„Punglaus“ afstaða dómsins

Ljósmæður eru óánægðar með úrskurð gerðardóms.
Ljósmæður eru óánægðar með úrskurð gerðardóms. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er ofboðsleg reiði og óánægja,“ segir Katrín Sif Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar ljós­mæðra, eftir félagsfund ljósmæðra nú síðdegis þar sem úrskurður gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið var kynntur.

Konur trúðu eiginlega ekki öðru en að við myndum fá sanngjörn málalok eftir allt sem á undan hafði gengið. Þetta kom konum mjög á óvart,“ segir Katrín, en eins og kom fram í gær eru ljósmæður gríðarlega óánægðar með að ekkert sé minnst á leiðréttingu á launasetningu þeirra í úrskurði gerðadóms.

Þurfa eitthvað meira en hrós

„Við þurfum að fá eitthvað áþreifanlegt til að lifa af, ekki bara klapp á bakið og hrós um að við stöndum okkur voða vel og eigum allt gott skilið.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir.
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir. mbl.is/​Hari

Katrín segir að miklar umræður hafi skapast um að gerðardómur hafi úrskurðað að nemalaun skyldu tekin inn. Hún segir að þau hefðu alltaf átt að vera til staðar og það hefði átt að leiðrétta á öðrum vettvangi. „Það á ekki að setja það fram eins og eitthvert sigurmál í kjaradeilu.“

Ekki tekið tillit til krafna ljósmæðra

Katrín segir það „siðlaust“ af hálfu gerðardóms að nota árið 2008 sem upphafspunkt, en þá fengu ljósmæður ákveðna leiðréttingu. Sú leiðrétting hefur, að sögn Katrínar, öll étist upp. „Það er alltaf verið að miða við þann upphafspunkt og þannig erum við látnar elta skottið á okkur sjálfum í stað þess að taka tillit til þeirra krafna sem við lögðum fram um að störf okkar, menntun og ábyrgð yrðu verðlögð á við samanburðarhæf störf.

Þung orð voru látin falla á fundinum, en til að mynda veltu ljósmæður því fyrir sér hvort gerðadómur hafi verið hlutlaus í störfum sínum. „Konur notuðu ýmis lýsingarorð en meðal annars var talað um óánægju með punglausa afstöðu dómsins,“ segir Katrín.

Fjöldi fólks sýndi ljósmæðrum samstöðu í kjaradeilunni í sumar.
Fjöldi fólks sýndi ljósmæðrum samstöðu í kjaradeilunni í sumar. mbl.is/Eggert

Fleiri gætu sagt upp störfum

Áður hafði verið greint frá því að þær ljósmæður sem ekki höfðu dregið uppsagnir sínar til baka ætluðu að bíða eftir úrskurði gerðardóms og sjá svo til með framhaldið. Katrín er ekki bjartsýn á að þær snúi til baka:

„Ég heyrði í tveimur í dag sem eru ævareiðar og standa fast á því að þetta verði ekki til þess að þær dragi uppsögn sína til baka,“ segir Katrín og bætir við að henni kæmi ekki á óvart þótt fleiri uppsagnir fylgdu í kjölfarið.

„Það er gríðarlega stór ákvörðun að segja upp starfinu sínu og snúa sér að einhverju öðru en því sem maður menntaði sig til. Við sjáum að núna er mikill fjöldi ljósmæðra að snúa sér að hjúkrunarstörfum og flytja af landi brott.“ 

mbl.is

Innlent »

Vísar fullyrðingu lækna á bug

11:32 Fullyrðing þriggja lækna um að heilbrigðisráðherra ætli að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna „að miklu leyti eða alfarið inn á göngudeildar sjúkrahúsanna“, er alröng að sögn ráðherra. Meira »

Íbúar hreinsi frá niðurföllum

10:50 Gert er ráð fyrir hvössum vindi og talsverðri rigningu í fyrramálið en lægð kemur upp að Reykjanesi snemma í fyrramálið. Nýjustu spár gera þó ráð fyrir því að mesta rigningin verði um 20 til 30 kílómetra vestan við Reykjavík. Meira »

VÍS endurskoði lokanir útibúa

10:39 Landssamband íslenskra verzlunarmanna (LÍV) harmar þá ákvörðun VÍS að loka átta þjónustuskrifstofum sínum á landsbyggðinni og gerir kröfu um að hún verði endurskoðuð. Meira »

Flestir frá Filippseyjum

09:30 Útlendingum frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins sem hafa fengið útgefin atvinnuleyfi vegna sérfræðiþekkingar sinnar til starfa hér á landi, hefur fjölgað mikið á seinustu þremur til fjórum árum. Meira »

Árshátíð frestað vegna ráðherraafskipta

09:06 Árshátíð Stjórnarráðsins, sem fara átti fram 6. október, hefur verið frestað til vors eftir afskipti tveggja ráðherra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag, sem segir nokkurrar óánægju gæta meðal starfsmanna vegna afskiptasemi ráðherranna. Meira »

Almenningur hvattur til að taka þátt

08:33 Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við. Meira »

Hissa á sýndareftirliti bankanna

08:30 Reikningi í eigu Samtaka hernaðarandstæðinga var lokað hjá Arion banka vegna þess að afrit vantaði af persónuskilríkjum allra stjórnarmanna. Meira »

Rekstrarskilyrði í lyfjageira versnað

08:12 Íslensk þjónustufyrirtæki á heildsölumarkaði lyfja búa á margan hátt við erfið starfsskilyrði. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon vann að beiðni Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Meira »

Brýnt að ferðafólk kolefnisjafni

07:57 „Draumurinn er að koma þessu á markað erlendis og selja kolefnisjöfnunina bæði til einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsskóga ehf. Meira »

Hætta á hvössum vindstrengjum við fjöll

07:41 Sunnan- og síðar suðvestanátt og rigning verður á landinu fyrri hluta dags í dag. Hvassast verður við ströndina. Búast má við hvössum vindstrengjum við fjöll. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið og er fólk hvatt til að hreinsa frá niðurföllum. Meira »

Ólíklegt að farið verði á túnfisk

07:37 Ólíklegt er að Vísir hf. í Grindavík geri út á túnfiskveiðar í haust, en skipið fékk leyfi til veiðanna frá sjávarútvegsráðuneytinu í sumar. Meira »

Ungt fólk undir of miklu álagi

07:12 Skólasálfræðingur MH segist vonast til þess að ekki verði hætt að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum en í vor lýkur tilraunaverkefni um þjónustuna. Alls leituðu 152 nem­end­ur til Bóas­ar síðasta vet­ur og ástæðurn­ar ýms­ar, svo sem kvíði og vanlíðan. Meira »

Stjórnarskrárvinnan gengur vel

05:30 Formenn stjórnmálaflokkanna með fulltrúa á Alþingi funduðu á föstudag vegna endurskoðunar á stjórnarskrá.  Meira »

Mikil aukning reiðufjár

05:30 Reiðufé í umferð utan Seðlabanka Íslands og innlánsstofnana jókst um 5,2 milljarða króna árið 2017 og nam alls um 60,3 milljörðum króna um síðustu áramót. Meira »

Vill „ofurbandalag“

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill láta á það reyna hvort ekki sé hægt að stofna til samstarfs á milli Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í vetur. Meira »

Rukkaðir um tæp tvö og sex þúsund

05:30 „Það má gera ráð fyrir því að bílar sem vega yfir þrjú og hálft tonn verði rukkaðir um allt að sex þúsund krónur en bílar sem vega minna verði rukkaðir um tæplega tvö þúsund krónur,“ segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Meira »

Segir einkabílinn ekki menga mikið

05:30 Útblástur frá einkabílum er aðeins 3-5% af þeirri mengun á Íslandi sem sporna verður gegn vegna loftslagsvanda. Mun meiri mengun stafar frá öðrum samgöngukostum. Meira »

Hleypur á hundruðum milljóna

05:30 Rekja má stóran hluta af tapi Íslandspósts til niðurgreiðslna fyrirtækisins á erlendum póstsendingum en kostnaðurinn hleypur á hundruðum milljóna. Meira »

WOW nýtir eldsneyti betur en Icelandair

Í gær, 22:59 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar á vegum samtakanna ICCT þar sem lagt var mat á hvaða flugfélög nýta þotueldsneytið best miðað við fjölda farþega og fluglengd, í flugi á milli Evrópu og Norður-Ameríku, er flugfélagið WOW air öðru sæti á eftir Norwegian. En WOW er með þrettán prósent lakari nýtingu en norska flugfélagið. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Suzuki GS 1000L,Forn, 81, Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...