Útilokar ekki dómsmál

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. mbl.is/Hari

„Krónu á móti krónu“ skerðingin er mismunun í skilningi laga, samkvæmt lögfræðilegri álitsgerð sem unnin hefur verið fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Formaður ÖBÍ segir að bandalagið íhugi næstu skref og útilokar ekki dómsmál.

Þetta kom fram í þættinum Vikulokunum á Rás 1 í morgun.

„Afnám skerðingarinnar gerir fólki kleift, og veitir því hvata til að vinna. Það er stórundarlegt að þetta hafi ekki verið afnumið,“ sagði Þuríður Harpa meðal annars í þættinum.

Hún benti á að sams konar skerðing hefði verið afnumin hjá eldri borgurum fyrir nokkru. Hins vegar hefðu örorkulífeyrisþegar verið skildir eftir. Hún upplýsti að Öryrkjabandalag Íslands hefði látið vinna lögfræðilega álitsgerð um málið.

„Við erum að íhuga næstu skref, hvort við förum í dómsmál eða hvað við gerum. Það er staðreynd að þetta er ekki réttlátt. Það yrði hins vegar mjög réttlátt ef stjórnvöld gerðu eitthvað í þessu núna,“ sagði Þuríður Harpa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert