„Punglaus“ afstaða dómsins

Ljósmæður eru óánægðar með úrskurð gerðardóms.
Ljósmæður eru óánægðar með úrskurð gerðardóms. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er ofboðsleg reiði og óánægja,“ segir Katrín Sif Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar ljós­mæðra, eftir félagsfund ljósmæðra nú síðdegis þar sem úrskurður gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið var kynntur.

Konur trúðu eiginlega ekki öðru en að við myndum fá sanngjörn málalok eftir allt sem á undan hafði gengið. Þetta kom konum mjög á óvart,“ segir Katrín, en eins og kom fram í gær eru ljósmæður gríðarlega óánægðar með að ekkert sé minnst á leiðréttingu á launasetningu þeirra í úrskurði gerðadóms.

Þurfa eitthvað meira en hrós

„Við þurfum að fá eitthvað áþreifanlegt til að lifa af, ekki bara klapp á bakið og hrós um að við stöndum okkur voða vel og eigum allt gott skilið.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir.
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir. mbl.is/​Hari

Katrín segir að miklar umræður hafi skapast um að gerðardómur hafi úrskurðað að nemalaun skyldu tekin inn. Hún segir að þau hefðu alltaf átt að vera til staðar og það hefði átt að leiðrétta á öðrum vettvangi. „Það á ekki að setja það fram eins og eitthvert sigurmál í kjaradeilu.“

Ekki tekið tillit til krafna ljósmæðra

Katrín segir það „siðlaust“ af hálfu gerðardóms að nota árið 2008 sem upphafspunkt, en þá fengu ljósmæður ákveðna leiðréttingu. Sú leiðrétting hefur, að sögn Katrínar, öll étist upp. „Það er alltaf verið að miða við þann upphafspunkt og þannig erum við látnar elta skottið á okkur sjálfum í stað þess að taka tillit til þeirra krafna sem við lögðum fram um að störf okkar, menntun og ábyrgð yrðu verðlögð á við samanburðarhæf störf.

Þung orð voru látin falla á fundinum, en til að mynda veltu ljósmæður því fyrir sér hvort gerðadómur hafi verið hlutlaus í störfum sínum. „Konur notuðu ýmis lýsingarorð en meðal annars var talað um óánægju með punglausa afstöðu dómsins,“ segir Katrín.

Fjöldi fólks sýndi ljósmæðrum samstöðu í kjaradeilunni í sumar.
Fjöldi fólks sýndi ljósmæðrum samstöðu í kjaradeilunni í sumar. mbl.is/Eggert

Fleiri gætu sagt upp störfum

Áður hafði verið greint frá því að þær ljósmæður sem ekki höfðu dregið uppsagnir sínar til baka ætluðu að bíða eftir úrskurði gerðardóms og sjá svo til með framhaldið. Katrín er ekki bjartsýn á að þær snúi til baka:

„Ég heyrði í tveimur í dag sem eru ævareiðar og standa fast á því að þetta verði ekki til þess að þær dragi uppsögn sína til baka,“ segir Katrín og bætir við að henni kæmi ekki á óvart þótt fleiri uppsagnir fylgdu í kjölfarið.

„Það er gríðarlega stór ákvörðun að segja upp starfinu sínu og snúa sér að einhverju öðru en því sem maður menntaði sig til. Við sjáum að núna er mikill fjöldi ljósmæðra að snúa sér að hjúkrunarstörfum og flytja af landi brott.“ 

mbl.is

Innlent »

Sporðar íslensku jöklanna hopa

07:37 „Aðgengi að flestum jökulsporðum hefur breyst hratt. Það eru að myndast jökullón fyrir framan svo marga mælistaði að það getur verið erfitt að komast að jökulsporðunum til að mæla.“ Meira »

Hindranir koma á óvart

07:17 Rann­sak­andi hjá Am­nesty segir að það hafi komið verulega á óvart hversu miklar hindranir mæta fólki, með líf­fræðileg kynein­kenni sem eru ekki dæmi­gerð fyr­ir karl­menn eða kon­ur, á Íslandi. Því Ísland hafi þá ímynd meðal annarra ríkja Evrópu að vera framarlega þegar kemur að jafnrétti. Meira »

Skaplegt veður síðdegis

07:01 Þrátt fyrir að dragi úr austanstorminum sem geisað hefur í nótt á landinu öllu eru gular viðvaranir enn í gildi. Síðan er djúp 940 mb víðáttumikil lægð langt suður í hafi og nálgast hún Grænland. Áhrifa hennar mun gæta á Íslandi. Mjög hvasst er undir Hafnarfjalli og víðar. Meira »

Barn án ríkisfangs

06:45 Fjölskylda Shamima Begum, sem gekk til liðs við vígasamtökin Ríki íslams í Sýrlandi þegar hún var 15 ára gömul, ætlar ekki að sætta sig við að hún verði svipt breskum ríkisborgararétti. Meira »

Búið að opna Hellisheiði

05:50 Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði að nýju en hún var lokuð um tíma í nótt. Framan af degi gengur í austanstorm með úrkomu yfir landið frá suðri til norðurs. Gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu. Meira »

Standi saman og vísi til sáttasemjara

05:30 Kjaradeilan er komin á það stig að nú eiga félögin í Starfsgreinasambandinu, Landssamband íslenskra verslunarmanna og iðnaðarmannafélögin að standa saman um að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara. Þetta segir Aðalsteinn Á. Meira »

Samkeppnishæf íslensk einingahús

05:30 „Tvö parhús hafa risið í Vík í Mýrdal á vegum sveitarfélagsins með stofnframlagi frá Íbúðalánasjóði. Þau eru með fyrstu húsum sem voru byggð með slíkum stofnframlögum.“ Meira »

Tístir um færð á vegum landsins

05:30 Vegagerðin tístir daglega um færð á vegum landsins á samfélagsmiðlinum Twitter og notar merkin #færðin og #lokað fyrir tíst á íslensku. Einnig er reynt að svara fyrirspurnum sem berast á Twitter jafnóðum. Meira »

Í 18. sæti meðal fiskveiðiþjóða

05:30 Alls nam heimsaflinn árið 2016 rúmlega 92 milljónum tonna og minnkaði um 1,7 milljónir tonna frá árinu á undan, en var svipaður og 2013 og 2014. Mest var veitt af alaskaufsa, 3,3 milljónir tonna, 3,2 millj. Meira »

Gömlu hafnargarðar Reykjavíkur sagaðir niður

05:30 Steinsmiðja S. Helgasonar vinnur nú hörðum höndum að því að saga gömlu hafnargarðana sem grafnir voru upp við Reykjavíkurhöfn. Meira »

35 klst. vinnuvika og jöfnun launa

05:30 Krafist er styttingar vinnuvikunnar í 35 stundir, jöfnunar launa á milli almenna markaðarins og opinbera markaðarins og launaþróunartryggingar til framtíðar í kröfugerð Sameykis gagnvart Reykjavíkurborg. Meira »

Dagur vonbrigða segir Drífa

Í gær, 23:20 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir á Facebook-síðu sinni nú í kvöld að það hafi verið dagur vonbrigða þegar ríkisstjórnin kynnti stéttarfélögunum skattatillögur sínar í dag. Meira »

Getur komið til lokana í nótt

Í gær, 23:02 Fyrsta viðvörunin tók gildi fyrir sjö mínútum síðan,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands, en austanstormur með úrkomu fer yfir landið frá suðri til norðurs og er gul viðvörun er í gildi á landinu öllu. Þá varar Vegagerðin við að komið geti til lokana vega. Meira »

Hafa rætt kosningamálið í rúma 4 tíma

Í gær, 21:40 Umræður um tillögu Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins um að sveitarstjórnarráðuneytinu verði falið að skoða aðgerðir Reykjavíkurborgar í tengslum við kosningaþátttöku tiltekinna hópa hafa staðið í rúma fjóra klukkutíma á fundi borgarstjórnar. Meira »

Tortryggnin hefur aukist

Í gær, 20:48 Vika er liðin frá því að fréttaskýringarþátturinn Kveikur uppljóstraði um svik bílaleigunnar Procar og Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar segist finna fyrir því að tortryggni þeirra sem eru að kaupa bíla hafi aukist. Hann segir ávinninginn af svindli sem þessu geta verið mikinn. Meira »

Tölvupóstur er streituvaldur heima

Í gær, 20:37 „Bara það eitt að geta átt von á tölvupóst [er] nóg til að vera streituvaldandi,“ segir Steinar Þór Ólafsson sem flutti fyrirlestur um skaðlega vinnustaðamenningu í Hí í dag. Enn fremur séu væntingar um tölvupósta streituvaldur hjá öðru heimilisfólki, þetta hafi nýleg rannsókn leitt í ljós. Meira »

Viðbrögð verkalýðsfélaganna koma á óvart

Í gær, 20:20 „Það er ekki þannig að einstök stéttarfélög semji fyrir sitt leyti um skattkerfisbreytingar,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um viðbrögð stéttarfélaganna við skattkerfistillögum ríkisstjórnarinnar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Meira »

Kvarta yfir starfsháttum Sveins Andra

Í gær, 19:00 Kvörtun fjögurra félaga gegn lögmanninum Sveini Andra Sveinssyni verður tekin fyrir í héraðsdómi á morgun, en félögin telja að Sveinn Andri hafi ekki sem skiptastjóri þrotabúsins EK1923 upplýst kröfuhafa um mikinn áfallinn kostnað, meðal annars vegna málshöfðana gegn fyrrverandi eiganda félagsins. Meira »

Heimilar áframhaldandi hvalveiðar

Í gær, 18:07 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019–2023. Nær ákvörðunin til veiða á fimm ára tímabili, eins og fyrri reglugerð gerði. Meira »
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í jan/feb í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum potti....
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...