Plastlaus september ekki alveg plastlaus

Einnota hnífapör hafa víðtæk umhverfisáhrif.
Einnota hnífapör hafa víðtæk umhverfisáhrif. AFP

„Allir finna hvað hentar þeim. Það er vegferð að fara af stað í þetta, það er hægt að taka eitt skref til að byrja með og finna svo leiðir til þess að taka fleiri,“ segir Jóhanna Gísladóttir, formaður átaksins Plastlauss september sem hrundið verður af stað í annað sinn á morgun. „Það er áskorun að hugsa út fyrir kassann.“

Plastlaus september varð til á vormánuðum síðasta árs þegar umhverfismeðvitaðar nágrannakonur í 108 Reykjavík fengu hugmyndina frá ástralska átakinu Plastic Free July. Þeim fannst júlí ekki henta Íslendingum vel, enda væru þá mikið um sumarfrí og fólk ekki í rútínu, en ákváðu að hóa saman í hóp til að hrinda af stað Plastlausum september með skömmum fyrirvara.

„Átakið gekk vonum framar,“ segir Jóhanna, en síðan í fyrra hefur bæst í hóp skipuleggjenda, auk þess sem aðrar hafa dottið út vegna anna. Alls eru þær fjórtán sem standa að átakinu þetta árið, og um er að ræða algera grasrótarstarfsemi sem keyrð er áfram af sjálfboðaliðum.

Ostur, skinka og Cheerios í plasti

Jóhanna segir það misjafnt hvað henti hverjum og einum, og að Plastlaus september snúist alls ekki um að vera alveg laus við allt plast. „Ég er formaður fyrir Plastlausan september og ég er ekki alveg plastlaus. Það eru allskonar skref sem við fjölskyldan höfum tekið en við kaupum enn einstaka skinkubréf, osturinn okkar kemur í plasti og við kaupum Cheerios og það er plastpoki utan um það.“

Að hætta notkun á plaströrum er gott fyrsta skref í ...
Að hætta notkun á plaströrum er gott fyrsta skref í Plastlausum september. AFP

„Með þessu átaki erum við að reyna að fá fólk til þess að hugsa aðeins um umbúðir, sérstaklega plast, og hvort þau þurfi þær eða hvort það sé önnur leið. Við viljum að fólk sé vakandi yfir því hvað það notar mikið plast í hversdagslífinu og hvort það geti minnkað það,“ útskýrir Jóhanna. „Það er enginn að ætlast til þess að fólk fari ‚all in´.“

Jóhanna segir mörg flott átök hafa sprottið upp á undanförnum árum sem snúist um að hreinsa plast og annað rusl úr umhverfinu. „Það er fullt af flottum hlutum að gerast á þeim enda, þegar ruslið er orðið að vandamáli, en við viljum koma inn með þá hugsjón hvernig sé hægt að láta minna plast komast í umferð til að byrja með.“

Markaður með plastlausar vörur í ráðhúsinu

Opnunarhátíð Plastlauss september fer fram á morgun, laugardag, og hefst hún klukkan 12 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar verður bæði hægt að kaupa plastlausar vörur á markaði og fræðast um hin ýmsu málefni tengd plasti. Klukkan 13 hefjast erindi og mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setja hátíðina. Nánar má lesa sér til um opnunarhátíðina hér.

Margnota drykkjarflöskur eru mun umhverfisvænni en þær einnota.
Margnota drykkjarflöskur eru mun umhverfisvænni en þær einnota. AFP

Á heimasíðu Plastlauss september má finna ýmis ráð og hugmyndir tengdar því hvernig megi minnka plastnotkun. Fyrir Jóhönnu snýst þetta fyrst og fremst um að undirbúa hvern dag. „Að vera með poka tilbúinn ef þú ert að fara í matvörubúð, fara með fjölnota málið ef þú ert að fara á Boozt-barinn, muna eftir fjölnota kaffibollanum og vera á tánum, afþakka þegar þú pantar vöruna, að þú ætlir ekki að fá rörið eða lokið á kaffibollann.“

Jóhanna segir þetta allt skipta máli í stóra samhenginu. „Íslendingar nota 70 milljón plastpoka á ári sem eru um 200 plastpokar á mann. Ég og mín fjölskylda höfum eiginlega alveg hætt notkun plastpoka og bara vegna þessu eru fleiri hundruð plastpoka sem ekki hafa farið í notkun. Í stóra samhenginu er þetta að hafa áhrif. Ekki halda að þetta sé eitthvað sem skiptir ekki máli, að þetta hafi ekki áhrif, það er alls ekki þannig.“

mbl.is

Innlent »

Allir þurfa að þekkja sín sköp

18:56 „Það þarf að fjarlægja leyndarhjúpinn sem umlykur kynhegðun. Staðgóð þekking á því hvernig líkaminn virkar auðveldar konum að taka ákvarðanir af öryggi og sjálfstrausti,“ segja höfundar bókarinnar Gleðin að neðan. Meira »

Komast ekki á legudeildir

18:01 „Álagið felst í því að það eru margir sjúklingar sem hafa lokið fyrstu meðferð á bráðamóttöku en komast ekki til innlagnar á sérhæfðum legudeildum,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Meira »

Vogabyggð tekur á sig mynd

18:00 Mikill gangur er kominn á uppbyggingu í Vogabyggð þar sem fram fer umfangsmikil enduruppbygging, fyrsta húsið við Trilluvog er farið að rísa og áætluð verklok á því eru í júlí á næsta ári. Alls er áætlað að íbúðir á svæðinu verði á bilinu 1.100 til 1.300. Meira »

„Menn vinna svona rólega og af öryggi“

17:50 Bana­slys varð í gærmorgun þegar er­lend­ur karl­maður féll er á hann var á göngu á Kirkju­felli á Snæ­fellsnesi. Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi komu ferðamenn auga á mann­inn þar sem hann lá um klukkan 10 og var þá haft sam­band við Neyðarlín­una. Meira »

Tóku fyrstu skóflustungurnar

17:31 Fyrstu skóflustungur að nýjum háskólagörðum HR voru teknar í dag við Nauthólsveg, gegnt Reykjavik Natura.  Meira »

Leiguverð hækkar en íbúðaverð lækkar

17:03 Vísitala leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,9% í ágúst, á sama tíma og íbúðaverð lækkaði um 0,1%. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands, en hækkun leiguverðs umfram hækkun íbúðaverðs hefur aldrei verið meiri á milli mánaða frá því að mælingar hófust. Meira »

Rannsóknarlögregla ríkisins snúi aftur

16:46 Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, lagði það til á Alþingi að embætti rannsóknarlögreglu ríkisins verði endurreist en það var lagt niður árið 1997 þegar embætti ríkislögreglustjóra var stofnað. Meira »

Tók konu hálstaki í bifreið

16:40 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir líkamsárásir með því að hafa 3. janúar 2017 veist með ofbeldi að konu. Annars vegar með því að taka hana hálstaki í kyrrstæðri bifreið, þar sem hún sat í ökumannssæti hennar en hann í aftursætinu, og hins vegar með því að kasta poka með tveimur vínflöskum úr gleri í konuna. Meira »

Umframkostnaður bragga óvenjulegt frávik

16:40 „Þessi frávik eru mjög óvenjuleg,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, um endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík sem hefur farið langt fram úr kostnaðaráætlun, eða um 257 milljónir. Framkvæmdirnar hafa kostað 415 milljónir en verkefninu var úthlutað 158 milljónir. Meira »

Landsmenn vilja strangari flugeldareglur

16:39 Meirihluti landsmanna vill strangari reglur um notkun á flugeldum og fjórðungur vill banna almenna notkun þeirra með öllu. Hæsta klukkustundargildi fíns svifryks um síðustu áramót mældist µg/m3 í Dalsmára í Kópavogi, sem talið er vera Evrópumet í mengun. Meira »

Minntist á málþing um dánaraðstoð

16:14 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, ræddi um dánaraðstoð á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins.  Meira »

Forgangsraða á bráðamóttöku vegna álags

16:11 Vegna mikils fjölda sjúklinga sem hafa leitað til Landspítalans, einkum bráðamóttöku, er sjúklingum nú forgangsraðað eftir bráðleika á bráðamóttöku spítalans. Meira »

Aldrei vör við óþarfa eyðslu

15:58 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segist aldrei hafa orðið vör við óþarfa eyðslu af hálfu þingsins í störfum sínum í Norðurlandaráði en hún er formaður Íslandsdeildar ráðsins og hefur einnig átt sæti í utanríkismálanefnd í fimm ár. Meira »

Leyfi frá störfum vegna gatnaframkvæmda

15:52 Forseti sveitarstjórnar Norðurþings og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Örlygur Hnefill Örlygsson, hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá sveitarstjórn út október vegna gatnaframkvæmda við hótel sem hann rekur í sveitarfélaginu og hafa tekið lengri tíma en gert hafi verið ráð fyrir. Segir hann hótelið hafa orðið fyrir fjárhagstjóni af þeim sökum. Meira »

„Ekkert jákvætt við heræfingar“

15:31 Steinunn Þóra Árnadóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmenn Vinstri grænna, gagnrýndu bæði á Alþingi þær heræfingar sem eru fyrirhugaðar hér á landi í október og nóvember. Meira »

Lífið verið einn rússíbani síðan

15:12 Fyrsti vinningur Lottósins síðasta laugardagskvöld féll í skaut ungra foreldra tveggja barna á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að hafa komið börnunum sínum í svefn á föstudagskvöldið fór eiginmaðurinn út en konan kom sér fyrir með tölvuna og fór að vafra um netið. Meira »

Yngsti kærði einstaklingur 4 ára

15:10 Fjöldi grunaðra fyrir hegningarlagabrot árið 2017 voru 4.124 einstaklingar, eða 9% fleiri en meðalfjöldi grunaðra árin 2014 til 2016. Bæði árin 2016 og 2017 voru karlar rétt tæp 80 prósent grunaðra og er það sambærilegt við fyrri ár, þó að árið 2015 hafi hlutfallið verið aðeins lægra eða 77 prósent. Meira »

Fleiri vilja stöðugt verðlag

15:08 Fleiri eru hlynntir en andvígir kjarasamningum þar sem lögð er meiri áhersla á stöðugt verðlag en launahækkanir, að því er fram kemur í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök atvinnulífsins. Þar segir að helmingur svarenda sé hlynntur kjarasamningum þar sem meiri áhersla sé lögð á stöðugt verðlag og minni áhersla á launahækkanir. Meira »

Áfram í haldi fyrir meint brot gegn börnum

14:39 Gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um gróft kynferðisbrot sem getur varðað allt að 16 ára fangelsi hefur verið framlengt til 3. október. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Borð með blaðavasa.
Til sölu þetta borð á aðeins 4800.kr. uppl .8691204....
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...