Funduðu með forseta vegna árásar

Trausti Már Falkward, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Jón Pétur …
Trausti Már Falkward, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Jón Pétur Vágseið og Davið Blessing ræddu um öryggi dyravarða á fundi á Bessastöðum í gær. Ljósmynd/Embætti forseta Íslands

Ógn og öryggi í næturlífi Reykjavíkur var meðal þess sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi við þrjá dyraverði, Trausta Má Falkward, Jón Pétur Vágseið og Davið Blessing, á fundi á Bessastöðum í gær.

Félagi dyravarðanna liggur alvarlega slasaður á spítala en hann hlaut mænuskaða þegar ráðist var á hann fyr­ir utan skemmti­staðinn Shooters aðfaranótt sunnu­dags.

Í tilkynningu frá embætti forseta Íslands segir að forsetinn hafi rætt um leiðir til úrbóta, meðal annars með hliðsjón af stöðu mála í öðrum löndum.

„Það hef­ur verið að fær­ast auk­in harka í miðbæ Reykja­vík­ur und­an­far­in tvö ár,“ sagði Trausti Már í samtali við mbl.is fyrr í vikunni.

Félagarnir standa fyr­ir styrkt­ar­tón­leik­um fyr­ir dyra­vörðinn. Tón­leik­arn­ir fara fram næst­kom­andi sunnu­dag og hefjast þeir klukk­an 20 á skemmti­staðnum Paloma.

Fjór­ir menn hafa verið hand­tekn­ir í tengslum við árásina og voru þeir úr­sk­urðaðir í tveggja vikna gæslu­v­arðhald. Lögregla segir að rannsókn málsins miði vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert