að gera betur í þessum efnum,“ sagði Sigríður Björnsdóttir, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Blátt áfram, á ráðstefnu um málefnið á Hótel Natura í morgun.

Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri var fundarstjóri. 

Tillögur Blátt áfram varðandi langtímasamstarf við stjórnvöld er að hleypt verði af stokkunum langtímaáætlun um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum fyrir alla sem hafa menntun og leyfi til að vinna með börnum.

Þrjú stig forvarna

Forvarnir eru flokkaðar í þrjú stig. Það fyrsta er að sporna við erfiðum upplifunum í æsku, koma í veg fyrir ofbeldið áður en það gerist og fræða fullorðna.

Annars stigs forvörn snýst um að fólk átti sig á umfangi vandans og tíðni ofbeldis, fræðslu til barna og unglinga, fræðslu um sjálfsmynd og áfengis og -vímuefnavörn.  

Þriðja stigið felst í að hjálpa einstaklingum sem hafa orðið fyrir erfiðum upplifunum í æsku, aðstoða aðstandendur fyrr, aðstoða þolendur, gerendur, stofnanir og starfsfólk sem starfar með börnum.

Bergur Þór Ingólfsson var fundarstjóri.
Bergur Þór Ingólfsson var fundarstjóri. mbl.is/Arnþór

Nýtt, íslenskt fræðsluefni 

Sigríður kynnti í fyrirlestri sínum stolt til sögunnar nýtt íslensk fræðsluefni en Blátt áfram hefur frá árinu 2006 notast við erlent fræðsluefni. Um er að ræða myndband þar sem rætt er við ýmsa sérfræðinga þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn börnum. Einnig benti hún á námskeiðið Verndarar barna sem er hægt að skrá sig í á vefsíðu Blátt áfram.

Í máli hennar kom fram að þrisvar sinnum líklegra er að börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi telji framtíð sína vera vonlausa og tvisvar sinnum líklegra er að börn meti andlega heilsu sína slæma, samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið. 70 til 80% þeirra sem verða fyrir kynferðisofbeldi glíma við áfengis- og vímuefnavanda. Konur upplifa frekar þunglyndi og kvíða en einnig óútskýrð líkamleg einkenni og félagslega einangrun. Karlar eru meðal annars líklegri til að upplifa reiði.

Oft er langur vegur á milli þess er ofbeldið hefst og þegar barnið segir frá. Jafnframt líður oft langur tími frá því að einstaklingur sýnir óæskilega hegðun og þangað til hann er stoppaður af.

Hægt að eignast gott líf

Sigríður greindi frá því í lok fyrirlestrar síns að hún hefði sjálf verið beitt kynferðislegu ofbeldi þegar hún var 4 til 11 ára af stjúpföður sínum. Hún benti á að börn reyndu að segja frá 7 til 11 sinnum áður en þeim væri trúað. „Það er hægt að eignast gott líf með hjálp og stuðningi annarra,“ sagði hún.

Fundargestir á ráðstefnunni Blátt áfram á Hótel Natura.
Fundargestir á ráðstefnunni Blátt áfram á Hótel Natura. mbl.is/Arnþór

Stúlkur í tvisvar til þrisvar sinnum meiri hættu

Dr. Rannveig Sigurvinsdóttir, aðjunkt við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, steig næst í pontu. Hún sagði mikilvægt að gera forvarnarstarf markvissara.

Hún sagði mikilvægan forvarnarþátt í nærumhverfinu vera tengsl fjölskyldu og einstaklinga við hefðbundnar stofnanir samfélagsins, aðgengi að menntakerfi, örugga barnagæslu og stuðningsríka foreldra. Hvað einstaklingsþætti varðar eru stúlkur í tvisvar til þrisvar sinnum meiri hættu á að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi en drengir.

Í rannsókn sem Rannsóknir og greining gerði árið 2013 upp úr samtölum við 16 og 17 ára framhaldsskólanema kom fram að fleiri stelpur höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi en strákar og að bilið á milli þeirra hefði aukist við unglingsaldur. Fram kom að menntun móður og foreldra skiptir máli til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi og að það gæti gert börn berskjaldaðri ef foreldrarnir væru ekki fjárhagslega vel stæðir.

Hærri tíðni kynferðisofbeldis var á meðal þeirra unglinga sem áttu erfitt með að fá hlýju frá foreldrum sínum. Einnig er mikilvægt að foreldrar séu vel tengdir inn í líf barnanna sinna og fylgist vel með. Börnum sem líður illa í skóla, skrópa og brjóta reglur skólans eru einnig líklegri til að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.

mbl.is

Innlent »

Guðni hvetur strákana okkar til dáða

13:30 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur sent strákunum okkar á HM í handbolta baráttukveðjur fyrir leik þeirra gegn Makedóníu í dag. Meira »

Fyrsta jómfrúarferðin í tólf ár

13:29 Eiríkur Bragason hélt í jómfrúarferð sína sem skipherra Landhelgisgæslunnar, þegar varðskipið Týr lagði frá bryggju í gær. Þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem skipherra hjá Landhelgisgæslunni heldur í jómfrúarferð sína. Meira »

Óskar eftir gögnum úr LÖKE

13:18 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að fá um sig allar upplýsingar úr upplýsingakerfi lögreglustjóra. Undanfarna daga hafa gengið um hana sögusagnir þess efnis að hún sé haldin stelsýki. Meira »

Auglýsa eftir forstjóra Barnaverndarstofu

13:07 Starf forstjóra Barnaverndarstofu hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 28. janúar 2019. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsmálaráðuneytisins. Forstjóri Barnaverndarstofu stýrir starfi stofnunarinnar og heyrir undir félags- og barnamálaráðherra. Meira »

„Löngu tímabært“ að lækka álagninguna

12:23 „Það er löngu tímabært að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem lögð var fram undir umræðu um erindi Félags atvinnurekenda vegna álagningar fasteignagjalda í atvinnuhúsnæði á borgarráðsfundi í morgun. Meira »

Aukinn stuðningur við ríkisstjórnina

12:14 Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 22,2% landsmanna í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 4. til 14. janúar. Stuðningur við ríkisstjórnina jókst lítillega en 41,1% sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 40,3% í síðustu mælingu. Meira »

Minnsta fjölgun ferðamanna síðan 2010

11:40 Fjöldi erlendra ferðamanna sem sótti Ísland heim nam rúmlega 2,3 milljónum á síðasta ári. Ferðamönnum fjölgaði um 5,5% milli 2017 og 2018 og er þetta minnsta fjölgun ferðamanna síðan árið 2010 en þá fækkaði ferðamönnum um 1,1% frá árinu áður Meira »

„Dómurinn laug upp á hana“

11:20 Gerður Berndsen, móðir Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur, sem lést eftir að henni var hrint yfir svalahandrið í fjölbýlishúsi við Engihjalla í Kópavogi árið 2000, hefur sent póst á alla alþingismenn með ósk um að lögum um meðferð sakamála verði breytt á þann veg að hægt sé að taka málið upp að nýju. Meira »

Flugakademían kaupir Flugskóla Íslands

10:52 Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands og er samanlagður fjöldi nemenda í flugskólunum á fimmta hundrað, að því er segir í fréttatilkynningu. Ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á starfsemi skólanna í fyrstu og mun flugkennsla fara fram bæði á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli. Meira »

„Þyngra en tárum taki“

09:20 „Mér þykir þetta þyngra en tárum taki,“ segir Freyr Sigurjónsson flautuleikari í fréttatilkynningu þar sem hann greinir frá ástæðu þess að hann getur ekki frumflutt flautukonsert Jóns Ásgeirssonar með SÍ í næstu viku. Freyr greindist nýverið með krabbamein og er nú í lyfja- og geislameðferð. Meira »

Göng eða göngubrú yfir Glerárgötu

09:11 Skólaráð Glerárskóla og hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því við skipulagsráð bæjarins að farið verið í aðgerðir til að bæta öryggi nemenda á leið í skólann. Meira »

Misnotaði stöðu sína gegn Aldísi

08:53 Jón Baldvin Hannibalsson notaði sendiráðsbréfsefni og undirritaði bréf sín til íslenskra ráðuneyta sem sendiherra, þar sem hann óskaði eftir því að dóttir hans, Aldís Schram, yrði nauðungarvistuð á geðdeild. Meira »

Auka á hamingjuna í Mývatnssveit

08:18 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps er að láta kanna líðan íbúanna með það fyrir augum að grípa til aðgerða til að auka hamingju þeirra. Sveitarstjórinn segir að margt sé hægt að gera til þess. Meira »

Opinn fyrir að endurskoða iðgjöldin

07:57 Viðtal Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins, kveðst opinn fyrir hugmyndum um að endurskoða iðgjöld á almennum markaði. Meira »

Eldsvoði á Ísafirði

07:16 Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Ísafirði skömmu eftir miðnætti í nótt. Engin slys urðu á fólki en talsvert tjón, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Meira »

Úrkoma ýmist í föstu eða votu formi

06:57 Í dag má búast við allbreytilegu veðri, en þar sem hlýnar á landinu og hlánar víða við suður- og suðvesturströndina má gera ráð fyrir að úrkoman verði ýmist í föstu og eða votu formi, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Karlar sem hatast við konur

06:55 „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld ... Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

„Munurinn er móðurtilfinningin“

06:00 „Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Meira »

Ölvaður þjófur handtekinn

05:52 Lögreglan handtók mann sem er grunaður um þjófnað á veitingastað í miðborginni um miðnætti. Að sögn lögreglu var maðurinn talsvert ölvaður og gistir nú fangageymslur lögreglunnar. Meira »
Bækur til sölu..
Til sölu bækur...Vestur íslenskar æviskrár..1-5.bindi..Hraunkotsætt... Lygn str...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...