Borgin og bankarnir skrúfa fyrir ný hótel

Fjárfestar eru að reisa 80 herbergja hótel á horni Grensásvegar …
Fjárfestar eru að reisa 80 herbergja hótel á horni Grensásvegar og Fellsmúla. Til stóð að opna hótelið í sumar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Reykjavíkurborg er farin að hafna umsóknum um ný hótel og nýjar hótelíbúðir í miðborginni. Þá hafa gistileyfi ekki verið endurnýjuð.

Hjalti Gylfason, framkvæmdastjóri Mannverks, segir þessa stefnubreytingu eiga þátt í að félagið hefur endurhugsað tvö hótelverkefni. Þess í stað er nú horft til þess að byggja íbúðir. Áformað er að taka minnst 730 hótelherbergi í notkun í borginni á næsta ári. Við það bætast 54 hótelíbúðir. Samanlagt rúmar þessi viðbót vel á annað þúsund gesta.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa bankarnir skrúfað fyrir útlán til hótelbygginga. Þá á óvissa um stöðu flugfélaganna þátt í að dregið hefur verið úr útlánum til ferðaþjónustuverkefna almennt.

Halldór Ástvaldsson, hótelstjóri Alfred's Apartments, segir jafnvægi að myndast í framboði og eftirspurn á hótelmarkaði. Hann undrast hversu mörg hótel eru í smíðum. Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Linda Jóhannsdóttir, sem rekur Eyja Guldsmeden hótelið, bókanir líta mjög vel út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert