Ræða hvernig verja megi stéttina

Hljóðið er þungt í ljósmæðrum eftir úrskurð gerðardóms.
Hljóðið er þungt í ljósmæðrum eftir úrskurð gerðardóms. mbl.is/Hari

„Við vonuðum að þeir gætu séð eitthvað í þessum úrskurði sem við sáum ekki í fljótu bragði, en því miður er ekki hægt að segja það,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra sem fundaði með lögfræðingi og hagfræðingi Bandalags háskólamanna vegna niðurstöðu gerðardóms sem gefin var út í gær.

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir.
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir. mbl/Arnþór Birkisson

„Það er ekkert þarna sem kemur til móts við okkar kröfur um grunnlaunaleiðréttingu. Það eru þarna vinsamleg tilmæli og ábendingar um eitthvað sem mætti skoða og eitthvað sem mætti betur fara, en við erum ekki með neitt í hendi.“

Ljósmæður hafa boðað til félagsfundar sem hefst klukkan 17. Þar verður úrskurðurinn kynntur, auk þess sem félagsmenn ætla að ræða næsta skref. „Þetta er fyrst og fremst kynning og svo umræður félagsmanna um það hvað þær vilja gera í framhaldinu, hvernig við ætlum að verja okkar stétt,“ segir Katrín.

„Hljóðið er þungt og það er mikil reiði.“

mbl.is