„Punglaus“ afstaða dómsins

Ljósmæður eru óánægðar með úrskurð gerðardóms.
Ljósmæður eru óánægðar með úrskurð gerðardóms. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er ofboðsleg reiði og óánægja,“ segir Katrín Sif Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar ljós­mæðra, eftir félagsfund ljósmæðra nú síðdegis þar sem úrskurður gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið var kynntur.

Konur trúðu eiginlega ekki öðru en að við myndum fá sanngjörn málalok eftir allt sem á undan hafði gengið. Þetta kom konum mjög á óvart,“ segir Katrín, en eins og kom fram í gær eru ljósmæður gríðarlega óánægðar með að ekkert sé minnst á leiðréttingu á launasetningu þeirra í úrskurði gerðadóms.

Þurfa eitthvað meira en hrós

„Við þurfum að fá eitthvað áþreifanlegt til að lifa af, ekki bara klapp á bakið og hrós um að við stöndum okkur voða vel og eigum allt gott skilið.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir.
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir. mbl.is/​Hari

Katrín segir að miklar umræður hafi skapast um að gerðardómur hafi úrskurðað að nemalaun skyldu tekin inn. Hún segir að þau hefðu alltaf átt að vera til staðar og það hefði átt að leiðrétta á öðrum vettvangi. „Það á ekki að setja það fram eins og eitthvert sigurmál í kjaradeilu.“

Ekki tekið tillit til krafna ljósmæðra

Katrín segir það „siðlaust“ af hálfu gerðardóms að nota árið 2008 sem upphafspunkt, en þá fengu ljósmæður ákveðna leiðréttingu. Sú leiðrétting hefur, að sögn Katrínar, öll étist upp. „Það er alltaf verið að miða við þann upphafspunkt og þannig erum við látnar elta skottið á okkur sjálfum í stað þess að taka tillit til þeirra krafna sem við lögðum fram um að störf okkar, menntun og ábyrgð yrðu verðlögð á við samanburðarhæf störf.

Þung orð voru látin falla á fundinum, en til að mynda veltu ljósmæður því fyrir sér hvort gerðadómur hafi verið hlutlaus í störfum sínum. „Konur notuðu ýmis lýsingarorð en meðal annars var talað um óánægju með punglausa afstöðu dómsins,“ segir Katrín.

Fjöldi fólks sýndi ljósmæðrum samstöðu í kjaradeilunni í sumar.
Fjöldi fólks sýndi ljósmæðrum samstöðu í kjaradeilunni í sumar. mbl.is/Eggert

Fleiri gætu sagt upp störfum

Áður hafði verið greint frá því að þær ljósmæður sem ekki höfðu dregið uppsagnir sínar til baka ætluðu að bíða eftir úrskurði gerðardóms og sjá svo til með framhaldið. Katrín er ekki bjartsýn á að þær snúi til baka:

„Ég heyrði í tveimur í dag sem eru ævareiðar og standa fast á því að þetta verði ekki til þess að þær dragi uppsögn sína til baka,“ segir Katrín og bætir við að henni kæmi ekki á óvart þótt fleiri uppsagnir fylgdu í kjölfarið.

„Það er gríðarlega stór ákvörðun að segja upp starfinu sínu og snúa sér að einhverju öðru en því sem maður menntaði sig til. Við sjáum að núna er mikill fjöldi ljósmæðra að snúa sér að hjúkrunarstörfum og flytja af landi brott.“ 

mbl.is

Innlent »

Getur ekki gjafar á tónlistarhátíð

22:13 Allir kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar gátu fengið aðgöngumiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice sem fram fór í síðasta mánuði, samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg í þeim tilgangi að uppfylla eftirlitsskyldu sína. Meira »

Býst við að smitum fjölgi ekki

21:30 „Ég býst við að þetta fari að fjara út í þessari viku ef allt virkar eins og maður vonast til að það geri,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir við mbl.is um E.coli-sýkingu sem hefur greinst hjá 19 börnum. Meira »

Bílaleigubílar 5% færri en í fyrra

21:10 Þær bílaleigur sem starfa hér á landi eru með 24.943 ökutæki í umferð, en á sama tíma í fyrra voru bílaleigubílar í umferð 26.211 talsins. Um er að ræða 5% fækkun á milli ára. Meira »

Dómari óskar eftir launuðu leyfi

20:17 Jón Finnbjörnsson, einn fjögurra dómara við Landsrétt sem hefur ekki sinnt dómstörfum vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu, hefur óskað eftir launuðu leyfi til áramóta. Nýr dómari verður settur í hans stað. Meira »

Fluttu 6,3 tonn af rusli úr Barðsvík

19:30 Hreinsun Hornstranda hefur staðið yfir, vík úr vík, frá árinu 2014. Alls hafa nú 35 tonn af rusli verið fjarlægð úr sjö víkum og einungis tvær eru eftir, sem til stendur að hreinsa næsta sumar. 6,3 tonn voru flutt úr Barðsvík til Ísafjarðar í gærkvöldi. Meira »

„Við erum heppin með hópinn“

19:27 „Þetta lítur vel út og við erum heppin með hópinn. Þetta er jafnsterkur hópur,“ segir Sigurbjörn Bárðarson landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem kynnt var í dag. Landsliðið keppir fyrir hönd Íslands á Heimsleikum íslenska hestsins sem fram fer í Berlín 4. - 11. ágúst. Meira »

Vonast til að farþegar sitji ekki aftur eftir

19:07 Icelandair vonast til þess að ekki komi aftur upp atvik svipað og átti sér stað í dag þegar 39 farþegar sem áttu bókað með vél félagsins frá Manchester til Íslands urðu eftir á Bretlandseyjum. Meira »

Brottfall úr námi langmest á Íslandi

18:20 Hlutfall íslenskra ungmenna á aldrinum 18-24 ára sem hættu of snemma í námi á árinu 2018 var 21,5%. Það er hvergi meira í allri Evrópu, þar sem meðaltalið er 10,6%. Meira »

Hefring náð samkomulagi um fjármögnun

18:15 Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Hefring ehf. hafa gengið frá samkomulagi um fjármögnun og mun sjóðurinn eignast tæplega fjórðungshlut í félaginu. Meira »

Níu sveitarfélög kæra Skipulagsstofnun

17:45 Níu sveitarfélög hafa kært ákvörðun Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar í 2+1 veg sé háð mati á umhverfisáhrifum. Þetta eru sveitarfélögin Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Snæfellsbær og Stykkishólmsbær. Meira »

Diamond Beach er víða

17:15 Sum íslensk „destinations“ eru ferðamönnum kærari en önnur. Blue Peak, Sulfur Wave, Black Sand Beach, Arrowhead Mountain. Og það er gott og blessað. En þessi nöfn ganga ekki lengur, finnst örnefnanefnd. Meira »

Færri ferðast til útlanda í ár

16:57 Alls 40% landsmanna kváðust ætla að ferðast bæði innanlands og utan í sumarfríinu þetta árið, 38% kváðust eingöngu ætla að ferðast innanlands og 12% kváðust eingöngu ætla að ferðast utanlands. Meira »

Hafa sótt um flugrekstrarleyfi fyrir WAB

16:15 Fyrirtækið WAB air er búið að sækja um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu, en það var gert fyrir um þremur vikum síðan.   Meira »

Pólverjar draga framsalsbeiðni til baka

15:30 „Málið er bara í þeirri meðferð sem það á að sæta lögum samkvæmt og það verður bara að koma í ljós hvað kemur út úr því,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um Euro-Market-málið svokallaða, sem lögmaður meints höfuðpaurs segir „orðið að engu“. Meira »

Alvarlega slasaður eftir fjórhjólaslys

15:29 Karlmaður var fluttur alvarlega slasaður á Landspítalann eftir að hann fór út af veginum í ná­grenni Geys­is í Hauka­dal um klukkan hálfellefu í morgun. Maðurinn var á fjórhjóli þegar slysið varð. Meira »

Tvö smit staðfest til viðbótar

15:15 Sýking tveggja barna til viðbótar af E.coli var staðfest í dag. Börnin eru tveggja og ellefu ára gömul og höfðu bæði neytt íss í Efstadal II fyrir 4. júlí. Meira »

Rúta festist í Steinholtsá

14:57 Á öðrum tímanum í dag var óskað eftir aðstoð björgunarsveita þegar rúta festist í Steinholtsá í Þórsmörk. Nærstaddir björgunarsveitarmenn komu fljótlega á vettvang og þá var búið að koma öllum farþegum frá borði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. Meira »

Ratcliffe bætir við sig jörðum

14:33 Bóndi í Þistilfirði segir kaup fjárfestingafélagsins Sólarsala ehf. á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði, vera afar slæm tíðindi. Segir hann að um mikla óheillaþróun sé að ræða og að ekkert samráð hafi verið haft við landeigendur fyrir kaupin. Meira »

Aflinn dregist saman um þriðjung

14:26 Íslensk fiskiskip lönduðu 31,7 tonnum af afla í júní, eða heilum þriðjungi minna en á sama tíma í fyrra.  Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...