Slíkur vinur er ómetanlegur

Það er ansi þægilegt að spjalla við Kóp, segir Páll …
Það er ansi þægilegt að spjalla við Kóp, segir Páll Benediktsson en þeir voru saman á ferðinni í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Spjall okkar Kóps snýst oft um eitthvað sem er ofarlega á baugi í samfélaginu, um umhverfismál, jafnrétti, húsnæðismál og fleira af því tagi. Það verður að segjast að ansi þægilegt er að spjalla við Kóp um þessi mál, því ég get á lævísan hátt látið hann túlka ýmislegt sem ég myndi aldrei viðra umbúðalaust,“ segir Páll Benediktsson fjölmiðlamaður.

Á dögunum kom út bókin Kópur, Mjási, Birna & ég sem Páll er höfundur og útgefandi að. Þar segir frá lífi og dögum með hundinum Kópi sem þau Páll og Birna Berndsen eiginkona hans eignuðust fyrir nokkrum misserum.

Margt breyttist í fjölskyldulífinu með því, enda er gjarnan sagt að hundurinn sé besti vinur mannsins. Sú kennisetning er líka einskonar leiðarstef í bókinni og staðfestir að þó oft sé talað um hundalíf undir neikvæðum formerkjum getur það líka verið alveg ljómandi gott.

Sjá viðtal við Pál Benediktsson í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert