HM og veðrið haft sitt að segja

Um 60 þúsund manns skoðuðu íshellinn Into the Glacier í ...
Um 60 þúsund manns skoðuðu íshellinn Into the Glacier í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Um þremur til fimm prósentum færri ferðamenn hafa heimsótt íshellinn Into the Glacier í Langjökli á þessu ári en á sama tíma í fyrra.

Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier ehf., segir að baráttan um ferðamennina sé greinilega orðin meiri en verið hefur.

Fram hefur komið að ferðamenn dvelja skemur hér á landi en áður, fara í færri ferðir tengdar afþreyingu og spara við sig í mat og drykk.  

Ljósmynd/Aðsend

Veðráttan haft sitt að segja

Aðsóknin í íshellinn hefur verið mismunandi á milli mánaða. Hún dróst til að mynda saman um fimm til átta prósent á meðan á HM í knattspyrnu stóð en ágúst hefur aftur á móti verið góður, að sögn Sigurðar.

„Veðráttan hefur verið mjög sérstök í sumar. Þar var kalt framan af og og lítil bráðnun, sem er bæði jákvætt og neikvætt,“ segir hann og bendir á að eftir því sem meiri snjór er á jöklinum er hann öruggari en á sama tíma er erfðara að komast í hellinn í verri færð.

Spurður segir hann samdráttinn á þessu ári ekki hafa mikil áhrif á reksturinn. Ekki var gert ráð fyrir mikilli aukningu ferðamanna í sumar, heldur svipuðu og í fyrra, sem hafi verið „frábært“ ár.

Einnig spilar inn í minni aðsókn að veðurfarið í vetur var slæmt, sérstaklega í janúar og febrúar, sem voru verstu mánuðirnir síðan rekstur hellisins hófst. Þá var hann lokaður í á annan tug daga.

Kapellan inni í hellinum.
Kapellan inni í hellinum. Ljósmynd/Aðsend

Bandaríkjamönnum fjölgað en Evrópubúum fækkað

Á síðasta ári skoðuðu um sextíu þúsund manns hellinn en fjöldinn verður eitthvað minni í ár. Um 90% gestanna eru erlendir ferðamenn.

Bandarískum gestum hefur fjölgað mest í ár og eru þeir jafnframt stærsti einstaki kúnnahópurinn. Næstir á eftir koma Bretar og saman mynda þeir um helming gesta Into the Glacier.

Evrópubúum hefur aftur á móti fækkað, sérstaklega Þjóðverjum, sem Sigurður segir tengjast gjaldþroti flugfélagsins Air Berlin sem hætti þar með beinu flugi til landsins.

Ljósmynd/Aðsend

15-20 þyrluferðir 

Trukkaferðin er vinsælasta pakkaferðin í hellinn, að sögn Sigurðar. Auk þess hefur áhugi á vélsleðaferðum í samvinnu við Mountaineers of Iceland verið að aukast.  Spurður út í giftingar í hellinum segir hann þær hafa verið nokkrar á þessu ári, þrjár til fjórar talsins.

Einnig er boðið upp á þyrluferðir að íshellinum sem kosta um 190 þúsund krónur. Sigurður segir að 15 til 20 slíkar ferðir hafi verið pantaðar á þessu ári, sem er minna en á sama tíma undanfarin ár. Þar hefur slæmt veður eflaust haft sitt að segja. Hann telur níu þyrlulendingar á einum degi með hópa vera met sem seint verði toppað en það hafi ekki verið á þessu ári.

Aukið rekstraröryggi 

„Aðalfókusinn okkar á árinu hefur verið auka rekstaröryggi,“ greinir Sigurður frá og nefnir að trukkum hafi verið fjölgað og að verið sé að reisa stóra vélaskemmu á Húsafellssvæðinu til að geta sinnt viðhaldi. Samtals nemur fjárfestingin um 100 milljónum króna. 

„Við förum inn í veturinn með auka tæki og verkstæði þannig að rekstraröryggið er orðið allt annað en það hefur verið.“

Samtals eru sjö trukkar í eigu fyrirtækisins, þar af sex farþegatrukkar og einn þjónustutrukkur.

Það er töluverð fjölgun frá því verkefni hófst árið 2015 þegar tveir trukkar voru í notkun. Á degi hverjum eru fjórir til fimm trukkar notaðir en ef eitthvað kemur upp á er afgangurinn til vara.

Spurður segir Sigurður reksturinn í fyrra gengið mjög vel og í raun hafi hann gengið vel frá upphafi. Hann hafi ávallt verið yfir núlli. „Það hafa verið gríðarlegar fjárfestingar að sama skapi. Við höfum staðið straum af þeim að mestu leyti sjálf,“ segir hann og lítur björtum augum á framtíðina. 

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Stefnir í skort á geðlæknum

10:05 Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir óttast að það stefni í alvarlegan skort á geðlæknum innan tíu ára. Ágúst Kristján Steinarrsson greindist með geðhvörf 19 ára en hefur verið án einkenna í fimm ár. „Frá því ég veiktist síðast hefur minn lífsstíll verið mín meðferð,“ segir hann í samtali við mbl.is. Meira »

Rannsókn á bílnum lokið

09:51 Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hefur lokið við rannsókn bílsins sem keyrt var inn í kynlífshjálp­ar­tækja­versl­un­ina Adam og Evu aðfaranótt föstu­dags. Lögregla verst þó allra fregna af því hverju sú rannsókn hefur skilað í tengslum við framgang málsins. Meira »

Vinnur með „Epal“ Bandaríkjanna

09:00 Í ólgandi stórborginni New York hefur Íslendingurinn Hlynur V. Atlason komið ár sinni vel fyrir borð. Hann rekur þar iðnhönnunarfyrirtækið Atlason sem hannar húsgögn jafnt sem umbúðir og allt þar á milli. Meira »

Varð fyrir sprengingu við matseldina

08:38 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um eld við bílskúr í austurhluta borgarinnar. Þar hafði maður verið að steikja mat og notað til þess eldfiman vökva með þeim afleiðingum að sprenging varð og læsti eldurinn sig í föt og hár mannsins. Meira »

Umhleypingar í kortunum

08:12 Veðrið verður með rólegasta móti í dag með suðvestlægri átt. Léttskýjað verður eystra, en þykknar upp með smá vætu sunnan- og vestantil með morgninum. Veður næstu vikuna verður þó umhleypingasamt. Meira »

Fannst meðvitundarlaus á götu í miðborginni

07:23 Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þannig var m.a. tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni og fannst sá sem fyrir seinni árásinn varð meðvitundarlaus í götu í miðborginni. Meira »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »

Samningaviðræður áfram í hættu

Í gær, 19:47 Formaður Læknafélags Reykjavíkur fagnar að dómi í máli Ölmu Gunnarsdóttur verði ekki áfrýjað en telur engu að síður hættu á því að viðræður verði í hnút um áramótin. Traust til heilbrigðisyfirvalda hefur beðið hnekki og sérfræðilæknar munu ekki vinna áfram eftir samningnum mánuð í senn. Meira »

Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss

Í gær, 19:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til að sækja mann sem slasaðist á fjórhjóli á Skógaheiði. Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en vegna staðsetningar mannsins og gruns um hryggáverka þótti öruggast að kalla út þyrluna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Stefnir í tvöfaldan pott í Lottó næst

Í gær, 19:24 Engin var með 1. vinning í Lottó í kvöld og stefnir því í tvöfaldan pott í næstu viku. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út en einn miðahafi hlaut 2. vinning í Jóker og hlýtur 100 þúsund krónur í vinning. Sá heppni keypti miðann í Happahúsinu, Kringlunni. Meira »

Langir biðlistar eftir þjónustu

Í gær, 17:51 Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í geðheilsuteymi austur en langir biðlistar hafa myndast eftir þjónustu þess. Staðan nú er óviðunandi segja stjórnendur þess. Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, er gott dæmi um mann sem hefur ekki látið geðraskanir stöðva sig í lífinu. Meira »

Skoðaði ekki sjúkraskrá af forvitni

Í gær, 17:34 Persónuvernd hefur úrskurðað að framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi mátt skoða sjúkraskrá konu sem hafði kvartað til landlæknis yfir veitingu þjónustu á heilbrigðisstofnuninni. Meira »

Læknanemar lækna bangsa

Í gær, 16:58 Bangsaspítali verður starfræktur á sunnudaginn í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með „veika eða slasaða bangsa“. Meira »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

Í gær, 15:08 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Betra að klára áður en það er fagnað

Í gær, 14:10 „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is. Meira »

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit

Í gær, 13:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar. Meira »

Trúir því að bíó geti breytt heiminum

Í gær, 13:00 „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag. Meira »

Svandís mun ekki áfrýja dóminum

Í gær, 12:06 Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun. Meira »