Facebook lokar á síðu Listahátíðar í Reykjavík

Frá Listahátíð í Reykjavík.
Frá Listahátíð í Reykjavík. mbl.is/Valgarður Gíslason

Facebook hefur fjarlægt fylgjendasíðu Listahátíðar í Reykjavík af vef sínum án aðvörunar eða tilkynningar til forsvarsmanna hátíðarinnar.

Mögulegt er að lokunin tengist atvikum sem hentu Borghildi Indriðadóttur, listakonu og forvígiskonu listasýningarinnar Demoncrazy, fyrr í sumar þegar Facebook hafði afskipti af persónulegri síðu hennar.

Hafði hún deilt þar hlekkjum á sýningu, þar sem sjá mátti berbrjósta konur á ýmsum þekktum stöðum í Reykjavík. Hluti sýningarinnar var einnig gjörningurinn Drosophilia, þar sem berbrjósta konur gengu m.a. fylktu liði í miðbænum. Síðar var aðgangi hennar að samskiptaforritinu Messenger lokað. Samkvæmt skilmálum Facebook eru slíkar myndir óleyfilegar nema í afmörkuðum tilfellum.

„Það kom reyndar fram að eitthvað sem við gerðum „nýlega“ fer gegn skilmálum þeirra . Þetta er örugglega stöðluð setning hjá þeim,“ segir Fjóla Dögg Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík, en umrædd síða hefur átta þúsund fylgjendur. „Þeir finna okkur ekki í dag,“ segir hún í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »