Plastlaus september ekki alveg plastlaus

Einnota hnífapör hafa víðtæk umhverfisáhrif.
Einnota hnífapör hafa víðtæk umhverfisáhrif. AFP

„Allir finna hvað hentar þeim. Það er vegferð að fara af stað í þetta, það er hægt að taka eitt skref til að byrja með og finna svo leiðir til þess að taka fleiri,“ segir Jóhanna Gísladóttir, formaður átaksins Plastlauss september sem hrundið verður af stað í annað sinn á morgun. „Það er áskorun að hugsa út fyrir kassann.“

Plastlaus september varð til á vormánuðum síðasta árs þegar umhverfismeðvitaðar nágrannakonur í 108 Reykjavík fengu hugmyndina frá ástralska átakinu Plastic Free July. Þeim fannst júlí ekki henta Íslendingum vel, enda væru þá mikið um sumarfrí og fólk ekki í rútínu, en ákváðu að hóa saman í hóp til að hrinda af stað Plastlausum september með skömmum fyrirvara.

„Átakið gekk vonum framar,“ segir Jóhanna, en síðan í fyrra hefur bæst í hóp skipuleggjenda, auk þess sem aðrar hafa dottið út vegna anna. Alls eru þær fjórtán sem standa að átakinu þetta árið, og um er að ræða algera grasrótarstarfsemi sem keyrð er áfram af sjálfboðaliðum.

Ostur, skinka og Cheerios í plasti

Jóhanna segir það misjafnt hvað henti hverjum og einum, og að Plastlaus september snúist alls ekki um að vera alveg laus við allt plast. „Ég er formaður fyrir Plastlausan september og ég er ekki alveg plastlaus. Það eru allskonar skref sem við fjölskyldan höfum tekið en við kaupum enn einstaka skinkubréf, osturinn okkar kemur í plasti og við kaupum Cheerios og það er plastpoki utan um það.“

Að hætta notkun á plaströrum er gott fyrsta skref í ...
Að hætta notkun á plaströrum er gott fyrsta skref í Plastlausum september. AFP

„Með þessu átaki erum við að reyna að fá fólk til þess að hugsa aðeins um umbúðir, sérstaklega plast, og hvort þau þurfi þær eða hvort það sé önnur leið. Við viljum að fólk sé vakandi yfir því hvað það notar mikið plast í hversdagslífinu og hvort það geti minnkað það,“ útskýrir Jóhanna. „Það er enginn að ætlast til þess að fólk fari ‚all in´.“

Jóhanna segir mörg flott átök hafa sprottið upp á undanförnum árum sem snúist um að hreinsa plast og annað rusl úr umhverfinu. „Það er fullt af flottum hlutum að gerast á þeim enda, þegar ruslið er orðið að vandamáli, en við viljum koma inn með þá hugsjón hvernig sé hægt að láta minna plast komast í umferð til að byrja með.“

Markaður með plastlausar vörur í ráðhúsinu

Opnunarhátíð Plastlauss september fer fram á morgun, laugardag, og hefst hún klukkan 12 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar verður bæði hægt að kaupa plastlausar vörur á markaði og fræðast um hin ýmsu málefni tengd plasti. Klukkan 13 hefjast erindi og mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setja hátíðina. Nánar má lesa sér til um opnunarhátíðina hér.

Margnota drykkjarflöskur eru mun umhverfisvænni en þær einnota.
Margnota drykkjarflöskur eru mun umhverfisvænni en þær einnota. AFP

Á heimasíðu Plastlauss september má finna ýmis ráð og hugmyndir tengdar því hvernig megi minnka plastnotkun. Fyrir Jóhönnu snýst þetta fyrst og fremst um að undirbúa hvern dag. „Að vera með poka tilbúinn ef þú ert að fara í matvörubúð, fara með fjölnota málið ef þú ert að fara á Boozt-barinn, muna eftir fjölnota kaffibollanum og vera á tánum, afþakka þegar þú pantar vöruna, að þú ætlir ekki að fá rörið eða lokið á kaffibollann.“

Jóhanna segir þetta allt skipta máli í stóra samhenginu. „Íslendingar nota 70 milljón plastpoka á ári sem eru um 200 plastpokar á mann. Ég og mín fjölskylda höfum eiginlega alveg hætt notkun plastpoka og bara vegna þessu eru fleiri hundruð plastpoka sem ekki hafa farið í notkun. Í stóra samhenginu er þetta að hafa áhrif. Ekki halda að þetta sé eitthvað sem skiptir ekki máli, að þetta hafi ekki áhrif, það er alls ekki þannig.“

mbl.is

Innlent »

Fjölmenn mótmæli Hagskælinga

10:35 „Ég er ofsalega þakklát fyrir þessa samstöðu vina minna,“ sagði Zainab Safari, nemandi í 9. bekk Hagaskóla, eftir að fulltrúar rétt­indaráðs Haga­skóla afhentu formanni kærunefndar útlendingamála undirskriftarlista sem mótmæla fyrirhugaðri brottvísun hennar. Meira »

Guðmundur Hrafn nýr formaður SÍA

10:25 Guðmundur Hrafn Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars/TBWA, var kjörinn formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) á 40. aðalfundi sambandsins í gær. Meira »

„Brjóta á okkur allhressilega“

10:25 „Þeir eru hérna að brjóta á okkur allhressilega,“ segir Guðmundur Baldursson, verkfallsvörður Eflingar, sem fylgdist með akstri rútubílstjóra Kynnisferða til Keflavíkur í morgun. Ólíkar túlkanir á lögum um verkföll voru áberandi í morgun þar sem atvinnurekendur sjá málið frá annarri hlið. Meira »

„Helgin fari í að nauðlenda Wow“

10:17 „Það er nokkuð ljóst að félagið er varla til í að taka á sig allar byrðar Wow air, félags sem er skuldum vafið og í vanskilum víða. Ekki bara á Keflavíkurflugvelli eins og við sáum í ársskýrslu Isavia í gær, heldur víða annars staðar,“ segir Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, í samtali við mbl.is. Meira »

Segir fyrirtækin beita ýmsum brögðum

09:57 „Við höfum því miður orðið vör við, eins og fram hefur komið, að verið er að gera út menn sem eru að grafa undan framkvæmd verkfallsins í hópbifreiðafyrirtækjum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, og kveður fyrirtækin beita ýmsum brögðum. Meira »

Glitnir tapaði í Hæstarétti

09:54 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavík Media. Glitni er gert að greiða hvoru félagi um sig 1,2 milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Meira »

„Í höndum Icelandair og WOW“

09:51 „Nú er málið bara komið í þennan farveg og það er í höndum Icelandair og WOW að leiða fram niðurstöðu í þessu, án beinnar aðkomu stjórnvalda,“ segir Bjarni Benediktsson í stuttu samtali við mbl.is áður en hann mætti á ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun. Meira »

Silja Bára tekur við formennsku

09:09 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað dr. Silju Báru Ómarsdóttur, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem formann Jafnréttisráðs. Hún tekur við af Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur. Meira »

Sagður hafa rekið Eflingu af lóð hótelsins

08:33 Sólarhringsverkfall Eflingar og VR hófst á miðnætti í nótt. Stéttarfélagið Efling vekur athygli á því á Facebook-síðu sinni nú í morgun að Ingólfur Haraldsson hótelstjóri Hótel Nordica hafi rekið Eflingu og hótelstarfsfólk út af lóð hótelsins. Meira »

Flug- og strætóferðum aflýst

08:25 Flugferðum innlands hefur verið aflýst og eins falla niður ferðir hjá Strætó vegna mjög slæmrar veðurspár. Aftakaveðri er spáð víða á landinu og mikilli röskun á samgöngum. Búið er að loka Siglufjarðarvegi. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum. Meira »

Verslun í Norðurfirði í vor

08:18 „Það er talsverður áhugi á þessu. Það bárust sex til átta umsóknir og fyrirspurnir eftir að við þreifuðum fyrir okkur á Facebook, en nú ætlum við að birta formlega auglýsingu í blöðununum og þá skýrist betur hve margir hafa áhuga á þessu starfi,“ segir Arinbjörn Bernharðsson, stjórnarformaður Verzlunarfjelags Árneshrepps. Meira »

Þungt högg í humarveiðum og -vinnslu

07:37 Mikill samdráttur í humarveiðum hefur mikil áhrif á rekstur fyrirtækja á Höfn í Hornafirði, Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum. Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf., sem stundar humarveiðar frá Þorlákshöfn og vinnslu í landi, segir ljóst að höggið sé þungt. Meira »

Lokað vegna óveðurs

06:58 Fjarðarheiði er lokuð vegna óveðurs og hið sama gildir um Hófaskarð, Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi víða um land. Meira »

Aftakaveður á leiðinni

06:46 Kröpp og óvenjudjúp lægð skammt suður af landinu hreyfist allhratt norðaustur. Lægðin sú arna veldur norðan- og norðaustanstormi eða -roki og blindhríð fyrir norðan og austan. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð mikilli snjókomu síðdegis og það geti haft áhrif á umferðina. Meira »

4.100 unglingar á einum stað

06:16 Stærsta unglingaskemmtun landsins fer fram í Laugardalshöll um helgina þegar 4.100 unglingar og 400 starfsmenn úr félagsmiðstöðvum landsins koma saman til þess að skemmta sér á SamFestingnum, árlegri hátíð Samfés. Meira »

Leituðu gluggagægis

05:56 Lögreglunni barst tilkynning um gluggagægi í hverfi 111 en þrátt fyrir leit að manninum fannst hann ekki. Bifreið var bakkað ofan í húsgrunn í hverfi 203 en engin slys urðu á fólki. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Hægja á uppbyggingunni

05:30 Fjárfestar hafa hægt á markaðssetningu nýrra íbúða í miðborg Reykjavíkur. Með því hafa þeir brugðist við óvissu í efnahagsmálum. Kjaramálin og erfið staða flugfélaganna vega þar þungt. Meira »

Boðvald stéttarfélaga nær til félagsmanna

05:30 „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur að geyma ákvæði um félagafrelsi. Í því felst að þú getur verið í því félagi sem þú vilt og staðið utan þess félags sem þú vilt,“ segir Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. Hann sagði að hluti rútubílstjóra á höfuðborgarsvæðinu væri hvorki félagar í Eflingu né VR. Meira »

Kvörtuðu undan óþægindum

05:30 „Þetta byrjaði með því að starfsmenn kvörtuðu undan óþægindum og urðu sumir þeirra veikir. Í kjölfar þess var ákveðið að láta skoða málið,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í Morgunblaðinu í dag. Meira »